Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 2
me d ^^^/j^/ódu Jrf#i 'i/nnor- KONAN er að leggja undir sig heiminn. Konan er að minnsta kosti að leggja undir sig Bandaríkin. Skýrsla, sem atvinnumála- ráðuneytið í Washington gaf út fyrir skemmstu, ber þetta með sér. Sam- kvæmt henni er yfir ein milljón bandariskra kvenna í ábyrgðarstöðum. 1 bönkum. 1 iðnaðinum. Og þær eru jafnvel komnar i lögreglustjóraembætti. TlZKUVERZLUN í New York er búin að opna veitingastofu — fyrir hunda. Þar geta kjölturakkar fínu frúnna fengið sér bita á meðan þær verzla. Sama verzlun er búin að opna fatadeild — fyrir hunda. Á boðstólum: Strátreyjur (225 krónur); hvítir snjó- skór (150 krónur); peys- ur úr sama efni (110 krónur). LINWOOD Gibson heitir maður í Charlottesville i Virginíu. Þegar hann kvæntist, tjáði hann Dorothy brúði sinni: „Ef þú nokkurntíma yfir- gefur mig, mun ég drepa þig." 1 júní síðastliðnum sagði Dorothy skilið við hann. Og fyrir tveimur vikum, segir lögreglan, gerði Gibson alvöru úr hótun sinni. Lögreglan fullyrðir, að þeg- ar Dorothy hafi legið í andaslitrunum eftir skot úr haglabyssu Gibsons, hafi hann kropið við hlið hennar á gangstéttinni og sagt: „Þú veist að ég elska þig. Gleymdu því ekki." BREZKIR listmálarar eru byrjaðir að selja myndir sínar með afborgunum. Það var kona, sem reið á vaðið. Hún fékk hug- myndina eftir að hafa selt gluggaþvottamanni eina af myndum sínum. Gætu íslenzkir málarar ekki tekið þessa aðferð upp? SVISSNESKUR prófessor að nafni Paul Niehans heldur því fram, að hann hafi fundið upp aðferð til þess að „yngja fólk um tuttugu ár á þremur dög- um." Frófessorinn er 76 ára Hann skortir ekki við- skiptavini. Kvikmynda- stjörnur og auðkýfingar flykkjast til hans undir dulnefnum. Hver er aðferð prófessors- ins ? Samkvæmt blaða- fregnum byggist hún á því, að sprautað er frum- um í „sjúklinginn" úr ungum dýrum. Afleiðing (að sögn Niehans): Frumur móttakandans byrja aftur að vaxa. YNGINGARSTÖÐ prófess- orsins er í grend við Genf. Á meðan kunningj- ar þeirra leika sér á skíð- um i nágrenninu, liggja sjúklingarnir í dimmum, blámáh)ft'"m herbergjum og bíða eftir því að losna við þessi leiðinlegu tutt- ugu ár. Niehans segir, að kven- sjúklingar hans vilji fyrir alla muni leyna nöfnum sínum. Hjúkrunarkonurn- ar eru eiðsvarnar og heimsóknir stranglega bannaðar. En þetta er mér óhætt að segja, bætir Niehans við: „Að meðal sjúklinga minna hafa verið nærri allar frægar konur í Bretlandi og Bandaríkj- unum, sem eru að eldast og óttast að þær séu að glata fegurð sinni." Eina konan í veröldinni, sem fúslega játar að hún hafi reynt yngingaraðferð prófessorsins, er konan hans. Og það er staðreynd, að þótt hún sé á sjötugsaldri, gæti hún auðveldlega lát- ist vera fertug. ÞAÐ er talverð tízka þessa dagana, að bandariskar kvikmyndastjörnur bregði sér til Moskvu. Cary Grant var þar nýlega. Bandarískum blaðamanni, sem hann hitti þar, tjáði hann: „1 fyrsta skipti á æfinni finnst mér ég vera frjáls." Það varð stutt þögn, en svo flýtti Cary sér að bæta við: „Eg á við, að hér láta rithandarsafnararnir mig í friði." Bob Hope var líka fyrir skemmstu að undirbúa Moskvuför. Hann tjáði blaðamönnum í London: „Rússarnir eru ekki enn búnir að skrifa upp á vegabréfið mitt, en samkomulagsumleitanir hafa að undanförnu farið fram í Washington." „Með aðstoð stjórnarvald- anna?" spurði einhver. „Nei, við höfum reynt að láta þau ekki koma ná- lægt þessu," svaraði Bob, „svo að ég er alls ekki vonlaus um að samningar takist." VIKAN orðsending LEIKUB ykkur forvitni á að vita, hvernig kvikmyndlr eru teknar? Við eigum ekki við sjálfa myndatökuna, held- ur undirbúninginn og það sem gerist að tjaldabaki. 