Vikan


Vikan - 17.04.1958, Síða 4

Vikan - 17.04.1958, Síða 4
Tillii/int infj um morö eftir Agöthu Christie CRADDOCK lögreglufulltrúi stóð i anddyrinu og horfði upp stigann. Allt í einu fór hann að velta þvi fyrir sér hvað Júlía hefði eigin- lega verið að gera uppi á háaloftinu. Honum þótti ekki líklegt að jafn þóttafull stúlka og Júlía væri sérlega mikið fyrir að eyða tímanum uppi á háalofti. Hvað hafði hún verið að gera? Hann hljóp léttilega upp á efri hæðina. Þar var enginn á ferli. Hann opnaði því dyrnar, sem Júlía hafði komið út um, og hélt áfram upp mjóan háaloftsstigann. Þarna uppi voru ferðakistur, gamlar töskur, brotin húsgögn, brotinn postulínslampi, og leyfar af gömlu matarstelli. Hann sneri sér fyrst að ferðakistunum og opnaði eina. Föt. Gömul föt, sem ungfrú Blacklock eða hin látna systir hennar höfðu einhverntíma átt. Hann opnaði aðra ferða- kistu. Gluggatjöld. Þá sneri hann sér að lítilli skjalatösku. Hún var full af skjölum og gömlum, gulnuðum sendibréfum. Hann leit utan á töskuna og sá stafina K.L.B. Hann taldi því víst að Karlotta, systir Letitiu hefði átt hana. Hann fletti sundur einu bréfinu. Það byrjaði: Kœra Karlotta. I gœr var Bella nœgilega frísk til að fara út í sveit. R.G. tók sér líka frí. Flotholtsmálið gengur álveg prýðilega. R.G. er harðánœgður með það. Hlutabréfin eru álveg á toppinum. Craddock sleppti því sem eftir var, og leit aðeins á undirskriftina. Þín ástlcæra syst- vr, Lctitia. Hann tók annað bréf. Kœra Karlotta. Ég vildi að þú fengist stundum til að koma innan um fólk. Þn veizt að þú gerir of mikið úr þessu. Þetta er ekki nœrri eins slœmt og þú heldur. Fólk hirðir ekki svo mikið um þess- háttar. Þetta er ekki annað eins lýti og þú imyndar þér. Hann kinkaði kolli þegar hann minntist þess að Bella Goedler hafði sagt, að Karlotta hefði haft einhvers konar lýti eða vanskapnað. Letitia hafði því að lokum sagt upp starfi sínu, til að hugsa um systur sína. 'Ct úr bréfunum mátti lesa ást og umhyggju fyrir sjúklingnum. Hún hafði sýnilega skrifað systur sinni langar frásagnir af daglegum viðburðum, og öllum smáatvikum, sem hún hélt að sjúklingurinn kynni að hafa gaman af. Þessi bréf hafði Karlotta geymt. Einstöku sinnum hafði verið stung- ið inn í umslagið smámynd. Skyndilega fylltist Craddock ákafa. Hérna gæti hann kannski fundið einhverja vísbendingu. 1 þessum bréfum væri vafalaust sagt frá ýmsu, sem Letitia Blacklock væri búin að gleyma. Þarna gaf að lita sanna mynd af liðnum tíma og einhvers staðar innanum væri kannski visbending, sem gerði honum fært að finna þessa óþekktu manneskju. Það gæti líka hent sig að þarna væri að finna mynd af Sonju Goedler, sem sá sem hafði tckið myndirnar út úr albúminu, vissi ekki um. Craddock stakk bréfunum aftur ofan í töskuna, lokaði henni og hélt af stað niður með hana. Letitia Blacklock stóð á stigapallinum og horfði alveg forviða á hann. — Voruð þér uppi á háalofti? Eg heyrði fótatak þar og gat ekki ímyndað mér hver .... í — Ungfrú Blacklock, ég er hér með bréf, sem þér hafið skrifað Kar- lottu systur yðar fyrir mörgum árum. Má ég taka þau með mér og lesa þau ? Henni gramdist og roðinn hljóp fiam í kinnarnar á henni. — Er nauð- synlegt að fara þannig að? Hvaða gagn getið þér haft af þeim? Þetta eru einkabréf. — Ég veit það, en ég gæti ef til vill haft gagn af þeim í leit minni að Sonju. FORBAGA: Letitia Blacklock á von á miklum arfi við andlát Bellu Goedler, sem liggur banaleguna, þ. e. a. s. ef hún lifir hana. Annars ganga auðæfin til tveggja bama Sonju Goedlers, mágkonu Bellu, sem fyrir 80 árum giftist útlendum manni, en enginn veit hvar hún er nú niðurkomin. Þegar tvær morðtilraunir em gerðar á Letitiu Blacklock, dregur lögreglan þá ályktun, að annað hvort Sonja eða böm hennar, Pip og Emma, séu undir fölsku yfirskini í kunn- ingjahópi Letitiu eða meðal heimilisfólks hennar. Meðal annars hefur Craddock lögreglufulltrúi illar bifur á Philippu Haymes, kost- gangara á heimili Letitiu, en hann hefur staðið hana að því að halda því leyndu að maðurinn hennar hafi verið strokumaður úr hernum, en ekki dáinn, eins og hún lætur í veðri vaka vegna sonar sins. — Fg býst við að þér takið þau hvað sem ég segi . . . Ég reikna með að þér hafið rétt til þess, eða