Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 11
jafnvel hinstu stund þeirra sam- an. Lítill en fagur krans stóð ennþá við enda kistunnar; þarna hafði Ankhesnamun sjálf máske lagt hann. Það voru leik- föng af ýmsu tagi líka, og blæ- væng nefnir einn viðstaddra ,,úr undurfögrum strútsfjöðrum, sem bærðust í blænum, sem barst inn í grafhýsið, eins og þær væru nýkomnar af fuglin- um.“ í grafhvelfingunni sjálfri voru gullprýddar trékistur, hver utan yfir annarri. I þeirri innstu var þreföld kista: innsta lagið var úr skíru gulli og þurfti fjóra menn til þess að lyfta því. í innstu kistunni — því að það mátti alveg eins kalla þetta þrjár kistur — var lík konungs, hver fingur og hver nögl skreytt gulli og á ásjónunni gullgríma með andlitsmynd hans. Hvernig mátti það vera, að allur þessi auður hafði varð- veist í 3000 ár? Tvennt virðist bera til. I fyrsta lagi var Tut- ankhamun lítt þekktur konung- ur, sem dó ungur og var graf- inn í flýti, ef til vill í grafhýsi, sem upphaflega hefur ekki ver- ið gert fyrir hann. í öðru lagi vildi svo til, að þegar graf- hýsi Ramessesar VI var seinna höggvið í klettinn þarna í grendinni, huldi ruðningurinn úr því hinn smærri og óveg- legri inngang í gröf Tutank- hamuns. í dag eru gripirnir úr gröf- inni varðveittir í sérstökum sal í þjóðminjasafninu í Cario. Þar er líka konungurinn og kistur hans. Þarna er merkasti hluti hins stórmerka egypska þjóð- minjasafns. Carnarvon lávarður andaðist skömmu eftir fundinn: fékk blóðeitrun upp úr flugnabiti. Þetta varð upphaf þjóðsögunn- ar um „hefnd faraósins“. En Carter lifði til 1939, og dr. Berry, sem stjórnaði krufningu hins konunglega smurlings, er á lífi enn þann dag í dag. Sömu sögu er að segja af Sir Alan Gardiner, sem nú er á áttræð- isaldri, og ýmsum öðrum sem komu inn í grafhýsið árið 1922. Svona Seit hásæti faraós- ins út PRIJVSESSA sem segir sex... Og hún er arabisk! SÍÐUSTU vikumar hefur ljósbláum rennilegum bíl oft brugðið fyrir i hinum þröngu götum Rabat, höfuð- borgar Marokko. Fólkið er farið að þekkja bílinn. Það veifar til stúlkunnar, sem ekur honum, og stingur sam- an nefjum. Því er farið að þykja vænt um þessa stúlku. Þjóðin er kannski ekki alveg búin að átta sig á henni enn- þá, en vinum hennar fjölgar með hverjum degi. Hún heitir Aisha prins- essa og er elsta dóttir Mu- hameds V konungs í Mar- okko. Aisha er svarteyg og svarthærð, eins og arabisk prinsessa á líka að vera. Hún er lagleg — líka á vestræn- an mælikvarða. Framkoma hennar er vingjarnleg og lát- laus, brosið glaðlegt og hressilegt: hún er fyrirmynd- ar prinsessa. En hún er annað og meira en elsta dóttir kóngsins. Hún hefur bein í nefinu þessi prinsessa. Hún er ötulasta og einarðasta kvenréttindakona landsins, stendur í fylking- arbrjósti þeirra, sem svifta vilja andlitsblæjunni af ara- bisku konunni í Afríku, gera hana jafnréttháa karl- manninum. Um það stendur deilan. I Afríku er auðvitað enginn skortur á arabiskum karl- mönnum, sem berjast með hnúum og hnefum gegn jafn- réttishugsjónum prinsess- unnar. Þeir vilja óbreytt á- stand. Og þeir gera sér ljóst, að Aisha er hættulegasti andstæðingur þeirra. Marokko er land hinna furðulegustu andstæðna. Þar mætist nútíð og fortíð. Það var Muhamed konungur sjálfur sem tendraði frelsis- eldinn í brjósti dóttur sinn- ar. Árið 1940, þegar Frakk- ar, sem þá réðu lögum og lofum í Marokko, tjáðu hon- um, að þeir væru andvígir hugmynd hans um stofnun skóla fyrir arabiskar stúlk- ur, svaraði hann: ,,Ég mun láta Aishu dóttur mína berj- ast fyrir jafnrétti kvenna og karla.