Vikan


Vikan - 17.04.1958, Page 3

Vikan - 17.04.1958, Page 3
..É«j ffet ehhi lifaö ienffur MORGUN nokkurn fyrir skömmu, þegar bankastarfsmenn, lög- fræðingar, verðbréfasalar og starfsmenn tryggingar- og skipafé- laga, voru að hefja vinnu sína í skrifstof ubyggingunum kringum Eng- landsbanka, í hverfi því sem kallað er City í London, hringdi síminn í skrúðhúsi hinna gömlu, sprengju- mörkuðu kirkju heilags Stefans Wal- brooks, rétt aftan við Manison House. Ritari prestsins lagði frá sér póst- inn. „Manison House 9000. Hvað get ég gert fyrir yður?“ 1 fyrstu heyrðist ekkert annað en ofsafengið snökt, en smám saman gat stúlkan skilið nokkur orð: „Leyf- ið .. . . mér að tala við síra Chard Varah . . . ég verð að tala við . . . viljið þér . . .“ Það var gestur inni í skrifstofu prestsins, við hliðina á skrúðhúsinu, en ritarinn hikaði ekki við að beina samtalinu samstundis þangað inn. Gesturinn var beðinn kurteislega að biða frammi í skrúðhúsinu á meðan. Fjörutíu minútum síðar kom prest- urinn fram, fullur afsökunar: „Mér þykir fyrir þessu,“ sagði hann. „En það er ekki hægt að neita að hlusta á mann, sem ætlar að fara að fremja sjálfsmorð, þó einhver sé hjá manni." Svo sneri hann sér að ritara sinum og bætti við: „Hún er úr bráðri hættu. Alvarlegt tilfelli þetta. Hún lofaði að hringja hingað seinna í dag. Ég hef nafn hennar, heimilis- fang og simanúmer." Á hverjum degi fremja þrjár manneskjur sjálfsmorð í London. Sumir eru gamlir, aðrir ungir, sumir ríkir, aðrir fátækir. En samkvæmt skoðun síra Chad Varah, væri hægt að bjarga þeim öllum, ef þeir vissu af einhverjum sem þeir gætu snúið sér til í örvæntingu sinni, á þeirri stundu sem vaxandi farg raunveru- legra eða ímyndaðra erfiðleika er að verða þeim ofviða. Þessvegna ákvað hann árið 1953 að sýna fram á hvað hægt væri að að- hafast, til að berjast gegn sjálfs- morðsöldunni, einhverju óhugnanleg- asta afkvæmi þessarar aldar hrað- ans, sem í Bretlandi tekur einn af hverjum þúsund, í Sviþjóð einn af hverjum sex þúsundum, og í Vestur- Þýzkalandi einn af hverjum þrem þúsundum. Svíþjóð og Þýzkaland hafa bæði tileinkað sér hugmynd síra Varah. 1 hans augum er þetta allt ofur einfalt. „Ef eldsvoða ber að höndum eða brotizt er inn, þá er hægt að hringja i ákveðið númer,“ segir hann til skýringar." Því skyldi þá ekki vera símaþjónusta fyrir þá, sem eru á barmi örvæntingar." Síðan 1953 hefur síminn i skrúð- húsi kirkju heilags Stephens Wal- brooks sjaldan þagnað. Sjálfsmorð getur vofað yfir á hvaða tíma sól- arhringsins sem er. Ef kallið kemin-, hættir sira Varah við hvað sem hann er að gera. „Forsætisráðherrann og borgarstjórinn mundu jafnvel verða að bíða,“ segir ritari hans. Kvöld nokkurt, þegar hann var rétt að fara heim, hringdi maður, sem var auðheyrilega alveg aðfram kom- inn, en neitaði þó alveg að tala um erfiðleika sína. Allt i einu sleit hann sambandinu. „Slíkt kemur stundum fyrir, þegar svo er komið að mann- eskjan er hrædd við að deyja og jafnframt hrædd við að lifa," segir síra Varah. „Það er að segja, hún er hrædd við að hjálpin muni hafa það í för með sér að hún verði að horfast í augu við lífið enn einu sinni. En það getur alltaf verið að hringt verði aftur." Síra Varah hætti því við það sem hann ætlaði að gera um kvöldið og ákvað að bíða við símann. Hálftíma seinna hringdi maðurinn aftur. Næstu 45 minúturnar barðist síra Varah við að vinna trúnað hans, og loks kom þeim saman