Vikan


Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 08.05.1958, Blaðsíða 14
904. krossgáta VIKUNNAR Svör við „Veiztu —?“ a bls. 9: 1. Vesturhópsvatn í Húnavatns- sýslu. Stórisjór fyrir sunnan Vatnajökull. Stóravatn austur af Rauðasandi í Barðastranda- sýslu. 2. Ramona er eftir Helen Hunt Jackson og kom út 1884. 3. Á haustin hrygnir laxinn á smá- malarbotni og grefur eggin nið- ur. Svo klekjast þau út allan veturinn. 4. Hæsta fjall í Afríku. (6010 m.) 5. Eysteinn Jónsson. 6. 1 uxahöfuð var 6 anker og 1 anker 40 pottar. Þá hefur 1 uxa- höfuð verið 240 pottar. 7. Dr. Edward Jenner. 8. Köfnunarefni. 1 tempruðum beltunum er um 77,37% af köfn- unarefni, en um 20, 77% af súr- efni i loftinu. 9. Til Noregs (970 km.). Til Skot- iands eru 800 km. 10. Kertaljós. Einn á móti öllum — Framhald af bls. 13. var næstum eins há og leynilögreglumaðurin og andlit hennar bar þess merki, að hún hafði notið lífsins til fulls. Rytjulegt hár hennai' var upplitað. „Nei — mér iíður alveg prýðilega, Smitty," sagði Thursday. Hún andvarpaði. „Hvað ertu eiginlega að meina — ertu að reyna að hræða gamla konu?“ „Ég þarf á hjálp að halda.“ Smitty herpti saman skorpnai' varirnar. Hún fór með hendina undir borðið og kom upp með hálftóma viskýflösku. „Fáðu þér einn sopa, Max. En reyndu ekki að klára þetta.“ Thursday hreyfði sig ekki. „Það er ekki þesskonar hjálp sem ég þarfn- ast. Eg þarf fremur á upplýsingum að halda.“ „Þetta líkar mér. Láttu það koma." „Það er búið að ræna krakkanum mínum.“ Smitty sneri sér við og náði í samanbrotið dagblað úr ruggustólnum. Hún breiddi úr því á borðið. „Það stendur ekki i blaðinu.“ sagði Thursday. „Lögreglan veit heldur ekki neitt um það.“ Framhald í nœsta blaði. HOUDINI Framhald af bls. 11 harín að útskýra eitthvað af brögðum sínum, svaraði hann jafnan brosandi: „Bíðið þangað til ég er orðinn hundrað ára; þá. skal ég segja ykkur þetta »ire.“ Houdini var sannfærður um, að ftann yrði hundrað ára. Þó var hann ekki nema fimmtugur, þegar hann skrifaði söguna af brögðum sínum. Handritið var lááíð< í innsiglað umslag og f eng- íð: málfærslumanni til geymslu, með fyrirmælum um, að ekki mætti birta það fyrr en eftir fimmtíu ár. Tveimur árum síðar lést Houdini af meiðslum sem hann hlaut við sýningu í Montreal. Lík han var fultt til New York í líkkistunni, sem hann hafði svo oft látið grafa sig í. Heim- urinn verður enn að bíða í sext- án ár áður en hann fær svar við spurningunni: „Hvernig gerði Houdini þetta?“ BISKUPINN Framhald af bls. 13. Söfnuðurinn ræður yfir 325 bænahúsum. Charles prédikar í einhverju þeirra á hverju kvöldi. Að því loknu hefst dans og söngur. Charles „biskup“ sagði við blaðamennina: „Á hverju kvöldi dansar fólk í nætur- klúbbum djöflinum til heið- urs. Hversvegna skyldum við ekki gera hið sama fyrir guð?“ Lárétt skýring: 1 gefin fyrir karlmenn — 6 rússneska — 9 grandi — 10 óþrif — 11 kjóla- efni — 13 skelfur — 15 orkuna — 17 úrslitaorð í Öryggisráðinu — 18 titlar — 20 léleg flík — 24 gróðri — 25 átelur — 27 saurgað — 29 reiðarslag — 31 safna saman — 32 mannafla — 33 þurrkað aldin — 35 duglegur — 37 húsdýrin — 40 latneskt tímatalsorð — 41 hreyfing fram og aftur — 43 mjög fjarri — 46 fornafn (forn rith.) — 48 mýkja - 49 latnesk bæn —■ 50 fóstrað — 51 brunninn — 52 heiti. Lóðrétt slcýring: 1 valdamikil — 2 duglegur — 3 fyrsti hvílustaður frelsarans — 4 sett þak — 5 óþrifin —- 6 tælir — 7 keisari — 8 fjárhagsgetu — 12 hindra — 14 seinlegar — 16 kynþáttur —■ 19 fugl — 21 