Vikan


Vikan - 10.04.1958, Side 14

Vikan - 10.04.1958, Side 14
Lárétt skýring: 1 lostæti — 4 sigla hægt — 7 ljómi — 10 sára- áburður — 11 máttarvöld —- 12 innri eldur — 14 forsetning — 15 not — 16 lækkaði — 17 ein- kennisstafir — 18 legstað fornmanna — 19 eyð- ing — 20 málmþráður — 21 skartgripir — 23 tala — 24 amboð — 25 rándýr — 26 skagi í Evrópu — 27 andi — 28 biblíunafn — 29 manns- nafn — 30 blíð — 32 mynt, sk.st. —- 33 blómstrun — 34 líkamshluti — 35 tónn —■ 36 prettir — 37 bitlingur — 38 aur — 39 hneta — 41 henni kennir illur ræðari — 42 miskunn — 43 einkenni — 44 ágætur — 45 kvenmannsnafn — 46 fley — 47 íþróttafélag — 48 ígerð — 50 sk.st. — 51 íþrótt — 52 háttur — 53 bókstafur — 54 Island — 55 hugur — 56 Arabi — 57 ræðan — 59 kvenmanns- nafn — 60 fljótur — 61 til útlanda — 62 um síðir 63 tala — 64 vinnustaður vísindamanna. Lóðrétt skýring: 1 nýjasta nýtt í herskipasmíði — 2 hýði —- 3 staðnæmzt til hvíldar — 4 dreytill — 5 skelfing — 6 eins — 7=7 lárétt — 8 eyðsla — 9 greinir — 11 skorkvikindi — 12 vopn ■— 13 verknaður -— 15 stöng — 16 vond — 17 borg við Eystrasalt — 18 skerf — 19 fangamark söngfélags — 20 vilji — 22 er sá biti sem hægt er að leggja sér til munns — 23 bindi — 24 sigti — 26 lifandi — 27 skipti — 29 blóm — 30 skaði — 31 grasbakki — 33 þvottaefni — 34 jarðvegsefni ■— 35 vera með eldi — 36 á kerti — 37 er á trjám á veturna — 38 skotmál — 40 jarðeign — 41 áreynsla — 42 Ás — 44 land í Asíu —• 45 til óprýði — 47 kjáni — 48 þukla — 49 álasir — 51 eyddist í eldi — 52 guðsþjónusta — 53 skarð — 54 óðagot -— 55 kirkjuhérað — 56 latneskt tímatalsorð -— 58 saurga — 59 vindur — 60 hvílist — 62 ull — 63 tónn. Lausn á LÁRÉTT: 1 fersk — 5 pólsk — 9 ólán — 10 gúli — 12 klof — 14 löpp — 16 malur — 18 hræ — 20 furan ■ - 22 utar — 23 sr. — 24 sí — 26 róma — 27 rak — 28 spegill — 30 fen — 31 skut — 32 Rein — 34 ei — 35 ís — 37 fans — 40 ópal — 43 fet — 45 minntar ■— 46 fas — 48 ólag — 50 K.A. — 51 ær — 52 grun — 53 tigna — 55 rök — 57 plága — 58 laun —■ 60 blær — 61 skák — 62 Fíat — 63 bátar — 64 ótamt. 900. KROSSGÁTA VIKUNNAR LÓÐRÉTT: 2 rólur — 3 slor — 4 káf — 5 púl — 6 Ólöf — 7 lipur — 8 vomur — 11 tínan — 12 klak — 13 ær — 15 próf — 17 atar —- 18 hret — 19 Æsir — 21 amen — 23 sputnik — 25 íleppar — 28 sk. — 29 li — 31 Sif — 33 Níl — 36 peli — 38 a.m. — 39 snar -— 40 ótæk — 41 ar — 42 taug — 43 Fótur -— 44 tagl — 46 frár —■ 47 Snati — 49 gnast — 52 glæta — 54 auka — 56 ör — 57 plat — 59 nár — 60 bíó. krossgátu nr. 899. „Ég kynntist manninum...“ Framháld af bls. 13. Ferðin heim var ekkert glæsileg. Hinrik lá á sleðanum og ég staulað- ist á eftir, þegar skíðið mitt var fundið. Við vorum ekki sérlega upp- litsdjörf. Það versta var þó að þurfa að játa allt fyrir Ríkharði, þegar hann kom. — Þetta borgaði sig þó, sagði ég, því nú er mér Ijóst hve mikið ég elska þig. Ég horfði ástúð- lega á hann, og óttaðist i fyrsta skipti á æfinni hvað Ríkharður mundi segja. Hann var sýnilega alveg ofsareiður. Nú er liðinn heill sólarhringur sið- an. Þér komuð til að sækja mann- inn yðar, frú. Ég sá yður í anddyr- inu. Þér eruð bæði falleg og heillandi og virðist vera ákaflega skynsöm. Þér gerðuð yður meira að segja það ómak að koma