Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 10
EG KAIMIM AÐ MATREIÐA GOLT Jacqueline Durrell, sem veiðir villidýr með manninum sínum og vildi — þrátt fyrir allt — ekki skipta við neina konu í veröldinni. Hér erum við Cholmondely í stóra rúminu, sem Gerrv gaf mér eftir fyrstu ferðina. — B GERALD DURRELL maðurinn minn er 33 ára. Hann safnar dýrum fyrir dýragarða og ég hjálpa honum. Nú erum við að undirbúa nýjan leiðangur. Og eins og fyrri daginn eru vinir mínir byrjaðir að spyrja: „Hvernig geturðu lagt það á þig einu sinni enn að snúa baki við sið- menningunni ?“ Kannski felst svarið í því, að sem kona Gerrys hef ég aldrei komist í náið samband við þessa svokölluðu siðmenningu. Síðan við snerum heim frá Afríku í fyrra, höfum við búið í virðulegu, gömlu húsi í Bournemouth . .. en ef þú gægðist inn um gluggana okkar, þá mundirðu sennilegast sjá sjimpansa vera að leika sér í gluggatjöldunum. Sama hvar ég er I síðustu frumskógaferð okkar kvartaði ég svo mikið yfir harmoníkubeddanum mínum, að Gerry lét það verða sitt fyrsta verk eftir heimkomuna að gefa mér dún- mjúkt, tvíbreitt rúm. ,,Ég lét smíða það sérstaklega handa þér,“ sagði hann hróðugur. „Það er sjö sinnum fimm fet.“ „Sjö sinnum fimm! Og handa mér einni ?“ „Ja, það verður kannski pláss fyrir eitt- hvað af dýrunum, vina mín; við megum ekki gleyma því, að þau eru óvön köldu veðri.“ Sjáið þið til, sem kona Gerrys skiptir það eiginlega engu máli fyrir mig, hvort við erurn heima eða í frumskóginum. Ég hef farið í tvo langa leiðangar með Gerry, annan til Suður-Ameríku og hinn til Vestur-Afríku. Og nú þegar ég renni huganum til baka til þessara ferðalaga, þá verð ég að játa, að þetta voru dásamleg æfintýri. Þið skulið þó ekki halda, lesendur góðir, að það sé neitt rómantískt við frumskóga- lífið. Það er erfitt á stundum, það megið þið reiða ykkur á. Rómantíkin, pálmatréin og tunglskinsnæturnar undurfögru heyra kvikmyndunum til. Hitinn er auðvitað óskaplegur. Fötin tnanns eru alltaf meira eða minna blaut af mjög svo órómantískum svita. Og þó að hetjumar í kvikmyndunum birtist okkur í mjallhvítum, stífpressuðum fötum, þá mætir maður ekki slíkum hetjum í raun- veruleikanum. Pressuð föt þekkjast ekki í frumskóginum af þeirri einföldu ástæðu, að hálftíma eftir að maður er kominn í þau, eru þau orðin krumpin og óhrein. Því' veldur hitinn og rakinn. Þegar ég fór fyrstu ferðina með Gerry, var ég staðráðin í að halda mér til hans vegna hvað sem það kostaði. En ég uppgötvaði, að andlitsfarða er ekki hægt að nota af því hann bráðnar. Það þýðir ekkert heldur að ætla að næla upp á sér hárið með hárspennum, því að um leið og þær eru teknar úr, stendur það í allar áttir eins og blautur hálmur. Hvað kvenfatnaði viðvíkur, þá eru pils gjörsamlega óhæf, vegna þess að þyrni- runnarnir rífa og tæta fætur manns, og í hita frumskóganna hleypur fljótt ígerð í smæstu skrámur. Þegar ég bý mig út í leiðangur núna, vel ég ekki fatnaðinn eftir því hvað mér finnst fallegast, heldur eftir hinu hvað ég veit að er mér hollast. Þetta er allur far- angurinn: Fjögur pör af nankinsbuxum, sex khakiskyrtur, tvennir sterkir khaki- jakkar með rúmgóðum, hnepptum vösum, reimuð stígvél, barðastórt höfuðfat, ein tylft af nælonbuxum, sex dósir af barna- púðri og sex flöskur af svitavökva. Og til þess að sofa í — sex nælonskyrt- ur. Gerist áskrifendur VIKDIMIMAR! I frumskóginum rífumst við Gerry auð- vitað aldrei eins og fólkið í „siðmenning- unni“ — það er að segja, að við getum aldrei orðið sundurorða út af húsaleigunni, rafmagnseyðslunni og þar fram eftir göt- unum. En því megið þið trúa, að þegar hjón eru saman 24 stundir á sólarhring í óþol- andi hita og án einföldustu þæginda, þá þarf tilefnið ekki alltaf að vera mikið til þess að annaðhvort stökkvi upp á nef sér. Eitthvert hressilegasta rifrildið, sem við höfum lent í um dagana, átti rætur sínar að rekja til gestaherbergis, sem svertingja- höfðingi bauð okkur að búa í og sýndi okkur þar með heilmikinn sóma. Nokkrum mínútum eftir að við flutt- umst inn, varð mér litið á loftið — og sá tíu köngulær á stærð við undirskálar beint fyrir ofan rúmið okkar. Ég tók hljóðandi til fótanna. Einu kveið ég ekki fyrir í sambandi við fyrstu ferð mína og var það matreiðslan. Ég þóttist kunna talsvert fyrir mér í mat- reiðslu. En þegar ég eldaði í fyrsta skipti á olíuvélinni, ætlaði Gerry vitlaus að verða. „Nei, heyrðu mig nú, kvenmaður! Kanntu ekki einu sinni að búa til kjöt- kássu?“ öskraði hann. Jæja, treystir pú þér til að búa til kjöt- kássu úr broddgelti? Síðan hef ég lært að steikja kyrkislöngu- ket og búa til indælis stöppu úr krókódíls- sporði og framreiða fljúgandi maura — lifandi. Það furðulega við þetta alltsaman er þó, að eftir að vera búin að vera gift Garry í hvorki meira né minna en sjö ár, vildi ég ekki skipta við eina einustu konu í heim- inum. Ég var mjög ráðsett ung stúlka, þegar við kynntumst. Þegar ég var 19 ára, hugsaði ég um ekkert nema námið, því að ég var í tím- um hjá söngkennara og ætlaði að verða óperusöngkona. Eina dýrið, sem ég hafði eignast um æf- ina, var hundur, og eini leiðangurinn, sem ég hafði farið í, var viku útilega með skátaflokki. Hvað um framtíðina? Nýtt æfintýri Jú, við erum að vona, að við getum einhverntíma opnað dýragarð hérna heima í Englandi. Þá getum við kannski byrjað að eignast börn og jafnvel átt heima í húsi þar sem leðurblökur fljúga ekki inn um baðherbergisgluggana og eðl- ur skríða ekki upp í til mín. En sem stendur höfum við öðrum hnöppum að hneppa. Ég er að pakka nið- ur nankinsbuxunum mínum og khakijökk- unum og svo þarf ég að fara á rakara- stofu og láta klippa af mér mest allt hárið. Þá er bara eftir að koma honum Chol- mondely, sjimpansanum okkar, í fóstur hjá tengdamömmu — og svo hefst næsta æfintýri. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.