Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 2
Tpeq_ O/r/^/s/c/óóu y/Ayj/^fTQ.' ÞAÐ lítur helzt út fyrir, að hinn æfagamh draumur mannsins um að geta f logið — án vélarafls — sé að rætast. Hingað til haf a allar tilraunir í þessa átt strandað á þyngd vængjanna og magnleysi mannslíkamans. Nú berast hinsvegar þær fréttir, að Rússar hafi lengi verið að glíma við „frjálst flug", og orðið vel ágengt siðustu árin. En mikil leynd er yfir öll- um tilraunum þeirra. DÚFUM fylgir, eins og al- kunna er, mikill óþrifnað- ur. London er mikil dúfnaborg, og má svo heita, að við og á helztu byggingum þar, hafi menn naumast undan að þrífa undan dúfunum. Nú er verið að gera til- raunir með nýja dúfna- fælu á Pálskirkju. Strengdur er vír, sem mjög vægur rafstraumur er leiddur í, um „hernað- arlega mikilvæga staði." Straumurinn er svo veikur, að hann gerir dúfunum ekkert mein, en síðustu fregnir herma, að þegar sé fengin ágæt reynsla af þessu leynivopni. GULLLITAÐUR varalitur kemur á markaðinn í júlí, segir í fréttum af snyrti- vórumarkaðnum. Banda- rískar konur hafa undan- farna mánuöi verið að fikta við að nota gulllitað naglalakk og vildu fá sama lit á munninn. Næst á dagskrá, sam- kvæmt sömu fregn: Silf- ur-varalitur. NÁKVÆMAR mælingar hafa leitt í Ijós, að jörðin er sífellt að snúast hæg- ar. Þetta þýðir, að dag- arnir eru að lengjast. Síðasthðin tvö ár hafa þeir lengst um einn þús- undasta úr sekúndu — hvorki meira né minna. Það er „atómklukka" sem gerir þessa nákvæmu tímamælingu mögulega. 1 NEW YORK er hafin op- inber rannsókn á dans- skólum fylkisins. Dans- kennararnir virðast sumir hverjir vera hálfgerðir prakkarar. Aðferð þeirra er sú, að telja vitgrönnum (og efnuðum) meinleysingjum trú um, að þeir þurfi að stunda dansmámið mán- uðum saman til þess að verða fullnuma í listinni. Þannig er vitað um kven- mann, sem skrifaði undir samning um 1500 dans- tíma. Og frú Julia Hinman skuld- batt sig til að greiða sem samsvarar 270,000 ís- lenzkum krónum fyrir 4000 kennslustundir í dans! Blessað hróið er, eftir á að hyggja, 68 ára. FRÚ RENE Storme, sem á heima í bílaborginni Detroit, trúði manninum varlega, sem ruddist inn í búð hennar vopnaður marghleypu og tæmdi kassann, en tilkynnti um leið og hann kvaddi: „Eg borga þetta aftur." En fyrir skemmstu færði pósturinn henni pening- ana og 450 krónur að auki, sem voru víst vext- irnir. Greiðslunni fylgdi svohljóðandi bréf: „Mér þykir fyrir þessu. Mér likaði vel við þig. En ég á þrjú börn og var í slæmri klípu." A SA dagur eftir að renna upp þegar foreldrarnir geta ákveðið hvort þeir vilji eignast strák eða stelpu ? „Nærri því áreiðanlega," svara brezkir vísinda- menn. Tilraunir í þessa átt á dýr- um hafa þegar borið nokkurn árangur. Um þetta segir í brezku læknablaði: „Þegar á allt er litið, virðist heppilegast að láta forsjónina ráða í þessum efnum. En víst lít- ur út fyrir, að ráðin verði tekin af henni." HVENÆR er kvenfólk orð- ið miðaldra? Tuttugu og sex ára, segir Thomas K. Cureton, sem er heilbrigðisfræðingur við háskólann í Illinois, Bandaríkjunum. „Eftir að konan er orðin 26 ára," segir Cureton, „fer líkamlegt atgerfi hennar minnkandi. Og mikil inni- seta flýtir fyrir hrörnun- inni." EDITH Head, tízkufrumuð- ur í Hollywood, er búin að segja