Vikan


Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 15.05.1958, Blaðsíða 12
Einn á móti öllum fORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynUtígreglumaður, er nkUlim, lagstur í drykkjuskap, búlnn að gefa aUt upp á báttnn. Hann b/ýr í hrörlegu hóteU, hefur ráðið sig þangað sem löggæslu- miinn og fær fyrir mat og gistingu. Þangað kemur Georgia, konan hans sem var, sem nú er gift lækni að nafni Homer. Hún er í miklu uppnámi. Tommy, syni hennar og Max, hefur verlð rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Og fyisist nú með þessari nýju framhaldssögu! Hún er alveg óvenjulega spennandi. „£jg vissi ekki að þú ættir krakka, Max." „Tommy varð eftir hjá konunni minni, þegar við skildum — nokkurs konar uppbót. Hún giftist aftur. Svona er það nú. Hún giftist ungum lækni fyrir eitthvað þremur árum og þau eru bláfátæk.“ „Tommy? Strákur?" Hann fálmaði eftir myndunum í skyrtuvasa sínum og lagði þær á borðið. Hann varð að færa viskýflöskuna úr stað. Hún var köld i heitum lófa hans, og hann varð að taka á öllu sinu viljaþreki til þess að sleppa henni. „Hann er fimm ára — verður sex í júní.“ Gamla konan rannsakaði myndirnar af áhuga. „Hann er alveg eins og þú, Max. Konan, sem kom áðan — var hún —“ „Hún var konan mín,“ sagði Thursday með áherzlu. Hann setti myndirnar aftur í vasann með gát. Það heyrðist suð í símaborðinu við vegginn og Smítty sneri sér við. Svarí þilið var nýtt og gljáandí, og stakk mjög í stúf við annað í salnum. Símaborðið gaf hljóðlega til kynna, að á Bridgwayhótelinu dvöld- ust — eða földust virðulegri menn en hafnarslæpingjar og flæk- ingar. Bréfakassinn fyrir ofan símaborðið starði með mörgum dökkum augum út í salinn, eins og til þess að afsanna þessa fyrri staðhæfingu. Smitty sagði eitthvað lágri röddu í heymartólið og stakk símastreng í aimborðíð. Þegar hún hafði hlustað um stund, sneri hún sér að manninum við afgreiðsluborðið. „Þessi strákur frá Los Angeles. Vinir hans eru búnir að koma þessu fylliríismáli í lag.“ Andlitsdrættir hennar breyttust úr harðneskju í með- aumkun, þegar hún leit framan í Thursday. „Mér þykir þetta leiðinlegt, Max. Auðvitað hef ég aldrei átt krakka sjálf — þótt mig langaði til þess — en ég veit hvernig þér er innanbrjósts." „Já, það er ekki gott," sagði Thursday þurr í bragði. „Mig langai- helzt til þess að drekka mig fullan.“ „Ég skil,“ sagði Smitty. Hún leit framan í hann eins og hún væri hrædd við að segja eitthvað óheppilegt. „Ég hringdi upp á herbergið þitt, þegar konan þín fyrrverandi - spurði eftir þér, en þú svaraðir ekki. Ég sá, að hún var meinlaus, og þurfti mikið að tala við þig.“ „Jamm,“ sagði hann. „Æg var að sofa úr mér vímuna." Hann leit niður á tötraleg föt sín. „Það er eins og ég sé að fara í veiðiferð." Smitty lagði sinaber hendi sína ofan á hans. „Max, þú veiðir ekkert í þessari ferð. Til þess verður þú að þekkja veiðisvæðið. Þú hefur ekki farið á veiðar lengi." Thursday leit upp af vínflöskunni. „Fjandinn," sagði hann harkalega. „Ég er fjandann ekkert. verri en ég var. Ég þarf bara að komast af stað.“ Gamla konan þagði. „Smitty,“ sagði hann iágt, „ég verð að gera það. Þetta er krakkinn niinn." Gamla konan braut saman dagblaðið og fór sér að engu óðslega. „Hvað viltu að ég geri, Max?