Vikan


Vikan - 24.04.1958, Page 3

Vikan - 24.04.1958, Page 3
MEÐ BANDARISKUM FLOKKURUM Þetta er vænsta fólk, sem bara getur ekki haldið kyrru fyrir Íj^G dvaldist fyrir skemmstu í tvær vikur J með bandarískum flökkurum. Ég gerði þetta að gamni mínu og svo til þess að viða að mér efni í blaðagreinar. Ég hef alltaf haft áhuga á flökkurum sem stétt. Því að „stétt“ er þetta vissu- lega, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Bandaríski flakkarinn lítur á flakkið sem atvinnu sína. Er rétt að kalla alla flakkara flækinga? Nei, öðru nær. Margir flakkaranna vinna fyrir sér af dugnaði og elju — þegar nauðsyn krefur. Það var meðal flakkara af þessu tagi sem ég dvaldist — farands-verkafólks, sem fylgir sólinni og vinnur við uppsker- una allt norðan frá Maine suður til Flor- ida. Bill, vinur minn, er svona flakkari. Við lékum okkur saman í æsku. Svo hvarf hann einn góðan veðurdag og sást ekki í tvö ár. Þá var hann sextán ára. Þegar hann kom heim, sagðist hann vera búinn að vera í Florida og Kaliforníu og Nýju- Mexiko, og komist hafði hann auk þess allt til Minnesota að taka upp kartöflur. Hann hélt kyrru fyrir í þrjár vikur, var svo aftur þotinn. Bill tók að sér að sýna mér inn í heim flakkarans. Hann fór með mig í ,,nýlendu“ í grend við New York. Þarna voru um sextíu flakkarar saman komnir að búast til ferðar suður á bóginn. Þeir ætluðu að leggja upp eftir fáeina daga, þrír fjórir saman. Það var að hausta í New York og tími til kominn fyrir þessa farfugla að 'færa sig suður í sólina. Hreysin þeirra voru ekki beysin: tjarg- aðir bílkassar, aflóga yfirbyggingar af bílum, tveir eða þrír píanókassar og tank- ur af stórum olíubíl. f honum ,,bjuggu“ tvær rauðhærðar stúlkur. Flakkararnir tóku mér vel þegar þeir heyrðu að ég var blaðamaður. Þeir voru hinir skrafhreifustu. Geðslegur náungi um þrítugt lýsti fyrir mér „ferðaáætlun“ sinni. Hann ætlaði fyrst til Florida með viðkomu í Georgiu. Þá til Kalifomíu og verða þar fram að jólum. Þú til Nevada og þaðan norður á bóginn og jafnvel allt til Kanada að vinna í hveitinu. Síðan að hall- andi sumri aftur til New York. Allt ætlaði hann að fara þetta með járnbrautum. „I vöruvögnunum,“ flýtti hann sér að bæta við. „Sé til einhvers- konar flakkaralögmál, þá er það þetta: að hinn sanni flakkari ferðast alltaf ó- keypis.“ Jámbrautarlögreglan reynir að sjálf- Sögðu að bægja þessum óboðnu gestum frá. „En skotin eru mörg,“ sagði vinur minn, „og ef maður finnst, þá skýst mað- ur bara upp í næstu lest, sem er á réttri leið. Þetta er dálítið tafsamt að ferðast svona, satt er það, en okkur liggur heldur ekkert á.“ Þessi náungi — Gates hét hann eftir á að hyggja — átti „kærustu.“ Það var spá- ný kærasta. „Helzt skipti ég árlega um kærustu," sagði hann mér og brosti í kampinn. „Ef maður á sömu kærustana lengur, þá fer hún að taka þetta hátíðlega og tala um hjónaband. Og þá, væni, er vissulega tími til kominn að hoppa upp í næstu lest.