Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 5
— Legg lögregluþjónn er í símanum. Hann er staddur í Chipping Cleghorn. — Ég skal tala við hann í þessum síma. Craddock lögreglufulltrúi horfði á lögreglustjórann og sá að andlits- drættir hans stirðnuðu. — Ágætt, þrumaði hann í símann. Ciaddock fulltrúi hjá rannsóknar- lögreglunni kemur undir eins á staðinn. Hann lagði frá sér símtólið. — Er það . . . ? Craddock þagnaði í miðri setningu. Rydesdale hristi höfuðið. — Nei, sagði hann. Það var Dóra Bunner. Hún ætlaði að taka inn aspirin. Það lítur út fyiir að hún hafi tekið töflur úr glasi sem stóð á náttborði Letitíu Blacklock. Það voru aðeins nokkrar töflur eftir í glasinu. Hún tók tvær, en skildi eina eftir. Læknirinn er búinn að senda þessa einu til rannsóknar. Hann segir að það sé örugglega ekki aspirín. — Er hún dáin? — Já, hún fannst látin i rúmi sínu í morgun. Læknirinn segir að hún hafi látizt í svefni. Hann er þeirrar skoðunar að hún hafi ekki dáið eðli- legum dauða, þó heilsan hafi ekki verið upp á marga fiska. Hún hefur dáið af eitri, heldur hann. Það á að kryfja Jíkið í kvöld- — Aspirínpillur á náttborði Letitíu Blacklock. Þessi slungni djöfull. Patrick sagði mér að Letitía Blacklock hefði látið fleygja hálffullri sherry- flösku — og opnað óátekna flösku.. Ég reikna varla með að henni hefði dottið í hug að fleygja opnu aspirínglasi. Hver hefur verið í húsinu siðustu einn eða tvo dagana ? Pillurnar. hafa ekki getað verið þarna lengi. Rydesdale leit á hann. — Allur hópurinn var þar í gær, sagði hann. Það var afmælisboð fyrir Dóru Bunner. Þau höfðu öll tækifæri til að læðast upp á loftið og skipta um pillur í glasinu. Auk þess hefði allt heimilisfólkið getað gert það hvenær sem var. SAUTJÁNDI KAFLI. Myndaalbúmiö. Ungfrú Marple stóð við hliðið á prestssetrinu og tók við bréfi, sem Bunch rétti henni. — Segðu ungfrú Blacklock að Júlían þyki ákaflega leitt að geta ekki komið sjálfur, sagði Bunch. En sóknarbarn hans er að deyja í Lock Hamlet. Hann verður kominn aftur um hádegið, ef Letitiu langar til að hafa tal af honum. Bréfið er varðandi alla tilhögun við jarðarförina. Hann stingur upp á því að jarðað verði á miðvikudaginn, ef réttarrannsóknin verður á þriðjudaginn. Vesalings Bunny gamla. Það var eitthvað svo likt henni að ná sér í eitrað aspirín, sem ætlað var einhverjum öðrum. Blessuð, góða, ég vona að þér verði ekki mikið um að ganga þetta. Ég má blátt áfram til með að fara með barnið á sjúkrahúsið. Ungfrú Marple sagði að sér yrði áreiðanlega ekki of mikið um göng- una og Bunch flýtti sér af stað. Meðan Marple beið eftir Letitíu Blacklock, leit hún í kringum sig í setustofunni, og velti því fyrir sér hvað í ósköpunum Dóra Bunner hefði átt við, þegar þær ræddust við í Blábrystingnum, og hún sagði að hún hcldi að Patrick hefði átt eitthvað við lampann svo að ljósin slokknuðu. Ilvaöa lampa? Og hvernig hafði hann átt við hann? Hún hlýtur að hafa verið að tala um litla lampann, sem stendur þarna á borðinu við bogadyrnar, hugsaði hún. Hún hafði líka minnzt eitthvað á hjarðmey eða hjarðsvein — og þessi lampi var reyndar hjarðsveinn úr Dresdenpostulíni, í bláum jakka og bleikum buxum og með vasa í hendinni, sem perunni hafði verið komið fyrir í, þegar styttunni var breytt í lampa. Skermurinn var einfaldur pergamentskermur, en svo stór að hann tók næstum niður á styttuna. Hvað hafði Dóra Bunner sagt fleira ? „Ég man það svo vel að það var hjarðmærin. Og daginn eftir var það . . .“ Það var svo sannarlega hjarðsveinninn núna. Það rifjaðist upp fyrir ungfrú Marple, að þegar hún og Bunch höfðu vcrið boðnar þangað í síðdegiste, þá hafði Dóra Bunner haft orð á því að þetta væri annar af tveimur samstæðum lömpum. Hjarðmær og hjarð- sveinn auðvitað. Daginn sem árásin var gerð liafði það verið hjarðmær- in — og daginn eftir hafði það verið hinn lampinn — lampinn sem nú stóð þarna, hjarðsveinninn. Það hafði verið skipt á lömpum um nóttina. Og Dóra Bunner hafði einhverja ástæðu til að halda (ef hún hélt það þá ekki án þess að hafa ástæðu til þess) að Patrick hefði haft skipti á ■þeim. Hversvegna ? Vegna þess að ef fyrri lampinn væri skoðaður, þá mundi sjást á honum hvernig Patrick hefði tekist að „láta ljósin slokkna". Hvernig hafði hann farið að ? Ungfrú Marple horfi rannsakandi á lamp- ann fyrir framan sig. Snúran lá þvert yfir borðið og út af brúninni. Þar var henni stungið í vegginn. Á miðri snúrunni var perlulagaður kveikjari. Þetta sagði gömlu konunni ekkert, því hún var ákaflega ófróð um raflagnir. Hvar er lampinn með hjarðmeynni? hugsaði hún. 1 „ruslaherberginu“ eða var búið að fleygja honum eða — hvar var það nú aftur sem Dóra Bunner hafði komið að Patrick Simmons með fjöður og bolla með olíu í? Oti í kjarrinu! Ungfrú Marple ákvað að.leggja þetta fyrir Craddoek lög- reglufulltrúa. Það fyrsta sem Letitíú Blacklock hafði dottið í hug, var að Patrick frændi hennar stæði á bak við auglýsinguna í blaðinu. Ósjálfráð hugboð áttu oft rétt á sér, eða það fannst ungfrú Marple. Því ef maður þekkti fólk eitthvað að ráði, þá vissi maður hvað það gat látið sér detta i hug . . . Patrick Simmons ... Framhald í nœsta blaði. VÉLSMIÐJAN DVNJANDI Skipholti 1 — Sími — Pósthólf lSi^S Framkvæmum hverskonar vélaviðgerðir og nýsmíði. Viðgerðir og uppsetningar á: kynditækjum, ltælitækjum og hverskonar verksmiðjuvélum. Afgreiðum af lager: Miðstöðvarkatla, Lofthitara, Olíubrennara og varahluti. ___________________ GL4ESILEG FERMINGARGJÖF PIERPONT-úrin eru viðurkennd að gæðum. Fást hjá flestum úrsmiðum. Q HÖGGVARIN □ VATNSÞÉTT □ 17 STEINA □ NÝTÍZKULEG VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.