Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 12
Einn n móti óllnm FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er sklllnju, lagstur í (lrykkjuskap, búinn að gefa allt upp á bátinn. Hann býr í hrörlegu hóteli, hefur ráðið sig þangað sem löggœslu- mann og fær fyrir mat og gistingu. Þangað kemur Georgia, konan hans sem var, sem nú er gift lækni að nafni Homer. Hún er í miklu uppnámi. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að lelta til lögreglunnar. Og fylffist nú með þessari nýju framhaldssögu! Hún er alveg óvenjulega spennandi. TOMMY MACE var hraustlegur og glaðlegur drengur, fremur grannur og beinaber. Hann var svarthærður eins og faðir hans, og stóreygður. Hann var kringuleitur eins og drengir á hans aldri, en það leyndi sér samt ekki, að hann myndi einhvern tíma verða kinnbeinaber eins og faðir hans. Thursday tók eftir því, að nefið á Tommy var ekki eins skarpt og á honum sjálfum. Hann sagði: „Hann er brúneygður, er það ekki?“ Georgia kinkaði kolli. „Hann er með augun mín og hökuna mína. En hann er nauðalíkur þér. Þú ættir að sjá hann, Max.“ Thursday leit kuldalega á hana. „Þú hefur aldrei boðið mér að sjá hann.“ Hún roðnaði. „Hann er of grannur." „Tommy vex svo ört. Og hann fitnar alls ekki. Ég hef áhyggjur út af því. Hann er ekki vel hraustur, og ef að fólkið, sem annast hann . . . Hann var með kvefvott í morgun, og ég vildi ekki láta hann fara út, en hann þráttaði, þar til ég lét undan.“ Augu hennar fylltust af tárum. „Bara að ég hefði haldið honum inni.“ Thursday lagði myndirnar á koddann og sagði: „Segðu mér allt. Hve- nær var Tómmy tekinn?“ Hún kfiigdi og spennti greipar. „Um ellefuleytið í morgun. Ég hafði Veríð að hugsa um hvað ég ætti að gefa honum að borða, þegar Riggs litli — það er sonur eins nágranna okkar — kom hlaupandi inn i eld- húsið með miðann." Hún kinkaði kolli í áttina til brúna miðans. „Hann og Tommy höfðu verið að leika sér með marmarakúlur á götuhorninu, þegar —“ „Hvar býrðu núna?“ „Þar sem lækningastofan er. Linwoodgötu 1961. Það er nálægt Mission Hills, á horninu á Linwood götu og Henrysgötu." Hún fálmaði eftir einhverju í tösku sinni og tók síðan upp nafnspjald. Á því stóð smáu fallegu letri nafn og heimilisfang Mace—Elder lækna- stofunnar. Undir heimilisfanginu stóð: Randolph Elder M.D. og Homer Mace, M.D. „Þetta er lítil stofa,“ sagði Georgia. „Við höfum átt hana í tvö ár, en við eigum enn mjög erfitt uppdráttar. Ég tek á móti sjúklingunum. Stundum verð ég að sinna hjúkrunarkonustörfum, þótt ég hafi ekki lært neitt.“ Thursday stakk nafnspjaldinu i vasann. „Jæja, hvað er hann gamall þessi Riggs yngri, og hvað sagði hann?“ „Hann er fimm ára — tveimur mánuðum yngri en Tommy. Hann rétti mér miðann og sagði, að maður hefði tekið Tommy og sagt sér að láta pabba Tommy fá þennan miða. Hann ætlaði að láta Homer fá mið- ann, en auðvitað var það ekki hægt, því að hann var á Long Beach.“ „Vissi þessi strákur hver tók Tommy ?“ „Nei. Það var erfitt að tala við hann, og þegar hann sá hvað ég var áhyggjufull, fór hann að gráta.“ Hann sagði aðeins, að maðurinn hefði sagt Tommy að fara inn í bílinn, en hann heyrði annars ekki hvað mað- urinn sagði. Siðan hafði maðurinn látið hann fá miðann til Homers. Síðan ók bíllinn af stað.“ „Einn eða tveir menn?“ Hún hristi höfuðið í örvæntingu. „Það var svo erfitt að tala, við Eftir WADE MILLER strákinn, Max. Mér skildist samt á honum, að þeir hefðu verið tveir. Og hann segir, að billinn hafi verið Dodge, árgangur ’46.