Vikan


Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 10.04.1958, Blaðsíða 12
Hér er annar kafli framhaldssögunnar um Christine Granville, konuna sem talin var . . . Hœft egasta kona veraida HUN viðurkenndi, að hún notaði oft kynþokka sinn til þess að koma sínu fram. Enginn maður gat staðizt þokka hennar. Hún gat elskað heitt, og fékk oft að launum mikilvægar hernaðarlegar upplýsingar. Stanley Moss hélt áfram að segja mér söguna af þessari und- arlegu konu. Christine elskaði eins og maður; heitt og innilega, en stutt. Hún vann eins og maður. Hún vildi gera allt sem í hennar valdi stóð, til þess að framkvæma verk sitt vel og dyggilega — og oft varð hún að grípa til örþrifaráða. Hún gat látið ókunnum manni í té alla ást sína, til þess eins að bjarga sjálfri sér og Jan úr óvinahöndum. Og henni fannst þetta ofur eðlilegt, og hún hélt að elskhugar hennar skildu þetta. En þeir skildu ekki tilfinningar hennar — samt elskuðu þeir hana báðir. Ólíkari rnenn voru ekki til í öllum heiminum. Andrew var sí- starfandi brosleitur náungi, sem starfaði við það að hjálpa flóttamönnum að komast á áfangastað. Oft varð Andrew að aka flóttamönnum í vörubíl sínum. Oftast varð hann að aka á nótt- unni. Bíllinn var troðfullur af flóttafólki, sem kipraði sig saman aftan á, eins og það óttaðist að á það yrði skotið, og það var ekki í rónni fyrr en það var komið yfir landamærin til Júgóslavíu. Annars varði Andrew tíma sínum með Christine. Hann dvald- ist ófeiminn í íbúð hennar. Þegar þeim vannst tími til fóru þau á kaffihús, þar sem hún lézt vera fréttaritari, og þar fóru þau vandlega yfir ýmis skjöl. En Jan gat ekki sætt sig við að vera einungis aumur friðill Christine. En Christine fannst það ofur eðlilegt. Áður en þau Jan höfðu kynnzt og elskazt uppi í reginfjöll- um ekki steinsnar frá bækistöðvum nazista, hafði Christine ekki látið sjá sig opinberlega með neinum öðrum en Andrew. Og nú ætlaðist hún til þess, að Jan kæmi líka á kaffihúsið með þeim Andrew. En hann gat ekki fengið sig til þess. Ef til vill var hann hugsjónamaður. „Komdu til mín í kvöld" Eftir að Jan hafði séð Andrew slökkva ljósið í herbergi Christine, reyndi hann að forðast þau bæði. Hann hafði nóg að gera á daginn. Hann þurfti að skipu- Ieggja ýmislegt í óvinalöndunum. En næturnar voru honum kvöl.. Ságan um Christine Granville er sönn. Hún var ein af hetjum heimsstyrjaldarinn- ar, ótrúleg kona sem lif ði ótrúlegu líf i. Þetta er sagan um pólsku greifynjuna, sem gekk í þjónustu Breta þegar nasistarnir óðu inn í Pólland. Þetta er sagan um konuna, sem kunni ekki að hræðast og sem kunni ekki að æðrast. Og enginn maður, hermir sag- an, stóðst töfra hennar. EFTIR ALLEN ANDREWS 12 Hann hafðist við í litlu herbergi, einn síns liðs, og lét sig dreyma um nóttina, sem hann hafði verið með Christine. Hann spurði sjálfan sig sömu spurningarinnar aftur ög aftur: Elskar hún nokkurn annan? Og honum fannst hún hvísla að honum: Engan annan en Þig- Dag einn rakst hann á Andrew, þar sem hann sat brosandi við borð á kaffihúsi einu. „Við Christine höfum verið að leita að þér alls staðar," sagði hann. Þá fann Jan, að hönd var lögð á öxl hans. „Hvernig líð- ur þér?" spurði Christine. Hún hallaði undir flatt, og augu hennar ljómuðu eins og í draumnum. Áður en honum vannst tími til þess að svara, hélt hún áfram: „Komdu til mín í kvöld. Ég verð að tala við þig." Jan leit á Andrew. Hann sat aðeins þarna, brosandi og að því er virtist tilfinningalaus. „Auðvitað kem ég," sagði hann við Christine. Þegar Christine lá í örmum hans, þetta sama kvöld, and- varpaði hún: „Ég hélt þú myndir aldrei koma." „Þú laugst að mér," sagði hann. „Nei," sagði hún. „Ég sagði sannleikann. Ég elska aðeins þig." '„Mig langar ekki til þess að verða keppinautur Andrews," sagði hann fúll í bragði. „En þú ert alls ekki keppinautur hans," sagði hún. „Skil- urðu það ekki ?" Ég held að Christine hafi sagt satt. „Mig langar til þess að fara til Póllands með þér," sagði hún. „Mér hefur verið falið að koma upp sendistöðvum. Og nú er vor í loftinu, ekki snjór og ófærð eins og síðast. Við skulum fara án leiðsögumanns." „Já, við skulum gera það," sagði Jan. Þessu var slegið föstu. Þau áttu að hittast á járnbrautar- stöðinni. Þegar Jan kom á stöðina, sá hann, að Andrew var að hagræða Christine í lestinni. Rjótt andlit hans ljómaði, þegar hann sá Jan. „Guði sé lof, að þú ferð með henni," sagði hann. „Ég veit, að þú skilar henni heilli á húfi." Andlit Jans var rólegt, en undir niðri var hann mjög æst- ur. Hvað gat hann gert við þennan mann? Hann var ekki óvin- ur. Hann vann fyrir sama málstað og hann. Christine brosti leyndardómsfullu brosi. Hún var enn bros- andi, þegar lestin fór af stað. Var hún að kveðja Andrew, hugsaði Jan, eða var hún að fagna honum sjálfum? Þau fóru úr lestinni, áður en þau komu að landamærun- um, og héldu að „vinahúsi" þar í grendinni. Það yrði mikið hættuspil að laumast yfir landamærin í þetta sinn. Alls staðar voru varðsveitir. Jan og Christine klifu upp á fjallshrygg en þau komu ekki auga á landamæravörð- urnar. I dögun sáu þau, að þau voru stödd næstum alveg á landamærunum, en skammt þaðan var varðflokkur. Nú var annað hvort að duga eða drepast. Christine beygði VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.