Vikan


Vikan - 10.04.1958, Síða 4

Vikan - 10.04.1958, Síða 4
Wílhymning uwn mowð 19. DYRNAR opnuðust og ungfrú Blacklock kom inn. Ungfrú Marple sýndist hún hafa elzt um mörg ár. Það var eins og allur lífs- þróttur væri úr henni. — Mér þykir leitt að þurfa að ónáða yður svona, sagði gamla konan. En presturinn þurfti að þjónusta deyjandi sóknarbarn og Bunch varð að fara með veikt barn í sjúkrahúsið. Presturinn skrifaði yður smá bréf. Hún rétti Letitiu Blacklock bréfið. ..Fáið yður sæti, ungfrú Marple, sagði Letitia. Það var fallegt af yður að færa mér þetta. Hún las bréfið. Presturinn er ákaflega skilningsríkur maður, bætti hún svo við lágt. Hann býður ekki fram nein heimskuleg huggunarorð. . . Segið honum að ég fallist á þessa tilhögun. Þetta var einmitt uppáhaldssálmurinn hennar, sem hann nefnir. Allt x einu brást röddin henni. — Ég er að vísu ókunnug manneskja, en ég samhryggist yður, sagði ungfrú Marple þýðlega. Og allt í einu setti að Letitiu Blacklock ofsafenginn grát. Það var ömur- legt að horfa upp á hvernig sorgin þyrmdi yfir hana, þrungin vonleysi, og ungfrú Marple sat grafkyrr og sagði ekkert. Loks rétti ungfrú Blacklock úr sér. — Afsakið, sagði hún. Þetta kom allt í einu yfir mig. Ég fann svo sárt til þess hvað ég hef misst. Hún — hún var einasti hlekkui'inn við fortíðina, skiljið þér? Sú eina sem — sem mundi. Nú þegar hún er horfin er ég alein. — Ég veit hvað þér eigið við, sagði ungfrú Marple. Maður verður ein- mana þegar sá síðasti sem man er horfinn. Ég á systkinabörn og góða vini — en það er enginn eftir sem þekkti mig þegar ég var litil — enginn sem tilheyrir görnlu góðu dögunum. Ég er búin að vera ein æði lengi. Konurnar sátu- góða stund þegjandi. — Þér skiljið þetta svo vel, sagði Letitia Blacklock. Hún reis á fætur og gekk að skrifboi’ðinu sinu. — Ég verð að skrifa prestinum nokkur orð. Hún hélt klaufalega á pennanum og skrifaði hægt. — Liðagigt, sagði hún til skýringar. Stundum get ég alls ekki skrifað. Hún lokaði umslaginu og skrifaði utan á það. Ég væri yður ákaf- lega þakklát ef þér vilduð taka svarið til baka. Svo bætti hún við, þegar hún heyrði karlmannsrödd frammi í anddyrinu. — Þarna kemur Craddock lögreglufulltrúi. Craddock kom inn, reiðilegur á svipinn. Hann leit með vanþóknun á ungfrú Marple. — Nú, svo þér eruð hér! Voruð þér í kaffiboðinu síðdegis í gær ? — Nei — nei ég var ekki hérna. Bunch ók mér í heimsókn til vina- fólks míns. - Þá getið þér ekki sagt mér neitt. Craddock hélt dyrunum opnum. Ungfrú Marple skauzt út, dálítið sneypuleg. — Óttalegir snuðrarar, þessar gönxlu konur! Þér ex-uð ekki sanngjarn í hennar garð, sagði Letitia Blacklock. Hún kom með bréf frá- prestinum. Þetta er ákaflega meinlaus gömul kona. Hættuleg eins og naðra. Ef þér bara vissuð . . . hugsaði Craddock reiður* En hann hafði ekki í hyggju að fara að trúa neinum fyrir neinu að óþörfu. Nú þegar hann vissi fyrir víst, að morðingi var á ferðinni, var hann þeirrar skoðunar að þeim mun færra sem sagt væri þeim mun betra. Hann kærði sig ekki um að ungfrú Marple yrði næst fyrir barð- inu á honum. Einhvers staðar var morðingi á ferðinni — en hvar? Ég ætla ekki að eyða tíma í að votta yður samúð mína, ungfrú Blackloek, sagði hann. Satt að segja líður mér bölvanlega vegna dauða Dóru Bunners. Við hefðum átt að hindra þetta. — Ég sé ekki hvað þið hefðuð getað gert. FDRSAGA: Tvisvar hefur verið gerð tilraun til að myrða Letitiu Blaeklock. 1 seinna skiptið deyr gömul vinkona liennar, Dóra Bunner, af því að taka aspirín úr glasi við rúmið hennar. Lögreglan er þeirrar skoðunar að þetta standi í sambandi við arf, sem Letitia Blacklock á í vændum við dauða frá Goedlers, sem liggur á banabeði norður í Skotlandi, því ef hún deyr á undan frá Goedler gengur arfurinn til barna Sonju mágkonu þeirrar síðarnefndu, Pips og Emmu. Gall- inn er bara sá, að enginn veit hvar Sonja og börn hennar eru nið- urkomin. Löregluna grunar að þau séu ltannski á næstu grösum í gerfi einhverra vina eða lieimilisfólks Letitiu Blacklock. eftir Agöthu Christie — Nei, það hefði kannski ekki verið svo auðvelt. En nú verðum við að hafa hraðann á. Hver gerir þetta, ungfrú Blacklock? Hver er búinn