Vikan


Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 20.03.1958, Blaðsíða 10
H'VOR-T A AÐ 8TJÓRIMA? Eiginmaðurinn var liðsforingi. Og hann leit á konuna sína sem óbreyttan dáta. SPURNINGIN er æfagömul: Hvort á að stjórna heimilinu, konan eða karlinn? Hvort á að segja hinu fyrir verkum? Páfinn komst fyrir skemmstu í spilið og dró taum karlmannanna, þótt hann gerði það að vísu hæversk- lega. Hann kvað konuna engu „minni persónu" en karlmanninn; en þegar hún gengi í hjónabandið, fæli hún honum forsjá sína, og því væri það hans að leiða, hennar að fylgja. Ég mæli þó alls ekki með því, að karlmenn taki orð páfa bókstaflega. Það er um þessa deilu eins og svo margar aðrar, að meðalvegurinn er beztur. Og það sem getur blessast ágætlega í sumum hjónaböndum, það getur verið afleitt fyrir önnur. Skýrslur skilnaðardómstóla sýna, að deilur um ,,réttarstöðu“ hjóna á • heimilinu leiða undantekningarlaust tii vandræða. Lítum sem snöggvast í þessar skýrslur. 1 London fékk ung kona skilnað, þegar hún gat sannað, að maður- inn hennar, liðsforingi í hernum, hafði krafist af henni sömu skilyrðis- lausu undirgefninnar og hermönnum sínum. Dómarinn sagði um mann- inn: „Hann lifði eftir þeirri reglu, að sem liðsforingi ætti hann að skipa fyrir verkum, en allír aðrir að hlýða. Óhlýðni var í hans augum agabrot af versta tagi og krafðist miskunn- arlausra refsinga." Þegar konunni hans gekk illa að læra þessa lexíu, byrjaði hann að lemja hana. Þegar hún tók á móti, greip hann til glímubragða, sem hann hafði numið í hernum, ósvikinna fantabragða sem gáfu honum yfir- liöndina. Og að lokum var svo komið, að barsmíð fylgdi nærri hverri skip- un sem hann gaf. önnur kona fékk skilnað af sams- konar ástæðum. Maðurinn hennar, verkfræðingur, hafði alist upp á Hvalveiðimaðurinn og . . . Framhald af bls. 6. - Nei,.hún er .ekki til sölu, svar- aði messastrákurinn. Mamma min á að fá hana. En ég á aðra mörgæs. Það er bara grófur og klunnalega unninn fugl, gerður af gömlum hval- yeiðimanni með gigt og frostbitna fingur. Viltu sjá hana? Kurteísi ungi maðurinn játaði því, og messastrákurinn dró Ijóta andar- ungann upp úr pússi sínu. Ungi maðurinn tók við honum og bar hann upp að birtunni. Hann skoðaði hann langa stund frá öllum hliðum. — Já. — Já, þetta er gróft handbragð eins og þú segir, sagði hann aö.. lokum. En ég vildi gjarnan fá hann keyptan. Ég skal gefa þér nokkur pund fyrir hann. — Allt í lagi, sagði messastrákur- inn uppveðraður. — Svo er það eitt enn, sagði kiirteisi, 'úHgi maðurinn. Hálf á- nægjan áf að sáfna svona hlutuih, liggur í llþví að vita hvaðan þeir koma. Gætirðu gefið mér upp nafnið á þeim sem skár fuglVm út og skipið sem hann er á? • • • Á hverju ári heldur hvalbræðslu- skipið suðúr í heimskautshöf. Nú orðið erú hvalveiðimennirnir farnir að veita því athygli, að Hamish gamli eyðir minni tíma í að snúast í kringum lýsispottana sína, og meiri tíma við hefilbekkinn sinn. I stað þess að skera út tvær mörgæsir á hverri hvalveiðivertíð, býr hann nú til tuttugu. En hvalveiðimönnunum er ókunn- ugt um það, að i lok hverrar ferðar hittast Hamish og kurteisi ungi maðurinn á bezta hótelinu í Liver- pool og að kurteisi, ungi maðurinn, sem er slunginn listmunasali — kaupir allar mörgæsirnar fyrir 25 pund stykkið. Móðir messastráksins er hreykin af rennilegu mörgæsinni sinni, enda tekur hún sig vel út, þar sem hún stendur til sýnis á gljáfægðu eikar- borðinu í borðstofunni hennar. Hún þreytist aldrei á að segja vinum sínum frá því, að Harry, frægasti útskurðarmaðurinn í öllum hval- veiðiflotanum hafi skorið hana út úr hvaltönn sérstaklega fyrir son hennar. Ljótu andarungana má aftur á móti finna á ýmsum söfnum, í nokkrum sýningarsölum og á heim- ilum eins eða tveggja auðugra safn- heimili þar sem orð húsbóndans — föður hans — voru lög. Þegar hann svo kvæntist og konan hans vildi ekki felia sig við þessa aðferð, greip hann til refsinga. Hún bar það fyrir réttinum, að hann hefði kúgað hana til hlýðni með allskyns fantabrögð- um, meðal annars slegið hana á háls- inn með flatri hendi, þegar honum mislíkaði við hana. Hún var flestum stundum marin og blá eftir hann. Enginn skyldi þó ætla, að kon- urnar væru alltaf fórnarlömbin, eig- inmennirnir alltaf harðstjórarnir á heimilinu. I fyrra sögðu brezku blöð- in frá skilnaðarmáli hjóna sem i fimmtán ár samfleytt voru búin að „berjast um völdin.