Vikan - 17.04.1958, Síða 13
„Sjá hann? Já, vilduð þið ekki fyrst ýta aðeins á bílinn, til
þess að sjá hvort hann fer í gang?“
Hún steig upp í bílinn og hermennirnir ýttu á eftir. Skyndi-
lega fór bíllinn í gang. „Þakka ykkur kærlega fyrir!“ kallaði
Christine.
„Hæ! Leyfið okkur að sjá passann!“ kölluðu verðirnir, en
Christine og Andrew voru á bak og burt.
— Næsta morgun voru þau tekin til fanga. —
Það var barið á hurðina klukkan fimm. Christine fór til
dyra, og sagði í gamni eitthvað um það, að hún ætti eftir að
borga húsaleiguna. En þau höfðu bæði átt von á þessu. Þetta
voru Gestapomenn.
Fjórir menn með svarta hatta, með fyrirferðarmiklar yfir-
hafnir stóðu fyrir utan. Einn þeirra sagði: „Klæðið ykkur strax,
bæði tvö, og komið með okkur.“
Christine og Andrew áttu alltaf von á þessari heimsókn.
Þessvegna eyðilögðu þau alltaf öll skjöl, nema eina bók, sem
í voru skrifuð nöfn og símanúmer og sem þau urðu að hafa á sér.
„Augnablik,“ sagði Christine við foringjann.
Þegar hún var komin inn í læst baðherbergið, skildi maður-
inn, að hún hafði leikið á hann. Christine var í óða önn að rífa
bókina í tætlur.
„Komið strax út!“ skipaði hann og barði á hurðina. Það
heyrðist í rennandi vatni, og Christine opnaði hurðina brosandi.
Þegar hún hafði verið tekin til bækistöðva Gestapomanna,
var þegar byrjað að yfirheyra hana. Christine tók nú að hósta
ákaft. í einu hóstakastinu tókst henni að bíta sig í tunguna,
og nú tók hún að hósta upp blóði í vasaklút sinn.
Hún var nú flutt á spítala, sem Þjóðverjar höfðu umsjá með.
Gamal ungverskur læknir annaðist hana.
Á milli þessara uppgerðar hóstakasta, trúði Christine hon-
um fyrir því að hún ætti ekki langt eftir. Hún sagðist vera
pólsk greifynja, náskyld H'orthy flotaforingja, einræðisherra
Ungverjalands. Hún kvað það smán fyrir Horthy, að skyldmenni
hans létist í höndum Þjóðverja.
„Og það sem ég er sökuð um,“ muldraði hún, „er þvætting-
ur. Hvernig hefði ég átt að geta gert allt þetta í þessu ástandi?“
Læknirinn lét segjast. Og röntgenmyndir, sem af henni voru
teknar, sýndu, að hún var fárveik.
Þetta kom Christine á óvart. Þá rann upp fyrir henni ljós.
í æsku hafði hún veikzt af völdum málmryks í verksmiðju einni.
Rykið hafði farið ofan í lungun og valdið þar einhverjum sjúk-
dómi, sem brátt fór batnandi.
En á röntgenmyndunum líktist þetta einna helzt berklum.
Menn neyddust nú til þess að leggja trúnað á sögu hennar
og henni var sleppt. Og þar sem Andrew var tekinn til fanga
sem samsekur henni var honum einnig sleppt..
Um kvöldið fóru þau á fund brezka sendiherrans í Buda-
pest, sem var að búa sig undir að fara heim til Englands.
„Þið verðið að hafa ykkur á brott þegar í stað,“ sagði sendi-
herrann, Sir Owen O’Malley. Hann lét þegar útvega þeim vega-
bréf.
Andrew og Christine sváfu nú í síðasta sinn í íbúðinni
hennar. Um morguninn stukku þau út um bakglugga niður í
bíl Andrews. Andrew keyrði Christine til sendiráðsins, en hélt
síðan einn áfram ferðinni. Það hafði verið ákveðið, að Chris-
tine ferðaðist í sendiráðsbíl.
í skógi einum nálægt borginni, skreið Christine aftur í
Framhald á bls. 14
Kveneðlið var ríltt í Christine. Allt; fagurt gladdi liana. Myndin er tekin
í Palestínu 1944.
BRIJÐH JOIMIIM
voru i nyjum
nankinsfötum44
, dálkunum á 2. síðu var fyrir
Iskemmstu sagt frá óvenjuleg-
um hjónavígslum. 1 Bandaríkj-
unum hefur komið til mála að
banna þessi skrípalæti. En það eru
fleiri en Bandarikjamenn, sem lát-
ast þurfa að ganga í hjónaband
eftir óvenjulegum leiðum.
Þannig er það í frásögur fær-
andi, að frönsk stúlka kom unn-
usta sínum mjög á óvart í febrúar
síðastliðnum, þegar hún tjáði hon-
um, að það væri draumurinn henn-
ar að giftast í helli.
