Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 6
## 1» / r<'id/iií « «)(i r/ji ft o«/ lýóti amdarunginn MessastrAkurinn atóa og glápti á útskornu mörgæsina. Hún var hvít, renníleg og skorin út i hvaltönn. Aldrei hafði hann séð neitt fallegra. Hvað mömmu hans heima í Dumbarton mundi þykja gaman að fá svona mörgæs! Þetta var lítill^ óhreinn og iítil- sigldur messastrákur, og þetta var fyrsta ferðin hans. TJtskornar mör- gæsir voru ekki handa slíkum pilt- um. Það sögðu allir um borð. En hann átti sér sína drauma. Um leið og hvalveiðitíminn hófst, fór hann að hanga frammi á þilfarinu, þar sem brátt yrði farið að lima i sund- m stóru búrhvalina, 15—20 á dag. Búrhvalirnir voru klunnalegir og ljótir, með stór ámulöguð höfuð, sem voru um þriðjungurinn af lengd þeirra; og í hverju höfði voru 40—50 iila formaðar tennur. En hvernig átti hann að eignast eina þeirra? Strax og búið var að ná þeim úr kjáikunum, vai' þeim komið fyrir í þar til gerðum innsigluðum kössum. Hann gekk feimnislega til sagar- ans, sem hafði það starf á hendi að ná í sundur hvaltönnunum með gufuknúðu söginni sinni. Svolitla stund horfði hann á hann vinna, svo sagði hann: ■— Gætirðu ekki gjört svo vel og látið mig hafa eina hval- tönn? Sagarinn leit á hann: — Ég á ekkert i þeim. Þarna kemur karlinn. Þú verður að spyrja hann. Messastrákurinn leit við. Þarna kom karlinn sjálfur vaðandí gegnum blóðið og beinarushð á framþilfar- inu í áttina til þeirra. Þetta var rosafenginn Skoti, sem allir messa- strákar voru lafhræddir við. Drengurinn stundi feimnislega upp bón sinni. Það hnusaði i skipstjóran- um, eins og þegar skutlaður hvalui' blæs frá sér. —• Burt með þig! rumdi í honum. Þig og allt þitt suð um hvaltönn! Ef ég finn þig aftur héma hjá sagaianum, þá skal ég lcggja þig yfir sögina hans. Messastrákurinn steig eitt skref a.ftur á bak, missti fótanna og hvarf niður káetustigann. Skipstjórinn og sagarinn skellihiógu. — Jóhann, sagði skipstjórinn og hláturinn sauð niðri í honum. Gefðu stráknum tönn, þegar þú hefur tíma til. Nokkrum vikum seinna var messa- stráknum fengið rifrildi úr striga- poka og innan í þvi fann hann al- blóðuga hvaltönn. • • • Það er regluleg list að skera út mörgæsir. Um borð i þessu hval- bræðsluskipi voru aðeins fjórir sem kunnu þá list: Flni Harry, Hamish gamli og bræðurnir Aage og Thór. Hver þeirra um sig hafði viður- kennndan skurðarstíl, og allir tóku þeir mikið fyrir vinnu sína. Messa- strákurinn vissi að hann mundi aldr- oi hafa efni á að láta skera út tönn- ina. Hann yrði því að gera það sjálf- ur. Hann skrúbbaði og fægði tönnina t; þangað til hún gljáði eins og fíla- bein, síðan fékk hann lánaðan rasp og þjöl^ og kvöld nokkurt, þegai' seint var orðið, lagði hann leið slna niður í verksmiðjuna. Við endann á járnklæddum gangi kom hann auga á hefilbekk sem skrúfstykki var fest ;í. Hann skrúfaði hvaltönnina sína fasta og byrjaði að vinna hana með klaufalegum tilburðum. Um klukkustundu síðar fór Hamish gamli að leita að bezta skrúf- stykkinu sínu niðri hjá suðukötlun- um. Hann var stuttur og samanrekin Skoti, liðlega 55 ára gamall. Allt í einu sá hann hvar lítill og vesæld- arlegur messastrákur stóð og saug blæðandi fingurna, milli þess sem hann raspaði með klunnalegum rykkjum hvaltönn. — Taktu þennan fjanda úr skrúfstykkinu mínu undir eins, rumdi í Hamish. Messastrákurinn missti raspinn, svo glumdi i. Hvaitönnin datt á gólfið. Hún valt eftir ganginum og undir eina lýsispressuna. Eftir að hafa skriðið góða stund á gólfinu, fann messastrákurinn loks tönnina sina og raspinn. Þaina stóð hann nú og saug fingurna og horfði á Hamish. • Gamli hvalveiðimaðurinn festi eina af hálfunnu hvaltönnunum sínum í skrúfstykkið og byrjaði að sverfa undirstöðuna. Hann vann þegjandi og með löngum reglubundnum strokum. Að tuttugu minútum liðnum losaði hann tönnina og rétti messastrákn- um hana. — Þetta er ákaflega fallegt, sagði drengurinn dapur í bragði. En held- urðu að ég geti nokkurn tíma sorfið tönn svona til? Ilamish gamli leit á hann og svip- ur hans mildaðist. — Leifðu mér að líta á tönnina þína, drengur minn, sagði hann. Já, þetta er falleg tönn. Alltof falleg til að klunnalegu fing- urnir þinir megi eyðileggja hana. Viltu að ég búi til mörgæs úr henni fyrir þig? Messastrákurinn hafði heyrt talað um mörgæsirnar hans Hamish. 