að reyna tvisvar að drepa yður og gerir sennilega eina tilraun enn ef við höfum ekki hx’aðann á? Það fór hrollur um Letitiu Blacklock. — Ég veit það ekki, fulltrúi — ég hef enga hugmynd um það. — Ég er búinn að hafa tal af frú Goedler. Hún veitti mér allar þær upplýsingar sem hún gat, en þær voru ekki miklar. Það eru aðeins nokkr- ar manneskjur, sem inundu hafa gott af dauða yðar. Fyrst af öllu eru það Pip og Emma. Patrick og Júlía Simmons eru á réttum aldi’i, en for- tíð þeirra virðist nokkurn veginn augljós. Við getum hvort sem er ekki haft allan hugann við þau tvö. Segið mér eitt, ung-frú Blacklock, munduð þér þekkja Sonju Goedler ef þér sæjuð hana? — Þekkja Sonju? Auðvitað . . . hún þagnaði skyndilega og þegar hún hélt áfram, dró hún seiminn. Nei, ég er ekki viss um að ég mundi þekkja hana. Það er orðið svo langt síðan. Þrjátíu ár . . . hún er orðin roskin kona núna. — Hvei’nig var hún í hátt þegar þér þekktuð hana? — Hún Sonja? Ungfrú Blacklock hugsaði sig um. — Hún var frem- ur smávaxin, dökkhærð . . . — Hafði hún nokkur séreinkenni ? Nokkra kæki ? — Nei — nei, það held ég ekki. Hún var kát — ákaflega kát og fjörug. — Hún þarf ekki að vera neitt kát lengur, sagði fulltrúinn. Eigið þér nokkra mynd af henni? — Af Sonju? Við skulum nú sjá — ekki almennilega mynd. Ég á eitt- hvað af gömlum Ijósmyndum einhvers staðar i albúrni — og ég held- helzt að þar sé ein af henni. — Aha, má ég sjá hana? — Auðvitað. Hvað gerði ég nú af albúminu? — Segið mér eitt, ungfrú Blacklock, álítið þér nokkurn möguleika á að fi’ú Swettenham geti verið Sonja Goedler? — Frú Swettenham? Ungfrú Blacklock leit á hann alveg forviða. En maðurinn hennar var í opinberri þjónustu — fyrst á Indlandi og svo í Hong Kong. Frú Swettenham, það er hreinasta fjarstæða. — Þér eigið við að þetta sé það sem hún hefur sagt yður. Þér vitið þetta víst ekki af eigin reynd, er það? Fékkst Sonja Goedler nokkurn tíma við að leika? Sem áhugamaður, á ég við? — Ó já, hún gerði það ákaflega vel. — Þarna sjáið þér! Auk þess gengur frú Swettenham með hárkollú. Craddock tók sig á. Það segir frú Harrnon að minnsta kosti. — Já — já ég býst við að þetta geti verið hárkolla. Allir þessir litlu gráu lokkar. En mér finnst þetta samt hreinasta fjarstæða. Hún er reglulega elskuleg kona og stundum alveg bráðfyndin. — Þá eru það ungfrú Hinchliffe og ungfrú Murgatroyd. Gæti önnur þeirra verið Sonja Goedler? — Ungfrú Hinchliffe er of há. Hún er á hæð við meðalkai’lmann. Og — nei, ég er viss um að ungfrú Murgatroyd getur ekki verið Sonja. —Þér hafið ekki mjög góða sjón, ungfiú Blacklock, er það? — Ég er nærsýn, ef þér eigið við það. — Ég vildi gjarnan mega líta á þessa mynd af Sonju Goedler, jafn- vel þó hún hafi ekki vex’ið mjög lík henni og það sé langt síðan hún var tekin. Við höfum æfingu í að sjá líkingu, sem venjulegt fólk sér ekki. — Ég skal reyna að finna hana fyrir yður. — Ég vildi helzt að þér gerðuð það núna. — Hvað, núna? Jæja þá. Bíðum nú við. Ég sá albúmið, þegar við vorum að koma fyrir bókunum úr skápnum uppi á lofti. Júlía var að hjálpa mér. Hún hló svo mikið að fötunum, sem við klæddumst í þá daga . . . Við komum bókunum fyrir í hillunni í dagstofunni. En hvar létum við al- búmin og stóru innbundnu listablöðin? Hvað ég er orðin gleymin. Kannski Júlía muni það. Hún er heima í dag. — Ég skal finna hana, sagði lögreglufulltrúinn. En hann fann Júlíu hvergi á neðri hæðinni. Hann kallaði því upp á loftið: — Ungfrú Simmons! Og þegar hann fékk ekkert svar, fór hann upp. Um leið og hann kom upp á stigapallinn rnætti hann Júlíu, sem var að koma út um litlar dyr, og bak við hana sá fulltrúinn rnjóan stiga. ■— Ég var uppi á háalofti, sagði hún til skýringar. Viljið þér tala við mig? Craddock útskýrði erindið. — Görnlu myndirnar? Já, ég man vel eftir þeim. Ég held við höfum sett þær í stóra skápinn i lesstofunni. Ég skal finna þær fyrir yðui’. Hún gekk á undan honum niður stigann og hratt upp stofuhurðinni. Nálægt glugganum stóð stór skápur. Júlia opnaði hann og alls kyns dót blasti við. — Drasl, sagði hún. Eintómt drasl. En eldra fólk fæst aldrei til að henda neinu. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.