Vikan


Vikan - 24.04.1958, Qupperneq 6

Vikan - 24.04.1958, Qupperneq 6
MÚÐUJtAST ÞEGAR Kahdosh, maðurinn með flöskulagaða nefið, leiddi skömm yfir Larpan galdramann, þá gekk hann að eiga nöldurskjóðuna hana Peegish/jpg þau settust að við flóa með mörgum smáeyjum, ekki langt frá þeim stað þar sem borgar- ísjakarnir myndast. Þetta var af- skekktur staður á vesturströnd Grænlands, langt inni á heimskauta- svæðinu. Veturinn settist snemma að þetta árið, og hungrið fór að gera vart við slg meðal lágvöxnu, dökku íbúanna þama í norðrinu. I stað þess að hafa gnægð af öllu, var allt í einu orðið lítið af öllu. Hreindýrin hurfu, en I þeirra stað fóru að sjást gráir úlfar meðfram ströndinni. Og lagarísinn teygði fingur sína lengra og lengra út á sjóinn. Kahdosh var hungrinu vanur, og hafði ekki beinlínis áhyggjur af því, þó það ylli honum talsverðum1 erfið- leikum. En Peegish leit öðrum aug- um á málið, því ekkert er hollara sex mánaða mannsbarni en ræma af nýju selspiki, og þegar maður henn- ai' kom dag eftir dag tómhentur heim, þá fór að draga úr trú hennar á honum. Þau urðu meira og meira kinn- fiskasogin og dag nokkurn þegar maður hennar kom heim, sagði Peegish: „Sagðirðu mér ekki að það væru heilar í ísjökunum úti við opna hafið? Við verðum að fara og búa í þeim, úr þvi ekki er neinn laus snjór þar í snjóhús." Kahdosh starði á hana. Þetta var alveg ný hugmynd. Alla sína æfi hafði hann búið i snjóhúsi eða tjaldi úr rostungshúðum á föstu landi oða á eyjum, við einhvern fjörð inni á hinni vogskornu strönd Grænlands, og á vorin hafði hann getað horft á eftir stóru borg- arísjökunum, þar sem þeir flutu hver á eftir öðrum niður eftir Baffinflóa, í áttina út að Atlantshafinu. Kahdosh leit á þá eins og hluta af útsýninu. En nú þegar einn þeirra var strand- aður, þá vildi Peegish endilega fara að búa á honum. Og Kahdoosh gat ekki fundið neina frambærilega ástæðu til að gera það ekki, úr því hann gat ekki útvegað fæðu öðruvísi. Það reyndist ekki erfitt að flytja, þar sem svo lítið var að flytja, og þau fóru um borð, ef svo mætti að orði komast, um háfjöru. Kahdosh tók með sér allar eigur sínar: hundana, sleðann, húðkeipinn, reypin, spjótið, línur og öngla, skinnflekann, stál, tinnustein, ísöxina, steinlampann og mosabing fyrir þann litla. Skrýtið að búa svona í einhverju, sem maður hefur ekki gert með eigin höndum, hugsaði Kahdosh. En þarna var meiri fiskur og á öðrum morgni veiddi hann sel. Framtíðin var því biört og fögur og sá litli varð feitur og pattaralegur. Sleðahundarnir voru fimm. Dag nokkurn kom svarta tíkin, forustu- hundurinn, skríðandi heim með skott- ið á milli fótanna. Það var löng rifa á lendinni á henni. „Við erum ekki ein á þessum jaka,“ sagði Kah- dosh, meðan hann sat á tíkinni og saumaði saman sárið. „Þetta er eftir einn af drottnurum norðursins, birnu, sýnist mér.“ Peegish varð harla ánægð. Hún gat vel notað nýtt bjarnarskinn. „Hvar er hún?“ „Hún býr vafalaust í helli, eins og við, og þar hefur tíkin fundið hana.‘ Þetta var alveg rétt ályktað, því það er siður birnunnar að draga sig í hlé í fjóra mánuði yfir veturinn og fela sig einhvers staðar. Þegar hún er búin að liggja þar í dvala og Kahdosh horfði á hana með nokk- urri fyrirlitningu. „Tungan í þér gengur í báða enda, eins og árar í húðkeyp, og þegar sonur minn eld- ist, þá mun honum ekki dyljast það. Talaðu bara, ef þér er nokkur fróun í því. Það er nóg af hellum á jakan- um.“ Við þessa hótun, breytti Peegish um aðferð: „Heldurðu ekki að birn- an geti komið að næturlagi og drep- ið okkur?“ „Nei — hún heldur kyrru fyrir af sömu ástæðu og kona, sem er um það bil að fæða manni sínum barn, held- Smásaga eftir Alan Sullivan $+ -> Þau voru ein á rekandi hafísjaka: birnan með ung- ann sinn, eskimóafjölskyldan og hundarnir — og á jakanum var ekkert ætilegt. fæða svo unga sinn, þá leitar hún aftur út í dagsljósið, svarinn óvinur alls sem gengur eða syndir. „Getur þú þá ekki líka fundið hana?