Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 3
Þegar það gat kostað læknirinn lífið ef sjúklingurinn áó MIÐALDIRNAR (476—1492) hafa löngum verið kallaðar niðurlægingartímabil mannkynssögunnar, Leikir og lærðir höfðingjar réðu þá lögum og lofum, menntun var á lágu stigi, en alls- konar hjátrú og bábiljur var í hávegum haft. Allur þorri manna var hvorki læs né skrif- andi, almennum þrifnaði og hollustuháttum lítill sem enginn gaumur gefinn. Sérhver framfaraviðleitni var litin óhýru auga af valdamönnum þessara tíma og þeir sem gerðust svo djarfir að draga gamlar kenningar í efa, eða koma með nýjar, var refsað með harðri hendi, ef upp komst. Fyrri hluta miðalda voru engir lærðir skurð- læknar í Evrópu. Einu mennirnir, sem höfðu einhvern snefil af læknisfræðilegri þekkingu voru Gyðingar, sem kynnzt höfðu læknisað- ferðum arabiskra lækna og lært af þeim, en kirkjan fordæmdi starfsemi þessara manna og bannaði alþýðu að leita til þeirra. Viðhorfið til þeirra var þannig, að þeir voru í stöðugri lífshættu. Árið 580 lét Gutram, búrgundajarl, lífláta tvo skurðlækna á gröf frúar sinnar, vegna þess að hún andaðist úr svartadauða, en þeir höfðu áður skorið í kýli, sem sjúkdómurinn olli. Árið 1337 var lækni nokkrum drekkt í Od- erfljóti fyrir að hafa mistekizt að lækna blindu Bæheimskonungs og 1464 lét Ungverjalands- konungur kunngera, að hann myndi launa vel þeim lækni, sem gæti grætt örvasár hans, en lífláta ef mistækist. Dæmi eru til þess að læknum hafi allt fram á 16. öld verið refsað fyrir ófyrirsjáanleg ó- höpp í sambandi við lækningar eða það eitt að lækning mistókst. Jón páfi XII. lét brenna á báli lækni frá Plórens, sem hafi stundað hann án árangui-s. Fyrsti læknaskóli í Evrópu. Ekki er vitað með vissu hvenær fyrsti læknaskóli í Norðurálfu var stofnaður, en sumir telja að það hafi verið árið 802, á dög- um Karlamagnúsar. Hann hafði aðsetur 1 Salerno á Italiu, skammt frá borginni Napoli. Allt frá fornu fari hafði verið þarna hvíldar og hressingar- staður auðkýfinga þeirra tíma og þangað leituðu þeir út að svala Miðjarðarhafsins úr hinum kæfandi sumarhitum stórborgarinnar Rómar. Pyrirlestrar um líffræði voru fluttir við þennan skóla, en undirstöðuatriði þeirra fræða byggðust á kenningum Galens, sem áður hef- ur verið minnzt á i þessum þáttum. Krufning- ar voru gerðar á svinum og kennararnir byggðu kennslu sína á þeim. Margt hefur misjafnt verið sagt síðar um skóla þennan og smám saman fer honum hnignandi, en aðrir taka þá við. Meðal kennara við skólann var fyrsti kven- læknir í Evrópu, Tortula Ruggiero. Hún fékkst við fæðingarhjálp og kvensjúkdóma og hefur ritað bók um þessi fræði. í>ar eru all- góðar lýsingar á ýmsum kvensjúkdómum. Með krossferðunum hefjast kynni Evrópu- manna á menningu Austurlanda, og upp frá þvi gætir áhrifa þaðan á flestum sviðum, ekki hvað sízt læknisfræði, en Arabar stóðu Evrópumönnum miklu framar í henni. Á 12. öld hefst nokkurt framfaraskeið og um miðja öldina var fyrsta kennslubókin