“ Nýja kærastan Gates var tágrönn, úti- tekin stúlka, á að giska 25 ára. Hún var með mikið hrokkið hár, þegar ég sá hana fyrst. Hún bar einkennisbúning flakkar- ans: blá nankinsföt. Þegar Gates kynnti mig fyrir henni — „Sally,“ sagði hann, „heldrimaður í heimsókn“ — var vinkona hennar að búa sig undir að klippa hana. Vinkonan var á svipuðum aldri. Hún var mjög ljós kynblendingur. Hún var með stórt ör á vinstri kinn, hafði skorist illa, þegar hún var að klifra upp í lest á ferð og féll af þaki flutningavagns. Hún hét Helen. Helen beitti skærunum vægðarlaust. Ég settist andspænis vinkonunum og spurði brosandi, hvort Sally ætlaði að láta snoð- klippa sig. „Betur má ef duga skal,“ sagði Sally; „bíddu bara og sjáðu.“ Þegar þessu var lokið, lá fallega brúna hárið hennar á jörðinni; það var allt horf- ið af höfði hennar nema einn síður lokkur í hnakkanum; einskonar vin í eiðimörk— inni. Helen fléttaði lokkinn og Sally stóð á fætur. „Við köllum þetta indíánaklippinguna,“ sagði hún, tók spegilbrot úr vasa sínum og skoðaði sig í því. „Mjög áhrifarík hár- greiðsla. I fyrra þegar ég fór á stjá, hafði ég engan frið fyrir karlmönnum. Nú skul- um við sjá, hvort þeir láta mig ekki í friði.“ Og svei mér ef mér fannst hún ekki líltj- ast indíána! Stúlka um tvítugt kom gangandi upp með járnbrautarteinunum. Hún var með bláan sjópoka. Hún settist hjá okkur, tók samloku úr pokanum og byrjaði að borða. Gates kveikti sér í sígarettu og virti stúlk- una fyrir sér. Síðan átti sér stað eftirfar- andi samtal: Gates: „Hvað heitirðu?“ Stúlkan: „Þú getur kallað mig Fay.“ Gates: „Hvaðan kemurðu, Fay?“ 902. krossgáta VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 mjólkurmatnum — 11 gefur andlitinu svip — 12 skyrílát — 13 vísir — 14 . . . manns æði — 16 kveðskapur 19 versna — 20 eldsneyti — 21 ófeiti — 22 svölun — 23 einkennisstafir — 27 eins — 28 bókstafur — 29 horfinn máni — 30 upp- hrópun — 31 á stundinni — 34 sk.st. — 35 vegvísi — 41 tala — 42 líkamshluti -— 43 litlir hlutar af hópi — 47 sk. st. — 49 einkennisstafir — 50 stanz — 51 léleg viðgerð — 52 menningarfélag •— 53 tónn — 56 eins — 57 smælki ■— 58 ekki öll — 59 gæluorð — 61 engin — 65 yndi — 67 ... þrúð- ur — 68 veiðitæki — 71 ættfaðir — 73 greinir (forn i — 74 tilslökunin. Lóðrétt skýring: 1 grýtt land — 2 getum —- 3 tónn — 4 áhald — 5 eins — 6 einkennisstafir — 7 stórfljót — 8 forsetning — 9 sögn í spilum — 10 starfsgrein — 11 ismi — 15 vitnisburðinum — 17 blóm — 18 meindýr — 19 bókstafur — 24 tengiliður — 25 ólokað — 26 vangi — 27 tangi — 32 byltingar- foringi — 33 samvizkubit — 35 ber — 36 greinir — 37 leiði — 38 dvalarstaður látinna — 39 títt — 40 for — 44 tala — 45 reiðskjóti — 46 sæla — 48 hrúga — 49 efnuð — 54 málaleitun — 55 sóma — 57 húsdýr — 60 neitun — 62 