Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 11
Raunatölur frú Revhevsky virkur og æfði brögð sín oft á tíðum vikum saman, áður en hann tók til að sýna þau. Hann sagði mér, að hann hefði æft sig í þrjá mánuði áður en hann efndi til sýningarinnar þar sem hann braust út úr kassanum sem varpað hafði verið í sjóinn. Á hverjum morgni fyllti hann baðkarið sitt með ísköldu vatni og þjálfaði sig í að geta verið sem lengst í kafi. (Hann sann- aði einu sinni í viðurvist lækna, að hann gat haldið niðri í sér andanum í góðar fjórar mínút- ur). Áður en hann kom fyrst fram opinberlega í Þýzkalandi, gerð- ist hann lærlingur hjá þýzkum lásasmið og vann á verkstæði hans tíu stundir á dag. Hann vann þarna þar til hann var orð- inn þaulkunnugur þýzkum lás- um. Sýningarnar í Þýzkalandi tókust einstaklega vel. Þýzkur lögregluforingi að nafni Wern- er Graff gerðist þá til þess að lýsa yfir í blöðum, að Houdini væri svikahrappur og handjárn hans og hlekkir falskir. Houdini höfðaði mál. í réttinum handjárnaði Graff hann með járnum sem hann hugði svo traust, að alls ekki væri hægt að opna þau aftur, jafnvel með lykli. Að auki f jötr- aði hann sjónhverfingamanninn með gildum keðjum. Þegar hann var búinn, var Houdini ein fjötraflækja. Graff brosti liæðnislega, krosslagði handleggina og sagði: ,,Sýndu nú hvað þú getur!“ Fjórum mínútum seinna var brosið horfið af andliti hans. Houdini var laus, hlekkirnir og handjárnin lágu í hrúgu við fætur hans og kviðdómur, dóm- ari og áheyrendur klöppuðu af hrifningu. Þegar vinir Houdinis báðu Framhald a bls. 14 Framhald af bls. 6 Helena settist á bekk og sneri sér frá gröfinni. Prú Rechevsky stanzaði fyrir fiaman gröfina. Svipurinn á andliti hennar var rólegur, varirnar saman- klemmdar og hakan borin hátt fyrir ofan fina loðkápukragann. Hún líraup virðulega á kné, breiddi blóm- in upp við granítsteininn eins og opna viftu og hagræddi þeim svo ennþá betur. Síðan reis hún á fæt- ui og horfði þögul á þetta dapurlega, gulnaða gras, sem þakti gröfina. Á meðan dró hún hægt af sér hanzk- ana, hvorn á eftir öðrum, og stakk þeim annarshugar í vasann. Svo hóf hún upp raustina, svo þessi stolta rödd endurómaði máttug og áhrifa- mikil frá marmarasúlunum í kring: — Abraham! Abraham, heyrirðu tii mín? Hún dró djúpt andann, lét sem hún sæi ekki hátiðlega legstein- inn og talaði beint til jarðarinnar við fætur sér: Abraham, þú verður að hjálpa mér — sorgirnar og á- hyggjurnar . . , % er orðin gömul cg fátæk. Þú ert búinn að láta mig vera eina i fimmtán ár. Nú hljómaði í'ödd hennar ekki lengur jafn sterkt. Hún talaði rólega, en raddblærinn gaf til kynna að henni fyndist hún hafa orðið fyrir órétti, eins og þegar konur kvarta við eiginmenn sína. — Peningar . . . alla þína æfi vannstu þér inn meira en fimmtán hundruð daii á viku, og nú er verið að ónáða mig vegna húsaleigunnar. Hún kipraði varirnar við tilhugs- unina um þetta tötralega fólk, sem barði að dyrum hjá henni fyrsta hvers mánaðar. — Þú hafðir þinn eigin vagn og aldrei minna en fjóra hesta, Abraham. Hvar sem þú komst, sögðu allir: „Þarna fer Abraham Rechevsky.