til min, þar sem ég sat og hélt í hendina á unnusta min- um, til að þakka mér fyrir að hafa aðstoðað manninn yðar. Þér veittuð því víst ekki athygli, að mig langaði mest til að hverfa ofan í gólfið. Þér vitið vafalaust að maðurinn yðar getur ekki stillt sig um að reyna að heilla ungar stúlkur. En þér kærið yður kannski um að fá að vita það líka, að það kom beint frá hjartanu, þegar hann lá með þján- ingardrætti í andlitinu í skíðakofan- um, hélt í hendina á mér, og muldr- aði „Anna". . . Hlýi hljómurinn í málrómnum hefur kennt mér að trúa aldrei giftum mönnum, sem látast vera óhamingjusamir. Þó að mann- inn yðar dreymi um að vera einhver Don Juan, þá á hann í hjarta sínu að- eins eina ósk, þá að koma sér nota- l£ga fyrir í inniskóm fyrir framan ar- ininn hjá yður. Því þér skrifuðuð Anna í gestabók hótelsins, er það ekki? Trúið mér, frú. Yðar iðrandi ELlSABET. P.s. Það geisaði í rauninni óveður og bilur þessa umræddu nótt. Leikkonan sem hneykslaði... Framhald af bls. 11. ín ræða. Hún fjallaði um einstakl- ingsfrelsið, en Eva hefur alltaf bar- ist fyrir slíku frelsi. Dökkt hárið féll niður með vöng- um hennar, slétt og óhamið. Varirn- ar voru ómálaðar. Ég spurði hana: „Er þér alveg sama hvað fólk segir um þig og fearnið? Valda sögurnar þér ekki Ieiða?“ Hún svaraði: „Ég hef ekkert meira um þetta að segja. En . . . það er svo margt ranglætið í heiminum. Til dæmis þætti mér gaman að vita hve margir giftast af ást. Fólk kippir sér ekkert upp við það þó að kcnur giftist til fjár. Fólk lít- ur ekkert niður á þær konur sem giftast einungis vegna þess, að þær vilja ekki pipra. En ég gæti hvorki hugsað mér að giftast til peninga eða af hræðslu. Og ég trúi þvi ekki, að greint fólk geti í hjarta sínu fyrir- litið konu, sem eignast barn af því hún þráir að eignast barn.“ Eva er búin að vera gift fjórum sinnum, en í ekkert skiptið hefur hún farið með peninga úr búinu. Hún skýrir þetta þannig, að hún geti ekki þegið peninga af manni, sem hún sé hætt að elska. Við töluðum um æfi hennar, sem ætíð hefur verið erfið. Hún giftist ungverskum liðsfor- ingja þegar hún var 15 ára til þess að forða sér og móður sinni frá handtöku. Ég sagði, að mótlætið hefði senni- legast gert hana að betri manneskju og spurði, hvort barnið hefði nú i raun og sannleika gert hana ham- ingjusama. Eva brosti. „Frumsýningarnar, kvikmyndaverin, veislurnar,“ sagði hún — „allt þetta er einskis virði borið saman við þá gleði sem manns eigið barn getur veitt manni. Ég þarf ekki annað en horfa á litlu telpuna mína til þess að fyllast gleði." Ég spurði hvaða framtíðaráætlanir hún hefði. Hún svaraði að nú væri hún hætt að hugsa um framtíðina, hún lifði fyrir líðandi stund. „Áður fyrr hafði ég áhyggjur af framtíðinni eins og aðrir, en nú er ég búin að venja mig af þessu," sagði hún. ,,Á morgun eða hinn daginn get- ur eitthvað gerst, sem gerbreytir lifi þínu. En hinu trúi ég samt, að mað- ur eigi að hugsa um framtíð barn- anna sinna.“ Ég spurði Evu sem víðförla, reynda konu, hvað hún teldi mikil- vægast í sambandi við menntun. „Að læra tungumál," svaraði hún. „Þau víkka sjóndeildarhringinn, gera manni auðveldara að skilja fólk.