í handlækn- ingum rituð í Salerno. Enginn veit hver höfundur hennar er. Sennilega eru þeir margir. Elzta handritið er varðveitt í Bamberg í Þýzkalandi. Sumir halda, að Roger frá Palermo sé einn af höf- undunum, en hann ritaði og gaf út árið 1170 bók er hann nefndi „Practica." Læknarnir í Salerno skrifuðu mikið um sáralækningar, sem von var á þessum róstu- og striðstímum. Roger þerraði sárin með lími lagði við þau eggjahvítu eða straði i þau dufti. „Náð og gæska guðs . . ." Hann kennir hvernig sauma megi sár sam- an með silkisaum og stór sár lét hann setja kera*) í. Hann mælir með því, að örvar og spjótsoddar séu numdir brott, hvenær sem því megi við koma, en segir um leið: „Ef ekki er hægt að ná honum (örvaroddinum) án þess að valda miklu tjóni, er betra að láta hann vera; því margir hafa lifað lengi með vopn í sér. Um langan aldur var bók hans „Practica" notuð til kennslu í handlæknisfræði. Hann virðist hafa verið mikill raunsæismaður, er hann ritar um nýrnasár: „Vér eigum undir náð og gæzku guðs hvort það grær, en eigi verkum vorum." (Heilbrigt líf). *) Keri er lagður í sár til þess að vilsa geti í-unnið úr þeim út á yfirborðið. 899. KROSSGÁTA VIKUNNAR. VORTlZKAN 1958 1 NÆSTA BLAOI 1 næsta blaði munum við birta > myndir og segja ofurlitið frá þvl : nýjasta, sem frain kom á vorsýn- ¦ ingum storu tízkuhúsanna í Parfs. : A hverju ári er beðið eftir frétt- ¦ um þaðan með talsverðri f orvitni, : því frönsku tízkufrömuðirnir ; hafa jafnvel áhrif á klæðnað S kvenna hérna uppi á Islandi, eins ; og berlega kom i ljós f haust, S þegar pokatízkan kom a markað- S inn. 10 trantur — 12 lik- 20 tréð — 22 fjær — 23 28 endurvarpstæki — 30 VIKAN Lárétt skýring: 1 ný af nálinni — 5 slavnesk — 9 eltir suma amsvik — 14 limur — 16 nestispoki — 18 nár titill, sk.st. — 24 alltaf — 26 hrósa — 27 dreif síki — 31 skipshluta — 32 þar sem skinnræksni úr Skáldu fundust í fleti — 34 tvíhljóði — 35 sælgæti — 37 fjöldi — 40 gimsteinn — 43 mælieining — 45 rifjað upp (fyrir) — 46 látæði — 48 ruglingur — 50 fangamark í- þróttafélags — 51 húsdýr — 52 hugboð — 53 dýrka — 55 vot — 57 vitjaði Egypta sjö sinnum — 58 ... . heimsins eru vanþakklæti — 60 vindur — 61 tafl — 62 bílategund — 63 farartæki — 64 óvanur. AUGLYSIR Nú fellur eitt blað úr vegna páskavikunnar. Næsta tölublað kemur því 10. apríl. 2 gafst hún Grýla upp á mannsnafn — 7 liðugur — 13=51 lárétt — 15 raun — 21 já, já, svo skal verða — frumefni - - 31 Ásynja - Lóðrétt skýring: — 3 úrgangur — 4 fitl — 5 erfiði — 6 kven- 8 hik — 11 söfnunartækið — 12 útungun — 17 saurgar — 18 illviðrishrota — 19 guðir — 23 fylgihnöttur — 25 í skóm — 28 sk.st. — 29 33 stórfljót — 36 pytla - - 38 sk.st. — 39 skjótráður — 40 ekki hafandi -~ 41 ryk --42 boðlína -- 43 bær undir Pótafæti — 44 hali — 46 fljótur — 47 hundsnafn — 49 brakaði — 52 dauft Ijós — 54 bæta viö — 56 bráðlyndur:— 57 blekking (slanguryrði) — 51 lík — 60 skemmtistaður. -". ........ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.