“ Þegar þú borðaðir, sat alltaf fimmtíu manns við borð þitt, o£ þú drakkst vín á morgnana, kvöld- i,. og um miðjan daginn. Með mér áttirðu fimm dætur, og guð einn veit hve margar með öðr- um konum. Allar gengu þær í tizku- fatnaði frá París frá því þær fóru að ganga! Þú áttir sex syni, sem allir höfðu einkakennara frá Har- vard. Þú borðaðir alltaf í beztu veit- ingahúsum í New York, London, París, Budapest, Warsjá og Rio de Janeiro. Þú borðaðir betur — og meira — en nokkur annar. Þú áttir alltaf tvo minkaskinnfrakka og gafst svo mörgum ungum stúlkum dem- anta, rúbína og perlufestar, að þær hefðu nægt í minnst þrjá ballet- flokka, og alveg til dánárdags hafð- irðu litla dóttur á hnjánum — þú lifðir eins og konungur — á öllum sviðum! Prú Rechevsky leit bitur yfir gröfina. — Og svo ég, eiginkona þin . . . Hvar eru húsaleigupening- arnir? • Hún kraup á ný — eins og til að komast í nánara samband við eigin- manninn. — Eins og konungur, sagði ég, alveg til dánardags — þegar sér- fræðingar frá Vínarborg, þrjár hjúkr- unarkonur og fjórir ráðgefandi læknar umkringdu 77 ára gamlan mann —: útlifaðan af mat, drykk og ástaræfintýrum. Grafinn — grafinn eins og konungur — líkfylgdin var jafnlöng þremur húsaröðum þar sem hún hélt niður Aðragötu. Þúsundir manna og kvenna snöktu yfir gröf þmni. Og svo ég — eiginkona þín — öllum gleymd. Peningarnir uppurnir, leikhúsið horfið — þú sjálfur dáinn! Engin líftrygging. Aðeins eitt eftir: börnin. Hún starði beint fram fyrir sig og brosti kuldalega. — Og börnin? Alveg eins og faðir þeirra! Eigingjörn flón, sem hegð- uðu sér eins og þau væru ekki með öllum mjalla, og voru í slagtogi með fáránlegu fólki. Heimurinn er allur úr lagi genginn og börnin þin hafa lifað eins og flón. Meðlagsgreiðslur, kvikmyndir, ungpíuslúður og aldrei neinir peningar . . . Og ég eldist með hverjum deginum sem liður. Þau sem geta veitt hjálp, vilja það ekki, og þau sem vilja það, geta það ekki. Þrisvar í viku kemur klæðskerinn með gömlu reikningana. Enn einu sinni brýndi frú Rechev- sky róminn: — Því þarf þetta allt að korna niður á mér? Eg vann eins og þræll fyrir þig. Pór á fætur klukkan sex á morgnana, saumaði búninga, leigði leikhús, barðist um leikritin við höfundana, klófesti hlut- verk handa þér. Það var ég sem kenndi þér að leika, Abraham. Þessi stórkostlegi listamaður, sagði fólk . . Hamlet Gyðingaleikhússins. Nafn þitt var þekkt frá San Fran- cisco til Suður-Afríku. Konurnar rifu kjólana sína í tætlur í búnings- herberginu þínu. En það var ég sem skapaði þig — eins og myndhöggv- ari styttu. Ég gerði þig að lista- manni, og þess á milli — frú Rech- evsky yppti háðslega öxlum — þess a milli sá ég um fjármálin, réði dyra- verði, lék betur til þín en nokkur annar, fæddi þér barn annað hvert ár, og hirti um börnin, sem þú áttir með öðrum konum. Með mínum eigin höndum fægði ég eplin, sem seld voru í