“ Þegar til Frankfurt kom, tóku tveir menn frá Gloria kvikmyndafé- laginu á móti okkur og óku okkur til Savigny gistihússins. Þegar til kvikmyndahússins kom, var farið með okkur inn bakdyra- megin, til þess að Eva slyppi fram hjá rithandarsöfnurunum. Ég sat milli hennar og Walthers Reyer, sem leikur elskanda hennar í myndinni. Klukkan 11, þegar myndinni lauk og dynjandi lófatak kvað við, gekk hún upp á sviðið. Blómunum rigndi yfir hana. FramleiSslustjóri myndar- innar sagði: „Þetta er einsdæmi í Frankfurt.“ Og svo látlaust var klappað, að Eva komst aldrei að til þess að flytja ræðuna. í kampavínsveizlunni, sem efnt var til á eftir, drakk Eva Coca-Cola. Hún fór í háttinn á undan öllum öðrum. Daginn eftir, á leiðinni til baka til Bretlands, töluðum við um framtíð Evu. Henni hefur verið boðið aðal- hlutverkið í fjórum myndum á meg- landinu og tveimur í Bretlandi. Ég sagði: „Þegar þú komst fyrst til Bretlands, varstu eins og drusla til fara og gekkst með feiknstóra hatta. Var það til þess að fólk tæki eftir þér?“ Hún hló. „Þegar ég kom fyrst til Englands," sagði hún, „átti ég enga peninga til þess að kaupa mér föt. Ég varð að sauma þau á mig sjálf. Ef þau voru drusluleg, eins og þú segir, þá var það bara vegna þess, að ég var ekki betri saumakona en þetta. Ég átti aðeins einn samkvæmis- kjól. Jú, víst vildi ég að fólk tæki eftir mér — en sem leikkonu, ekki sem einstaklingi, sem gerði óvænta hluti, fór út með hinum eða þessum og notaði stóra hatta. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá var ég orðin talsvert þekkt leikkona í Ungverja- landi.“ Hún sagði mér, að hvað hana áhrærði, ylti hamingja hennar ekki á vinsældum hennar sem leikkonu eða á peningunum sem hún ynni fyrir. „Hvað mig snertir,“ sagði hún, „þá finnst mér allt undir því komið, að ég sé sátt við sjálfa mig og um- hverfi mitt. Það þýðir ekkert að setja sér takmark og telja sjálfum sér trú um, að þegar markinu sé náð, þá verði maður hamingjusamur. Það er rangt. Þú verður að lifa lífinu til fulls hverja sekúndu. Þú vei'ður að fá það út úr lífinu sem þú getur — núna.“ Svör við „Veiztu“ á bls. 13. 1. Gylfi Þ. Gíslason er mennta- og iðnaðarmálaráðherra. — 2. Jane Wyman lék Láru, Kirk Douglas lék Jim og Gertrude Laurence lék Am- öndu. — 8. Við ána Arkansas. — 4. Orkneyjar. - 6. James Fenimore Coo- per. — 6. 1752. — 7. Þegar hann hafði ekki annað. Þetta er orðaleikur. Bou- illon er súpa, sem við sjáum stundum á matseðlum á veitingaliúsum í Beykjavík. — 8. .Kristalbrúðkaup, postulínsbrúðkaup og silfurbrúðkaup. — 9. I sögum Conans Doyles. — 10. Skór. M O R Ð I Ð — Framhald af bls. 5. — Þetta er nú meiri þrákálfurinn, sagði hann gremjulega við sjálfan sig. Hann var næstum viss um að Philippa væri að skrökva, en honum hafði ekki tekizt að brjóta niður þessa þrjózku hennar. Hann óskaði þess að hann vissi eitthvað meira um þennan fyrrverandi Haymes kaptein. Upplýsingarnar voru fremur lítilfjörlegar. Ferill hans i hernum var ekki góður, en það var ekkert sem bent gæti til þess að í honum byggi glæpamannseðli. Haymes hafði að minnsta kosti ekki getað borið á lamirnar á hurð- inni. Það hafði einhver á heimilinu gert, eða einhver sem hafði aðgang að því. 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.