Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 10
Houdini hinn óviðjafnanlegi Sumir halda að ha verið göldróttur eftir George E. Ashleyr Iskjalasafni málflutnings- skrifstofu einnar í New York er stórt umslag, sem á er ritað: „Opnist 6. apríl 1974.“ Og sjónhverfingamenn um víða veröld mundu fúslega gefa tíu ára tekjur fyrir að fá að lesa handritið, sem umslagið hefur að geyma. Því í því er leyndarmál Harrys Houdini, frægasta sjón- hverfingamanns veraldar — lýsing hans á brögðunum, sem hann notaði og sem sérfræðing- um hefur ekki tekist að útskýra síðastliðin sextíu ár. Jafnvel núna, þrjátíu og tveimur árum eftir dauða hans, eru hin frægu sýningarbrögð Houdinis full- komin ráðgáta. Handritið verður birt á hundrað ára afmæli hans. 1 því lýsir hann því hvemig hann komst út úr læstum stálklefum, peningaskápum og fangaklef- Lögreglan í San Francisco þóttist geta sigrað hann. Hann var látinn afklæðast og hlekkj- aður við vegginn í traustasta klefa traustasta fangelsisins í borginni. Föt hans voru læst inni í öðrum klefa. Að svo búnu héldu lögreglumennirnir sigri hrósandi til skrifstofu fangels- isstjórans. Mínútu síðar var barið að dyrum. Þegar upp var lokið, stóð Houdine alklæddur fyrir utan og veifaði handjámunum á fingri sér. í Pétursborg, sem nú er Len- ingrad, lokaði leynilögregla keisarans hann inni í einum af hinum alræmdu fangavögnum, sem sérstaklega voru gerðir til þess að flytja hættulega fanga tií Síberíu. Vagnar þessir voru kallaðir „peningaskápar á hjól- um.“ Þeir vom úr stáli og „pott- þéttir“ að dómi yfirvaldanna. um. Hann lýsir því, hvernig hann komst lifandi frá því að láta grafa sig handjárnaðan í venjulegri líkkistu. Heiminum mun einnig verða skýrt frá því, hvernig Houdini komst út úr rammgerðum kassa, sem negldur var utan um hann fjötraðan og nakinn — og sem síðan var varpað í sjóinn! Houdini varð heimsfrægur eft- ir að lögreglulið fjórtán landa höfðu játað, að engir fjötrar og engir fangaklefar gætu haldið honum. Þessi kassi héit Houdini ekki heldur. Þ6 var sjón- hverfing'amaðurinn fest- ur í hann — öfugur. Og síðan var kassinn fylltur af vatnij A hinni síðunni er sýnt, hvernig Houdini var hengdur upp á fót- unum fram af brún skýjakljúfs. á þeim var mjó stálhurð, sem læst var með öflugum lásum; og eini „glugginn“ á vögnunum var þvengmjó rifa, sem köttur hefði ekki komist út um. Nýir lásar höfðu verið settir á vagninn, sem átti að geyma Houdini. Tveir lögregluforingj- ar afklæddu hann, lögðu á hann handjárn og fótajárn og lyftu honum inn í vagninn. Þeir lögðu föt Houdinis á jörðina hjá vagninum og drógu sig í hlé í skrifstofu sinni. Klukkustundu seinna birtist Houdini alklædd- ur og brosandi. Lögreglufor- ingjarnir flýttu sér að vagnin- um. Dymar voru ennþá harð- læstar. Rússneskur hertogi að nafni Sergey bauð Houdini 5,000 gull- rúblur, ef hann vildi segja hon- um, hvernig hann hefði komist út úr vagninum. Houdini hafn- aði boðinu og hertoginn ákvað að veita honum ráðningu. Hann bauð Houdini til hallar sinnar. Þegar líða tók á kvöldið, tjáði hertoginn honum, að hann hefði látið smíða stálkassa, sem hann mundi ekki geta opnað. Kassan- um var læst með „sterkustu lás- um veraldar". „Herra Houdini," sagði her- toginn, „ég skal nú veðja við yður 10,000 rúblum, að þér getið ekki opnað kassann á einum klukkutíma.