hléunum. Frú Rechevsky virtist eins og skreppa saman innan í finu loðkáp- unni. Röddin varð að hvísli: — Ég elskaði þig meira en þú áttir skilið. Nú hefurðu látið mig vera eina í fimmtán ár, ég eldist með hverju ávinu sem líður og nú er verið að krefja mig um húsaleiguna . . . Hún settist á vota, föla grasið á gröfinni. - Abraham, hvíslaði hún. Þú verður að hjálpa mér. Eitt — eitt get ég þó sagt þér til hróss. —- Ég gat alltaf komið til þín, þegar eitthvað bjátaði á. Hvtnær sem var! Hjálpaðu mér, Abraham! Hún sat andartak þegjandi. Svo kipptist hún við og reis á fætur — hugrakkari, léttari í skapi og rólegri en hún hafði verið i marga mánuði. — Svo sneri hún frá gröfinni og kallaði: — Helena mín — nú máttu gjarnan ltoma! Helena reis á fætur og gekk hæg- um skrefum að gröf föður síns. PEISIIM/WIIMIK Lars Johansen (14 ára piltur sem hefur áhuga fyrir tungumálum og safnar frímerkjum o. f.l) Se-op hvilestue, Klementsrud, Norge. — G. Brand, (hefur áhuga fyrir fri- merkjaskiptum), 92, rue de Clery, France. — Guðmundur Guðmunds- son, (við pilt eða stúlku 16—19 ára), Reykholti og Ingibjörg Guð- mundsdóttir (við pilt eða stúlku 19—25 ára), Auðsstöðum, Hálsa- sveit, bæði í Borgarfjarðarsýslu. Petra S. Sverrisen (við pilta eða stúlkur 17—19 ára), Álftröð 3, Kópavogi. — Aðalsteinn Ólafs- son (við stúlku 15—16 ára), Gunnlaugur Gunnlaugsson (við stúlku 16—17 ára), og Bragi Hall- dórsson (við stúlku 16—19 ára), allir á Reykjaskóla, Hrútafirði. Gerist áskrifendur VIKUNNAR > i V Í i Í i v v v i i V i i V V i V i V V V V i Í V V i V i i V V >5 Í Í V V V V V V V Í Í Í Í i i Þá eru þeir fimm — ÞETTA er orðið svo algengt, að það tekur því kannski ekki að vera að segja frá því, en — Rita Hayworth er gift! Ekki nóg með það: Rita segist aldrei á æfinni hafa verið ham- ingjusamari. Hún kom til London fyrir skemmstu með nýja mann- inn sinn, sýndi hann hverjum sem sjá vildi og lýsti yfir: „Ég er loks- ins búin að finna þann rétta.“ Nýi maðurinn Ritu heitir James Hill og er kvikmyndaframleiðandi. Þau kynntust, þegar hún lék aðal- hlutverkið í rnynd sem tekin var á hans vegum. Þau fóru til Evrópu í brúðkaupsferð — það var fimmta brúðkaupsferðin kvik- myndastjörnunnar en bara sú fyrstá mannsins hennar. Rita, sem er 39 ára, er semsagt búin að eiga fjóra eiginmenn aðra en Hill, og skulu þeir nú taldir upp: Ted Judson milljónamæringur (1937—42). Orson Welles leikari (1943--48). Aly Khan prins (1949—51). Dick Haymes söngvari (1953 - 55), Hversvegna skildi hún við hina mennina sína? Um Welles sagði hún: ,,Það er ómögulegt að lifa með séníi 24 klukkustundir á dag.“ „Ég get ekki lifað lengur í hjónabandi með prinsinum," sagði hún um Aly. „Ég missi vitið ef þessu heldur áfram,“ sagði hún um aumingja Dick. Og nú segir hún um síðasta hjónabandið sitt: „Nú geri ég þetta aldrei framai'. Ég vil láta kalla mig frú Hill. Því að frú Hill vil ég vera til eilífðar.“ Við vonum að hún verði það allra hluta vegna. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.