Vikan


Vikan - 27.03.1958, Page 12

Vikan - 27.03.1958, Page 12
Hitler óttaðist hana meira en nokkurn annan njósnara. Enginn maður stóðst töfra hennar. Hér hefst sagan . . . Hœttulegasta Icona veraldar Eftir Allen Andrews AUÐVITAÐ kannaðist ég við Christine Granville. Hún . var brezkur njósnari,“ sagði ég. „Menn sögðu hana ,, hafa undarlegt seiðmagn. Hún var myrt stuttu eftir stríðið á hóteli í Kensington . . . stungin til bana, . ... var það ekki, af óðum elskhuga hennar?“ Ég var að tala við W. Stanley Moss, fyrrverandi njósnara. Fyrrverandi vin Christine Granville. Hann spurði hvort ég hefði kannazt við hana, og byrjaði síð- an að segja mér frá ýmsum þáttum úr lífi þessarar töfrandi konu. Einhvern tíma munu menn fá að heyra um þessa konu, sem virtist.meta líf sitt einskis. Hún var fædd pólsk greifynja, hafði verið gift.tyisvar áður en hún gekk í brezku leyniþjónustuna. Þegar kloss hafði sagt mér alla sögtma, var ég frá mér num- inn af undrun og aðdáun. Það var kaldhæðni örlaganna, að þessi kona þyrfti að falla fyrii hníf eins elskhuga síns. Litli maður- urinn, sem stakk hana til bana, vissi ekki hvað hann átti eftir að hafa á samvizkunni. Heillandi persónuleiki Hún var njósnari. Hún dvaldist í löndum óvinanna, þar sem úði og grúði af spjöldum, þar sem henni var nákvæmlega lýst, og yfir 100 þús. kr. var lieitið til höfuðs henni. Alls staðar voru myndir af þessu svipmikla glaðlega andliti með fallega brosinu. Tvisvar féll hún í hendur Gestapolögreglunnar, en dvaldist þar aðeins skamma hríð . . . Hún bjargaði fjölda Breta frá bráðum dauða, en var því mið- ur illa launað fyrir þessa áhættusömu vinnu. Hitler áleit hana hættulegustu kOnu Evrópu. Einn af aðdáendum'Christine sagði hreinskilnislega: „Hún átti sigra sína að þakka hinum heillandi persónuleika. Allir /^hristine Granville var pólsk greifynja, sem var kjörin fegurðardrottning í landi sínu. jiun vg,r tvígift og þrítug þegar hún gekk í ensku leyniþjónustuna. Hún átti eftir að verða einn skæðasti njósn- ari heimsstyrjaldarinnar. Saga hennar er æíintýri frá upphafi til enda Kpeins og endalok hennar sanna, segir höf- undur, var hún alla tíð fyrst og fremst sönn kona. ' (Myndin er tekin á vesturvígstöðvunum innrás bandamanna). menn féllu fyrir yndisþokka hennar . . . og ég var engin undan- tekning." Þessi maður var einnig í leyniþjónustunni — þekktur undir nafninu Jan. Hann komst fyrst í kynni við Christine á flótta undan Gestapolögreglunni, í lítilli járnbrautarlest á leiðinni til Póllands. Hann sat beint á móti Christine í klefa, sem var fullur af Þjóðverjum. Það var skuggsýnt í klefanum. Aðeins stöku sinnum sá hann bregða fyrir höfði hennar, og skínandi rauð- brúnu hárinu. Christine sá ungan mann 27 ára að aldri. Hann var fölur með næstum barnslega hreinskilnisleg augu. Þetta var vel mennt- aður maður, sem hafði vegnað einkar vel í starfi sínu sem njósn- ari. I dögun komust þau á áfangastað. Jan fór höndum um yfir-' höfn sína, en innan í hana voru saumuð þýðingarmikil skjöl — og eiturtafla, sem hann átti að taka inn, ef hann yrði handsam- aður og beittur pyndingum. Hann setti á sig bakpokann og þok- aðist ásamt nokkrum sveitakonum fram hjá varðmanninum. Þeg- ar hann var á leið til þess staðar, sem hann átti að dveljast í um nóttina, ók hestvagn fram hjá honum. 1 vagnsætin sat ung stúlka með rauðleitt hár. Hestvagninn stanzaði við lítið hús við enda .götunnar. Það var einmitt felu- staður hans. Svo að þessi stúlka var einnig njósnari. „Finnst yður það ekki áhættusamt að koma- hingað um há- bjartan dag í hestvagni?" spurði hann liana, þegar þau voru komin inn. „Alls ekki,“ svaraði hún og augu hennar ljómuðu. „Það mundi vekja grun, ef ég rogaðist með bakpoka á bakinu. Vinur minn Jan telur þetta áreiðanlega ráðlegt,“ sagði hún hægt, „og hann er einn af yfirmönnum leyniþjónustunnar." „Jan? Og hvar er Jan núna?“ spurði Jan. „Hann er farinn til Frakklands,“ laug Christine. Þá vissi Jan skyndilega hver hún var. Svo að þetta var hin dularfulla kona, sem hafði notað nafn hans síðustu vikur. Hann hafði látið menn sína fylgjast vel með henni. Hann efaðist ekki um tryggð hennar. Hún hafði með höndum mjög vandasamt starf í neðanjarðarhreyfingu þeirri, sem kölluð var Skotliðarnir. Jan réðst strax til atlögu. „En ég er Jan,“ sagði hann. Þá sá hann í fyrsta skipti hvernig hún gjörbreyttist öll. Það var eins og rafstraum hefði verið hleypt í gegnum hana. Augu hennar loguðu af ástleitni. Og líkami hennar hafði eitthvað ó- lýsanlegt seiðmagn. Rödd hennar var lág og ástríðufull, þegar hún svaraði: „Svo að þú ert þá Jan. Auðvitað. Og þú ert vinur minn. Ég hef heyrt talað svo mikið um þig, að það er eins og ég hafi alltaf þekkt þig.“ Jan bað hana að hafa sig afsakaðan og fór út úr herberginu til eiganda hússins. „Þú getur treyst henni,“ var honum sagt. „Foringinn sendi hana. I nótt eigið þið að fara saman yfir landamærin." Jan og Christine fóru nú með lest til manns nokkurs, sem átti aú fylg'ja þeim yfir fjöllin. Þau laumuðust út úr lestinni og hlupu til fjalla. Það heyrðust köll frá járnbrautarstöðinni fyrir neðan VI: VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.