Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 4
Wílkpjs&ninf/ 25. uwn wnorð eftir Agöthu Christie HVAR voruð þér milli klukkan fjögur og fjögur tuttugu í dag? — Ég sat í bókaherberginu hjá Aichie, sagði frú Easter- brook, og horfði stórum, sakleysislegum augum á mann sinn, Við vorum að hlusta á útvarpið, ekki satt, Archie? Það varð dálítil þögn. Eastei'brook ofursti var orðinn eldrauður í fram- an. Hann tók um hendina á konu sinni. — Þú skilur þetta ekki, anga- nóran min, sagði hann. Eh - ja, þér slengduð þessu svo óvænt framan í okkur, fulltrúi. Konan mín er búin að vera ákaflega taugaóstyrk að undanförnu af þessu öllu og hún skilur ekki mikilvægi þess að — að athuga hvað hún er að segja áöur en hún ber fram slíka fullyrðingu. Archie, þú ætlar þó ekki að segja að þú hafir ekki verið með mér? hrópaði frú Easterbrook ásakandi upp yfir sig. Ja, ég var það heldur ekki, var það elskan? Maður verður að halda sig við sannleikann. Það skiptir ákaflega miklu máli í slíkum yfir- heyrslum. Eg vár að tala við Lampson bónda i Croft End um hænsnanet. Þá vantaði klukkuna 15 mínútur í fjögur. Og ég kom ekki heim fyrr en hætt var að rigna. Rétt fyrir síðdegisteið, eða þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í fimm. Lára var að rista brauðið. - Fóruð þér líka út, frú Easterbrook? Smáfríða andlitið á henni virtist ennþá líkara hreysikattartrýni en nokkru' sinni fyrr. Augun voru eins og í dýri í búri. — Nei, nei, ég sat bara og hlustaði á útvarpið. Ég fór ekkert út, ekki þá. Ég hafði verið úti fyrr um daginn. Um . . . um klukkan hálf fjögur. Þá fór ég bara i smágöngu- ferð. Ekki þó langt. Hún virtist eiga von á frekari spurningum, en Craddock sagði bara ofur rólega: - Þakka yður fyrir, frú Easterbrook. Svo hélt hann áfram Skýrslan verður vélrituð og þið fáið svo að lesa hana og eigið að skrifa undir hana, ef þið fallist á að hún sé efnislega rétt. Allt í einu leit frú Easterbrook á hann hatrömmum augum. — Hvers vegna spyrjið þér ekki hin hvar þau hafi verið? T. d. þessa frú Haymes. Eða Edrnund Swettenham. Hvernig vitið þér að hann var steinsofandi inni hjá sér? Enginn sá hann. En Craddock svaraði, henni ofur stillilega. — Áður en ungfrú Murga- troyd dó, skýrði hún frá dálitlu. Kvöldið sem árásin var gerð, var einhver ekki staddur hér inni í stofunni. Einhver sem átti að vera hér. Ungfrú Murgatroyd sagði vinkonu sinni nöfnin á þeim sem hún sá. Með því að skilja þá frá sem hún sá, gerði hún sér grein fyrir því að hún hafði ekki séð einhverja ákveðna manneskju. Enginn gat séð neitt, sagði Júlía. Jú, það gat Murgatroyd, sagði ungfrú Hinchliffe allt í einu með dimmu bassaröddinni sinni. Hún stóð við dyrnar, þar sem Craddock full- trúi stendur núna. Hún var sú eina sem gat séð eitthvað af þvi sem gerðizt. Aha! Svo þið haldið það! Mitzi hratt upp hurðinni svo Craddock var næstum rokinn um koll, og kom inn með hástemdum tilburðum, eins og hennar var vandi. Hún var í miklum æsingi. - Nú, þú biður ekki Mitzi að koma inn með hinum, merkilegi lögregluþjónn ? Ég er bara Mitzi í eldhúsinu! Látum hana bara vera í eldhúsinu, þar sem hún á heima! En ég skal segja þér, að Mitzi sjá eins vel og hinir og kannski betur, já ég sjá miklu betur. Ég sjá ýmislegt. Ég sjá nokkuð innbrots- kvöldið. !Ég sjá svolítið og ég ekki trúa því, og ég steinþegja þangað til núna. Ég hugsa, að skal ekki segja hvað ég sjá, ekki strax. Ég bíða. F □ R S A G A : Tvær gamlar konur Iiafa verið myrtar, þær Ilóra Bunner og ung- frú Murgatroyd. Auk þess hefur verið skotið á Iætitiu Blacklock. LögTeglan heldur að þetta standi alit í sambandi við arf, sem Letitia Blacklock á að fá eftir Bellu Goedler og að tilganguririn hafi i upp- hafi aðeins verið að mjTða hana. Ef ungfrú Blacklock deyr á undan Bellu, sem liggur fyrir dauðanum, á arfurtnn að ganga til systur- barna mannsins hennar sáluga, Pips og Emmu, en enginn veit hvar l>au eru niðurkomin eða hvernig þau líta út. Nú hefur komið i ljós, að stúlka sem dvalist hefur á heimilinu sem Júlía Simmons og iátist vera frænka Letitiu, er engin önnur en Emma. Og nú er enn ein gömul kona týnd. Það er ungfrú Marple, sem oft hefur aðstoðað lögregluna í morðmálum. Craddock Iögreglufulltrúi hefur safnað öllu fólkinu heim til Letitiu Blacklock og er að yfirheyra þrjár af konunum. — Og svo þegar kyrrð væri komin á, þá ætlaðirðu að biðja ákveðna manneskju um ofurlitla fjárupphæð, ekki satt? sagði Craddock. Mitzi sneri sér snöggt