hjálparsögn ■— 63 ágætlega — 64 tangi — 66 bylgja — 68 eins — 70 limur — 71 eins - 72 dýramál. Lausn á krossgátu nr. 901 Lárétt: 1 Þaralátursfjörð — 13 Suomi — 14 farar — 15 sko — 16 tók — 18 vakra — 20 Símon — 23 skin — 25 skrin — 27 bæli — 29 kák — 30 kíf — 31 fót — 32 alur — 34 munur -— 36 funi — 37 rómar — 39 refir — 41 sát -— 42 ger — 44 Vigur — 46 vitar — 49 grín — 51 rútan — 53 rísa — 55 rás — 56 gil — 57 gól — 58 afar — 60 gulur — 62 gull — 63 næmar - 65 rofar - 67 Fay (bendir yfir öxlina á sér): „Jersey.“ Gates: „Nýbyrjuð?“ Fay: „Nei, þetta er annað ár mitt úti.“ Gates: „Jæja, vertu velkomin og hér er sígaretta.“ Og þar með var Fay orðin fullgildur borgari í þessari flakkaranýlendu. Ég tók hana afsíðis um kvöldið og bað hana að segja mér hversvegna hún hefði lagst í flakk. Málfar hennar bar það me<6 sér, að hún var vel menntuð. Hún ypti öxlum: „Mér leiddist heima. Mamma og pabbi — jú, þau eru ágætis- fólk, en þau kunna ekki að lifa. Þau lifa til þess að þóknast nágrönnunum; líf þeirra er leiksýning, annað ekki. Þau þora í rauninni ekki að lifa lífinu, því að þau eru sífellt hrædd um að „brjóta leikregl- urnar.“ Þetta er víst kallað borgaralegur hugsunarháttur. ‘ ‘ Fay var í menntaskóla, þegar hún upp- götvaði, að hún var „búin að fá nóg.“ Hú* laumaðist að heiman klukkan sex um morgun með tíu dollara í vasanum, keypti sér far með lest „eins langt og pen- ingarnir hrukku,“ byrjaði svo að flakka fyrir alvöru „og hef. gert það síðan. Það á við mig.“ Fay var í flokknum, sem ég fékk að fljóta með, þegar lagt var af stað suður á bóginn. Ég lánaði henni leðurtreyju, sem ég var í: hún týndi sjópokanum með aleigu sinni í þegar við klöngruðumst upp í lest- ina í myrkrinu. Þetta fannst henni dálítið hjákátleg til- litsemi, en afsakaði mig með því, að ég' væri „nýr og óharðnaður.“ Nokkrum dögum seinna, á meðan við hvíldumst og héldum dálitla hátíð í ann- arri flakkaranýlendu, sagðist hún þurfa að skreppa til bæjarins í nágrenninu. Þegar hún kom aftur upp úr miðnætti, var hún með pinkil undir hendinni. Hún fór úr treyjunni og fékk mér hana og þakkaði fyrir lánið. Þegar hún braut sundur pinkilinn, kom í ljós að þetta var vinnuskyrta, nankinsbuxur og nankins- jakki, allt tandurhreint. Framhald á bls. 14. tág — 68 tau — 70 Sigga — 72 galsi — 75 rann- sóknarstofa. Lóðrétt: 1 þú — 2 rs — 3 ausan —■ 4 lokk — 5 Amors — 6 ti — 7 rf — 8 satín —- 9 fróm — 10 Jakob — 11 ör — 12 ðð — 17 æskan — 18 vikur - 19 akkur — 20 sífur — 21 næfur — 22 vitið — 24 kál — 26 Rín — 28 Lón — 33 rósin — 34 mat- ur — 35 regin — 36 firar — 38 mág — 40 fet — 43 ögrar — 44 vísan — 45 rúgur — 46 Valur — 47 rigur — 48 halli — 50 ráf — 52 til — 54 sól — 59 rætin — 60 Gaggó — 61 rotar — 62 gaust — 64 mágs — 66 fals — 69 úr - - 70 sn ■— 71 ak — 72 G. A. - 73 io — 74 ha! VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.