Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 6
Mlúmw nmmk £msbu.%*u#* Nágrönnunum var alveg nóg boðið þegar þeir sáu hábiáu verkamannabuxurnar kátu ekkjunnar og kynnt- ust leikföngunum hans Villa litla. DAGINN sem tengdamóðir min lagðist í inflúensu og Magga, konan mín, fór til að hjúkra — og smitast af henni, sagði hún upp úr eins manns hljóði: „Engar aðrar en unglingsstelpur ættu að ganga í þröngum verkamannabuxum. Svo sneri hún sér frá glugganum og hélt áfram að láta niður í töskuna sína, um leið og hún bætti við — Hegðaðu þér nú vel á meðan ég er í burtu! *. Þessi athugasemd virtist algerlega óþörf og sögð út i bláinn, því ég var með allan hugann við að koma Möggu í tæka tíð í áætlunarbílinn Það var rétt svo að hún náði honum, og ég varð að hlaupa síðasta spöl- inn með tvær niðþungar töskur, svo að hún missti ekki af honum. Eg var enn lafmóður, þegai- ég kom heim aftur, og hugsaði mér að hvergi væri betra næði til að jafna sig en úti í garðinum sem var baðaður í morgunsólinni. En þegar ég kom þangað, lá við að ég flautaði hátt eins og róni. Ekkjan í næsta húsi var að leika við son sinn (sem allir í nágrenninu kannast við undir nafninu Villi litli eða þá „strákótugtin") og þegar ég leit yfir girðingruna, sá ég að hún var í hábláum verkamannabuxum. Þær voru þröngar um mjaðmirnar og hún hefur langa og fallega leggi. Hún var líka i annarri klæðilegri fhk, gulri silkiblússu, sem var opin í hálsinn. Skærir litir fara rauðhærðum stúlkum vel, hugsaði ég hrifinn. Rétt í því kom Villi auga á mig og bað mig um að hjálpa sér. Það var eitthvað að svifflugunni þeirra. Þetta var eitt af þessum leikföngum, sem undin eru upp með teygjubandi, og þjóta svo í hringjum uppi í loftið eins og einhver geimföi'. Ég gat ekki fundið neitt til að afsaka mig með, svo ég kleif yfir grindverkið og sett- ist í grasið hjá ekkjunni. Villi fékk mér flugvélina sína og fór inn til að sækja meiri teygju. Móðir hans bauð mér sígarettu og' beygði sig fram til að kveikja í henni. — Hvað ég er fegin að þér skulið hafa litið inn til okkar núna, hvíslaði hún í trúnaði. Villi hefur lent í klandri. Það er búið að reka hann úr kórnum. Mér þótti leitt að heyra þetta, og það sagði ég henni, því það eina sem Villi hafði nokkurri tíma gert af viti, var að ganga í kirkjukórinn. í kirkj- unni leit hann út eins og lítill engill, enda var það eini staðurinn þar sem hann gat ekki gert neitt af sér — Ilvað kom fyrir ? spurði ég. Ekkjan færði sig nær mér. — 1 guðs bænum nefnið það ekki við nágranna okkar, hvíslaði hún. Söng- stjórinn hringdi í gærkveldi. Hann var alveg fjúkandi reiður. Hann sagði v.t kórinn hefði verið að æfa fyrir afmælishátíð kirkjunnar og þess- vegna hefðu heilmargar konur og ungai- stúlkur verið viðstaddar, sem venjulega syngja ekki í kórnum. Meðan þær voru að syngja, setti Villi uppdregnu músina sína í gang. Það skríkti í mér, en ekkjan leit reiðilega á mig. — Þetta er ekkert til að hlægja að, sagði hún móðguð. Allar konurnar fóru að æpa og veina og sumar stukku upp á stðla. Söng- stjórinn sat við orgelið og vissi ekki hvað hafði komið fyrir. Áður en hann gat komið á reglu aftur, þustu sum- ai konurnar til dyranna og duttu þar um meðhjálparann. Ég fékk svo mikið hláturskast að ég var næstum búinn að gleypa síga- — Eg gerði þetta ekki, þú verður an biðja afsökunar, svaraði hann, og mér til mestu furðu studdi móðir hans hann i þessu, þegar hún var búin að þurrka tárin úr augun- um. Þegar ég kom upp á ti'öppurnar hjá Pétri, sá ég að þau hjónin voru ekki í sem beztu skapi. — Mér þykir þetta ákaf lega leiðinlegt, stamaði ég. Eg var að leika við Villa og . . . Við sáum við hvern þú varst að leika þér, sagði kona Péturs mein- lega. Og hann bætti við. — Dálag legt athæfi, um leið og konan er komin út úr dyrunum. Síðan héldu Ssnásaga eftír T. A. Lowe rettuna mína. Þá kom Villi aftur út með teygjuna og ég ákvað að reyna að koma þessari fjárans svifflugu á loft fyrir hann, til að