Vikan


Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 22.05.1958, Blaðsíða 12
Einn á wnóti öllnm FORSAGA: Max Xhursday, fyrrum leynilögreglumaðujr, ar skllinu, lagstur í drykkjuskap, búinn aO gefa allt upp á bátlun. Hann hýr í hrörlegu hótell, hefur ráOið slg þangaO sem löggœslu- mann og fær fyrir mat og gistlngu. Þangað kemur Georgia, konan hans sem var, sem nú er glft Læknl að nafni Homer. Hún er í miklu uppnámi. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer á fund samstarfsmanns Homers, Elders læknis, ogf fær heldur kuldaiegar móttökur. Læknirinn tekur á móti hon- um með byssu í hönd! Qg fyigist nú með þessari nýju framhaidssögu! Hún er alveg óvenjulega spennandi. HURSDAY hoifði á glampann frá gleraugum Eldei's. ,,Hvers- vegna hringdi ekki dr. Mace til konu sinnar frá Long Beach í gærkveldi ?“ Nefklemmurnar féllu á skrifborðið og dr. Elder sagði: „Ég hef ekki hugmynd um það. Hvað kemur það annars'málinu við?“ Thursday hugsaði sig um, síðan kældi hann kverkarnar með mjúkum vökvanum og fann hann renna hægt ofan í maga sinn. „Það getur meir en verið, að þér vitið ekki hversvegna dr. Mace hringdi ekki.“ ,,Eg veit það ekki.“ ,,En ég geri ráð fyrir, að þér hafið átt von á einhverjum sem gæti út- skýi-t það fyrir yður. Einhverjum, sem yður var ekkert vel við að sjá!“ Thursday brosti hæðnislega og horfði framan í lækninn. Elder gretti sig, en brosti síðan. ,,Annan,“ sagði hann. Hann helti tærum vökvanum í annað glasið. Læknirinn lét flöskuna varlega frá sér. Thursday brosti hæðnislega, þegar hann lét frá sér glasið. „Eruð þér hættur að drekka, iæknir?“ Elder lyfti brúnum afsakandi. „Ég er ekki eins sterklega byggður og þér, og þoli þessvegna ekki eins mikið." Hann otaði höfðinu fram. „Hver er þessi einhver, sem mér er ekkert vel við að sjá, Thursday ?“ „Það er bara svona,“ sagði Max Thursday. „Nei, við skulum ræða málið." Elder hallaði sér aftur á bak og virtist vonsvikinn. Síðan rétti hann aft- ur úr sér. „Ég héit kannski að þér vissuð eitthvað um það. Menn eins og þér heyra margt.“ „Mig langar til þess að heyra glasaglaum." Læknirinn fyllti glasið og ýtti því til Thursdays. Thursday rak hnúana í glasið, og límkenndur vökvinn rann yfir fingur hans. Augu hans virtust sterk og óbifanleg í blóðhlaupinni umgerðinni. „Hver tók krakkann rninn?" spurði hann skyndilega. Elder hristi strax höfuðið. „Ég veit þa,ð ekki," sagði hann. „Þér eruð samvizkulaus, læknir. Þér gætuð ef til vill ekki drepið neinn, en þér eruð peningabraskari. Hafið þér grætt mikið upp á síðkastið?" Regnið skall með miklum ofsa á rúðuna. Litli læknirinn leit upp og sagði. „Þéi' eruð mannþekkjari, Thursday, þótt aðferðir yðar séu ef til vill ekki beint vísindalegar. Ég get drepið — ef í harðbakka slær — en ég myndi lítið láta á því bera.“ Hann leit hugsandi á vinflöskuna. „Ef til vill eitur. En ekki með byssu. Ég var að hugsa um það, hvað mér þykir vænt um regnið. En ég hata þrumur og eldingar." „Var óveður í Phoenix?" spurði Thursday. „Þegar þér voruð tekinn fyrir fóstureyðingu, meina ég.“ Elder gretti sig. „Þér eruð að reita mig til reiði. Ég var sýknaður, munið þér það ekki?“ „Yður var sagt að gera það aldrei aftur, og sízt af öllu i Arizona — munið þér það ekki?" Thursday fann að kverkar hans voru að verða þurr- ar. Hann tók upp glasið og slökkti þorstann. Elder fikraði sig nær silfurlituðu byssunni. Síðan rétti hann úr sér og sagði skrækróma: „Þér reitið mig til reiði og þér storkið mér.