“ Houdini sló til, en setti tvö skrýtin skilyrði. 1 fyrsta lagi krafðist hann þess, að hann yrði færður úr öllum fötum og tveir læknar gengju úr skugga um, að hann hefði ekkert falið á líkama sínum. 1 öðru lagi bað hann um að fá að vinna í al- gerðu myrkri. Hertoginn féllst fúslega á þetta. Það er af Houdini að segja, að í myrkrinu og nakinn í þokkabót opnaði hann kassann á sex mínútum. í sambandi við annað veð- mál, var Houdini færður í spennitreyju og hengdur á fót- unum fram af þaki skýjakljúfs í augsýn fjölda áhorfenda. Hann vann veðmálið. I annað skipti stökk hann fallhlífarlaus á milli flugvéla í þúsund feta hæð. En mesta hugdirfsku sýndi hann ef til vill árið 1906 í De- troit. Hann var þá þrjátíu og tveggja ára gamall. Þúsundir áhorfenda voru viðstaddir. — Hann var færður úr öllum föt- um, jámaður með spánýjum lögregluhandjámum og hlekkj- aður með gildum keðjum. Að svo búnu var gat höggvið á ís- inn á Detroitá og Houdini ýtt undir skörina. Mínúturnar liðu og ekkert bólaði á honum. Áhorfendur byrjuðu að heimta, að eitthvað yrði gert. Það leið yfir nokkra og ýmsar konur í hópnum há- grétu. Þegar sex mínútur voru liðn- ar, birtist Houdini í vökinni, járnalaus og óhlekkjaður. Hann var búinn að vera í kafi í sex mínútur. Houdini fann upp hundruð < 1 . \ .1 sjonhverfingabragða, sem eng- inn skilur enn þann dag í dag. Á sýningu, sem hann efndí til í Hypodrome fjölleikahúsjnu í New York, endaði hann með því að leiða fíl inn í sýningar- hringinn. Þar hafði líka verið komið fyrir feiknstórum vatns- geymum, sem héldu tíu tonn- um af vatni. Houdini tók sér stöðu við hlið hins fimm tonna fíls, og veifaði brosandi til á- horfenda. Svo sloknuðu ljósln andartak, og þegar þau kvikn- uðu aftur, var Houdini einn eft- ir í hringnum. Sir Arthur Conan Doyle var viðstaddur ýmsar af sýningum Houdinis og lét þá skoðun í ljós, að maðurinn hlyti að vera gædd- ur yfirnáttúrlegum hæfileikum. Hinn frægi rithöfundum lýsti yfir, að til þess að geta komist út úr líkkistu, sem lögð hafði verið í tveggja metra djúpa gröf, hlyti Houdini að geta „leyst líkama sinn upp og liðið upp úr jörðinni“. Dr. J. H. Mc- 1 Kenzie, forseti breska sálar- rannsóknafélagsins, trúði því líka, að Houdini gæti „gert kraftaverk“. Houdini skopaðist hinsvegar að þessum hugmyndum. ,,Bg mun ekki skýra frá leyndarmál- um mínum, en ég fullvissa ykk- ur um, að það er ekkert yfir- náttúrlegt við þetta,“ tjáði hann fréttamönnum. Harry Houdini, vinur keis- ara og konunga, var hæglátur, mildur maður, sem lét lítið yfir sér. Hann var lágvaxinn en sennilega einn af sterkustn mönnum veraldar. Hann hafði ótrúlegt vald yfir líkama sínum. Kvöld eitt þegar hann var að segja mér frá sýningu, sem hann hafði efnt til í Berlín, tók hann bandspotta úr vasa sínum og hnýtti á hann nokkra hnúta. Svo smeygði hann af sér skóm og sokkum, hélt áfram að lýsa sýningunni og dundaði við það á meðan að leysa hnútana með tánum! Houdini hét réttu nafni Erich Weiss. Hann fæddist 6. apríl 1874. Hann var af ungverskum uppruna. Faðir hans vildi, að hann gengi menntaveginn, en Houdini var á annarri skoðun. Hann byrjaði að fást við sjón- hverfingar sjö ára. Hann tók sér nafnið Houdini þegar hann var sextán ára, en þá var hann þegar byrjaður að koma fram opinberlega. Hann var einstaklega vand- 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.