getið aflað yður þess réttar. Jæja, takið þau þá! En þér finnið ekki mikið um Sonju í þeim. Hún giftist og fór að heiman einu eða tveim árum eftir að ég fór að vinna fyrir Randall Goedler. En Craddock lét sig ekki. — Það gæti verið eitthvað í þeim. Við verð- um að reyna allt. Það er hætta á ferðum. — Ég veit það, svaraði Letitia og beit á vörina. Bunny er dáinn — af aspirínpillu sem mér var ætluð. Næst verður það kannski Patrick eða Júlía, Philippa eða jafnvel Mitzi — sem drekkur vínglas eða borðar súkkulaðimola, sem ég á að fá. Einhver ungur, sem á allt lífið framundan. Ó takið þau og brennið þeim svo. Þau eru öllum einskis virði nema mér og Karlottu. Nú er því öllu lokið. Enginn man lengur . . . Hún greip með annari hendi um hálsfestina. Og Craddock kom í hug hversu fráleitt það virtist að hafa hana með tweeddragt. — Farið með bréfin, sagði hún aftur. III. Síðdegis daginn eftir kom lögreglufulltrúinn í heimsókn á prestssetrið, og bað ungfrú Marple um að líta á bréf, sem hann hefði meðferðis. Hún mundi skilja miklu betur þá tíma sem um væri rætt í því. Gamla konan sat með prjónana sína og Bunch skreið á gólfinu og var að sníða flík. Ungfrú Marple braut sundur bréfið. Kœra Kgrlotta! Bg hef ekki skrifað þér i tvo daga, því liér liefur állt logað í heimilis- erjum. Sonja systir Randálls (Sú sem ók þér út í bilnum sínum, manstu ekki? Ég vildi að þii fengist til að fara meira nt!), hún segist œtla að giftast Dmitri nokkrum Stamfordis. Ég hef aðeins séð hann einu sinni. Ákaflega hrífandi maður — en varla treystandi, held ég. R. G. segir að hann sé þorpari og svikari. En Bella, guð blessi hana, liggur bara á sóf- anum sínum og brosir. Þó Sonja líti út fyrir að vera svona róleg, er hún hrœðilega skapstór, og hún er alveg œf við Randall. 1 gœr hélt ég að hún mundi myrða hann. Ég geri mitt bezta. Fyrst tála ég við Sonju og síðan R. G. og þegar þau eru bœði farin að líta sœmilega rólega á málið, þá hittast þau og allt fer aftur í bál og brand. Þú hefur enga liugm.ynd um livað þetta getur verið þreytandi. R. G. hefur háldið uppi fyrirspumum — og það lítur satt að segja út fyrir að Stamfordis sé állt annað en æskilegur eiginmaður. Á meðan er ekkert hirt um viðskiptin. Ég held öllu í horfinu á skrif- stofunni og á vissan hátt er það skemmtilegt, því R. G. gefur mér álveg frjálsar hendur. 1 gœr sagði hann við mig: „Guði sé lof að það er þó ein heilbrigð manneskja í veröldinni. Þú ert ekki líkleg til að verða nokk- urn tíma ástfangin af einhverjum þorpara, Blackie.“ Ég sagði að ég vœri yfirleitt ekki líkleg til að verða ástfangin.“ Nú skulum við gera svo- lítið brall í Gity“, sagði hann svo allt í einu. Hann á það stundum til að hegða sér eins og illkvittinn púki og stundum skellur líka hurð nœrri Xiœlum. Hann getur verið svo skrýtinn. Bclla hlœr bara að öllu saman. Henni finnst öll þessi lœti i sam- bandi við Sonju hreinasta vitleysa. ,,Sonja er nœgilega auðug til að sjá fyrir sér sjálf,“ segir hún. Því skyldi hún ekki giftast þeim manni sem hún vill?“ Ég sagði að kannski mundi það reynast hrœðilegt glappa- skot, en Bella svaraði: „Það er áldrei glappaskot að eiga manninn sem maður vill giftast — jafnvel þó maður eigi eftir að sjá eftir því.“ En ég svaraði því til, að ég byggist ekki við að Sonja mundi vilja slita öllum samskiptum við Randáll af fjármálaástœðum. Sonja er nefnilega mikið fyrir peninga. Eklci fleira að sinni. Hvernig líður pabba? Ég ætla ekki að biðja þig um að skila ástarkveðju til hans, en þú getur gert það ef þér finnst það rétt. Hefurðu nokkuð farið út? Þil mátt ekki sökkva þér niður í hugar- víl, elskan. Sonja biður að heilsa þér. Hún var að koma inn og stendur þarna og kreppir og opnar hnefana á víxl eins og reiður köttur, sem sýnir klœmar. Ég býst við að hún liafi verið að rífast við R. G. Sonja getnr farið ótta- lega í taugarnar á fólki. Hún starir á mann með þessum kuldalegu augum sínum. Ástarkveðjur, elskan, og hcrtu upp hugann. Þessi joðlœkning ku gefa góða raun. Ég hefi verið að spyrjast fyrir um hana og hún virðist vissu- lega bera góðan árangur. Þín elskandi systir, Letitia. — Það er alltaf erfitt að sjá fólk með augum annarra, sagði ungfrú 4 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.