Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 2
EFTIRFARANDI f rásögn birtist í siðasta hefti Reader’s Digest. Sögu-’ maður segist vita að fyrri helmingurinn sé sannur, en þó ekki ábyrgjast sögulokin. Aðmíráll var lagður inn á vígvallarsjúkrahús og gekk ekkert hetjulegra að honum en venjuleg liða- gigt. En aðmírállinn fann til tignar sinnar og lét hjúkr- unarkonurnar, læknana og jafnvel sjúklingana snúast í kringum sig eins og snældur. Unz einn góðan veðurdag að ungur hermaður snar- aðist fram úr rúmi sinu, klæddist skósíðum lækn- iskirtli, setti upp læknis- grímu, snaraði sér inn til aðmírálsins, sagðist þurfa að mæla í honum hitann og skipaði honum að leggjast á magann. Aðmírállinn hlýddi. Skömmu eftir að mælingin hófst, kvaðst „læknirinn“ þurfa að lita inn til arm- arg sjúklings og harð- bannaði aðmírálnum að hreyfa sig á meðan. Nú leið góður hálftími. Þá birtist hjúkrunarkona í dyi’unum, veinaði af undrun og spurði: „Hvað er eiginlega að ske?“ „Er það nokkuð nýtt þó að sjúklingar séu mældir?“ uri’aði aðmírállinn. ,,Nei,“ svaraði hjúkrunar- konan. „En það er nýtt að gera það með baldurs- brá.“ Betra seint ÞAÐ er býsna óvenjulegur félagsskapur starfandi i Philadelphiu í Bandarikj- unum. Meðlimirnir hafa það fyrir satt, að það auki kæti með mönnum að gera það ekki í dag sem hægt sé að fresta til morguns. Á síðasta fundi félagsins gerðist eftirfarandi: 11 Fundui’ var settur fjörutíu minútum of seint. 2) Kjörin var fegurðar- drottning félagsins — fyr- ir árið 1956. 3) Rætt var um páskahátíö, sem efna á til í haust. Páfuglar NU KOMST illa upp um karlmennina. Robert nokkur Franklyn, sem býr í Hollywood, er læknir og hefur það sem sérgrein að fjarlægja undirhökur, iagfæra nef og þar fram eftir götun- um, upplýsir að karl- menn séu I meirihluta meðal viðskiptavina hans. Nýtt ARMOUR verksmiðjurnar í Chicago hafa smíðað gegnumlýsingartæki, sem er svo lítið, að það kemst í venjulega læknistösku. Það er væntanlegt á markaðinn innan tveggja ára. ÞRJÁR ATHUGASEMDBR XJM KOSSA Karlmenn kyssa konur þegar þeir eru glaðir og þær kyssa þá þegar þær eru hryggar. —•— Kossinn getur verið komma, spumingarmerki eða upphrópunarmerki. Konur ættu að læra þetta merkjamál. —•— Konan getur fyrirgefið karlmanninum kossinn sem hann stal; en aldrei þann sem hann þorði ekki að stela. Smásjáin ÞAÐ er ekkert til undir sólinni sem Bandaríkja- menn ekki leggja imd- ir smásjána. Síðasta rannsóknarefni þeirra er þetta: Hvaða dægurlaga- söngvari bandarískur á heimskustu aðdáendurna'. Elvis Presley sigraði. Ung- lingai’, sem tilbiðjá hann, eru yfirleitt verri náms- menn en til dæmis á- hangendur Pat Boone, Perry Como og Frank Sinatra. Ógiftar VANTAR þig prinses.su ? Við siðustu tainingu voru 16 prinsessur lausar og liðugar í Evrópu. Hér eru nöfnin: Margrét (Bretland), Beatrix (Hol- land), Desiree (Svíþjóð), Isabella (Frakkland), Margrét (Svíþjóð), Astrid (Noregur), Maria Gabri- elie (Italía), Margrét (Danmörk), Irene (Hol- land), Anna (Frakkland), Alexandra (Bretland), Soffía (Grikkland), Birg- itta (Svíþjóð), Maria