Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 11
úr henni, var henni upp , fan^abú|^»: - Þar gleyptu hana hafðist varpað í brennsluofnárnir hana. En jafnvel andspænis aftökusveitinni, gugnaði þessi grannváxna skoska stúlka ekki. Morguninn sem hún var leidd til af- tökunnar, greiddi hún sér vandlega og hnýtti silkiborða í hár sitt. Violette Szabo, sem missti manninn sinn við Alamein, beið þar til hin nýfædda dóttir hennar var orðin sex mánaða, en bauð sig þá fram til þjónustu í kvennahernum. Hún var send á skæruliðaskóla þar sem hún meðal annars skaraði fram úr í skotfimi. Hún sveif til jarðar í Frakklandi nótt eina í apríl 1944. Hún hafði það verkefni að úthluta vopnum til skæruliðanna og kenna þeim notkun þeirra. Það voru að eins tveir mánuður til D-dags — inn rásardagsins. Violette varð að vera á sífelldu ferðaJagi, féll tvisvar í hendur Gesta po en tókst í bæði skiptin að sleppa. 1 þriðja skiptið lenti hún i þýzkri gildru. En þótt mótþrói virtist von- laus, greip hún vélbyssu og skotfæri, hljóp inn í húskofa og varðist þaðan. Margir féllu af Þjóðverjunum áður en þeim tókst að brjótast inn í hús. if' og ná brezku stúlkunni lifandi. Nazistarnir pynduðu hana, og þeg. ar hún neitaði að ljóstra upp um nöfn félaga sinna, var hún skotin. Sagan um hetjudáðir Violette Szabo hefur nú verið kvikmynduð. Þrjár brezkar stúlkur úr PANY- sveitunum voru drepnar í sömu fangabúðum. Þær hétu Denise Bloch, Cicely Lefort og Lilian Rolfe. Eng- inn, sögðu sjónarvottar, sá þeim bregða. Það hefur orðið mikil breyting á PANY-sveitunum síðan þær voru stofnaðar fyrír rösklega fímmtíu ár um. 1 bók um sögu þeirra og starf er brugðið upp myndum, sem sýna þetta. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld tók flokkur úr hjálparsveitunum þátt í hersýningu í Brighton. Að henni lok inni fóru tvær stúlknanna inn á veit- ingahús á staðnum og báðu kvöldverð. Veitingamaðurinn virti þær vand- lega fyrir sér og það færðist hneyksl- unarsvipur yfir andlit hans. Öklar þeirra gægðust niður undan pilsun- um. Þær fengu hvorki vott né þurrt fyrr en þær voru búnar að fallast á að tjald yrði hengt fyrir hornið þar sem boi-ðið þeirra stóð. Hinir gest- irnir máttu ekki sjá þessa stór- hneykslanlegu ökla. Og þegar þær kvöddu, voru þær kurteislega en einarðlega beðnar um að koma ekki aftur nema öklarnir væru siðsam- lega faldir. Þrjátíu árum seinna áttu dætur og jafnvel barnabörn þessara braut- ryðjenda eftir að gegna þjónustu í hjálparsveitunum, og þá voru pilsin komin upp að hnjám. I þokkabót þótti það ekkert hneykslanlegt, þátt herstúlkurnar bæru síðbuxur þegar það hentaði þeim betur en pilsið. Það var á þessum árum og eftir að heimsstyrjöldin síðari var hafin sem dálítið atvik kom fyrir, sem sýndi að FANY-stúlkurnar voru ekki ein- ungis orðnar fullgildir meðlimir í hornum heldur bjuggu yfir því hug- Framhald á bls. 14 LÆKNIRINN FRUMSKÚGINU Dr. Ferguson stundar vísindastörf sín meöal indíána og særingamanna STRÓKURINN upp úr eldfjallinu djúpt inni i frum- skóginum stækkaði, og þegar dimmdi, sat stórt blóðrautt ský á fjallstindinum. Um svipað leyti byrjaði glóðheit aska að falla milli trjána. En hin hrikalega sýn og hinar þungu drunur vöktu aðeins fögnuð hjá hvíta lækninum, sem þarna var staddur. Þvi að guðirnir voru að sýna, að þeir væru honum hlyntir. »Einn af höfðingjum hinna innfæddu steig fram. Hann sagði: „Sangey, eldguðinn, býður þig velkominn. Hann hefur gefið táknið. Þú mátt lifa meðal okkar, þú ert bróðir okkar." Leyndarmálið Þetta þýddi, að dr. Wilburn H. Ferguson gat orðið særingamaður hjá Jivaro indíánunum, hinum blóðþyrstu hausaveiðurum Amazon-frumskógarins í Suður- Ameríku. Þetta þýddi líka að hann mátti vœnta þess, aö inn- fœddux særingamennirnir mundu kenna honum listir sinar, opinberuðu fyrír honum leyndarmál sín. Og það var einmitt í þeirri von sem dr. Ferguson hafði lagt líf sitt í hættu. Því að hann trúði þvi, að þarna í hjarta frumskógarins, meðal skæðustu villi- manna veraldar, kynni hann að finna læknislyfið gegn einni af ægilegustu plágum mannkynsins — krabba- meininu. Hann trúði því, að hið dularfulla efni, sem gat smækkað venjulegt mannshöfuð, gæti líka smækkað eða