illgresi —- 22 klumsa •— 23 búfjárafurð — 26 meinvættir — 28 bára — 29 áramótaskemmtun — 30 skelin — 31 vendi — 34 skorturinn — 36 skjáir — 38 gagnsamari — 39 kyrrlátt — 42 ekki með öllum mjalla — 44 setja bylgjur í — 45 heiti — 47 eyktarmark. Lausn á krossgátu nr. 903. Lárétt: 1 örk — 4 refsaði — 10 vök — 13 Lóló — 15 Friða — 16 mæta — 17 dramb — 19 áma — 20 sögur — 21 ókyrr — 23 rösul — 25 krakka- legur — 29 kr. — 31 kg — 32 Öli — 33 ur — 34 gh — 35 rás — 37 ger — 3» tæk — 41 tau — 42 ónýtir — 43 ketill — 44 par — 45 brá — 47 ein — 48 fit 49 ar — 50 sú — 51 kar — 53 NS — 55 nu — 56 sáðmaðurinn —• 60 tómir — 61 hnúar — 63 mílur — 64 mal — 66 gufan —■ 68 Amor — 69 María — 71 Mata — 72 tin — 73 óframur — 74 rim. Lóðrétt: 1 öld — 2 róró — 3 klakk — 5 ef — 6 frá — 7 símtal — 8 aða — - 9 ða — 10 vægur — 11 ötul — 12 kar — 14 ómyrk — 16 mösur — 18 braggabúðir - - 20 sögukenning — 22 rk — 23 RE — 24 skrópar -— 26 kór — 27 lit — 28 óhultur — 30 Ránar — 34 gahn -— 36 sýr — 38 err — 40 aeki — 41 tif — 46 Áka — 47 eru — 50 Sámur — 52 aðfara -— 54 snúum — 56 Sólon — 57 Mr. — 58 rh — 59 nafar — 60 timi -— 62 rati — 63 mat — 64 mar — 65 lím — 67 nam — 69 mf — 70 au. Eva Peron Framhald af bls. 3 Jú, verksmiðjueigandinn borgaði. Eva notaði fé stofnunarinnar algerlega eftir geðþótta sínum. Engar bækur voru færðar — hún þurfti ekki að standa nein- um manni reikningsskil, ekki einu sinni Peron. Allsleysingjarnir byrjuðu að kalla hana dýrling. Hún var vissulega óvenjulegur „dýrlingur“. Hún var skrautgjörn. Við andlát hennar fundust í peningageymslu hennar skartgripir, sem virítir voru á nærri fimm hundruð milljónir króna. Tólf perlufestar í safninu voru metnar á samtals tuttugu milljónir; og Eva átti 5,000 hringa! Hún keypti megnið af fatnaði sínum í Evrópu. Þegai hún fór í ferðalag sitt til Evrópu árið 1947, hafði hún meðferðis tólf kistur af fötum. Hún eyddi að minnsta kosti hálfri mill- jón á ári í kjóla og kápur. Hún lét setja upp sérstakan kæliklefa í forsetahöllinni til þess að geyma loðkápur sínar í. Evu virtist finnast það sjálfsagt, að hún eyddi milljónum á sjálfa sig. Það verður ekki séð, að það hafi hvarflað að henni, að svona gæti „dýrlingur" öreig- anna og sérlegur vemdari þeirra ekki hagað sér. Og hún gat mætt á fundum í verkalýðsfélögum og heitið verkakonun- um því án þess að roðna, að „svona föt munið þið líka eignast áður en langt um líður.“ Árið 1945, þegar hún var orðin umsvifa- mikill blaðaútgefandi, gerði hún tilraun til að auka völd sín enn. Hún ákvað að bjóða sig fram sem varaforseta. En þennan bita gat argentinski her- inn ekki gleypt. Argentína hefur alla tíð verið ,,karlmannsland“, konunum markað- ur þröngu'r bás. Argentinskar konur fengu meir að segja ekki kosningarétt fyrr en Eva komst til valda. Herinn setti Peron úrslitakosti: Eva varð að afturkalla framboð sitt. Og það neyddist hún til að gera. Æfintýrinu, sem hófst 1943, lauk hinn 26. júlí 1952. Þá dó Eva Peron af krabba- meini. Útför hennar var stórkostleg. Hálf milljón kvenna barðist um að komast að kistunni. Þrjú þúsund meiddust og ellefu létu lífið. Yfir hundrað milljónum króna var eytt í blóm — blómakösturinn kringum kist- una var átta metra hár. Líkið var smurt og 24 hermenn stóðu heiðursvörð yfir því í sex mánuði. Þannig lauk lífi hinnar einstæðu Evu Peron. Hún var alslausa stúlkan, sem varð drottning í ríkinu. Og hún var aðeins 32 ára þegar hún dó. — MAX CAULFIELD. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.