Vikan


Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 4
Tilkfjitn itttj ttttt morð eftir Agöthu Christie 21. KAFLI. , Þrjár konur. ORÐHALDINU var lokið í Little Paddocks. Allir höfðu borðað þegj- a,ndi og það hafði ríkt óþægilegt andrúmsloft við borðið. Patrick var sér þess meðvitandi að hann var ekki lengur í náð og þvingaði sig öðru hvcrju til að reyna að fitja upp á samræðum en þeim tilraunum var ekki vel tekið. Philippa Haymes sat eins og í leiðslu. Ungfrú Blacklock var búin að gefast upp við að halda áfram að hegða sér á sinn eðlilega og hressilega hátt. Hún hafði skipt um föt fyrir matinn og komið niður með útskorið men um hálsinn. Það voru dökkir baugar í kringum augun á henni, sem nú komu í fyrsta skipti upp um skelfingu hennar, ásamt höndunum, sem voru í sífeldu iði. Júlía ein hafði haldið sínum háðslega einangrunarsvip allt kvöldið. Mér þykir það leitt, Letty að geta ekki pakkað saman föggum mín- um og farið, sagði hún. En ég býst ekki við að lögreglan mundi leyfa mér það. Ég á þó ekki von á að þurfa að liggja lengi uppi á þér, eða hvernig sem það nú er orðað . . . Ég býst við að Craddock lögreglufulltrúi komi á hverri stundu með handtökuskipunina og handjárnin. Satt að segja skil ég ekki hvers vegna hann er ekki kominn. Hann er að leita að gömlu konunni henni ungfrú Marple, sagði ungfrú Blackiock. Heldurðu að hún hafi verið myrt líka? spurði Patrick með forvitnis- legum ákafa. í hvaða tilgangi ? Ég veit það ekki, svaraði ungfrú Blacklock dauflega. Kannski ungfrú Murgatroyd hafi sagt henni eitthvað. Ef hún hefur lika verið myrt, þá er aðeins um eina mEinneskju að ræða, sem hefur getað gert það. Hinchliffe auðvitað, sagði Patrick sigri hrósandi. Hún sást síðast í Bouldersbústaðnum hjá henni. Ég hugsa helzt að hún hafi aidrei faríð þaðan. Höfuðið á mér er alveg að springa, sagði ungfrú Blackiock hljóm- lausri röddu. Hún þrýsti fingrunum að gagnaugunum. — Því skyldi Hinch faj a að myrða ungfrú Marple? Það er ekki heil brú í þessu. Jú, ef Hinch hefur í rauninni myrt Murgatroyd. Philippa virtist nilt í einu vakna af dvala. Hinch hefði aldrei myrt Murgatroyd. En Patrick vildi endilega þrátta. - Hún kynni að hafa tekið það tii bragðs, ef Murgatroyd hefCi blaðrað einhverju sem sannaðl, að hún — Hinch á ég við væri morðinginn. Hinch var á stöðinni þegar Murgatroyd var myrt. Hún getur hafað drepið hana áður en hún fór. Allt í einu hrópaði Letitia Blacklock upp, svo þau hrukku öll í kút: MorJ, morð, morð . . . Getið þið aldrei talað um neitt annað? Ég er hrredd, skiljið þið þa3 ekki? Ég er dauCskelfd! — í byrjun var ég það ekki. Ég hólt að ég gæti gætt mín sjálf . . . En hvað er hægt að aðhafast gegn morðingja, sem bíður og hefur auga með manni . . . sem bíður síns tma! Ó, guð minn góður! Hún lét fallast fram á hendur sinar. Andartaki síðar lcit hún upp og baðst nfsökunar. Mér þykir þetta leitt — ég r.aissti stjórn á mér. Það gerir ekkert til, Letty frænka, sagði Patrick ástúðlega. Ég skal gæta þin. Þú ? sagði Letitia Blacklock aðeins, en tortryggnin sem lá í þessu eina orði hljómaði næstum eins og ásökun. F □ R 5 A G A : Tvær gamjar konur hafa verið myrtar, þær Dóra Bunner og ung- frú Murgatroyd. Auk þess hefur verið skotið á Letitiu Blackloclt. Lögreglan heldur að þetta standi allt f sambandi við arf, sem Letitia Blacklock á að fá eftir Bellu Goedler og að tilgangurinn hafi í upp- hafi aðeins verið að myrða hana. Ef ungfrú Blacklock deyr á undan Beliu, sem liggur fyrir dauðanum, á arfurinn að ganga til systur- bama mannslns hennar sáluga, Pips og Emmu, en enginn veit hvar þau eru niðurkomin eða hvemig þau lfta út. Nú hefur komlð í ljós, að stúlka sem dvaiist hefur á heimilinu sem Júlía Simmons og Iátist vera frænka Letitiu, er engin önnur en Emma. Og nú er enn ein gömul kona týnd. Það er imgfrú Marple, sem oft hefur aðstoðað lögrcgluna í morðmálum. Craddock lögreglufuiltrúi er farinn til að leita að henni. Þetta hafði gerzt rétt fyrir kvöldmatinn. Og rétt í því hafði Mitzi komið og beint athygli þeirra frá þessu, með því að tilkynna að hún ætlaði ekki elda matinn. — Ég geri ekkert meira í þessu húsi. Ég fara til rníns herbergis. Ég verða þar til morguns. Ég er hrædd hér er fólk drepið — hver vildi drepa þessa ungfrú Murgatroyd með heimska enska svipinn? Enginn nema vitlaus maður! Það er vitleysingur á ferðinni! Og vitleysingi er sama hvern hann drepur. En ég - ég ekki vilja deýja. Það eru skuggar í eldhúsinu - og ég heyra allskonar hljóð. Ég halda að einhver sé úti í garðinum, ég halda ég sjái skugga við hænsnahúshurðina, svo ég heyri fótatak. Nú ég fara upp og læsa dyrunum og kannski ég setja kommóð- una fyrir hurðina. Og á morgun ég segja þessum grimma lögi-egluþjóni að ég fara héðan. Og ef hann segir nei, þá ég segja: ,,Ég öskra, og öskra og öskra þangað til þú leyfa mér að fara.