Aumingja unnustinn hafði haft
kirkjubrúðkaup í huga.
En allt fyrir ástina, eins og þar
stendur.
Hjónaefnin voru gefin saman i
helli i Alpafjöllum, hundruð feta
undir yfirborði jarðar. Kuldinn var
svo mikill, að brúðhjónin urðu að
vera dúðuð upp að eyrum —- og
presturinn hríðskalf.
Ein glannalegasta hjónavígsla
síðari ára fór fram uppi á háum
verksmiðjureykháf.
Þetta var í Bandaríkjunum.
Það var með naumindum að
brúðhjónin og presturinn komust
fyrir uppi á skorsteininum.
Allmörg hjón hafa verið gefin
saman í naktranýlendum; við eitt
slíkt tækifæri báru brúðhjónin
ekkert nema fíkjublöð en prest-
urinn var með mittisskýlu úr
geitarskinni.
Yfir 20,000 áhorfendur voru
viðstaddir, þegar franskt kærustu-
par var splæst saman á þveng-
mjóum streng í sextíu feta hæð.
Hér var um línudansara að ræða.
Presturinn stóð uppi í brunastiga,
sem slökkvilið bæjarins hafði
lánað.
v-v-v
Frakkar virðast vera gefnir
fyrir sjóðvitlausar hjónavígslur.
1 vetur létu frönsk hjón gefa
sig saman á vinnupalli. Þau hétu
Jacques og Louisette.
Þau völdu þennan óvenjulega
stað af þvi þau höfðu kynnst á
vinnupallinum og orðið ástfangin.
Þau höfðu unnið þarna saman í
nokkrar vikur við að setja gler í
verksmiðjuþak.
Þau mættu til vígslunnar í
vinnugallanum, skáluðu í kampa-
víni, veifuðu til „viðstaddra" niðri
á götunni — og byrjuðu svo aftur
að glerja.
v-v-v
Annað par fékk þá furðulegu
hugmynd að láta gefa sig saman
í kjaftinum á hval, sem rekið
hafði á land i Kaliforníu!
V-¥-V
1 New Hampshire fannst brúð-
arpari það hinsvegar hið mesta
snjallræði að aka upp að altarinu
á mótorhjólum. Allir gestirnir
mættu á mótorhjólum. Aðeins
presturinn var fótgangandi.
¥-¥-¥
Hjónavígslur hafa verið fram-
kvæmdar í kolanámum og trjá-
toppum, og það hefur gerst oftar
en einu sinni að brúðhjðn hafi
verið gefin saman í loftbelg.
Fyrir nítján árum datt banda-
rísku pari í hug að reyna enn
nýja aðferð. Þau ætluðu að láta
hnýta hnútinn á meðan þau svifu
til jarðar í fallhlíf. En það kom
babb í bátinn. Þeim og prestinum
gekk erfiðlega að halda hópinn
í loftinu. Og eftir sex tilraunir
urðu þau að gefast upp.
vvv
1 Chicago voru brúðhjón gefin
saman i feiknstórri vinámu. Ám-
an var reyndar fleytifull af víni
svo að brúðhjónin urðu að vera
í sundfötum.
Þetta var, eftir á að hyggja,
ágætis auglýsing fyrir vínfram-
leiðandann, sem borgaði allan
kostnað af fyrirtækinu.
v-v-v
Ralph nokkur Steinbrage og
Genevieve Norvel, sem búsett eru
í Kanada, voru gefin saman í
hraðbát, sem þaut með 45 mílna
hraða á meðan athöfnin fór fram.
Og í París létu ónafngreind skötu-
hjú einhverra hluta vegna splæsa
sig saman í hjólbörum.
v-v-v
Elisabeth Carl, þýzk stúlka,
heimtaði hinsvegar að fá að mæta
til kirkju á Vespu. Brúðguminn
mætti svo á sinni Vespu og félag
Vespu-eigenda lagði til fimmtíu
gesti.
v-v-v
Að minnstakosti tvennar hjóna-
vígslur hafa farið fram í ljóna-
búri. Einhverra hluta vegna hef
ur fólki líka fundist gaman að
láta gefa sig saman í kafarabún-
ingi á hafsbotni eða buslandi í
sundlaug.
v-v-v
Þá eru þess allmörg dæmi, að
brúðhjón hafi verið gefin saman
á vinnustað. Ein slík hjónavígsla
átti sér stað í Saar á síðastliðnu
hausti, þegar Paula Hoffman gekk
að eiga Wilhelm Chackfield. Wil-
helm er verkstjóri i kolanámu og
Paula stjórnar kolalyftu. Þau
voru gefin saman í lyftunni.
,,Brúðhjónin“, sagði blaðið, sem
átti fréttamann á staðnum, „voru
í nýjum nankinsfötum, og brúður
in var með hvíta slæðu undir
hlífðarhjálmi sínum.“
VIKAN
13