1 grein i síðasta blaði („Þær vildu vera með") gátum við þess, að kvikmynduð hefði ver- ið saga Violettu Szabo, eins hugdjarfasta njósnara og skæruliða Breta í síðustu heimsstyrjöld. I næsta blaði munum við segja sögu þessarar myndar Við viljum líka vekja athygli lesenda á annarri grein, sem birtast mun í næsta blaði. Hún er um stúlkurnar • sem vinna á ítölsku hrísgrjónaökrunum. Ef þið sáuð myndina „Beisk upp- skera", þar sem Silvana Man- gano lék aðalhlutverkið, þá munið þið kannski hve aum kjör þessara stúlkna eru, hve vinna þeirra er erfið og hve smanarlega lítið þær bera úr býtum. Gömul kona skrifar okkur og segir sínar farir ekki sléttar. Því miður kunnum við engin ráð við' slíkri mannvonsku, ef rétt er með farið, en birtum hér á eftir bréfið hennar: „Hvað á ég að geraf Það hefur verið ráðist svo harkalega á mig. Ég er gömul kona og á dóttur, sem á mörg bórn. Eg hef oft komið til hennar og reynt að hlynna að þessu heimili eftir því sem ég hef getað, þvi að sjálfsógðu hef- vr hún mikið að gera og er fátcek, og ekki hefur veitt af. En svo bregður svo við í haust að hann tengda- sonur minn rekur mig á dyr með óbóta skömmum. Eg hélt að þarna hefðu verið einhverjar illar tungur að verki, en ekki kom hann með það, sagði bara að ég skyldi leggja það niður að vera álltaf að koma þar. Helzt var mér gefið að sök að vera alltaf að koma með eitthvað handa þeim. Ég er svo eyðilögð yfir þessu, að ég held að það dragi mig ti'l dauða, af því Uka að ég er svo einmana og á engan að. Eg hef ekki komið þar síðan, og get engum sagt frá þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt af henní dótt- ur minni. JEg er svo yfir mig örvingluð og er fyrir löngu búin að láta hana vita það % bréfi. Eil hún vill ekki minnast á þetta við hann. Það veit guð að ég hef aldrei gert þessu fólki nema gott, sem ekki er þakk- andi . . ." Hvað er indverski kvik- myndaleikarinn Sabu gam- áll? Er hann kvœntur? Sabu er fæddur 1923 á Suður-Indlandi, en seinni spurningunni getum við ekki svarað. Sabu er sonur konunglegs fílagæslumanns, sem var drepinn við starf sitt. Hann kom til Englands árið 1940 og hélt svo til Hollywood árið 1945. A báðum stöðum hefur hann leikið í mörgum myndum. Geturðu sagt mér hvaða litir fara mér bezt? Ég er með brún augu og frekar dökkhœrð. Þetta eru alltof litlar upplýsingar, til að hægt sé að átta sig á þeim. Ef hárið á þér er dökkbrúnt, hörund- ið hlýlegt og kinnar og varir með gulrauðum blæ, fara þér t. d. skærir litir og hlýir vel. Einnig grámað hvítt og svart. Ef hörundið er aftur á móti bronzleitt, henta þér djúp ríkuleg lit- brigði, en þú þarft þá að forðast flesta bláa liti. Viltu vera svo góð og birta fyrir mig litla ljóðið sem endar svona „Trúaðrar móður sem aldrei mér brást". Eftir hvern er það og hver syngur það. Þetta Ijóð erum við búin að birta áður. Það er eftir Þorstein Sveinsson. Norska dœgurlagasöngkonan Nora Brocksted hefur sungið það inn á íslenzka hljómplötu. Ljóðið er að finna í pésan- um „30 nýjustu danslaga- textar", llf. hefti. BRÉFASAMBÖND Miss Jean Young (við 16 ára skólapilt. Hefur áhuga á iþróttum og músik, helzt rock and roll), 1270 Upton Place, Los Angeles 41, Cali- fornia, U.S.A. — Daniel Williamsson, Brekkugötu 23 (við stúlkur 17—20 ára), Skiðdal Gunnlaugsson, Kirkjuvegi 9, og Jóhann Ævar Haraldsson, Hólm- garði 66 (við stúlkur 16— 19 ára), Grímur Grímsson, Brekkugó'tu 19 (við stúlkur 15—18 ára) og Björn Þór Ólafsson, Brimnesvegi 10 (við stúlkur 14—17 ára), allar frá Ólafsfirði. —¦ Erla Einarsdóttir (við pilt eða stúlku 14—16 ára), Breiða- gerði 19, Reykjavík SA. — Emma Magnúsdóttir (við pilt eða stúlku 15—16 ára) og Valgý Magnúsdóttir (við pilt eða stúlku 17—19 ára), báðar í Frumskógum 12, Hveragerði. — Helga Paulsen (31 árs, vill skrif- ast á við jafnöldrur sínar, helzt á dönsku), Strænder, Færöerne. — Alda Krist- jánsdóttir og Steinunn Her- mannsdóttir (við pilta 19— 20 ára), Helga Hermanns- Birting- á i>»fiii, aldri og- Jieim- ilisfangi kostar fimm krónur. dóttir (við pilta 18—19 ára) og Þorgils Eiriksson (við stúlkur 25—28 ára), öll að Laugardælum, Hraun- gerðishreppi, Árn. — Anton S. Jónsson, Árni Kr. Sigur- vinsson, Helgi M. Armanns- son, Hörður B. Árnason, Öli H. Þórðarson og Sigurð- ur H. Bjarnason (við stúlk- ur 15—17 ára), allir í Reyk- holtsskóla, Borgarfirði. — Ingunn Erlingsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), Ásgarði 4, Neskaup- stað. — Þórður Georgsson, Suðurlandsbraut 12 A og Sigurður Skúlason, Bugðu- læk 16 (við stúlkur 15—19 ára), Reykjavík. — Gylfi Jónsson (við stúlkur 14—¦ 17 ára), Miðhúsum, Álfta- neshreppi, Mýrum. — Jón- ina S. Karvelsdóttir (við pilt eða stúlku 14—16 ára), Hnífsdalsvegi 8, Isafirði. — Jarþrúður Jónsdóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir (við pilta 18—23 ára), Héraðs- skólanum í Reykholti, Borg- arfirði. — Ingvar Jónsson (við stúlkur 17—20 ára), M.B. Geir KE. 1, Keflavík. Útgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.