“ Bæði vildu drottna á heimilinu. Að lokum hættu þau að talast við, en eyddu því meiri tíma í að skrifa hvoru öðru skamm- arbréf. Bréfín þessi voru lesin upp í réttinum og byrjuðu oftast á orð- unum: „Svínið þitt“. eða „Vitfirr- ingurinn þinn.“ Dómarinn kvaðst heimila þeim skilnaðinn með ánægju, enda virtist hvorugt hæft til þess að lifa í hjóna- bandi. 1 öðru skilnaðarmáli kom berlega í ljós, að konan var sökudólgurinn. Hún vildi stjórna I einu og öllu. Þegar eiginmaðurinn maldaði í mó- inn, hóf hún „kalt stríð“ á hendur honum, meðal annars með þvi að skrifa honum skammarbréf og svara honum með þögninni þegar hann yrti á hana. Maðurinn fékk skilnað. 1 New York kom fyrir einkennilegt skilnaðarmál, sem átti rætur sínar að rekja til einræðishneigðar eigin- mannsins. Konan hans bar það fyrir rétti, að hann hefði „beitt töfra- brögðum" gegn henni. „Hann sagðist geta lesið hug minn,“ tjáði hún réttinum, „og hann gat gert mig alveg magnlausa. Þar að auki var hann sífellt að refsa mér fyrir ímyndaðar yfirsjónir." Maðurinn, sem var tannlæknir að atvinnu, fékkst mikið við andatrú. Það voru ,,andarnir“ sem sögðu hon- um að refsa konugarminum og brjóta viljaþrek hennar á bak aftur. Einu sinni hafði hann dregið hana á fót- unum út úr svefnherbergi þeirra, af því „andarnir" skipuðu honum að byrja tafarlaust ,,að skrifa bók um fimmtu víddina.“ Jú, konan fékk skilnað. Enn eru þess dæmi, að eiginmenn líti á konurnar sínar sem ambáttir. 1 heiðnum löndum er þetta auðvitað algengt. f Kina hefur stjórnarvöldun- um ekki nándai’nærri tekist að upp- ræta ósiðinn, þrátt fyrir góðan vilja. Þar giltu þau lög öldum saman, að kcnan varð að hlýða eiginmanni sín- um, var eign hans. Enn er sterk til- hneiging til svona hugsunarháttar með þjóðinni og þess eru ótalmörg dæmi, að konan á bágt með að átta sig á hinu nýfengna frelsi eftir margra alda áþján. 1 vesti’ænum löndum kemur það líka fyrir enn þann dag i dag^ að eiginmenn sanni það svo að ekki verði um villst, að þeir líti á sjálfa sig sem herra og húsbónda konunn- ar. Þannig var Breti nokkur dreg- inn fyrir rétt ekki alls fyrir löngu og kærður fyrir að gera tilraun til að selja konuna sína fyrir fimm sterlingspund. Og svo kúguð og aum vai' konan, að hún var búin að sætta sig við þetta möglunarlaust, þegar yflrvöldin gripu í taumana. Stundum blessast það ágætlega, að annaðhvort eiginkonan eða eiginmað- urinn taki öll völdin af maka sín- um. Hinn aðilinn er þá einfaldlega þannig gerður, að hann kann þessu vel. Algengast er það þegar svona stendur á, að karlmaðurinn gerist gæzlu- og umsjónarmaður konunnar. En þó eru fPávik frá þessu. Þýzk kona, sem var hjúkrunarkona á víg- stöðvunum á meðan maðurinn henn- ar vann á skrifstofu tók af honum öll ráð í stríðslok. Hún gerðist fyrir- vinna heimilisins og fól honum hús- verkin. Þegar kunningjar þeirra and- mæltu fyrir hans hönd kom á daginn, að hann var þessu algerlega sam- þykkur. Hinsvegar fór verr þegar belgisk kona setti manninn sinn af í stríðs- lok, skipaði honum að taka að sér heimilisstörfin og hélt sjálf áfram að vinna í stáliðjuverinu, sem hún haf#i verið þvinguð til að vinna í á dögum hernámsins. Skömmu seinna hvarf eiginmaður- inn. Þá kom I ljós, að hann var bú- inn að sélja húsið og húsgögnin. Það eina sem konan fann, þegar hún kom heim úr vinnu, var miði, sem á var skrifað: „Ég giftist konu en ekki stálsmið. Mér fell ágætlega við konuna mína. Ég hata stálsmiðinn. Og við hann hef ég engar skyldur, því að hann er búinn að sanna eins rækilega og hægt er, að hann getur séð fyrir sér sjálfur.11 — LEW PYLEMAN. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.