Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 6
99 EG KYNIMTIST MAiMIMINlJM YÐAR I SKIÐABREKKIJ" Kæra frú, þegar á allt er litið, er sennilega rétt að þér fáiö að vita hvernig í máli eiginmanns yðar liggur. Bn fyrst verð ég að kynna mig fyrir yður. Þér þekkið mig ekki. Og þér vitið ekki hvernig þetta vildi til. Það byrjaði í skíðabrekku. Eg var nýkomin til Sviss, til að eyða þar vetrarfríi, sem ég átti sannarlega fyrir. Pyrsta daginn keypti ég mér ,miða í skíðalyftuna. Ég vildi skoða mig um uppi í fjöllunum, og reyna ef heppnin væri með að komast á skiðunum aftur heim á hótehð mitt. Sætin i þessari sklðalyftu voru tvö og tvö saman. Þegar ég var rétt aS svifa af stað upp í loftið, settist skíðamaður við hliðina á mér. Þó topparnir á jólatrjánum mynduðu fallegt mynstur fyrir neðan mig og allt sýndist þakið hvitri freistandi sykurhúð, þá sveiflaðist ég alltof mikið til að hafa tima til að veita honum nokkra athygli, nema þá að óska þess að hann kynni að fljúga, og gæti með einhverju kraftaverki dregið úr fallinu, þegar kaðallinn slitnaði. Þegar ég náði andanum aftur (en í langa stund hafði ég ekki haft nokkurt vald á andardrættinum) og þessi ofur eðlilega skelfing min var liðin hjá, varð ég vör við að ég kreisti einhverja ókunnuga hendi. Þetta var löng og mjó karlmanns- hendi, sem þrýsti hughreystandi hendi mína. — Afsakið, sagði ég. Ákaflega fall- egt útsýni. Hafið þér gert erfðaskrá, og hvað er langt síðan hér varð síðast slys? Eg spyr af því aldrei ér ein báran stök, eins og þér vitið . . . Hann brosti. Ég reyndi að losa hendina á mér og krossleggja fæt- urna, þrátt fyrir þungu skíðaskóna. •En allt í einu fannst mér ég vera aS detta úr þessari hættulegu rólu og ofan í snjóinn, 300 eða 3000 metr- úm fyrir neðan mig, þar sem nú sást einn sleði á fleygiferð, og ég stein- hætti við þessa leikfimi, en greip í þess stað dauðahaldi í sessunaut minn. Hann tók því ákaflega vel. Stjórnandi sleðans veifaði til okk- ar. Hann hlýtur að hafa litið á okk- ur eins og einhverja engla í skemmti- ferð. Samferðamaður minn var ákaf- lega elskulegur, eins og ég er búin að segja áður. Hann lofaði að draga úr fallinu, ef við skyldum hrapa. Og við tókum tal saman. Það gekk svo vel að ég hætti að líta niður, í fyrsta lagi vegna þess að ég hlustaði á rödd sessunautar míns, og í öðru lagi af því við vorum farin að ræða um jafnrétti kvenna og karla —- en sú hugmynd! Hann var þeirrar skoð- unar að konur væru ekki enn orðn- ar nægilega þroskaðar til að rétt- mætt væri að veita þeim kosninga- rétt. Það var engu líkara en hann liti á okkur eins og húsgögn! Það lá við að ég stykki upp af stólnum, og stoypti mér út í þennan álfageim i kringum mig. Yfirleitt er ég ekkert að þrasa um stjórnmál, en konurnar eru þó fjandakornið jafn gáfaðar og karlmennirnir, ekki satt? Stund- um . . . Jæja, ég var alveg yfir mig hneyksluð og hálsinn á mér herpt- ist saman. Stafaði það af reiði eða vai' reimin í skíðablússunni minni of þröng? Bg var að velta því fyrir mér hvort hann væri að gera gys að mér. Það kom Hlkvittnislegur glampi 5 brúnu augun á honum og það fór í snjónum eins og flugur. Ég rann í allar áttir og lá sifellt alsnjóug á jörðinni með útlimina upp í loftið, flækt I skíðunum mínum, og gat mig ekki hrært, eða þá ég hélt mér dauðahaldi í ókunna manninn, til að missa ekki jafnvægið. Þegar okkur fannst nóg komið af þessháttar skemmtun, koraum við okkur fyrir á sólríkum svölum fjallaskála nokkurs, sem mér fannst vera hreinasta paradis. Skíðaíþrótt- in varð jafnvel alveg dásamleg — að Smásaga eftir INGRfD ETTER ennþá meira í taugamar á mér en þessar afturhaldssömu skoðanir hans. Þegar maður er búinn að koma fram við ókunnugan mann eins og hann sé gamaldags ruddi, þá