“ „Mig iangar til þess að vita, hvort þú kannast nokkuð við þetta. Hlust- aðti nú ái“ Hdnn sagði nú konunni, það sem Georgia hafði sagt honum um bat-hsránið, 'um Mace-Elder læknastofuna, um Dr. Homer Mace og ráð- stlfhuna á'Lóhg; Beách, og um Dr. Randolph Elder. Qltv 'fJ ■ • Éftir WADE MILLER „Þetta verð ég að notast víð, Smitty. Geturðu gefið mér einhverja. bendingu ?“ Smitty skaut fram neðri vötinni og hrukkaðí ennið. Síðan sagði hún: „Mundu það, Max, að ég frétti ekki neitt af því sem gerist í San Diego. Eg hef aldrei heyrt talað um þennan Mace. Hverskonar maður er hann?" Thursday rétti úr fingrunum svo að brakaði í. „Eg hafði aldrei gert ráð fyrir, að hann væri afbrotamaður. Ég bjóst ekki við að þú vissir neitt um Maee. En hvað þá með Elder?" „Ef hann er sá, sem ég held hann sé, þá lenti hann i fóstureyðingarmáli í Phoenix fyrir þremur árum síðan. Hann var sýknaður, en missti lækna- réttindi í Arizona. Eg hef ekki heyrt neitt af honum síðan." „Fóstureyðing, einmitt?" sagði Thursday hugsi. „Þessu verð ég að bauna á hamt í kvöld." „Ætlarðu að fara til hans?“ Hann ypti öxlum. „Þegar ég er búinn að láta punta mig dálítið. Hvert ættí ég annars að fara? Það þýðir víst lítið að yfirheyra þetta fimm ára vitni." Hann sneri sér við og leit á umferðina á Fimmtu götu, eins og hann væri hræddur við að fara út. „Það er eitt enn — þekkirðu nokkurn sem gengur með hvítan hatt?“ „Maður eða kona?“ „Maður. Hvítur hattur, barðastór. Hann er ekki kúreki, en eitthvað nálægt þvi.“ Hún brosti. „Guð minn almáttugur, Max — það eru milljón svona menn í Kaliforníu." „Jamrn," sagði Thursday og andvarpaði. „Það er víst alveg rétt. Mér bara datt það i hug, Smitty. Við skulum ekki tala meir um það.“ Smitty sló til hans með samanbrotnu blaðinu. „Barnsræningjar eru erfið- ir viðureignar, og þeir gefast ekki upp. Og ég skil ekki að þú getir gert neitt. Menn eru orðnir bíræfnari í San Diego, heldur en þeir voru fyrir stríð." „Ég veit það," sagði hann. „Ég veit það.“ Hún reyndi að látast glaðleg. „Við þurfum á leynilögregliunanni að halda hérna á Bridgway, Max.“ Viskýfiaskan kom við olnboga hans. Hann sá glampa á brúnan vökv- ann í flöskunni. Max Thursday vætti varirnar með tungunni. Síðan rétti hann úr sér. „Ég sé þig seinna, Smitty." „Já,“ sagði Smitty dræmt. „Áttu nokkurn pening?" Thursday hristi höfuðið og gekk burt. „Max.“ Hann staðnæmdist við opna hurðina. „Þegar þú þarft á því að halda — þá á ég byssu." Hann leit á hana. Það skein í tennur gömlu konunnar. Bros hennar veu' gleðivana. „Ekki í kvöld, ástin," sagði hann. „Kannski seinna." Hann gekk út á götuna. Miövikudaginn, 8. febrúar kl. 7,45 e. h. Max Thursday steig niður úr strætisvagni nr. 3, þegar hann stanzaði á gatnamótum tveggja aðalgatna í Mission Hills hverfinu. Hann horfði á eftir vagninum þar sem hann ók niður eftir Fort Stockton götu, síðan gekk hann í vesturátt eftir Sunset Boulevard. Það var tekið að rökkva, og bíla- ijósin skutu hvítum strikum inn í kvöldmistrið. Gatan var breið, og við hana stóðu glæsileg tveggja hæða íbúðarhús. Hann var þyrstur. Hann opnaði munninn og saug að sér kvöldsvalann og reyndi að gleyma þurrabragðinu í munni sér og kverkum. Golan var köld og rök, honum var kalt á hnakkanum, þar sem rakaraiærlingur hafði snoðað hann skömmu áður. VIKA_N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.