um að hittast við eina lestarstöðina. Þar fékk hann fyrst að heyra hvað var að. Maðurinn Framhald á bls. 14 I London: „Símaþjón- usta“ fyrir verðandi sjálfsmorð- ingja var eiturlyfjaneytandi, sem vissi að nú var svo komið að hann var að drepa sig á þessu, en gat ekki horfzt í augu við það að reyna að hætta. Það var kominn morgun áður en maðurinn félls loks á að leggjast inn á sjúkrahús til lækninga. Sex vikum seinna var hann útskrifaður þaðan — alheilbrigður. Síra Varah segir þetta vera eitt al' auðveldustu tilfellunum. Stundum þarf margra vikna eða jafnvel mán- aða þolinmæðisvinnu, áður en sjálfs- morðinginn tilvonandi hefur aftur náð eðlilegu jafnvægi, eftir að búið er að hjálpa honum. En oft eru jafn- vel fimm viðtöl auðveld viðfangs. Þau eru í allt um 153 — og sum standa klukkustundum saman. Þá er ótalinn timinn sem fer í að leita upplýsinga um heimilisástæður og heilsufar sjálfsmorðingjans, en oft eru þær nauðsynlegar til að finna upphafið að erfiðleikunum, þó það sé stundum tafsamt að ná í þær. Auðvitað leysir sira Varah ekki sjálfur af hendi alla þá vinnu. Um 200 sjálfboðaliðar, flestir starfsmenn i City, aðstoða við „Símaþjónustu Samverjans", og ýmist skiptast á um að svara i síma dag og nótt eða tala við fólk og veita aðstoð. „Aðalkosturinn við að reka þessa þjónustu i kirkju í viðskiptahverfi borgarinnar, er sá, að þar er upp- spretta allskyns upplýsinga allan liðlangan daginn,“ segir síra Varah. „Hvar annars staðar væri hægt að fá ráðleggingar hjá sérfræðingum í lögum, læknisfræði, bankamálum, tryggingamálum, kaupum og sölu eða hverju sem upp kann að koma? Á nóttunni og um helgar er þetta sama fólk svo dreift út um öll úthverfin, ef um neyðartilfelli skyldi vera að ræða í hverfinu þeirra." Það eru haldnir reglulegir fund- ir, sem sira Varah stjórnar, og þar eru rædd málefni sjálfsmorðingjanna, eða „kúnnanna" eins og þeir eru kallaðir, og meðferð þeirra ákveðin og vinnunni skipt niður. Félagsskap- urinn tekur ekki létt á því, ef með- limur hefur á móti þvi sem hann er beðinn um að gera. Sá hefur litla von um að verða einn af hinum ellefu fullgildu Samverjum eða hinum 25 hjálparmönnum, sem presturinn hef- ur á að skipa. Fullkomin óeigin- girni er talin alveg bráðnauðsyn- leg, en hún er álitin merki um þrozka, og góður Samverji má ekki vænta viðurkenningar, hvað þá lofs, fyrir starf sitt. „Flestir „kúnnarnir" þurfa eink- um á því að halda að fá aftur sjálfs- traust sitt,“ segir síra Varah. „Það er tilgangslaust að láta fólk fást við þetta, sem ekki ber fullt traust til sjálfs sín, og sifellt þarf að fá hvatn- ingu við að vera hrósað." Síðan Samverjarnir fóru að veita símaþjónustu sina fyrir rúmlega fjór- um árum, hefur verið komið í veg fyrir næstum því 1000 væntanleg sjálfsmorð. Sumir hafa þurft á lækn- ishjálp að halda, aðrir þarfnast and- legrar huggunar og enn aðrir sál- fræðilegrar hjálpar. 1 skrúðhúsinu í kirkju heilags Stephens Walbrooks hafa heyrzt frásagnir af hræðilegri niðurlægingu, en síra Varah segir bara: „Ekkert kemur mér á óvart eða hneykslar mig. Við eyðum aldrei tímanum í að gráta orðinn hlut. Það eina sem við höfum áhuga fyrir er: hvað gerum við nú?“ GAUKSKLUKKA Agnars Þórðarsonar virðist ætla að tifa sinn örugga gang í Þjóðleikhúsinu. Hér eru þeir Helgi Skúlason (Stefán), Æv- ar Kvaran (Ebbi) og Valur Gíslason (bankastjórinn) í atriði úr leikritinu. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.