Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 4
Tilhynnina um morð eftir Agöthu Christie SEXTÁNDI KAPLI Craddoclc lögreglufulltrúi kemur aftur. RADDOCK lögreg'lufulltrúi hafði átt ónotalega nótt í lestinni á leiSinni heim. Draumar hans höfðu verið hálfgerð mar- tröð. Hvað eftir annað fannst honum hann vera á harða- spretti eftir gráum göngum í gömlum kastala i örvæntingar- fulli-i tiiraun til að komast eitthvað eða til að hindra eitthvað í tæka tíð. Loks dreymdi hann að hann vaknaði. Honum létti mikið. Þá opnuðust dýrnar á klefanum hans allt í einu ofur hægt. Andlitið á Letitiu Black- look blasti við honum blóði drifið og hún sagði ásakandi: „Hvers vegna bjargaðirðu mér ekki? Þú hefðir getað það ef þú hefðir gert nokkra tilraun til þess.“ I þetta sinn vaknaði hann i raun og veru. Lögreglufulltrúinn var því guðsfeginn þegar hann kom loks til Mil- chester. Hann hélt beint á lögreglustöðina til Rydesdale, til að gefa hon- um skýrslu. Sá síðarnefndi hlustaði með athygli. Þetta bætir ekki mikið úr fyrir okkur, sagði hann. En það staðfestir það sem ungfrú Blacklock var búin að segja þér. Pip og Emma — hm, hvernig skyldi þetta vera með þau? Patrick og Júlía Simmons eru á réttum aldri. Ef við gætum grafið það upp að Letitia Blacklock hefði ekki séð þau síðan þau voru lítil. . . Það krúnkaði í Rydesdale. — Bandamaður okkar, hún Marple gamla, er búin að komast að því fyrir okkur. Sannleikurinn er sá, að Letitia Black- lock hafði hvorugt þeirra séð þangað til fyrir tveimur mánuðum. Þá er nokkurn veginn öruggt. . . Þetta er ekki elns auðvelt og þú heldur, Craddock. Við erum búnir að afla upplýsinga. Samkvæmt þeim virðast Patrick og Júlía vera laus allra mála. Ferill hans í sjóliðinu er ósvikinn — hann hefur staðið sig vel þar nema hvað honum hætti til að gera sig sekan um agaleysi. Við erum búnir að hringja til Cannes og frú Simmons svaraði, auðheyrilega sár- móðguð, að vitanlega væru sonur hennar og dóttir i Chipping Cleghorn hjá Letitiu Blacklock, frænku sinni. Þannig er nú það! — Og er fi'ú Simmons þá frú Simmons? Hún er búin að vera það ákaflega lengi, meira get ég ekki sagt, svaraði Rydesdale þurrlega. Þetta' sýnist svosem liggja nægilega Ijóst fyrir. Það er bara þetta — þau virtust falla svo vel inn í hlutverkin. Alveg á réttum aldri. Og ungfrú Elacklock þekkti þau ekki. Lögieglustjórinn kinkaði kolli hugsandi á svip, svo ýtti hann skjali yfir til Craddocks. Hérna er dálítið, sem við erum búnir að grafa upp um frú Easterbrook. Lögieglufulltrúinn las skjalið og hnyklaði augabrúnirnar. — Mjög eftir- tektarvert, tautaði hann. Sú hefur teymt gamla manninn á asnaeyrunum, ekki satt? En það breytir engu varðandi aðstöðu hans, eftir því sem bezt vei'ðui' séð. En hérna er atriði sem varðar frú Haymes. Aftur lyftust auga- brúnir Craddocks. Ég held ég hafi aftur tal af þeirri konu, sagði hann. Þú heldur þá að þessar upplýsingar geti verið málinu viðkomandi? Það er hugsanlegt. En það er auðvitað aðeins getgáta. Hvernig hefur Fletcher lögregluþjóni gengið? Fletchcr er búinn að vera ákaflega framtakssamur. Hann leitaði í húsinu með samþykki ungfrú Blacklock — en fann ekkert. Síðan hefur hann verið að rannsaka hver hefði haft tækifæri til að bera á lamirnar, með því að leita upplýsinga um hverjir hafa komið þar meðan útlenda stúlkan var ekki heima. Það virðist talsvert flóknara mál en við héldum FDRSAGA: Heimilisfólk Letitiu Blacklock og vinir hennar eru staddir í stof- unni hennar í Little Paddocks, þegar ljósin slokkna allt í elnu og óknnnugur maður skýtur tveimur skotum úr dyrunum og fellur sjálfur fyrir því þriðja, Lögreglan er þeirrar skoðunar að einhver í stofunni hafi laumast út um hliðardyr, aftur fyrir manninn, og beri Abyrgð á skotunum. Tilgangurinn hafi verið að myrða Letitiu. Ef hún deyr á undan frú Bellu Goedler, sem liggur fyrir dauðan- um norður i Skotlandi, munu systkinin Pip og Emma, en enginn veit neitt um þau, erfa auðæfi frú Goedler. Annars falla þau Letitu í skaut. Gömul kona sem oft hefur veitt lögreglunni góðar leiðbein- ingar, ungfrú Marple að nafni, er komin á staðinn og býr á prests- setrinu. í fyrstu, því hún ku fara í gönguferð síðdegis á hverjum degi. Venjulega. gengur