Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 5
Craddock kraup á kné og tók nokkur gömul albúm út úr neðstu hill- unni. — Eru þetta þau? Letitia Blacklock kom inn til þeirra. — Nú þarna hef ég látið þau. Ég mundi það ekki. Craddock var kominn með albúmin fram á borðið og farinn að fletta þeim. Þarna blöstu við konur með barðastóra hatta og konur í niður- þröngum kjólum, svo þær gátu varla gengið. Undir hverri mynd var skrifuð skýring með litlum, snotrum stöfum, en blekið var gamalt og farið að fölna. — Það mundi vera í þessu albúmi, á annarri eða þriðju opnu, sagði ungfrú Blacklock. Myndirnar í hinu albúminu eru teknar eftir að Sonja var gift og farin. Hérna ætti það að vera, sagði hún og fletti við blaði. Hún þagnaði skyndilega. Á síðunni blöstu við nokkur auð bil. Craddock beygði sig niður að áletruninni fyrri neðan: „Sonja . . . ég sjálf . . . R.G.“ Og svolítið lengra „Sonja og Bella á ströndinni" og á síðunni á móti: „Skemmtiferð í Skeyne". Hann fletti yfir á næstu síðu. „Karlotta, ég sjálf, Sonja, R.G.“ Craddock rétti úr sér. Það voru hörkudrættir um munninn á honum. Einhver hefur fjarlægt. þessar myndir — og það er ekki langt síðan. — Það vantaði enga mynd þegar við skóðuðum þær um daginn, var það, Júlía? — Ég skoðaði þær ekki mjög nákvæmlega — leit bara á suma kjól- ana. En ég held að það sé rétt hjá þér. Það vantaði engar myndir. Craddoek varð ennþá hörkulegri. — Einhver hefur fjarlægt allar myndir af Sonju úr albúminu, sagði hann. 18. KAFLI. Bréfin. I - Afsakið að ég skuli enn einu sinni vera að ónáða yður, frú Havmes. — Það gerir ekkert til, svaraði Philippa luildalega. — Eigum við að koma inn hérna? Inn í lestrarherbergið ? Já, ef þér viljið, fulltrúi. En það er k.alt þar. Það hefur ekki verði kveikt upp. — Það skiptir ekki máli. Þetta tekur ekki iangan tíma. Það heyrist ekki til okkar þar. Skiptir það máli ? - Það gerir mér ekkert til. En þér kærið yðui' ef til vill ekki um það. Er það ekki rétt að þér hafið sagt nrér að maðurinn yðar hafi verið drepinn í orustu á Italíu? Og hvað með það ? Hefði ekki veriö einfaldara að segja mér sannleikann að hann hafi strokið úr herdeild sinni ? Hann sá að hún fölnaði og kreppti og opnaði hnefana á víxl. Verðið þéi' endilega að róta upp í öllu, sagði hún svo í bitrum tón. — Við ætlumst til þess að fólk segi okkur sannleikann, svaraði Crad- dock þurrlega. Hún þagði langa stund og sagði svo: - Jæja, hvað ætlið þér að gera í þessu ? Segja öllum frá þvi ? Er það nauðsynlegt — sanngjarnt eða tillitssamt? Veit enginn um það? — Enginn hérna. Harrý — rödd hennar bi'eyttist — sonur minn veit það ekki. Ég vil ekki að hann fái nokkurn tíma að vita það. •— Þá skal ég fræða yður á einu, þér leggið mikið I hættu, frú Haymes. Þegar drengurinn verður orðinn nægilega stór til að skilja það, ættuð þér að segja honum sannleikann. Ef hann kemst einhvern tima að því sjálfur, þá getur það orðið ákaflega slæmt fyrir hann. Ef þcr haldið áfram að mata hann á sögum um föður hans, sem hafi dáið hetjudauða . . . Það geri ég ekki. Ég er ekki svo óheiðarleg. Ég tala bara ekki um það Faðir hans dó — í stríðinu. Það er líka það sem raunverulega gerðist — hvað okkur viðvíkur. — En maðurinn yðar er enn á lífi, er það ekki ? — Það getur verið. Hvernig ætti ég að vita það? — Hvenær sáuð þér hann síðast, frú Haymes ? Ég hef ekki séð hann í mörg ár, flýtti Philippa sér að svara. Eruð þér viss um að það sé satt ? Þér hafið þá t. d. ekki séð hann fyrir hálfum mánuði ? — Hvað eruð þér að gefa í skyn ? — Mér fannst aldrei sennilegt að þér hefðuð hitt Rudi Scherz í garðhúsinu. En Mitzi var ákaflega sannfærandi. Mér hefur dottið í hug að maðurinn, sem þér skutuzt úr vinnunni til að hitta, hafi verið mað- urinn yðar. — Ég hitti engan í garðhúsinu. Hann hefur kannski verið í peningakröggum og þér hafið látið hann fá peninga. Strokumenn grípa oft til örþrifaráða. Þeir taka oft þátt í ránum, og þessháttar, eins og þér vitið. Og þeir eiga oft útlendar skammbyssur, sem þeir hafa tekið með sér frá öðrum löndum. Ég veit ekki hvar maðurinn minn er. Og ég hef ekki séð hann i mörg ár, eins og ég var búin að segja yður. — Er það yðar síðasta svar, frú Haymes. — Ég hef ekkert annað að segja. II Craddock var bæði sár og reiður eftir samtalið við Philippu Haymes. Framhald á bls. V). Síiíií 12287 Einholti 10 Sími 12287 ÍSLENZEi ULL ÍSLENZK VINNA GOLFTEPPI LTON—vefnaður FLOS OG LYKKJUDREGLAR. TEPPI, í hvaða stærð og lögun sem er. Sími 14700 — Box 491 Reykjavík VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.