jafnvel eytt banvænum æxlum í mannslíkamanum. Það bárust stundum sögur út úr frumskóginum um þennan hugrakka lækni, sem fórnað hafði 27 árum af æfi sinni við þetta starf. En mig langaði að sjá hann og tala við hann. Því var það, að ég flaug frá Quito, höfuðborg Ecuador, til þorpsins Sucua við jaðar Jivaro-svæðisins. Flugvélin renndi sér niður á flugbrautina — þveng- mjótt brúnt strik í hinu sígræna landslagi. Um leið og hún nam staðar, steig hár, gráhærður maður upp að henni. Það var dr. Ferguson. Hann leiddi mig að húsi sínu. Það var með pálma- þaki, en veggirnir úr bambus: fullkomlega vatnshelt, en heimili salamandra, feiknstórra köngurlóa, bjalla og annarra skordýra. Hann kynnti mig fyrir konunni sinni, vingjarnlegri og húsmóðurlegri, fyrir elsta syni sínum, Eugene, og konu hans, fyrir næstelsta syninum, Ralph, og fyrir dótturinni, Patsy, sem er fjórtán ára og yngst systkin- anna. Hversvegna skyldi nokkrum lœkni dett'a í hug, að svarið við krabbameininu kunni að leynast þarna í frumskóginum ? Dr. Perguson sagði mér yfir kvöldverðinum, að mörg kunn lyf væru upprunin á Jivaro-svæðinu. Kínín fannst, þegar Jesúiti sá Jivaro særingamann gefa hitasóttarsjúklingi börk af sjinkótrénu. Kókaín fluttist frú Jivarounum til Peru og þaðan til Evrópu. Kjúrar, eitrið, sem Jivaroarnir dýfa örfum sinum í, er nú notað til þess að lækna sum afbrigði lömunar. Og barbaskó, sem Jivaíoar drepa fisk með, er nú mikið notað til þess að eitra fyrir skaðleg skordýr. Áhugi dr. Fergusons vaknaði fyrir alvöru þegar hann sá fyrsta smækkaða hausinn. Hann tjáði mér: „Mér datt í hug, að efni sem gæti minnkað höfuð, gæti gert það sama við allskyns æxli. Hausinn var aí þýzkum verkfræðingi, sem drepinn hafði verið fyrir eini ári." Það er hausinn, sem þið sjáið á meðfylgjandi mynd. Læknirinn hélt áfram: „Þegar ég fór í fyrirlestraferð til Bandaríkjanna nokkrum árum seinna, sýndi ég höfuðið. Maður með- al áheyrenda spratt á fætur og hrópaði: Drottinn minn, þetta er Ernst! Við unnum saman einu sinni. Þó að mörg ár væru liðin síðan höfuðið hafði verið minnkað, var svipurinn ennþá auðþekktur." Indíánarnir notuðu vökva til þess að smækka haus- ana. Nú var að komast að því, hvaða efni þessi vökvi hefði að geyma. „En Jivaroarnir gæta leyndarmála sinna vandlega," sagði læknirinn. Einu trompi réði dr. Ferguson þó yfir. Hann hafði — „með töfrum hvíta mannsins" — bjargað lífi indí- ána, sem særingamaður hafði gefist upp á að lækna, Og í þakklætisskyni gaf særingamaðurinn honum dreggjarnar af vökva, sem notaður hafði verið fyrir skemmstu í sambandi við hausaveiðaleiðangur. Dr. Ferguson gerði tilraunir á lifandi dýrum. Þau dóu. Og það reyndist erfitt að efnagreina vökvann. Eina leiðin til þess að komast að leyndarmálinu var að læra að búa þennan vökva til — með þvi að ger. ast særingamaður. Dr. Ferguson sagði: „Loks byrjuðu indiánarnir að gefa sig. Þeir tóku mig í fjögra daga ferðalag gegn- um frumskóginn. Á leiðinni komum við við hjá Wak- ani-fossum, sem eru helgir í þeirra augum. Þar fór fram einskonar vígsluathöfn. Ég var látinn baða mig í hyl. Svo var svíni slátrað og blóðinu roðið á fætur mína. Þegar við komum til Sangey, var eldur í fjallinu. Af því drógu særingamennirnir þá ályktun, að guðirn- ir væru mér vinveittir." En þegar hér var komið, komst dr. Ferguson í klípu. Til þess að vigslan væri fullkomin, varð hann að drepa mann og smækka hófuð hans. Og til þess treyst- ist hann ekki. Jurtasöfnun Eftir mikið þjark varð þó að samkomulagi, að hann mætti drepa öskurapa og smækka hausinn á honum. „Mér létti sannarlega," sagði hann mér. „Mér var sýnt hvaða jurtir voru notaðar í smækkunarvökvann, og þú getur reitt þig á, að ég lagði útlit þeirra ræki- lega á minnið. Þær voru alls þrjátíu og sjö. 'Ég lærði að búa til vökvann úr þeim — og hann reyndist ósvik- inn." . Dr. Ferguson sýndi mér þennan apahaus. Hann var ekki stærri en hænuegg. Nú kom nýtt vandamál til sögunnar: Var hægt að na eiturefnunum úr vökvanum án þess að veikja ROtagildi hans? „Eg vann dag og nótt," sagði læknirinn. „Ég gerðí tilraunir á rottum." Og að lokum tókst honum að Framhald á bls. 14 VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.