Vikan


Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 27.03.1958, Blaðsíða 15
Mænusóttarbólusetning Reykvíkingar, 45 ára og yngri, sem bólusettir voru í 1. og 2. sinn á tímanum febrúar—maí 1957, og enn hafa ekki fengið 3. bólusetningu, eru beðnir að mæta í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur dagana 17.—31. marz Opið virka daga kl. 9—11 f. h. laugardaga kl. 9—12 f .h. kl. 1—5 e. h. nema Inngangur um austurdyr (frá baklóð). Fólki er bent á, að við fyrri bólusetningar hafa flestir kom- ið síðustu dagana. — Þeir, sem vilja forðast biðraðir, ættu því að koma sem fyrst. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur kaupir húseign Nýlega keypti Verzlunarsparisjóð- urinn, sem tók til starfa fyrir aöelns rúmlega hálfu öðru ári, húseign í miðbænum. Er hér um að ræða húsið á Vesturgötu 2, sem einu sinni var kallað Bryggjuhúsið, en það stendur rétt aftan og ofan við húsið, þar sem Verzlunarsparisjóðurinn er nú til húsa. Prá þessu skýrði stjórn sjóðsins í viðtali við fréttamenn og sýndi þeim jafnframt uppdrátt af framtíðar- skipulagi bæjarins, þar sem glögg- lega sést hvernig húseign þessi kem- ur til með að vera fyrir endanum á stóru torgi, eftir að Wtið 'verður að rýma burtu núverandi húsakynnum sparisjóðsins, ásamt fleiri húsum í miðbænum. Haft var á orði að þarna yrði byggt 12 hæða hús, heldur hærra en MorgunblaðshölJin, þegar hún verður fullbyggð. Aðspurður sagði formaður spari- sjóðsstjórnarinnar, Þorvaldur Guð- mundsson, að sennilega yrði bráðlega farið að hugsa til hreyfings um byggingu, en að sjálfsögðu yrði það komið undir efnahagsástandi sjóðs- ins og þjóðarinnar. Aðalfundur Verzlunarspai'isjóðsins var haldinn 8. marz og flutti formað- ur sparisjóðsstjórnarinnar þar skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Bar skýrslan með sér að starfsemi sjóðsins hafði vaxið mjög á árinu. Heildarinnstæður i sparisjóðsreikn- ingum í árslok voru 56,4 millj. króna. Oska-úrið fyrir fermingarbörnin 'ffl © er 25 ára reynsla hér á landi tryggir gæðin. Austurstræti 14 Vandlát húsmóðir notar ROYAL lyfti- duft í allan bakstur VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.