bæta fyrir ó- svífnina. Aldrei hafði svifflugan flogið svona vel, sennilega af því að ég hafði gleymt að festa í hana tjóðurbandið. Við horfðum áhyggjufull á eftir henni upp í loftið. Svo sneri hún við, tók dýfu yfir næsta garði og þegar teygjan var búin að vinda ofan af sér, nauðlenti hún á þaki gróður- húss Péturs Jónssonar og stakkst í gegnum rúðuna. Pétur er einn af viðskiptavinum mínum, svo ég var alveg eyðilagður yfir þessu. En Villi og móðir hans voru ekki sama sinnis. Þau veltust um í grasinu og skellihlógu. — Hætt- ið þessu, hrópaði ég. Þú verður að fara j'fir til Péturs og biðja afsök- unar, Villi. þau heillanga ræðu um eyðilagðar plöntur og ég gat ekki skotið inn í nokkru orði. Allt í einu breytti Pétur um um- ræðuefni. — Farðu og segðu þess- um litla leikbróður þínum, að ef eng- inn annar hafi kært hann fyrir lög- reglunni fyrir að sleppa lifandi mús inn í kirkjuna, þá muni ég gera það . . . — Og segðu henni stóru leiksystur þinni . . . bætti konan hans við. Eg heyrði aldrei hvað, því hurðinni var skellt aftur svo glumdi í. Þegar ég kom til baka, voru Vílli og móðii' hans að fá sér aukabita í eldhúsinu. Ég hvessti augun á ill- virkjann og sagði: - Svo það var þá ekki uppdregin mús, sem þú slepptir i kirkjunni. Það var lifandi mús. — Það er ekki satt, sagði Villi. Nú var það ekkjan, sem varð alveg fjúkandi reið. Hvað sem fólk kann að segja um Villa, þá hefur hann aldrei á æfi sinni ski'ökvað, hvæsti hún. Að svo búnu smeygði hún sér í agnarlítið smaragðagrænt vesti og stakk fótunum í hárauða sandala og sagði: — Nú förum við til söngstjór- ans og göngum úr skugga um hver það er sem skrökvar. Mér leizt ekkert á þessa ráðagerð, en sá að ekki þýddi að reyna að hafa á móti svona reiðum kvenmanni. Ég settist því fyrir aftan ekkjuna á mótorhjólið hennar. Sætið var nógu stórt til að Villi gæti hangið á því fyrir aftan mig. Og þannig ókum við heim til söngstjóra kirkjukórsins. Ég hafði oft séð mótorhjólið þjóta framhjá á þessum þykku hjólbörðum með ríflega þrjátíu kílómetra hraða, en mér hafði aldrei dottið í hug að það gæti farið mikið hraðara. 1 þetta skipti ók ekkjan þó eins og við vær- um í kappaksti'i og lét hjólið renna á fullri ferð niður bröttu brekkuna að húsi söngstjórans, svo ég er viss um að við höfum stundum verið kom- in upp i 60 km. hraða, þar sem veg- urinn var beinn. En það voru líka, nokkrar beygjur á leið okkar, svo ég varð að grípa um ekkjuna, þar sem verkamannabuxurnar enduðu og gula blússan tók við, til að forða sjálfum mér frá falli. Það féll því ákaflega vel á með okltur að því er virtist, þegar við beygðum inn í Að- alstræti, á mesta annatímanum um hádegið á laugardegi. Hver einasta manneskja sem ég þekki í bænum virtist vera þarna á ferð, og fólk stanzaði á gangstétt- inni og glápti á okkur. Bílarnir fiautuðu, vegfarendur hrukku undan og lögregluþjónninn á horninu benti okkur eins og í leiðslu að halda á- fram inn á kirkjutorgið. Þar stönz- uðum við fyrir utan litla húsið, þar sem söngstjóri kirkjukórsins á heima. Þarna stóð hann, og var að stinga lvklinum í skrána, virðulegur og með sitt grátt hár næstum niður á kraga á svarta frakkanum. Ég hélt í fyrstu að hann ætlaði að forða sér í dauð- ans ofboði, þegar hann kom auga á ekkjuna. 1 þess stað leit hann flótta- lega upp og niður eftir götunni og dró okkur svo öll inn fyrir. — Ég ætlaði einmitt að fara að hringja til yðar, tautaði hann. Mér hafa orðið á leiðinleg mistök. Ekkjan fékk sér sæti í hægþnda- stól og krosslagði fæturna í verka- mannabuxunum. — Þetta datt mér í hug, sagði hún sigri hrósandi. Afsakanir söngstjórans voru held- ur aumingjalegar. Hann sagði að meðhjálparinn hefði fundið rottu úti í kirkjuportinu og verið að elta hana, þegar hún skauzt inn í kirkjuna. Svo bætti hann því við að þeir hefðu fund- ið músina hans Villa, en verkið í henni væri bilað svo hún gæti ekki hreyft sig . . . Framhald á bls. 14 * 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.