er erf- itt að hafna tilboði hans um að kenna manni á skíðum. Það væri fullmikill dónaskapur. Ég neyðist' til að játa það, að mest- an hlutann af næsta klukkutíma hvíldi ég I örmum mannsins yðar. Ef ég var þar ekki, þá reyndi ég að minnsta kosti að komast þangað á óstöðugum fótum. Mér hafði sýnzt litla búðin, þar sem ég leigði skíðin mín, ofur meinleysisleg, en eigend- urnir hljóta að vera hræðilegir skemmdarverkamenn: skiðin 'þeirra eru sleipustu sklðin i Sviss. Enginn datt eins oft og ég, ekki einu sinni litlu krakkarnir, sem iða horfa á. Hvílikt útsýni! Og hvílíkur himin! Mér fannst súkkulaðið stíga mér til höfuðs eins og kampavín. Auðvitað var ég búin að veita því athygli að ég náði manninum yðar ofurlítið meira en í öxl, og að hann var af alveg réttri stærð til að ganga við hliðina á honum. Og nú horfði ég ofan frá svölunum á hann stökkva efst í „olympísku" brautinni og svífa eins og svölu I uppþyrluðum snjón- um, áhyggjulausan og hetjulegan ... Og þá komu órlögin til sögunnar. Við komumst að því að við bjugg- um á sama hóteli. Eg hafði komið seint kvöldið áður og farið beint í bólið. Nú þegar við vissum að við vorum nábúar, þá f annst mér eins og góða snjódísin vildi með þessu gefa uppáhaldsbarninu slnu einhverja gjöf. Og uppáhaldsbarnið hennar var auðvitað ég. Sjáið þér til, frú, þessi skíðaferð var síðasta frjálsa leyfið mitt. Eg er lengi búin að vera trúlofuð ung- um Tnanni með órætt bros. Hann heitir Ríkharður. Hann er leikbróðir minn og við höfum alltaf verið ást- fangin hvort af öðru. Þér kannizt vafalaust við þessháttar ást, sem sí- fellt eykst án þess að verða nokk- urn tlma að báli. Og nú, nokkrum mánuðum fyrir brúðkaup mitt, var ég hálfsmeyk. Eg var hálfhrædd við erfiða augnablikið eða síðasta kafl- ann áður en allt fer vel. — Leyfðu mér að flandra svolltið, elskan, og njóta frelsisins I síðasta sinn, hafði ég sagt við Ríkharð. — Þú hefur einkennilegar hug- myndir um hjónabandið, hafði hann svarað. Það er byrjunin, ekki endir- inn. En ég hafði ekki hlustað á hann. Allar ungar stúlkur vilja eiga minn- ingar. Þær dreymir allar um að staldra ofurlítið við áður en þær leggja út I hjónabandið. Aðeins til að líta á kringum sig. Mig langaði lika til að láta dáðst að mér og sýna mér stimamýkt I siðasta sinn, án þess þó ég vildi hætta að elska Rík- harð eða sleppa framtlðaráformum okkar. Heima á hótelinu vorum við brátt orðin hluti af hávaðasömum, kátum hópi, þar sem töluð voru mörg tungu- mál. Á kvöldin dönsuðum við stund- um. Einn lék á harmoniku. Maður- inn yðar söng með lágri ofurlítið hásri röddu söngva um glataða ást. Það var ekki sanngjarnt. Það ættu að vera lög sem banna það. Alveg eins og það eru til lög sem banna það að veiða of litla fiska. Ég fann að ég var að bráðna. Mað- urinn yðar var ekki eingöngu hríf- andi, hann hafði líka lag á að láta mig finnast ég vera einhvers virði. Jóhanna, ein úr hópnum, varaði mig við honum, en hún var flögnuð á nefinu, og ég hélt að hún væri bara öfundsjúk. Ibyrjun annarrar vikunnar fékk ég kort frá Rlkharði. „Kem mið- vikudagskvöld. Ástarkveðjur". Nú var þriðjudagur. Og ég var búin að ákveða að fara með „skíðafélaga" mínum á. miðvikudagsmorgni upp í skíðakofa sem kallaður er Schwarz- weisskopf, eða eitthvað þessháttar. Það er borið fram eins og maður sé að hnerra. Við ætluðum að hafa með okkur nesti og renna svo ofur rólega á skíðunum niður aftur. Hann var búinn að fullvissa mig um að brekk- urnar væru afliðandi. Eg tók því bara frá herbergi fyrir Ríkharð. Síð- an bjó ég mig undir síðasta daginn minn án tjóðurbands, síðasta pipar- meyjardaginn. Hann yrði að vera al- veg ógleymanlegur. Og það varð hann líka. Framhatd á bls. 13 G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.