Vikan


Vikan - 17.04.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 17.04.1958, Blaðsíða 10
Beish mppsherm Auðugar ítalskar stúlkur gerast verkakonur og segja vændishúsunum stríð á hendur 'MJJ'IG langar til að segja ykk- ur frá óvenjulegri stúlku. Ég hitti hana fyrir skemmstu, þegar ég var á ferð á Italíu. Hún er tuttugu og tveggja ára og heitir Anna Maria Ciam- brone. Já, hún er ítölsk. Faðir hennar er auðugur bankastjóri í Milano. Anna hefur aldrei þurft að vinna fyrir sér. For- eldrar hennar hafa borið hana á höndum sér. Allt hefur verið látið eftir henni. Og nú ætlar hún að fara að heiman, kveðja vini sína og foreldra — og ger- ast verkakona. Hún ætlar að fara frá Mil- ano, skipta um nafn og fá sér vinnu á hrísgrjónaökrunum. Hún veit að vinnutíminn er tólf stundir á dag. Hún veit að vinnan er fá- dæma erfið og vinnulaumin fá- dæma lág. Hún veit að hrísgrjónaakr- arnir hafa óorð á sér, að þang- að sækja vændishúsin hundruð nýliða á hverju ári. Hinir misk- unnarlausu og tungulipru ,,smalar“ vændishúsanna eiga þarna auðvelt um vik. Þessar stúlkur eru blásnauðar. Fram- tíð þeirra bíður ekki upp á ann- að en meira strit, sífellda fá- tækt. Svo koma umboðsmenn vændishúsanna og bjóðast til að leysa af þeim fjötrana, „bjarga“ þeim, gefa þeim dýr- indis klæði, kynna þær fyrir unaðssemdum borgarinnar. Og þær láta hundruðum saman ginnast. Anna ætlar að vinna meðal þessara stúlkna, af því hún von- ar að hún geti hjálpað þeim, varað þær við hættunum sem bíða þeirra, ef þær treysta tungulipru mönnunum. Þegar ég talaði við hana, sagði hún mér, hvernig hún hefði fengið þessa hugmynd. Hún varð leið á aðgerðarleys- inu og veizlunum og fannst hún þurfa að láta eitthvað gott af sér leiða ,,í stað þess að sitja auðum höndum og bíða eftir mannsefninu.“ Hún fór til sóknarprestsins síns og spurði, hvort hann gæti bent henni á eitthvað „gagn- legt starf“. Hann vísaði henni til Systrafélagsins. Þetta eru kaþólsk kvenna- samtök, sem hafa það að mark- miði að hjálpa stúlkunum sem vinna á hrísgrjónaökrunum. NAFNI LAGAIMNA! Þaö er meö öllu bannaö aö . . . binda nautgrip í tagl á hesti. Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávjplt leiddir í bandi nægilega traustu, og skal næg gæzla höfð á. • Enginn má siga hundi á mann, né láta farast fyrir að aftra hundi sínum, þegar hann verður var við að hann ræðst á mann. • Öllum veitingastöðum og al- mennum knattborðsstofum skal loka frá kl. 23 /i til kl. 6, og allir gestir, sem eigi liafa þar náttstað, skulu hafa farið út eigi síðar en /, stundu eftir að lokað er. ® Enginn má ganga dulklæddur á almannafæri, eða í búningi, sem misbýður velsæmi eða getur rask- að allsherjarreglu. • Bannað er sölumönnum að gera vart við sig með ópum, köll- um eða söng frá náttmálum til dagmála. • Horn þau, sem notuð eru til að gefa hljóðmerki innanbæjar, skulu þannig gerð, að þau gefi þægilegt, djúpt og einraddað hljóð. o Það er með öllu bannað að ríða, beita fyrir vagna eða flytja farangur á höltum eða meiddum hestum, eða svo horuðum, að þeir hafi eklii fullan þrótt. • Sorphauga, áburðarhauga, sal- erni, forir eða því um líkt, má ekki hafa í nánd við almannafæri. Þ6 getur bæjarstjórnin veitt und- anþágu frá þessu ákvæði, að fengnum meðmælum heilbrigðis- nefndar. (tlr Lögreglusamþykkt Reykjavíkur). Þessi félagsskapur hefur enga skrifstofu og ekkert starfslið. Stúlkur, sem vilja gerast félagar og leggja fram sinn skerf, fara bara á