hún niður í þorpið og fær sér kaffisopa i Blábrystingnum. Þegar ungfrú Blacklock og ungfrú Bunner eru ekki heima, og þær fara venjulega. til berja, þá stendur öllum opin leið. — - Og dyrnar eru alltaf skildar eftir ólæstai' ? - Það voru þær. Ég reikna ekki með að svo sé núna. — Og hver er niðurstaðan? Hverjir er vitað að hafi komið þangað. þegar enginn var heima? — Næstum hver einasta manneskja. Rydesdale athugaði blaðið, sem hann hafði fyrir framan sig. Ungfrú Murgatroyd segist hafa komið þang- að með hænu, sem átti að liggja þar á eggjum. Frásögn hennar er ákaf- lega í'uglingsleg, en Fletcher heldur þó að hún sé bara þannig gerð. Frú Swettenham kom þar líka. til að sækja hrossakjöt, sem ungfrú Blacklock hafði keypt fyrir hana í Milchester og skilið eftir á eldhúsborðinu. Hún. segir að þannig hafi þær það alltaf. Og hún vill helzt sækja það þegar Mitzi er ekki heima, því hún er víst alltaf hálf dónaleg við hana. Ungfrú Hinch- liffe sagðist ekkert hafa komið þar nýlega, en Mitzi og ein konan úr þorpinu segjast hafa séð hana koma út um garðdyrnar. Þá kvaðst hún ekkí muna eftir að hafa farið þangað i neinum erindum. Hún hafi þá senni- lega bara litið inn. ’J: — Það er dálítið grunsamlegt. - Það var öll framkoma hennar líka. Frú Easterbrook var einu sinní að viðra sína kæru hunda og segist hafa litið inn um leið og hún fór fram- hjá. Það var enginn heima og hún beið svolitla stund. Ofurstinn kom þar líka einn daginn með bók, sem hann segir að ungfrú Biacklock hafi gjarn- an viljað lesa. — Er það rétt? Hún segist hafa reynt að komast undan því, en það hafi ekki dugað. Það er ómögulegt að segja hvort Edmund Swettenham hefui' verið þar. Hans frumburðui' er ákaflega óljós. Segist stundum korna þar i ýmsum er- indum fyrir móður sína, en heldur að hann hafi ekki komið þar upp á síðkastið. Ungfrú Marple er líka búin að vera önnum kafin, bætti lögreglustjór- inn við kímileitur. í skýrslu Fletchers segir að hún sé búinn að drekka moi'gunkaffi í Blábrystingnum, drekka sherry í Bouldersbústaðnum og síðdegiste í Little Paddoeks. Hún er búin að dáðst að garðinum hennai' frú Swettenham — og hefur litið inn hjá Easterbrook ofursta, til að skoða ind- verska smámunasafnið hans. ■— Þá getur hún kannski sagt okkur hvort ofurstinn er það sem hann þykist vera. Já, hún mundi vita ef eitthvað væri dularfullt við hann. Hann virðist þó vera eins og hann á að vera. En auðvitað verðum við að leita upplýs- inga hjá Indlandsmáiaskrifstofunni. — Og á meðan . . . Heldurðu að ungfrú Blacklock mundi fallast á að fara eitthvað í burtu? Taka hina trygglyndu Dóru Bunner með sér og halda til einhvers óþekkts staðar. Því skyldi hún ekki fara til Skotlands og dvelja hjá Bellu Goedler? Það er æði afskekktur staður. - Þar sem hún gæti svo beðið eftir að deyja eða hvað? Ég hugsa að það mundi hún aldrei gera. — En það getur riðið á lifi hennar . . . Svona nú, Craddock, það er ekki eins auðvelt og þú heldur að taka. einhvern af lífi. - Ekki það ? — Ja, að vissu leyti er það auðvelt, það vei'ð ég að fallast á. Það eru svosem nóg tækifæri. Gaseitrun eða högg á höfuðið þegar hún er að reka inn hænsnin eða skot utan frá runnunum. En það er ekki eins auðvelt að drepa einhvern og láta ekki falla á sig grun. Þau hljóta öll að vera sér þess meðvitandi að núna er fylgst með hverjum og einum. Hin vandlega undir- búna, upprunalega ráðagerð mistókst. Þessi óþekkti morðingi okkar verður því að finna upp á einhverju nýju. — Veit ég vel. En þetta er tímaspursmál. Frú Goedler er að deyja — hún getur dáið á hverri stundu. Það táknar það að morðinginn okkar hefur ekki efni á að biða. Það er að vísu satt. Svo er það annað. Hann — eða hún — hlýtur að vita að við erum að rannsaka fortíð allra sem hér eiga hlut að máli. — Og það tekur sinn tíma, sagði Rydesdale og andvarpaði. Við verðum að leita upplýsinga hjá ráðuneytínu og í Indlandi. Já, þetta er ieiðindamál. - Það er líka önnui' ástæðan fyrir því að hann verður að hafa hraðann á. Ég er sannfærður um að hér er mikil hætta á ferðum. Það er um gífur- leg auðæfi að ræða. Ef Bella Goedler deyr . . . Hann þagnaði. því lögreglu- þjónn kom inn. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.