Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 2
________rpe%_ J*™/sA/ó ■lu_ l/'Ayj/2f2P_r‘ BOTNINN er úr bilamark- aðnum í Bandaríkjunum. Sala Ford er í ár 33% minni er á sama tíma i fyrra. Svipaða sögu er að segja af öðrum bílafram- leiðendum bandarískum. Ýmsu er um kennt —- og eru menn ekki á eitt sáttir um ástæður bíla- kreppunnar. Þetta er nefnt: e Minni kaupgeta vegna vaxandi atvinnuleysis. • Almenningur er búinn að fá nóg af krómprjálinu á nýju bílunum. • Bilar endast sxfellt betur. SALA á innfluttum bilum hefur hinsvegar stórauk- ist frá því í fyrra. Volks- wagen er vinsselastur er- lendra bila i Bandarikj- umun, þá kemur Renault- inn franski. Afirar vinsæl- ar bilategundir: Eöat, Hillman og Volvo. Vaxandi gi'emju gætir i Bandarikjxmum vegna lengdai' innlendu bílanna. Þeir eru semsagt ennþá að lengjast, og fannst þó mörgum nóg komið. Dæmi: ’58 gei-ðin af Ford er nærri fimm fetum iengri en ’28 gerðirnar. Chevrolet hefur líka lengst um fimm fet á tuttugu árum. Plymouth- inn er kominn upp í lið- lega 17 fet. Og ’58 gerðin af Cadillac er næiTi 19 feta löng! BÍLAKREPPAN banda- ilska dregur dilk á eftir sér. Ef hægt er að tala um „þjóðlegan” iðnað bandariskan, þá er það bílaiðnaðurinn. Det- roit á fi'amtíð sína undir bilaframleiðslunni likt og Síglufjörður átti og á að likindum enn alla afkomu sina undir sildinni. Kreppa í Detroit hefur mjög tilfirmanleg áhrif á at- vinnullf Bandaríkjanna. Dæmi: Detroit notar 17,4% af stálframleiðslu lands- ins, 65% af gúmmífram- leiðslunni, 70% af gler- framleiðslunni, 33% allra nýn-a útvarpstækja. Verzlun AUSTURRÍKISMENN eru neykslaðir. Hneykslun þeirra veldui' Alexander Hohenlohe—Waldenburg —Schillingsftirst pi'ins og Pati-icia konan hans, sem er bandarísk. Þau starfrækja veitingahús i austurrísku ölpunum. Jæja, fyrir skemmstu brugðu þau sér í skemmtiferð til italska Somalilands — og keyptu sér ambátt! Stúlkan er 16 ára, og hjón- in færa það fram sér til afsökunar, að þau hafi komið þar að sem faðir hennar var að selja hana ófrýnilegum, gömlum karli. En hvað um það: það er talið ólíklegt, að austur- risku yfirvöldin veiti þeim innflutningsleyfi fyrir stúlkunni. Við teljum á- stæðu til að vekja sérstaka athygli á því, að í tilefni af merkisafmæli Hafnarf jarðar um næstu mán- aðamót, verður næsta tölublað 20 síður. Ádrepa HVER MAN nú eftir Maur- ice Chevalier, kvennagull- inu heimsfræga? Yngri lesendumir hafa sennilega aldrei heyrt hann nefndan. En þeim til fróðleiks skal þess getið, að þegar hann var upp á sitt bezta, var hann eins- konar sambland af Mar- lon Brando, Perry Como og Clark Gable. „Vörumerki” hans var strá- hattur. Nú er Chevalier orðinn 69 ára. En hann lelkur við hvem sinn flngur og kemur ennþá fram opin- berlega. Fyrir skemmstu tók hann Francoise Sagan til bæna. Hama kannist þið eflaust við: hún er um tvítugt og skrifar metsölubækur um ástina. Hún hefxir lika gaman af því að lýsa yfir í blöðunum, hve hún sé orðin þreytt á lífinu. „Eg skil ekki svona hugs- unarhátt,” sagði Cheva- lier. „Eg skil ekki hvernig maður getur verið ungur og heilsuhraustur, gáfað- ur og xíkur og laglegur — hvað vill fólk eiginlega, ef þetta er ekki nóg? Ég sé ekki að það eigi ann- ars úrkostar en fremja sjálfsmorð!” Góðir gestir VINSÆLUSTU útlending- arnir i Bandaríkjunum um þessar mundir eru — níutiu Rússar. Þetta er dansflokkur frá Moskvu. Hann er skipaður xmgu fólki einvörðungu; meðalaldur: 23 ár. Og hann er búinn að gjör- sigra Bandaríkjamenn. Verð á aðgöngumiðum að sýningum hans í New York komst upp í 40 doll- ara á svörtum markaði — og var þó slegist um miðana. Dómar gagnrýnendanna hafa verið eftir þessu: „Dásamlegt!” „Stórkost- legt!