1 hvalveiðiflotanum voru þær kallaðar „ljótu andarungarnir'1. Þvi þó aðrir skæru út mjúklega, rennilega og tignarlega fugla, þá voru mörgæs- irnar hans Hamish grófar, kuldaleg- ar og klunnalegar, eins og fuglarnir voru reyndar sjálfir. En það er betra að fá ljótan andarunga en ekkert, hugsaði hann. Auk þess mundi hann særa gamla manninn ef hann hafn- aði boðinu. Þetta var því fastmælum bundið. • • • Það var ekki fyrr en hvalstöðvar- skipið var á leiðinni heim til Suður Georgíu^ að messatrákurinn fékk skilaboðin sem hann var búinn að biða lengi eftir: vildi hann finna Hamish snöggvast bak við lýsis- pressuna, við endann á ganginum. Hann flýtti sér eftirvæntingarfullur niður í verksmiðjuna. Þar fann hann Hamish við hefil- bekkinn. Gamli hvalveiðimaðurinn tók eldgamlan jakka ofan af snaga, upp úr vasanum dró hann tusku, og innan úr tusktmni tók hann fyrrver- andi hvaltönn. Rödd hans, sem venjulega var gróf og hörð, varð nú kjassandi og blíð. — Skoðaðu hana vandlega, dreng- ur minn, sagði hann, því þú átt ekki eítir að sjá aðra eins í allri veröld- inni. Þetta er nýfæddur ungi. Sjáðu hvernig hann dregur inn höfuðið til at halda á sér hita! Sjáðu hvernig hann setur sig í keng og hvernig hann lyftir dúninum til varnar gegn kuldanum. Sérðu hvað hann er lif- andi? Þetta er ekki ein af þessum fínu útskornu mörgæsum, sem þú finnur hér um allt skip. Nei, þessi ei- lifandi. Og nú átt þú hana, alveg eins og hún leggur sig. Meðan Hamish gamli sagði þetta, fór hann ástúðlegum höndum um listaverk sitt. Þessi þýði sönglandi málrómur og þessar varfærnislegu strokur fingranna hrifu messastrák- inn. Andartak sá hann mörgæsina eins og Hamish sá hana. Allt í einu var hún orðin að listaverki — lifandi og hiýrri veru. — Já, mér finnst að ég gæti þolað kuldann með henni, sagði hann. En heyrðu, skulda ég þér eitthvað ? spurði hann svo kvíðinn. Gamli hvalveiðimaðurinn brosti. — Þú skuldar mér enga peninga, sagði hann. En þú gætir gert það fyrir mig að þvo þér og klippa af þér þennan lubba. Messastrákuiinn stamaði upp ein- hverjum þakklætisorðum og flýtti sér í burtu. Seint um kvöldið, þegar enginn sá til, vafði hann utan af mörgæsinni, og setti hana á borðið. En þegar kostir hennar voru ekki lengur rakt- ir með sönglandi rödd gamla hval- veiðimannsins, var hún engan vegin sú sama. — Já það er hverju orðí sannara, þú ert ljótur andarungi, tautaði hann. • • • Skömmu seinna gerðist krafta- verkið. Það kom á daginn að flug- manninum á þyrilvængjunni geðjað- ist vel að þessum messastrák, sem í hálft ár var búinn að þrífa káetuna hans og einkennisbúninginn hans með glöðu geði og færa honum brenn- andi heitt kakó í hvert skipti sem hann kom aftur úr ferð. Honum var kunnugt um drauma hans og vonir, og daginn áður en þeir komu í höfn í Liverpool færði hann honum að gjöf rennilega mörgæs. Þá fékk messastrákurinn að reyna hvað það er að vera ham- ingjusamur. Hann tók mörgæsina UPP og strauk henni við vanga sinn. Hann snart stuttu vængina á henni með fingrunum. Aldrei hafði hann séð neitt fallegra. Mamma hans mundi verða alveg himin lifandi! • • • Hvalbræðsluskipið lagðist við fest- ar í Collyers \Vharf og hvalveiði- mennirnir fóru í frí. Messastrákur- inn tók lest heim tll sín, norður til Glasgow, ásamt einum vina sinna. 1 klefanum þeirra 1 lestinni voru tvær eldri konur og ákaflega kurteis ungur maður. Messastráknum fannst hann aldeil- is vera karl i krapinu. Hann talaði digurbarkalega við vin sinn. — Hef- urðu séð mörgæsina mína, Willy? Hún er skorin út úr geysistórri hval- tönn af frægasta útskurðarmannin- um í öllum hvalveiðiflotanum^ hon- um Harry vini mínum. — Ég hef ekki skoðað hana al- mennilega, svaraði Willy. Má ég sjá h&na aftur? Tönnin var dregin fram og látin ganga manna á milli í klefanum. Konurnar skoðuðu hana með athygli, og kurteisi, ungi maðurinn sagði að hún væri ákaflega haganlega gerð. Seinna trúði hann messastráknum fyrir því að hann væri safnari sem safnaði gömlum listiðnaði, og að hann hefði áhuga fyrir mörgæsinni. Hún er víst ekki til sölu? spurði hann. Framhald á bls. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.