“ „Sagði fimm ára krakkinn þetta?" „Ég veit hvað þetta hljómar ótrúlega. En svana eru þessi börn. Riggs strákurinn er ekkert gáfnaljós, en hann veit allt um bíla. Svona eru margir strákanna i nágrenninu. Ég hef stundum keyrt þá eitthvað á sunnudögum, þá hafa þeir verið að leika sér að þvi að nefna þær bíla- tegundir, sem við mætum — sá sem er fyrstur að nefna tegundina vinn- ur. Venjulega vinnur Riggs yngri.“ „Hvað þýðir þetta á miðanum, þetta verzlunarmál ?“ „Ég veit það ekki. Ég hef ekki hugmynd um það.“ Georgia neri saman höndunum. „Við eigum enga peninga, Max. Ágóðinn af stofunni er rétt til hnífs og skeiðar. Ég veit ekki hvað þessi orð eiga að þýða. Ég skil ekki hversvegna þeir tóku Tommy." Thursday lagði olnbogana á hné sér og hallaði sér áfram, ráðalaus. „Við getum ekkert mark tekið á þessum strák, Riggs. Fjandinn hafi það ef ég trúi þessu með bílinn. Hvernig er það með manninn þinn? Hvað vilja barnaræningjarnir fá út úr honum?“ Georgia hristi höfuðið. „Ég veit það ekki, Max.“ „Vertu róleg. Hvar er hann á Long Beach?“ „Homer fór á þriðjudaginn í gær — á árlega ráðstefnu lækna. Ráðstefnan stendur yfir þangað til á morgun, en hann bjóst ekki við að verða svo lengi -— það er svo mikið um fyrirlestra og annað slíkt — og hann vissi ekki hvar hann myndi búa. Hann sagðist ætla að hringja á mig í gærkveldi, en hann gerði það ekki.“ „Georgiá," sagði Thursday og rétti úr sér. „Gæti það verið, að hann Mace þinn væri að fara frá þér — og tæki Tommy með sér?“ Hún leit vonsvikin framan í órakað andlit hans. „Nei, Max, nei! Ég sver það að hann elskar mig! Hann myndi aldrei gera þetta — ekki frekar en þú —“ Hún lét höfuðið síga. Thursday stóð upp, og það brakaði í rúminu. Hann gekk að kommóðunni og opnaði hverja skúffuna á fætur annarri og skellti þeim síðan harkalega inn á ný. Hann horfði á hina sorgbitnu veru á rúminu og sagði: „Ég get víst lítið hjálpað, Georgia. Ég kem bara með svívirðilegar tilgátur. Það er langt síðan ég var leynilögreglumaður og ég er ekki maður til þess lengur. Þú ættir að tala við Clapp. Guð minn góður, hvað mig langar í eitthvað að drekka!“ Georgia stökk á fætur og flýtti sér til hans. „Elsku Max. Þú varst búinn að lofa mér þessu." Hún var skelfingu lostin. „Ég þori ekki að ná í lögregluna. Tommy er sonur þinn — hann er lifandi eftirmynd þín. Þú mátt ekki fara að drekka! Þú verður að hjálpa mér!" Hún hætti og herpti saman varirnar. Síðan sagði hún: „Mig langar mest til þess að fara að gráta, Max, til þess að þú vorkennir mér. Ég veit, að þú þolir ekki að sjá fólk gráta. En ég get það ekki. Mig langar til þess — en ég get það ekki.“ Hann renndi fingrunum yfir mjúka kinn hennar, lét siðan hendina síga og sagði: „Hvernig er það með þennan Randolph Elder?“ „Ég veit það ekki. Hann átti hugmyndina að læknastofunni fyrir tveimur árum og fékk Homer til þess að ráðast í þetta með sér. Dr. Elder lét í té alla þá peninga, sem við þörfnuðumst þá. Hann á líka húsið. Hann er góður vinur — held ég. Hann er viðkunnanlegur, en það er erfitt að kynnast honum nánar.“ Hún leit spyrjandi á hann. „Homer finnst hann ágætismaður. Hann er líka prýðislæknir." „Hefurðu sagt Elder um ránið?“ „Já — og þar sem hann vissi ekki hvað gera skyldi, fór ég til þín.“ v> M /V VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.