“ Thursday var farinn að sjá allt í móðu. Hann sagði: „Meiri staðfestu, Eftir WADE MILLER læknii'. Eóstuieyðir og barnsi'æníngi þá skortir báða það sama — sið- ferðisþrek." Hann sagði þetta hægt og gætilega og hugsaði um hvert orð. Síðan endurtók hann síðasta orðið. „Siðferðisþrek. Hlægilegt." Dr. Elder brosti. „Það er öldungis rétt, Thursday. Ég er ólánssamur læknir. Mér er illa við mennina. Og ég hata kjökrandi smábörn, og ég er hræddur um að þér séuð í þeirra hópi.“ Hávaxni maðurinn kreppti hnefana um stólarmana. Hann kipraði sam- an augun og leit á andlit læknisins. „Dr. Elder, þér eruð að storka mér.“ „Við skulum sleppa allri þykkju," sagði litli maðurinn. Hann stóð upp og lét á sig nefklemmurnar, eftir að hafa fægt þær vand- lega. „Við skulum gera íáð fyrir, að sá, sem þér eruð að leita að, sé sá sami og ég óttaðist að mundi koma i kvöld." Hann leit á hvítu klukkuna. Thursday reyndi einnig að líta á klukkuna, en sú tilraun misheppnaðist. Klukkan var rúmlega átta. „Já,“ sagði leynilögreglumaðurinn þvöglumæltui'. „Við skulum gera ráð fyrir því.“ Hann hvolfdi úr glasinu ofan i sig og reyndi að koma þvi fyrir á borðinu aftur. Það heyrðist syngja í glasinu, þegar það datt á teppið. Litli maðurinn virtist brosa. Hann var að vefja hvítum vasaklút utan um skeptið á byssunni. „Þetta er lútsterkur fjandi," sagði Thursday þvöglu- lega. Hnakkavöðvar hans voru orðnir stífir. Læknirinn virtist fljóta kringum skrifborðið. „Ef til vill gætum við verið sammála um, að sá sem þér eruð að leita að, sé sá sami og ég óttast." Leynilögreglumaðurinn brosti glaður i bragði. „Kannski." Höfuð hans var orðið þungt. Dr. Elder stóð yfir honum, tók undir höku hans og þvingaði hann til þess aö horfa í augu sin. Augun í Thursday voru fljótandi eins og loftbólur í absintglasi. Þau lýstu taugaspennu og ótta. „Er það,“ spurði Elder, „fiskimaðurinn ?“ „Hver ?“ „Fiskimaðurinn. Ef þú veizt hvað hann heitir, getum við talað saman." „Gengur fiskimaðurinn með stóran hvítan hatt? Er hann kúreki ? Nei, segðu mér það ekki — leyfðu mér að geta." Maðurinn i hvita kyrtlinum brosti þolinmóður. „Nei — þér eruð að hugsa um einhvern annan. Hvað heitir fiskimaðurinn, Thursday?“ Max Thursday hugsaði um þá, sem hann þekkti, Georgiu, Austin Clapp, Smitty, skóburstarann . . . Loks mundi hann ekki eftir fleirum, hann sá aðeins andlitið á Elder fyrir sér. Skyndilega datt honum í hug: „Páll postuli." Læknirinn andvarpaði. „Nei, nei, Thursday. Ég er hræddur um að þér hafið ekki hugmynd um þetta.“ Hann lyfti byssunni. Hann hélt ekki rétt á henni. Og skeptið var innpakkað eins og jólagjöf. Það glumdi í einhverju. Eins og einhver hafði misst glas á teppið. Hljóðið kom aftur, þegar byssuskeptið skall á hinu gagnauga hans. Veikbyggðir handleggir héldu utan um hann. Einhver vinur hans. Max Thursday varð að segja þessum vini sínum, að hann yrði að fara og taka glösin. Georgiu myndi verða illa við að sjá glösinu á gólfinu. Honum fannst kalt. Kalt, dimmt og notalegt. Hann fann alls staðai' lyktina af absint. Það skvettist yfir andlit hans og framan á fallegu bláu fötin hans. Thursday byrjaði að ganga. Einhver dásamleg vera, langt fyrii' ofan hann var að hella absint ofan á hann, og hann varð að ná í þessa veru til þess að geta þakkað henni. Hver var það? Fiskimaðurinn, eða mað- urinn með kúrekahattinn ? Hvern þurfti hann að finna? 12 VIKAiN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.