Vikan


Vikan - 24.04.1958, Qupperneq 13

Vikan - 24.04.1958, Qupperneq 13
Astrid prinsessa, æðsta kona Noregs ÐSTA kona Noregs, þar sem nú ríkir nýr konungur, ekkjumaðurinn Ólafur V., er hlédræg 26 ára gömul stúlka, sem helzt vildi fá að una við að klína leir á mótun- aihjól leirkerasmiðsins, klædd hvítum samfestingi. Astrid Maud Ingeborg prinsessa, yngri dóttir konungsins, á sér einkum eitt hugðarefni, sem undanfarin átta ái hefur tekið upp mestan hluta af tima hennar og áhuga — leirkera- gerð. Hún er heldur enginn viðvaningur í faginu. I borðsal 1. farrýmis á nýj- asta norska stórskipinu, sem siglir á milli Oslóar og New York og ber nafnið Bergensfjord, hanga fallegir skildir og diskar, sem hún hefur sjálf skapað og unnið. Listmunir hennar hafa verið sýndir í sýningarsal, Norskra samtaka fyrir hagnýta list,“ og sérfræðingar á þessu sviði hafa mikið álit á upp- dráttum hennar, óg álíta að hún hefði getað skapað sér nafn sem listamað- ur á sviði leirkeraiðnaðar, væri hún ekki prinsessa. Munir hennar eru, eins og nú tiðk- ast, abstrakt í formi og með sterkum andstæðum í litum. Henni geðjast ekki að því sem er „sætt og snoturt." Verk hennar eru hrjúf og sterk í lín- um, eins og bezt sést á salatdiskun- um, sem hún notar handa gestum sínum í óformlegum matarveizlum. Astrid prinsessa er há stúlka með hnetubrúnt hár og blá augu. Þetta er eðlileg og tilgerðarlaus ung stúlka, sem ef til vill hefur full snemma orðið að taka á sig hinar erfiðu skyldur norska konungdómsins. Síðan Ragn- hildur prinsessa, eldri systir hennar, giftist norskum skipaeiganda árið 1953 og fluttist til Suður-Ameríku, en einkum þó síðan móðir hennar, Martha prinsessa, dó árið 1945, hefur hún helgað sig húsmóðurskyldunum á heimili föður síns. Hin konunglegu skyldustörf, opn- un bazara og elliheimila, heimsóknir á góðgerðar- og menningarsamkomur, ferðalög tjl húsmæðraskóla úti í sveitum og lömunarveikissjúkrahúsa í fjarlægum bæjum, hafa fengið henni yfrið nóg að starfa. En alltaf er hún á sínum stað, brosandi, og reiðubúin til að segja eitthvað vin- gjarnlegt og spyrja skynsamlegra spurninga. 1 opinberri heimsókn i kvenna- stofnun eina í Oslo síðastliðið vor, kom hún gestgjöfum sínum á óvart með því að háma í sig smurða brauð- ið með mjög góðri list. Hún trúði sessunaut sínum fyrir ástæðunni. — Eg var alveg glor- hungruð. Eg var búin að ferðast all- an daginn í lest frá Þrándheimi og hafði engan tíma til að fá mér að borða áður en ég kom hingað, þvi ég blátt áfram mátti til með að ganga um garðinn heima og aðgæta hvort stormurinn í nótt hefði skemmt á- vaxtatrén. I byrjun þessa árs gerði slæmur sjúkdómur í slímhimnu augans þessi opinberu skyldustörf hennar helm- ingi erfiðari. En prinsessan hélt á- fram að leysa þau af hendi með dökkblá gleraugu og lét i laumi biðja blaðaljósmyndara um að skella ekki ljósglömpum beint framan í sig. Astrid prinsessa er fyrst og fremst ákaflega heimakær stúlka, sem kann vel við sig uppi i sveit. Hún er mikið fyrir útiíþróttir, hefur gaman af að sigla á sumrin og vera á skíðum á veturna. Og hún er mikið fyrir að fara í gönguferðir með hundinn sinn í garðinum heima á Skaugum, rétt utan við Oslo. Garðurinn og blómin skipa háan sess í lífi hennar. Henni ferst vel úr hendi að raða saman blómum og sér sjálf um allar skreytingar heima í Skaugumhöll. Auk þess er hún prýðileg saumakona og saumaði mikið af fötunum sínum sjálf, áður en opinberar skyldur fóru a? talta upp of mikið af tíma hennar. Prinsessan eignaðist marga vini í Frmháld, á hls. llt. Gleðilegt sumar! Verzlun Björns Kristjánssonar Gleðilegt sumar! Chemia h.f. Sterling h.f. Gleðilegt sumar! Kr. Kristjánsson h.f. Gleðilegt sumar! Efnaláugin GLÆSIR h.f. Hafnarstræti 5 Laufásveg 19 Blönduhlíð 3 Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Marteinn Einarsson & Co. Gleðilegt sumar! Rafvélaverkstæði og verzlun Halldórs Ólafssonar Gleðilegt sumar! h/fOFNASMIÐJAN IINNOLTI 10 - MVIIAVfl -'ftlANOt Gleðilegt sumar! JíaZpCLhí Gleðilegt sumar! Verzlunin PFAFF SKÓLAVÖRÐUSTlG 1 Gleðilegt sumar! Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. h.f. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.