“ spurði Peegish, eftirvænting- arfull eins og góð húsmóðir. Kahdos tók spjótið sitt, kallaði á hundana og lagði af stað. Hann hélt að hann væri orðinn sæmilega kunn- ugur á jakanum, en í þetta sinn kom hann á ókannað svæði. Hann kom að mjórri rennu milli tveggja klakaveggja, þar sem maður gat rétt smogið inn, ef hann var ekki of feitur. Við þennan gang inn í lága hvelfingu hikuðu hundarnir og hár- ir risu á höfðum þeirra. Kahdosh greip spjótið sitt og hugsaði sig um. Hann gat rétt greint einhverja gulhvíta veru, og illilegt urrið í afkróuðu dýrinu barst hon- um til eyrna. Meðan hann hefði Pee- gish og barnið að sjá fyrir, mætti hann ekki leggja of mikið í hættu. Auk þess voru þau alls ekki matar- laus. Eftir að hafa velt þessu vand- lega fyrir sér, sneri hann við heim i hellirinn, þar sem hann skýrði frá málavöxtum. En Peegish reiddist bara og sagði „Eg hélt að þú værir veiðimaður. Ég vona að annað og meira búi í þessum syni minum. Þegar hann eld- ist, segi ég honum þessa sögu.“ ur sig heima í kofanum. Kvað mund- ir þú líka gera, ef ég reyndi að drepa hana og kæmi ekki aftur ? Skyn- semin hefur haldið burtu úr kollin- um á þér, eins og fiskur úr tjörn.“ Peegish tautaði eitthvað, en þetta þaggaði samt niður í henni. Dagarn- ir liðu, en nótt eina í marzmánuði skeði nokkuð óvænt. Kahdosh vakn- aði af léttum svefni, eins og veiði- maður, við að hann fann einhvern tilring. Hann stökk á fætur og út. Jakinn var farinn að reka. Af ein- hverjum undarlegum ástæðum fann Kadosh til hreykni. Það var ekk- ert nýstárlegt að ferðast á fljótandi jaka, því víðast, þar sem sjórinn er að mestu innilokaður, ferðast heilar fjölskyldur og heil þorp með rekísnum, þar sem það er auðveldara en að aka sleðum, og fólkið veit allt- af hvar það muni lenda. Þetta var ágæt flutningaaðferð. En bara ekki núna. Nú var hann á borgarísjaka, sem náði lengra niður en lengsta færið hans, og hann var á leiðinni út á víðáttumikla hafið, þar sem hann hafði siglt með hvalveiðibátnum frá Dundee fyrir fjórum árum. Enginn Eskimói hafði nokkru sinni lágt i slíkt hættuspil, og hvernig mundi það enda? Fátt bar til tíðinda fyrsta hluta ferðalagsins. Dagurinn lengdist og sólin varð stöðugt hlýrri. Loks kom sá dagur, þegar ekki sást lengur til lands, og þá fékk Kahdosh að kynn- ast kvíðanum. Þau höfðu enn næga fæðu, því hann hafði gerzt svo djarf- ur að fara út á húðkeipnum á opnu hafi, og veitt fisk og einn eða tvo seli, en hann var órólegur yfir að sjá aldrei neitt land. Allan þann tima hélt birnan sig í hellinum, þangað til hún í fyllingu tímans kom út, grönn, hungruð, rauðeygð og hræðilega grimm, með þennan eina hún sinn. Hundarnir gerðu Kahdosh aðvart og hann fann hana í litlu gili á miðjum jak- anum, en þar sem allt var svona í pottinn búið, þorði hann ekki að ráð- ast á hana. Þessvegna héldu bæði á- fram að leita að fæðu á þessu fljót- andi fangelsi sínu, og voru sér með- vitandi um nærveru hins. Að lokum drap Kahdosh fyrsta hundinn, þar sem ekki var lengur um neina aðra fæðu að ræða, og hann og Peegish borðuðu hann hráan, með- an þau horfðu hvort á annað gljáa- lausum augum. Peegish hresstist þó svo, að hún gat gefið syni sínum að drekka. Hann var orðinn svo horað- ur, að húðin var strengd yfir fin- gerða andlitið á honum. Nú var hinn ferðalangurinn orðinn óður af hungri og vanmætti sínum að gefa unganum. Birnan fann húð- keipinn, reif hann í tætlur og át rostungshúðina. Síðan rann hún á mannaþefinn, með svangan húninn við hlið sér, og gekk fram og aftur fyrir framan hellismunnann og skók sig alla. Dag nokkurn hvarf húnninn, og Khadosh hélt að hann hefði runnið til og drukknað, en þar sem hann átti að geta synt langan spöl, fannst honum kynlegt að birnan skyldi ekki hafa synt á eftir honum. Þegar hann nefndi þetta við Peegish, leit hún undarlega á hann og fletti frá andliti barnsins. „Ja-á, og brátt mun sonur okkar fara sömu leiðina. Það var mér að kenna að við settumst að á þessum ísjaka, en ég hef gert allt sem í minu valdi stendur.“ „Ég fer og drep annan hund, sagði Kahdoosh og greip spjótið sitt. En hann gat ekki drepið neinn hund, því nú vissu hundarnir hvað hann hafði í hyggju og hlupu úr vegi fyrir honum, settu trýnin upp í loftið og glenntu upp ginin, svo skein í hvassar tenn- urnar. Lengra í burtu reikaði björn- inn, álíka kvalinn og líka á verði. Maðurinn, hundarnir og björninn, allir haldnir sömu óstjórnlegu hvöt- inni, allir óðir i að bragða blóð. Dag nokkurn kom veiðimaðurinn upp i Kahdosh. „Kona góð, það er aðeins um eitt að ræða,“ sagði hann. „Kraftar mínir hafa þorrið eins og vatn, og bein min eru stökk, en það skal ekki verða sagt að Kahdosh hafi beðið þangað til hann var hunda- og bjarnamatur. Þessvegna mun ég reyna að drepa. En ef ég ekki.. Peegish kinkaði kolli. Andlit henn- Framhald á bls. 14 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.