næstu vinnumiðlunarskrifstofu og ráða sig til vinnu á ökrunum. Þær kynnast öðrum meðlim- um Systrafélagsins á vinnu- staðnum. Anna tjáði mér: „Mér finnst vit í þessum félagsskap og starfsaðferðum hans, því að sá er munurinn á honum og öðr- um svipuðum „velgerðarstofn- unum“, að maður verður að leggja eitthvað á sig, ekki bara gefa einhverja peningaögn. Aðrar stúlkur, sem ég hef kynnst og eru í Systrafélaginu, líta sömu augum á málið. Við erum ekki trúboðar eða erindrekar eða neitt í þá átt- ina. Okkur langar bara að hjálpa stúlkum, sem hafa alist upp við allsleysi þegar við lifð- um við allsnægtir.“ Ég horfði á Önnu og velti því fyrir mér, hvernig henni mundi reiða af. Hún bar það utan á sér, að hún hafði gnægð peninga. Ég sá ekki betur en hún væri ný- komin af hárgreiðslustofunni. Ég horfði á kjólinn hennar; hún skiptir við sama tízkuhús og Sophia Loren. Skórnir báru verðið utan á sér og fingurneglurnar voru vandlega málaðar. Það var ekki auðvelt að hugsa sér hana í gamalli peysu og snjáðum vinnubuxum, þykkum sokkum og strigaskóm, að sjá þessa löngu hvítu fingur á kafi í leðju. Fjölskylduaginn er strangur á Italíu. Hvort sem stúlkan er rík eða fátæk, er hún nærri alltaf undir ströngum aga. Þó að Anna sé orðin tuttugu og tveggja ára, hefur hún aldrei verið úti eftir miðnætti. Ef faðir hennar hefði verið stræt- isvagnastjóri en ekki banka- stjóri, hefði hún sennilegast aldrei fengið að vera úti leng- ur en til tíu. En hún sagði mér: „I raun- inni felst eini munurinn á mér og stúlkunum, sem ég mun vinna með, í menntun okkar. Obbinn af þeim er hvorki læs né skrifandi. Þó að uppeldi okkar hafi verið strangara en stúlkna al- mennt í Evrópulöndum, þá vit- um við hitt og þetta um lífið, erum ekki fullkomin börn. En margar af stúlkunum, sem á ökrunum vinna, eru einmitt ekkert annað en börn.“ Ég spurði Önnu — sem játar að hún hafi aldrei gert neitt erfiðara en spila tennis ■— hvort hún óttaðist ekki, að vinnan yrði henni ofviða. Ég minnti hana á, að á hrísgrjónaökrun- um vinnur verkafólkið í vatni upp að hnjám. Hún horfði á kjólinn sinn og nælonsokkana og hrukkaði enn- ið. „Víst verður þetta erfitt,“ ansaði hún. „En ég kem til með að hafa gott af þessu. Og það skiptir mestu máli, að ég er hraust.“ Áður en við kvöddumst, spurði ég, hvernig fjölskyldu hennar litist á þetta. „Pabbi er auðvitað kvíðinn,“ sagði hún. „En hann hefur alltaf gefið mér allt sem ég hef beðið um, og ég sagði honum að þetta yröi ég að fá að gera.“ — RICHARD FRENCH. PEMMAVIMIK Jón Atll Jónsson (við stúlkur 16— 19 ára), Miðhúsum, Álítaneshreppi, Mýrasýslu. — Solvejg Christensen (við 14—17 ára pilt), V. Hjermitslev, Danmark. — Jensína S. Jóliannsdótt- ir (við 16—18 ára pilta eða stúlkur), Framnesveg 42, Reyltjavík. — Hilm- ar Arnason (við stúlkur 16—19 ára), Haukur Sölvason (við stúlku 15—18 ára), Einar Ólafsson, Snæbjörn Áma- son og Eiríkur Hjartarson (við 15— 17 ára stúlkur) og Sverrir Guðnason (við stúlku 17—20 ára), allir á Reykjaskóla, Hrútafirði, V-Hún. — Gunnlaug Garibaldadóttir, Áslaug' Garibaldadóttir (við pilta eða stúlk- ur 15—17 ára), báðar á Austurvegi 12, Isafirði. — Hörður Jóhannsson (við stúlkur 16—22 ára), togaranum Sólborg, ÍS 260, Isafirði. — Anna Einarsdóttir (við pilt 25—30 ára), Þverá, Helgustaðahreppi, pr. Eski- fjörður. — Þórdís Sigurðardóttir og Guðný Franklín (við pilta 17—20 ára), báðar á Löngumýri, Skagafirði. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.