“ Hún hefur barist þeirri baráttu ætíð síðan. Muhamed V er sannfærð- ur um, að vestrænar hug- sjónir og vestrænn hugsun- arháttur geti orðið arabisku þjóðunum lyftistöng, án þess að skaða menningu þeirra. Ilann gerði sér því far um að láta börn sín nema vestræn og arabisk fræði jöfnum höndum. Hvað dæturnar áhrærði, komst hann að þeirri niðurstöðu, að þess væri hvergi krafist beinum orðum í trúarbókum Araba að konur bæru andlitsblæjur, og hann tjáði dætrum sín- um, að þeim væri algjörlega í sjálfsvald sett hvort þær tækju upp andlitsblæjuna. Aisha prinsessa komst að þeirri niðurstöðu eftir ræki- lega umhugsun, að hún hefði ekkert við andlitsblæju að gera. Andlitsblæjan er að ýmsu leyti tákn þess ófrels- is sem obbinn af arabiskum konum býr við. Um þetta segir Aisha: „Blæjan sjálf skiptir minnstu máli. Það sem mestu máli skiptir er þetta: að konan fái að ráða því sjálf, hvort hún hylur andlit sitt eða ekki. Þegar svo er komið, verður andlits- blæjan einfaldlega skraut en ekki dulbúið munnkefli.“ Aisha byrjaði að koma fram opinberlega strax og Marokko hlaut sjálfstæði. I fyrra var hún fulltrúi á þingi arabiska kvennabandalags- ins, sem haldið var í Dam- askus í Sýrlandi. Hún flutti þar skorinorða ræðu. Þegar hún lauk máli sínu, stóð þing- heimur á fætur og hyllti hana. Hreinskilni hennar og hug- rekki hefur stundum komið föður r.siinar í vanda. Óvin- ir konungs hafa hvað eftir annað vikið að hinni frjáls- lyndu stefnu hennar í áróðri sínum. E1 Glaoui fursti, sem árum saman var öflugasti andstæðingur Muhameds og sem árið 1953 fékk komið því til leiðar að Frakkar fluttu konung í útlegð, notaði myndir af prinsessunni til þess að grafa undan honum. Þær sýndu Aishu á sundbol, en í augum „rétttrúaðra" Araba er vitaskuld naumast hægt að komast f jær andlits- blæjunni. En tveimur árum síðar var Muhamed kominn aftur í höll sína, E1 Glaoui búinn að biðjast opinberlega fyrir- gefningar -— og Aisha aftur byrjuð að flytja ræður eins og ekkert hefði ískorist. Það kom á daginn, að sundbol- irnir hennar voru ekki eins hneykslanlegir í augum ara- bisku alþýðunnar og aftur- haldsseggirnir höfðu vonað. Aisha hefur mikið yndi af íþróttum. Hún iðkar sund nærri því daglega, bregður sér til Svisslands á skíði, hef- ur mikla ánægju af útreiðar- túrum og fer á veiðar með riffilinn sinn þegar hún get- ur. I fyrstu ráku landar henn- ar upp stór augu. Það er vissulega ekki á hverjum degi sem arabiskar konur dirfast að taka upp jafn ,,karlmannlega“ iðju og í- þróttir. En svo máttu jafn- vel íhaldsömustu bókstafs- trúarmenn viðurkenna, að konur gætu verið alveg eins fræknir íþróttamenn og karl- ar — og prinsessan hafði enn rutt steini úr vegi arabiskra kvenna. Vestrænir menn eiga auð- vitað bágt með að skilja það, en barátta Aishu fyrir jafn- rétti arabiskra kvenna hefur einmitt snúist um svona ,,smámuni“. Hún er að berj- ast við æfaforna siði. Arab- ar eru íhaldsamir að eðlis- fari og meiri bókstafstrúar- menn en kristnir menn. Það sem þykir sjálfsagt með vest- rænum þjóðum, getur orðið Arabanum að hneykslunar- hellu, komið honum í upp- nám. Klæðnaður arabiskra kvenna hefur haldist óbreytt- ur öldum saman. Konurnar, sem hafa tekið sér fyrir hendur að losa þær úr prís- und karlmannanna, gera sér ljóst, að hinn hefðbundni kvenbúningur er eitt af tákn- um þessarar ánauðar. Þær hafa því tekið upp vestræn- an klæðaburð að nokkru leyti. Þegar Aisha kom fyrst frarn opinberlega, vakti það feiknmikla athygli, að hún var í dragt. Ráðgjafar föður hennar sumir hverjir ráð- lögðu henni að endurtaka 'þ’etta ekld. Þeir óttuðust af- Svör á bls. 14. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.