del Pilar (Spánn), Elisabet (Júgóslavía) og María Kristín (Italía). Heimilisföngin höfum við því miður ekki. Knáir kallar HÉR eru nokkrar línur sköllóttum mönnum til hughreystingar: Einn af kunnustu hár- greiðslumönnum Breta — Steiner heitir hann — hefur lýst yfir í blaða- viðtali, að sköllóttir menn séu snaggaralegri i framkomu en hærðir, hraustari, lífsglaðari, skemmtilegri — og snar- borulegri elskhugar. P. S. — Steiner er sköll- óttur. Tízkan 1 BANDARlKJUNUM er byrjað að framleiða sund- boli í ,,pokastíl.“ Eftir þeim ANNAR landsfrægur (í Bretlandi) hárgreiðslu- maður lét fyrir skemmstu Ijós sitt skina opinber- lega. Þessi heitir Harold W. Semmens og er hvorki meira né minna en forseti félags brezkra hár- greiðslumanna. Semmens lét til leiðast að flytja fyrirlestur um hé- gómagirnd kvenna. Niðurstaða hans: Það er ekki fyrst og fremst til þess að ganga í augun á karlmönnunum sem kon- urnar eru sífellt að snyrta á sér fjaðrirnar. Hitt vakir miklu frem- ur fyrir þeim, að vera fegurri en aðrar konur. Líttu þér nær LOKS er þess að geta, að farþegi einn í járnbrauta- lest í Kanada saknaði 500 dollara ávísunar, stöðvaði lestina og heimtaði að leit yrði gerð i henni. Lögregluþjónn fann ávísun- ina að lokum á konu ferðalangsíns. S.I.B.S. KEPPNIN |7INS og boðað var í vikunni sem leið, hefst nú ný verðlaunakeppni í blað- inu. Vikan efnir til hennar í samvinnu við Samband íslenzkra berklasjúklinga. Þátttökureglurnar eru einfaldar. Að því er stefnt, að allir geti tekið þátt í keppninni, ungir sem gamlir. Tíu spurningar verða lagðar fyrir les- endur, ein í hverju blaði. Svarið á að skrifa á meðfylgjandi seðil. Þegar öllum tíu spurningum hefur verið svarað, á að senda seðlana til Vikunnar í umslagi, merktu: Getraun S.I.B.S. Berist fleiri réttar ráðningar en vinn- ingar eru, ræður hlutkesti úrslitum. VINNINGAR: 1. verðlaun ....... kr„. 2.500,00 2. verðlaun ...... kr. 1.500,00 3. verðlaun ...... kr. 1.000,00 Þá eru fern „barnaverðlaun“: Forláta brúða, brúðuvagn, sturtubíll og bygginga- kubbar frá Reykjalundi. Hér hefst verðlaunakeppnin. Takið þátt í henni, það er til mikils að vinna! Skrifið svör ykkar á seðlana, geymið þá. sendið þá þegar þið hafið fengið þann tíunda. Gjörið þið svo vel og góða skemmtun! BYGGT LR KLBBLHi Á forsíðumyndinni er líkan af þjóðkunnri bygg- ingu. Líkanið er byggt úr plast- byggingakubbum, sem framleiddir eru í Vinnuheimili S.I.B.S. að Reykjalundi — auk margskonar vinsælla leikfanga annarra og fleiri þarfra hluta. Myndin sýnir ennfremur byggingarmeistara líkansins, Brynjólf Einarsson umboðsstjóra í að- alumboði Vöruhappdrættis S.I.B.S. Aðalumboð vöruhappdrættisins er í Austur- stræti 9, Reykjavík, en happdrættið hefur um- boðsmenn um land allt. Enn er tækifæri til að eignast miða. Margir stórvinningar eftir á árinu, þ. á. m. hálf milljón í júlí og önnur hálf í desember. SPURNING: Af hvaða þjóðkunnri byggingu er lík- anið á myndinni? seðill í verðlaunakeppni S.l.B.S. Líkanið er af: B Nafn _______ Heimilisfang Útgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.