Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 5
Letitia Blacklock hafði fullvissað hann um að ekki væru neinir verð- mætir skartgripir í húsinu. En ef þessar perlur væru ósviknar, þá hlutu þær að vera gífurlega mikils virði. Og ef Randall Goedler hafði gefið henni þær — þá gat verðgildi þeirra numið hvaða upphæð sem vera skyldi. Þær litu þó út fyrir að vera falskar — þær hlutu að vera falskar, en — ef þær væru nú ósviknar ? Þvi ekki það ? Ef til vill vissi hún ekki sjálf að þær voru svo mikils virði. Eða þá að hún kaus að vernda þær með því að láta sem þær væru eitthvert glingur, sem í hæsta lagi kostaði nokkur pund. Hvers virði væru þær, ef þær væru ekta? Þær mundu kosta ótrúlega háa upphæð — nægilega háa til að vert þætti að myrða fyrir hana — ef einhver vissi um það. Lögreglufulltrúinn reif sig upp úr þessum hugleiðingum. Ungfrú Marple vai' horfinn. Hann yrði að flýta sér heim á prestssetrið. hi. Prestshjónin sátu og biðu hans, kviðafull og tekin í andliti. — Hún er ekki enn komin, sagði Bunch. — Nefndi hún nokkuð að hún ætlaði beint heim, þegar hún fór frá Boulders? spurði Júlian. — Nei, hún sagði það ekki beinlínis, svaraði Craddock og dró seiminn, meðan hann rifjaði upp fyrir sér hvar og hvernig hann hefði séð ungfrú Marple síðast. Hann mundi eftir hörkusvipnum um munninn á henni og ákveðna, ískalda glampanum í augum hennar, sem venjulega voru svo blá og blíðleg. Hvað var það sem hún hafði verið svona ákveðin í að gera ? Hvert ætlaði hún að fara? — Hún stóð á tali við Fletcher frá rannsóknarlögreglunni síðast þegar ég sá hana, sagði hann. Þau stóðu úti við hliðið. Síðan gekk hún út á göt- una, og ég hélt að hún væri að fara beint heim á prestssetrið. Ég hefði sent bíl með hana, ef ég hefði ekki haft í svo mörgu að snúast og hún ekki farið svona þegjandi og hljóðalaust. Kannski Fletcher viti eitthvað. Hvar er hann? En Craddock komst að raun um þegar hann hringdi i Bouldersbústaðinn að Fletcher var ekki þar, og hafði ekki látið vita hvert hann væri að fara. Hann gat sér þvi til að hann hefði af einhverjum ástæðum þurft að skreppa til Milchester. Hann hringdi því á lögreglustöðina í Milchester, en Fletcher hafði ekki sést þar heldur. Hann sneri sér að Bunch, og mundi þá allt í einu hvað hún hafði sagt við hann i simanum. — Hvar er þessi miði? Þér sögðuð að hún hefði skrif- að eitthvað á miða. Buch færði honum miðann. Hann sléttaði úr honum á borðinu og leit á hann. Bunch hallaði sér yfir öxlina á honum og las upphátt. Höndin hafði skolfið og það var ekki auðvelt að lesa skriftina. Lampi. Síðan hafði verið bætt við orðinu „fjólur“. Þá kom bil, og síðan: „Hvar er aspirín-glasiö?“ Næsti kafli í þessari furðulegu upptalningu var illlæsilegri. „Ljúffengur dauöi“, las Bunch. „Það er kakan hennar Mitziar. — Spyrjist fyrir, las Craddock. Spyrjist fyrir? Um hvað? Hvað er nú þetta? Dapurleg örlög borin af hugrekki . . . Hvað í ósköpunum á nú þetta að þýða. — Joö, las fulltrúinn. Perlur! Aha, perlur. — Og svo Lotty — nei, Letty. Þetta er alveg eins og o. Svo stendur hér Bem. Oð hvað er nú þetta? Ellistyrkur . . . Þau horfðu ringluð hvort á annað. Svo las Craddack aftur: — Lampi. Fjólur. Hvar er aspirínglasið ? Ljúffengur dauði. Spyrjist fyrir. Dapurleg örlög borin af hugrekki. Joð. Perlur. Letty. Bern. Elli- styrkur. — Táknar þetta yfirleitt nokkuð? spurði Bunch. Ég get ekki séð nokkurt samhengi í þvi. Craddock talaði hægt og dró seiminn, þegar hann svaraði henni: — Mér dettur nokkuð í hug — en ég skil þetta samt ekki almennilega. Það er skrýtið að hún skuli minnast á perlurnar. — Hvað táknar þetta með perlurnar? — Gengur ungfrú Blacklock alltaf með þessa þreföldu perlufesti sína? — Já, alltaf. Við höfum oft hlegið að því. Hún er svo hræðilega óekta að sjá, finnst yður það ekki? En hún heldur líklega að þetta sé í tízku. — Það gæti legið til þess önnur ástæða, sagði Craddock hægt. — Þér eigið þó ekki við að þær geti verið ekta! Ónei, það eru þær áreiðanlega ekki! — Hve oft hafið þér haft tækifæri til að sjá ekta perlur af þessari stærð, frú Harmon? —• En þær eru eitthvað svo gljáandi. Craddock yppti öxlum. — Þær skipta hvort sem er ekki máli i bili. Nú er það ungfrú Marple sem máli skiptir. Við verðum að finna hana. Gamla konan varð að finnast áður en það yrði of seint — og ef til vill var það þegar orðið of seint. Krotið á miðanum sýndi að hún var komin á slóðina . . . og það var hættulegt — óhugnanlega hættulegt. Hvar í fjandanum var Fletcher? Craddock stiklaði út úr húsinu, þangað sem hann hafði skilið eftir bilinn sinn, fyrir framan prestssetrið. Hann yrði að hefja leitina strax — hann gat hvort sem var ekkert gert annað en leitað. —- Herra! Einhver rödd ávarpaði hann innan úr rennvotu laufþykkn- inu. Herra, sagði Fletcher lögreglumaður og var mikið niðri fyrir. Fra77iliald i nœsta blaöi. Framleitt í 28 grunnlitum SPRED-fyllir SPRED-spartl Simi 22460 — Pósthólf 1879 — Reykjavík — Kópavogi Vandlát hásmóðir notar ROYAL lyfti duft i allan bakslur VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.