Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 3
Evaz ~Eg t»r bara píaa- lítill sp ör S a y #** En þegar Peron missfi hana missti hann líka ríki sitt var helmingi meiri maður en maðurinn hennar. Annað mál er það, að hún gerði sér far um að leyna þessu. Það var manninum hennar fyrir beztu — og henni sjálfri. Juan Domingo Peron var 24 árum eldri en Eva. Og óneitanlega var hann einræðis- herra Argentínu, ríkasta og voldugasta ríkis Suður-Ameríku. „Peron er eins og örninn,“ sagði Eva einhverju sinni. ,,Og ég er bara pínulítill spörfugl." Og í æfisögu sinni sagði hún: ,,Ég er að- eins vanmáttug kona. Það sem ég er og það sem ég á, það sem ég hugsa og það sem ég vil — allt á þetta rætur sínar í Peron.“ Gott og vel, kannski elskaði hún ein- ræðisherrann sinn. En hún var enginn spörfugl við hliðina á honum. Ef Peron var örninn í ríkinu, þá var hún að minnsta kosti ekki minni örn. Hún stjórnaði land- inu með honum. Hún var fyrsti kven-ein- valdur tuttugustu aldarinnar. Hvað styður þessa skoðun? Einum þremur árum eftir dauða hennar var Peron flæmdur úr landi. Kunningjar hjónanna segja, að hann hafi verið hræddur við Evu. Hún rak hann áfram, beinlínis þvingaði hann til að ráð- ast í meira en hann réði við. Satt að segja er harla ósennilegt, að hann hefði orðið einræðisherra, ef hennar hefði ekki notið við. Sameiginleg saga þeirra hefst eiginlega ekki fyrr en 1943. Þá komst öflug liðsfor- ingjaklíka, sem Peron var meðlimur í, til valda í Argentínu. Hann var skipaður her- mála- og atvinnumálaráðherra í nýju stjórninni. Skömmu seinna kynntist hann Evu Duarte, sem þá var óþekkt leikkona. Hún kom helzt fram í útvarpsleikritum. Vikulaun hennar voru rösklega hundrað krónur. Eva ólst upp við mikla fátækt. Hún fæddist í moldarkofa. En löngu áður en hún kynntist Peron, hafði hún heitið því á sjálfa sig að „verða eitthvað“. Þegar hún hitti Peron, vissi hún, að hann gat látið drauma hennar rætast. Hvað hann sjálfan áhrærði, þá fannst honum hún lagleg. Hann var laus og lið- ugur: konan hans var dáin. En það leið ekki á löngu þar til hann uppgötvaði, að hin rauðhærða Eva var ekki einungis snoppufríð: hún var greind, hugrökk — og valdafíkin. Hún var mælsk og orðheppin. Óvinir hennar sögðu, að hún hefði „eitur í tungu- broddinum". Hún hafði áhuga á pólitík og pólitískum samsærum. Og hún trúði á Peron og stefnu hans. Eva gerðist ástmey hans. Hann fékk henni íbúð við hliðina á sinni. Hann sá um, að henni var falið að stjórna vikulegum útvarpsþætti. Útvarps- tíma sinn notaði hún til áróðurs fyrir elskhugann. Einkum gerði hún sér far um að koma því inn hjá hlustendum, að hann væri mikill og einlægur vinur alþýðunnar. Hún hjálpaði honum líka að semja stefnuyfirlýsingu sína, sem var full af loforðum og fögrum fyrirheitum. Peron var ekki að skera það við neglur sér. Ef hann tæki við stjórnartaumunum, áttu allir — eða nálega allir — að fá meiri laun fyrir minni vinnu. Um leið réðst hann harkalega á „arðræningja“ og „er- lenda kapítalista“. Eva tók að sér að skipuleggja kvenna- samtök til stuðnings hinum verðandi ein- ræðisherra. Upp úr þessu var stofnaður nýr pólitískur flokkur, flokkur Peronista. að segja að dómi „heldri kvenna“ í höfuð- borginni. Þegar Eva lét á sér skiljast að hún óskaði eftir sæti í stjórn umfangsmesta líknarfélags borgarinnar, sögðu þessar konur nei. Frú Peron svaraði með því að láta setja upp fiskbúð á gangstéttinni fyrir framan klúbbinn, sem var miðstöð fínu frúnna og mannanna þeirra. Svo tilkynnti hún, að hún hefði stofnað sín eigin sam- tök til hjálpar fátækum og að ríkið hefði gefið henni einskonar einkaleyfi á allri hjálparstarfsemi. Þessi stofnun varð að ' '&'i éÉ«PIí1píé»- i I » »■ W " I I gjl i • Í-umÚ*' 1 Hl!mb. 8 Kjólar fyrir hálfa milljón á ári Þegar hér var komið, hætti stjórnar- völdunum að lítast á blikuna. Árið 1945 var Peron handtekinn og fangelsaður. En andstæðingum hans sást yfir Evu litlu. Hún skipulagði kröfugöngur og upphlaup. Hún flutti magnaðar ræður. Og hún hét á verkalýðinn að bjarga leiðtoga sínum, hinum eina og óviðjafnanlega Peron. Árangur: Yfir 50,000 verkamenn í Buenos Aires gerðu sig liklega til að grípa til vopna. Stjórnin gugnaði og Peron var látinn laus. Fjórum dögum seina gekk hann að eiga Evu Duarte. Hann var orðinn forseti Argentínu innan tveggja mánaða, Eva æðsta kona lands- ins. Nú var orðin mikil breyting á högum hennar, rauðhærðu stúlkunnar, sem fæðst hafði í moldarhreysinu — of milcil satt lokum ríki í ríkinu, tekjur hennar ná- lega 2,000 milljónir króna á ári! Eva Peron líknarstofnunin, eins og hún var nefnd, útbýtti matvælum, lyfjum og peningum meðal þurfalinga( og þeirra sem voru ,,rétttrúaðir“ í pólitík). Á henn- ar vegum voru reist sjúkrahús, verzlan- ir, hvíldarhæli fyrir verkakonur og elli- heimili. Tekjur stofnunarinnar byggðust á „frjálsum” framlögum allskonar fyrir- tækja. Enginn var skyldugur að leggja fé að mörkum — seisei nei. En þegar óvenjuhugrakkur verksmiðju- eigandi, sem beðinn hafði verið að skjóta í púkkið, neitaði, birtist maður frá verk- smiðjueftirlitinu daginn eftir og lokaði fyrirtækinu vegna ,,slysahættu.“ Framhald á bls. 14 VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.