Vikan


Vikan - 24.04.1958, Page 2

Vikan - 24.04.1958, Page 2
p m 1 i __ TT?G cí_ \S/fS'aJsAyó%u unnar' Fimm stykki 1 KAFLANUM um Lönu Turner hér í dálkunum í síðustu viku gleymdist að geta þess, hve oft hún hefur verið gift. En þetta er vitaskuld úafsakanlegt í frásögn um Hollywood- stjörnu. Jaeja, Lana er búin að ganga í það heilaga fimm sinnum. Hér eru eigin- mennirnir (í réttri röð): Nr. 1 — Artie Shaw hljóm- sveitarstjóri. Nr. 2 — Stephen Crane leikari. Nr. 3 — Stephen Crane leikari aftur! Nr. 4 — Bob Topping milljónamæringur. Nr. 5 — Lex Barker leikari (sérgrein Tarzan). Nú veit allui- heimurinn, að Stompanato garmurinn, sá sem dóttir Lönu ban- aði, vildi fá að verða eig- inmaður nr. 6. En Stomp- anato var hvorki hljóm- sveitarstjóri, leikari né milljónamæringur; hann virðist bara hafa verið snoppufríður róni. Og þvi fór — kannski — sem fór. P. S. — Langar ykkur að Tita skírnarnafn Lönu Turner ? Það kom fram við réttarhöldin yfir dótt- ur hennar. Gerið þið svo vel: Julia Jean Mildred Turner. Blönk úr ENN slæmar fréttir heimi stjarnanna: Stjarna Judy Garland er mjög tekin að dala. Henni var Tyrir skemmstu sagt upp starfi sem söng- konu í næturklúbb í New York. Ekki hafði skattheimtan fyrr frétt þetta en hún gerði út menn að rukka Judy um vangoldna skatta: 140,000 krónur (á réttu gengi). Ekki höfðu skattheimtu- mennirnir fyrr náð tali af Judy en hún 1) lýsti yfir að hún ætti ekki grænan túskilding, 2) fór á ball. Ekki höfðu rukkararnir fyrr komið þessum boðum til yfirmanna sinna en skipað var að handtaka Judy. Og til þess að komast hjá því að fara í Steininn, mátti Judy framselja skartgripina sína, sem virtir eru á 900,000 krón- ur (á réttu gengi). Verðlaun EN FRÁ Hollywood hafa líka borist góðar fréttir. Þær eru í stuttu máli þess- ar: Afhendingu Oscarverðlaun- anna eftirsóttu er lokið. Þessir leikarar hlutu „fyrstu verðlaun": Alec Guinnes og Joanne Wood- ward. Joanne er nýliði. Að austan JOHN GUNTHER, ferða- bókahöfundurinn víð- kunni, er búinn að skrifa bók um Sovétríkin. Glefsur: Inntökupróf í rúss- neska menntaskóla eru mun þyngri en í banda- ríska. Ákaiflega fáar erlendar skáldsögur eru þýddar á rússnesku. „Gamli mað- urinn og hafið“ (Heming- way) náði miklum vin- sældum. Gina Lollobrigida er ein vin- sælasta erlenda kvik- myndadísin í Moskvu. 1 Moskvu eru amerískar jassplötur seldar á svört- um markaði og komast í geipiverð. Mjög fáir útlendingar standast bílpróf í Rúss- landi. Prófið er margfalt erfiðai'a en í Vestur- Evrópu. GUNTHER finnst rússnesk- ar konur of þriflegar. Og hann segir sögu af rúss- neskum listmálara, sem gerði það að sérgrein sinni að mála hetjumynd- ir af Stalin. Svo skrens- aði Stalin á stallinum sem kunnugt er. Og (seg- ir Gunther) þessi málari, sem búinn var að koma sér upp heilum lager af Stalinmyndum, gat allt í einu ekki losnað við eina einustu — og fór á haus- inn. Snuprur LOKS er þess að geta, að Glorida nokkur Roden, sem er búsett í London, fékk fyrir skemmstu skilnað frá manni sínum eftir að hafa borið (með- al annars), að þegar hún fjögur undanfarin ár hefur spurt, hvað hann vildi fá i afmælisgjöf, hafa svörin verið: 1) 50,000 tonn af aspiríni, 2) höggmynd af George III., 3) kafbát, 4) skilnað. GURVEGARIN í verðíamiakeppni Vikunnar varð: N LDA GUÐRUN GISLADGTTIR Sandabraut 10, Akranesi Verðlaunin eru: Flugferð til Kaupmannahafnar og heim aftur. Blaðinu bárust á annað hundrað ráðninga víðsveg- ar að af landinu og reyndust sextán réttar, þar af tvær frá lesendum á Akranesi. Tala happdrættis- skuldabréfanna var alls 147. VIKAN óskar sigurvegaranum til hamingju. P.S. S næstu viku verður skýrt frá nýrri stórkost- íegri verðlaunakeppni sem ráðgerð er í blað- inu! Stórir og glæsilegir vinningar! Gleöilegt sumar! SKÓBÚÐ EEYKJAVlKUR Aðalstræti 8 — Laugavegi 20A Laugavegi 38 — Snorrabraut 38 Garðastræti 2 Gleðilegt sumar! SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ Gleðilegt sumar! M A T A H. F. Gleðilegt sumar! Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Gleðilegt sumar! Ullarverksmiðjan Framtíðin Gleðilegt sumar! Vátryggingafélagið h.f. Gleðilegt sumar! tUUBUSidl ^/'jssnsssmctss^R’js^xissíi&iit/ Forsíðum. tók Magnús Th. Magnússon fJtgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.