“ „Óviðjafnanlegt!” I lok sýninganna hafa á- horfendur risið úr sætum sinum og hyllt Rússana. Þeir mimu alls sýna i ellefu bandariskum og kanad- iskum borgum. Ábending til MÍR: Hvernig væri að reyna að fá þessa makalausu danssnillinga til að renna við hérna á heimleiðinni ? Endurskoðun LEIÐIN til Pai’adísar heitil' áströlsk kvikmynd, sem búið er að selja tíl Banda- ríkjanna. Þar verður hún sýnd undir nýju nafni: Leiðin til helvítis. Merkisdagur JOHN Murphy heitir náungi nokkur, sem fyrir skemmstu var tekinn fyr- ir ölvun á almannafæri í New Haven í Connecti- cut og dreginn fyrir dóm- ara. Hann fékk skilyrðisbundinn dóm, þegar hann gat sannað, að þetta var í fimmhundraðasta skiptið sem hann var tekinn úr umferð. Svikarinn LOKS er þess að geta, að japanskur leynilögreglu- maður að ndfni Toshio Asanuma, sem settur var til þess að handsama óvenjubíræfinn vasaþjóf á aðal-járnbrautastöðinni í Tokyo, var settur út af sakramentinu og i Stein- inn í þokkabót, þegar í ljós kom að hann var sá bíræfni. 'VÍT' v-'f " Ví’ ' r. Svar til ráðskonu: Bíllinn oa húsið er skráð á nafn eiganda, svo þú þarft ekk- ert að gera annað í því en að fullvissa þig um að hvort um sig sé á réttu nafni. XJm innbúið er öðru máli að gegna. Það er sjálfsagt fyrir ykkur að gera með ykkur samning um skipt- ingu á því hjá lögfrœðingi. Það er hœgt að gera heild- arsamning eða kaupmála (þó þið séuð ekki gift), en lógfrœðingur getur gengið frá slíku fyrir ykkur, svo löglegt sé. Þú biður um uppskrift af brauðtertu. Hér er hún: 3 bolJar hveiti, 2 msk. sykur, smásnéið smjörlíki, 2 tsk. ger, 1 egg, svolítið salt og mjólk. Þetta er hnoðað brauð, sem bakað er í Jf5 minútur. Brauðbotninn er svo smurður og skreyttur með áleggi, t. d. kjötsneið- um, sardínum, sítrónum eggjum o. s. frv. Verðlaunakeppni S. L B. S. (Sjá forsíðumynd) VINNING AR : 1. verðlaun kr. 2.500,00 2. verðlaun . kr. 1.500,00 3. verðlaun Irr 1 OOft 00 Fjórir barnavinningar: Brúða, brúðuvagn, sturtubíll og bygg- ingarkubbar frá Reykjalundi. nú sem fyrr — en hitt get- um við bókað, að starfsemi S.l.B.S. er ekkert stundar- fyrirbrigði. Sambandið hefur starfað að velferðarmálum berkla- sjúklinga í 20 ár, og mun með stuðningi þjóðarinnar halda þvi áfram, meðan þörf þess er fyrir hendi. Spurning: Hvaða heims- þekktur tízku- frömuður lézt á síðastliðnu ári? NYJASTA tízkan i kven- fatnaði er svonefnd pokatizka, kjólar og káp- ur, eins og gerðust fyrir þrjátíu árum. Þetta er ekki nema eðlilegt — flest er breytilegri tízku háð, á einn eða annan hátt. Sjálfsagt verður poka- kjóllinn stundarfyrirbrigði, seðill í verðlaunakeppni S.I.B.S. Maðurinn hét: Nafn _______ Heimilisfang GUNNAR RÚNAR tók forsíðumyndina. Otgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.