að honum, eins og reiður köttur. — Því ekki það? Hvers vegna þessi lítilsvirðing? Því á ég ekki að fá borgun, ef ég hef verið svo almennileg að steinþegja? Sérstaklega ef einhvern tíma koma peningar — miklir peningar. Ó, ég heyra ýmislegt — ég veit hvað um er að vera. Ég vita um Pippemma, leynifélagsskapinn sem þessi er fulltrúi fyrir hún benti með leikaralegum tilburðum á Júlíu. .Tá, ég' hefði beðið og krafizt peninga —* en nú . . . nú ég hrædd. Ég vilja heldur vera örugg. Því kannski einhver vilji bráðum drepa mig. Ég skal segja allt sem. ég veit. ... Allt í lagi, sagði fullti'úinn vantrúaður. Hvað veiztu? Ég skal segja það, sagði Mitzi hátíðlega. Ég vai' ekki í eldhúsinu að fægja silfrið, eins og ég segja fyrr — ég var komin inn í borðstofuna, þegar ég heyra skot. Ég lít gegnum skráargatið. Anddyrið er dimmt, en ég heyra annað skot. Vasaljósið dettur —- og sveiflast í fallinu — og ég sjá hana. Ég sjá hana alveg hjá honurn, með byssuna í hendinni. Ég sjá ungfrú Blacklock. Mig? Ungfrú Blacklock hálf reis upp í sætinu af undrun. — Þú hlýtur aö vera gengin af vitinu! Það getur ekki verið hrópaði Edmund Swettenham upp. Mitzi getur ekki hafað séð ungfrú Blacklock . . . Craddoclc greip fram í fyrir honum og rödd hans var hárbeitt eins og brýnt stálblað. Ekki það, Swettenham? Hvers vegna ekki? Vai' það kannski vegna þess að það var ekki ungfrú Blacklock, sem stóð þarna með byssuna? Það varst þú sjálfur, var það ekki? - Ég — auðvitað ekki - hvern fjandann á þetta að þýða? — Þú tókst skammbyssu Easterbrooks ofursta. Þú fékkst Rudi Scherz til að gera þetta sem nokkurs konar grín. Þú hafðir gengið inn í hina stofuna á eftir Patrick Simmons, og þegar ljósin slokknuðu læddist þú út um dyrnar, því búið var að bera á lamirnar áður. Þú skauzt á ungfrú Blacklock og drapst síðan Rudi Scherz. Nokkrum andartökum síðar varstu aftur kominn inn í stofuna og kveikir á kveikjaranum þínum. Andartak virtist Edmund alveg orðlaus, svo hreytti hann út úr sér — Þetta er viðbjóðslegt. Hvers vegna endilega ég? Hvaða ástæðu gat ég svosem haft til þess ? - Ef ungfrú Blacklock deyr á undan frú Goedler, þá fá tvær mann- eskjur dálítinn arf, eins og þú kannski manst. Þessar tvær manneskjur þekkjum við undir nafninu Pip og Emrna. Það hefur komið í ljós að Júlía Simmons er Emma . . . — Og þú heldur að ég sé Pip ? Edmund skellihló. Fjarstæða -— hrein- asta fjarstæða! Ég cr á rétturn aldri — það er allt og sumt. Og ég get sannað þér, heimskinginn þinn, að ég er Edmund Swettenham. Ég hef fæðingarvottorð, skólaferil, háskóiabréf það er hægt að rekja alla mína æfi. -— Hann er ekki Pip. Þessi yfirlýsing kom utan úr hálfdimmu horni. Philippa Haymes gekk fram, náföl í andliti. Ég er Pip, fulltrúi. — Þér, frú Haymes? Já, allir virðast hafa gert ráð fyrir að Pip væri karlmaður — Júlía vissi auðvitað að hinn tvíburinn var stúlka — en ekki veit ég af hverju hún sagði það ekki í dag . . . Fjölskyldur verða að halda saman, sagoi Júlía. Ég gerði mér allt í einu ljóst hver þú ert. Ég hafði enga hugmynd um það fyrr en þá. Mér datt það sama i hug og Júlíu, sagði Philippa, og röddin skalf ofurlítið. Eftir að ég missti manninn og stríðinu var lokið, fór ég að velta þvi fyrir mér hvað ég gæti tekið til bragðs. Mamma var dáin fyrir mörgum árum. Ég lcitaði frétta af ættingjum mínum úr Goedler- fjölskyldunni. Frú Goedler var sögð dauðans matur og við dauða hennar mundi ungfrú Blacklock hljóta öll auðæfin. Þá komst ég að því hvar ungfrú Blacklock byggi og kom hingað. Ég fékk vinnu hjá frú Lucas. Ég vonaði að ungfrú Blacklock mundi kannski vilja hjálpa mér, úr því hún var farin að reskjast cg átti enga ættingja. Ekki svo að skilja að ég þyrfti sjálf á hjálp að halda, en ég þurfti aðstoð til að koma Harry til mennta. Þegar á allt var litið, voru þetta peningar Goedlers og hún hafði engan sérstakan til að eyða þeim í. En þá var árásin gerð og ég fór að verða hrædd, hélt Philippa áfram og talaði hraðar, eins og hún gæti ekki komið orðunum nógu fljótt út úr sér, nú þegar hún loks sleppti fram af sér beizlinu. Ég hélt að ég væri eina manneskjan, scm hefíi nokkra ástæðu til að vilja ungfrú Blacklock feiga. Ég hafði enga hugmynd um hver Júlía var — við erum ekki ein- eggja tvíburar og við erum ekkert likar í útliti. Nei, ég virtist vera sú eina sem grunur gat.fallið á. Hún þagnafi og ýtti Ijósa hárinu frá andlitinu. Allt í einu varð 1 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.