Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 11
MICHAEL TOMKIES LEIKKOIMAIM SEM HIMEYKSLAÐI BRETA EG flaug til Þýzkalands fyrir skemmstu með Evu Bartok. Eva er á góðri leið með að verða heims- fræg. Ég fór með henni til þess að vera viðstaddur frumsýninguna á tuttugustu myndinni hennar, Her- lœknirinn í Stalingrad. Þetta er mik- i! mynd og sú fyrsta sem hún leik- ur í síðan hún eignaðist dótturina fyrir fimm mánuðum. Leikui' hennar í þessai'i mynd er afbragðsgóður. Með henni sannai' hún, að hún er ekki einungis óvenju- leg leikkona heldur mikil leikkona. Myndin er tekin i Þýzkalandi af þýzku kvikmyndafélagi. Eva leikui' hrokafullan, rússneskan þerlækni 1 rússneskum stríðsfangabúðum, sem verður ástfanginn af einum hinna þýzku stríðsfanga. Um ástaratriðin má segja, að ó- líklegt sé að annað eins hafi áður sést á kvikmynd. Það er sannarlega elcki verið að draga úr hlutunum. Að frumsýningunni lokinni, var Eva kölluð upp á sviðið og hyllt. Kún var kölluð upp fimm sinnum. Hún heitir Eva Bartok og þið eigið eflaust eftir að kynnast henni betur Daginn eftir bauð kunnui' kvik- myndaframleiðandi henni helmingi hærri laun en hún hefur núna fyrir að leika í mynd, sem hann hefur á prjónunum. Þegar Herlœknirinn í Stalingrad verður sýnd erlendis, held ég að það geti naumast hjá því farið, að hún veki umtal og athygli. Ekki síst í Bretlandi, þar sem Eva hefur komið svo mjög við fréttirnar undanfarin þrjú ár. Sannleikurinn er sá, að Eva Bart- ok er gjörbreytt. Kvikmyndastjórinn, sem stjórnaði Stalingrad-myndinni, orðar þetta þannig: „Þetta er spáný Bartok. Hún hefur aldrei leikið svona áður. Hún hefur þroskast síðustu mánuðina og öðlast aukið öryggi. Nú kann hún þá list að ná til tilfinninga áhorfandans." Við Eva ræddum margt saman í flugvélinni á leiðinni til Frankfurt. Ég spurði um barnið hennar, lausa- leiksbarnið sem fyrir fáeinum mán- uðum vakti mest hneykslið í Bret- landi og sem hún enga tilraun hefur gert til að feðra. Hún tjáði mér, að hún hefði aldrei verið sælli en síðan hún eignaðist telpuna. Hún kvaðst fagna því að vera móðir. Um leiklistina sagði hún, að hún vildi fá að standa og falla með leik sínum, ekki með því sem gerðist í einkalífi hennar. Ég spui'ði hana um ástaræfintýri hennar, sögurnar sem af því ganga — og hafa gengið i ein þrjú ár — að hún og markgreifinn af Milford Haven, frændi Elizabethar drottning- ar, væru að draga sig saman. Ég spurði, hvort hún væri ástfangin, og sagði: ,,Má ég segja lesendum mín- um að svo sé. Fólk fylgist með þessu af miklum áhuga, sjáðu til.“ Hún svaraði: „Þetta hlýtur að vera einkamál mitt.“ Ég sagði: „En þú mátt ekki gleyma því, að þú ert orðin fræg. Or því svo er, hlyti það til dæmis að konxast í blöðixx ef þú giftir þig aftur. Eða heldurðu að þú gætir haldið því leyndu?" „Já — nógu lengi,“ svaraði hún. „Enginn þyrfti að vita urn þetta fyrr en það væri afstaðið. Og þá mundi það ekki skipta nxáli.“ 1 flugvélinni samdi Eva ræðuna, sem hún átti að flytja á frunxsýning- unni í Frankfurt. Þetta var vel sam- Framhald á bls. 14 NÚ fer að líoa að vorprófum, og foreldrarnir fara að hafa áhyggjur af menntun barna sinna. Margir þeirra eiga þó erfitt með átta sig á skólakerfiriu og öllunx þessum prófum, senx unglingunum er ætlað að taka. Þessvegna birtum við hér ofurlitla, einfalda töflu til að glöggva Barnafræðslust.ig sig á. Eins og kunnugt er, ei'u börn í þessu landi skólaslcyld frá 7 til 15 ára. 1 sveitunx eru þó veittar undanþágur, þannig að þar eru börnin yfir- leitt í skóla frá 9—14 ára. Eftir það ræður hver og einn hyort hamx aflar sér frékari menntunar eða hættir námi. Sérskólar Barnaskólar fyrir börn 7—13 ára .rii Ungl. skólar Ungl. próf (nxeð rétti til miðskóla og gagnfrskólanáms) Miðskólar Almennt miðskólapróf (með rétti til sérskóla- náms) Landspróf (með rétti til mennta- skóla og kennaraskóla- náms) Gagnfræðaskólar bóknáms og verknáms deildir Menntaskólar máladeild og stærðfræðideild Háskóli Ý Embættispróf Stúdentspi'óf (nxeð x'étti til háskólanáms) SKÖLAKERFIÐ Á ÍSLANDI Gagnfræðapróf (nxeð rétti til íxáms í sumunx sérskólum) \1KATT II

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.