“ Fólkinu rann kalt vatn milli skinns og hörunds við tilhugsunina um það hvernig Mitzi gæti öskrað, ef hún tæki sig til. Ég fara upp, sagði Mitzi enn einu sinni, til að ekki léki neinn vafi á hvað hún ætlaði sér. Svo kastaði hún frá sér svuntunni, sem tákn um hvað hún ætti við. Góða nótt, ungfrú Blacklock. Kannski þú verða ekki á lífi í fyrramálið. Þessvegna ég segja vertu sæl. Hún strunsaði út um dyrnar, sem lokuðust hægt á eftir henni með lágu væli. Júlía reis á fætur. — Ég skal sjá um kvöldmatinn, sagði hún, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er prýðilegt fyrirkomulag — miklu þægi- legra fyrir ykkur öll en ef ég sæti við borðið með ykkur. Það er bezt að Patriek (úr því hann er búinn að skipa sjálfan sig verndara þinn, Letty frænka,) smakki á hverjum rétti á undan þér. Ég kæri mig ekki um að vera sökuð um að hafa byrlað þér eitur ofan á allt annað. Júlía hafði þvi eldað og borið á borð ágæta máltíð. Philippa hafði farið á eftir henni fram í eldhúsið og boðið fram hjálp sína, en Júlía hafði lýst því yfir í ákveðnum tón, að hún kærði sig ekki um neina hjálp. — Júlía, mig langar til að segja svolitið við þig . . . Nú er ekki tími til að vera með nein kvenleg trúnaðarmál, sagði Júlía ákveðin. — Farðu aftur inn í stofuna, Philippa. Nú var fólkið búið að borða og sat allt í setustofunni með kaffí fyrir framan sig á litla borðinu við arininn en enginn virtist hafa neitt að segja. Allir biðu — bara biðu. Klukkan hálf níu hringdi Craddock. -- Ég verð kominn til ykkar eftir 15 mínútur, tilkynnti hann. Easterbrook ofursti og kona hans og frú Swettenham og sonur hennar verða með nrér. En fulltrúi . . . mér er ómögulegt að taka á móti gestum í kvöld . . . Það leit út fyrir að ungfrú Blacklock væri alveg að missa stjórn á sér. Ég skil yöur vel ungfrú Blacklock. En það er ákaflega mikilvægt. Eruð þér búínn að finna ungfrú Marple? Neí, svaraði fulltrúinn og lagði á. Júlía fór með kaffibakkann fram í eldhúsið, þar sem hún sér til mik- illar furðu fann Mitzi, sem stóð og glápti á óhreina leirtauið í vaskínum. Hún hellti sér yfir Júlíu. Sjáðu hvað þú hafa gert við fallega eldhúsið mitt! Sjáðu pönnunn aldrei, aldrei ég nota hana fyrir nnnað en cggjaköku! En þú, til hvers þú nota hana? Til að steikja hvítlauk. - Ónýt — ónýt! Nú verður að þvo hana og aldrei — aldrei ég þvo eggja- kökupönnuna mina. Bara nudda hana með feiti í dagblaði, ekkert annað. Og skaptpotturinn — þessi þarna — ég nota hana bara fyrir mjólk . . . — Mér er alveg sama hvaða pönnur þú notar til hvers, sagði Júlia móðguð. Þú kaust að fara í rúmið og nú get ég ekki imyndað mér hvers vegna þú hefur ákveðið að fara á fætur aftur. Farðu nú frá og leyfðu mér að vaska upp I friði. Nei, ég ekki láta þig vaða um í eldhúsinu mínu. Ó, Mitzi, þú ert alveg ómöguleg! Júlía rauk óþolinmóö út úr eld- húsinu, en rétt í því hringdi dyrabjallan. Ég ekki fara fram, kallaði Mitzi innan úr eldhúsinu. Júlía tautaði einhver ókurteisisorð á frönsku og fór fram. Það var ungfrú Hinchliffe, sem komin var. — Gott kvöld, sagði hún með þessari þrumandi rödd sinni. Afsakið að ég skuli ryðjast svona inn. Fulltrúinn hefur hringt, vona ég? Hann nefndi það ckki að þú kæmir, sagði Júlía og gekk á undan henni inn í stofuna. Hann sagði að ég þyrfti ekki að koma nema ég kærði mig um, sagði ungfrú Hinchliffo. En ég kæri mig um það. Enginn vottaði ungfrú Kinchliffe samúð sína né minntist á dauða vin- konu hennar. Hið tekna andlit þessarar hraustlegu konu sagði sína sögu, svo það hefðí verið hreinasta ósvífni að fara að votta henni samúð. 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.