Vikan


Vikan - 27.03.1958, Síða 13

Vikan - 27.03.1958, Síða 13
Alaðurinn er heimspekingur! '' A* ........... íi- Lykillinn að lífshamingjunni ________ og Cary Grunt CARY GRANT er kindugui' ná- upgi. Hann er b.úinn að sanna æ ofan í æ að hann er mikill leikari. Nú kemur á daginn, að hann er líka heilmikill heim- spekingur. Sú er að minnsta kosti niður- staða mín eftir að hafa spjallað við hann. Ég heimsótti hann fyrir skemmstu í Elstree kvikmynda- verinu í London. Ég spurði: „Hvernig ferðu að því að vera svona tágrannur og kominn á sextugsaldur ?“ „Þetta gerist allt í huganum," ansaði hann. „Ég lmgsa mig grannan. Ef maður beitir hugan- um nógu einarðlega að ákveðnu marki, þá gerist eitthvað. Til dæm- is trúi ég því, að maður geti aflað sér vina með því að einbeita hug- anum að því, að þelr verði að finnast maður bezti náungi." Ég spurði hvort hann gæti þá ekki hugsað sig sælan — og þar með verið sæll. „Þaö er um að gera aö hugsa“ Cary Grdht’ „Við verðum öll einhverstaðar að vera,“ ansaði hann. „Og við þá staðreynd verðum við að fella okk- ur. Það er leiðin til lífshamingj- unnar. Ekki peningarnir. Ef peningarnir einir gætu gert fólk hamingjusamt, þá mundi Barbara Hutton, sem ég var einu sinni giftur, vera hamingjusam- asta kona veraldar. En hún er það ekki.“ Ég spurði um tilraunir hans til kvikmyndaframleiðslu. Notaði hann sína eigin peninga? „Held nú eklci!“ sagði Cary. „Hversvegna skyldi ég taka áhættuna á mig? Ég tek hluta af ágóðanum og fer sjálfur með að- alhlutverkið. Ég finn handrit sem mér líst vel á, og hefst handa. Það er enginn leikur að fram- leiða kvikmyndir. Það er áhættu- samt. Á sumurn er stórtap. Ef við sem i þessu erum, vissum alltaf, hvað fólkið vildi fá að sjá, þá væri hver einasti kvikmyndafram- leiðandi milljónamæringur." Cary var kominn til Lundúna til að leika í myndinni „Glanninn“ með Xngrid Bergman. „Við Ingrid erum miklir vin- ir,“ sagði hann mér. „Hún er dá- samleg kona.“ Það vai- einhverntíma haft eft- ir Cary, að hann ætti vinsældir sínar því að þakka, að hann léki alltaf sjálfan sig. Ég spurði hvort þetta væri rétt. „Nei,“ sagði hann. „Ég er rétt nýbyrjaður að kynnast sjálfum mér. Ég hef aldrei þekkt sjálfan mig." Ég hlýt að hafa orðið eitt spurningarmerki í framan, því að hann sagði: „Jæja, þekkir pú sjálfa þig? Ertu sjálfri þér sam- kvæm — fullkomlega eðlileg — þegar þú talar við einhvern fyrir blaðið þitt eða þegar þú gengur inn í herbergi, sem er fullt af ókunnugu fólki? Bregðurðu þér ekki í einhverskonar gerfi, skríð- urðu ekki inn í einhverskonar skel til þess að leyna því, hverjar eru hinar raunverulegu tilfinningar þlnar og hugsanir?" Ég játaði að líkast til gerði ég það. „Jæja,“ sagði hann, „og hið sama gerir leikarinn fyrir fram- an kvikmyndavélina. Maður kemst ekki hjá því að vera þvingaður, taugarnar segja til sín, og þar af leiðandi er maður ekki maður sjálfur. En nú held ég að ég sé farinn að þekkja sjálfan mig.“ „Hvað veldur?" spurði ég. „Þroski," sagði hann, „og kannski hjónaband mitt. Betsy hefur kennt mér svo margt." Fyrir nokkrum árum léku þau aðalhlutverkin í bráðskemmtilegri mynd sem hét „Allar stúlkur ættu að giftast." Ég spurði hvort það hefðu verið fyrstu kynni þeirra. „Nei,“ sagði hann. „Ég sá hana á leiksviði hér í London og fannst mikið til um hana. Og á heimleið- inni til Bandaríkjanna hitti ég hana á skipinu. Seinna, í Hollywood, þegar „All- ar stúlkur ættu að giftast" var i undirbúningi, sagði ég við fram- 'leiðahdann: Reyndu aé'riÁ1 1 Betsy Drake. Hún er í New • Vbrk. Hann gerði það, og þegar myndatökunni lauki ' giftÍJtn’ við okkur." " 1 • 1 myndinni lék Betsy' stúlku, sem var staðráðín í áð 'krfekja í Cary. V' „Notaði hún sömu aíjjprðirnar við þig utan kvikmyndaversins ? “ spurði ég. Cary velti þessu fyrir sér stund- arkorn. „Nei,“ sagði hann svo. „Það væri ólíkt Betsy. Hún er ekkert áleitin. Þú verður að koma til hennar, annars kemur hún ekki til þín.