pokatízkunni stríð á hendur. Edith er einn helzti tízku- leiðtogi kvikmyndaborg- arinnar. Nú er hún búin að skora á fimmtíu kvikmynda- stjörnur að neita að ganga í pokakjólum. ,,Við viljum að kvikmynda- dísirnar okkar líti út eins og konur, ekki eins og kartöflupokar," segir hún. ÞAö kom einkennilegt atvik fyrir Katharine Hepburn fyrlr skemmstu. Og þó er kannski réttaxa að segja, að það hafi komið fyrir mótleikarann hennar. Hún var að leika í Shakespeare-Ieikriti í Washington, þegar Stan- ley Bell, sem lék á móti henni, gekk allt í einu út af sviðinu — og hvarf. Varaleikari varð að taka við hlutverkinu í miðju kafl. Þetta var á föstudegi. Daginn eftir birtist Bell í íbúð kunningja sins í New York og kvaðst hafa misst minnið. Kunninginn fór að biía til kaffi — og Bell gekk út og týndist aftur. Hann var ófundinn þegar síðast fréttist. Viltu gjöra svo vel og segja mér hvað maður þarf að vera gamall til að læra hár- greiðslu, hvort maður þarf að hafa sérstakt próf, hvað maður þarf að vera lengi að læra þessa iðn. Hárgreiðslunámið tekur S ár. Nú orðið er gert ráð fyrir að nemendur séu orðn- ír 15 ára og hafi lokið mið- skólaprófi þegar þeir koma i iðnskóla. Þó geta þeir sem ekki hafa miðskólapróf fengið að ganga undir sér- slakt inntökupróf, a. m. k. í Iðnskölanum i Reykjavík. hárgreiðslukvenna, nema hvað saumakonurnar bœta við sig fagteikningu í þriðja bekk. Að sjálfsögðu er borgað eitthvert kaup, eins og þegar um annað iðnnám er að rœða. Dórsý! Rock Hudson leikur hjá 20th Gentury Fox. Nýj- asta myndin hans er „Vopn- ir kvödd", sem gerð er eftir skáldsögu Hemingways. Þú getur því skrifað hon- um þangað. Hvar er hægt að læra kjóla- saum eða annan algengan fatasaum? Hvað er það langt nám? Þarf maður að fara i iðnskóla til að fá rétt- indi? Þarf vissan aldur til að geta byrjað? Er ekki borgað eitthvað kaup á meðan maður er að læra? Kjólasaum er auðvitað hægt að lœra víða á námskeiðum. En til að fá réttindi þarf þriggja ára nám, bæði verk- legt nám og iðnskólanám. Skilyrðin eru þau sömu og lil að byrja annað iðnnám. Nám saumastúlkna er nokkuð tilsvarandi námi Anna í Grænuhlíð! Sophia Loren er ekki fastráðin hjá neinu kvikmyndafélagi. Síð- ast lék hún í myndinni „De- sire under the Elms", sem kom út í síðastliðnum mán- uði hjá Paramount. Edda og Jóna! Elvis Pres- ley leikur heldur ekki hjá ákveðnu kvikmyndafélagi. Hann lék hjá Metro-Gold- wyn-Mayer l „Jailhouse Rock", sem mun vera ný- komin á markaðinn. En myndina ,pú ert ástin mín ein", sem sýnd var í Tjarn- arbíói um daginn, tók Para- mount. Verðlaunakeppninni lýkur Hér er tfundi og síðasti seðiUinn í verðlaunakeppni Vik- unnar. Leikreglum hefur verið lýst, og er óþarfi að end- urtaka þær. Sendið nú lausnir ykkar hið bráðasta; þær þurfa helzt að vera komnar fyrir 6. april. Væntanlega verður þá hægt að tilkynna úrslitin í blaðinu 17. apríl. ATH.: Ritstjórninni hafa borizt óskir um að seðlarnir i keppninni yrðu látnir fylgja blaðinu lauslr. Vegna kostn- aðar, hafa því miður engin tök verið á þessu. seðill í verðlaunakeppni Vikunnar: Tala happdrættisskuldabréf- anna á forsíðu er ................ að þessu sinni. Nafn.............. Heimilisfang Útgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthójf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.