“ Hann vék talinu aftúr að því sem þann kallaði jákvæðar hugs- anir. „Þú ættir að reyna þetta," sagði hann. „Maður getur hugsað hvað sem maður vill, og það mun ræt- ast. Stúlka, sem ég talaði við 1 morgun, sagði mér frá manni í Róm, sem veldur henni óham- ingju. Ég er viss um, að ef hún einbeitti huganum, gæti hún látið hann gera hvað sem hennj; sýnd- ist.“ Ég þakkaði honum fyrir heil- ræðið og kvaddi. Síðan við töluðum saman, hef ég hugsað af alefli um áð vinna stóra vinninginn í happdrættinu. Enn hefur ekkert skeð, en ég er ennþá að reyna. UNITY HALL. þau, og þau földu sig í flýti bak við tré. Þar biðu þau eftir fylgdarmanni sínum. Loksins birtist hann. „Þeir ætluðu að skjóta ykkur niðri á stöðinni, en ég sagði þeim, að þið væruð ástfangin, og væruð að flýta ykkur inn í skóginn.“ „Ætlaröu ekki aö bera mig?“ „Hvernig vissirðu það?“ sagði Christine glettnislega og gaf Jan hornauga. „Við skulum fara af stað,“ sagði Jan hörkulega. Þau gengu nú upp brattann, þangað til þau komu upp á ás einn. Þar staðnæmdist Christine hlæjandi. Þau voru komin að víglinunni. „Ætlarðu ekki að bera mig yfir línuna?“ spurði hún. Hann lyfti henni upp og hélt fast utan um hana. Honum fannst hann halda á álfamey í örmum sér og hann horfði í djúp augna hennar. Varir þeirra mættust og hún gaf sig honum á vald, þarna innan um snæviþakin grenitrén. I dögun komu þau að öðru vinahúsi. Þau voru ennþá í landi óvinanna. Síðan biðu þau næturinnar. „Við þurfum að sofa, og sofa lengi,“ sagði Jan, „því að við eigum langa og erfiða nótt fyrir höndum.“ Hann vaknaði við það að Christine kraup yfir honum. Hann vafði hana örmum í blindni, eins og hvolpur hjúfrar sig upp að móður sinni. „Mig var að dreyma,“ sagði Jan. „Hvað var þig að dreyma?“ spurði hún. „Ég held að þú vitir það,“ sagði hann. Hún beygði sig niður að lækjarsprænu, fór úr þykkri blúss- unni og skvetti vatni yfir sig alla. Hún sá, að hann starði á hana. „Hvað ertu að hugsa?“ spurði hún brosandi. „Það sama, sem ég var að hugsa í draumnum," sagði Jan. Framhald A nœstu síðu. Hvað var Ingólftir Arnarson gamall maður þegar hann fluttist til íslands ? Geturðu nefnt fiinm síðustu forseta Bandaríkjanna? Hvað hét dísin, sem átti að hafa veslast upp af ást til ungs manns, þangað til ekk- ert var eftir af henni nema röddin ? Næturdrottningin cr aðalper- sónan í tveggja þátta. óperu eftir Mozart, sem gerist ná- lægt Isishofi í Memfis. Hvaða ópera. er það? Gáta: Eykur værð, cn eyðir fé, útskorið með stöngum, kemur í burtu kvikJtndi, með kjálkum f jórtim löngum. Svör á bíáðgíðu 14 ■ ■■■«■•■«■ ■ ■■■■■■■■■ á ■ ■■■■■■ wim m Veiztu — ? 7. 1. Hvernig stendur á því að nas- ir og hlustir sclsins fyllast g4 ekki af vatni þegar hann kafar ? 3- 1 hvaða landi mundirðu leita Falangistaf lokksins ? 9 3. Humphrey Bogart dó í fyrra. 9 Hann sló fyrst í gegn i kvik- mynd, þar sem hann lék með Leslie Howard. Hvað hét sú ■ mynd? 9 4. Hvar á landinu er Lóma- gnúpur? 9 5. Hverju er lýst á Bayeux refl- inmu fræga, sem Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur mikið skrifað um? VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.