Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 2
me ö^ xJA'^q/ 'sA'/ódi 7/1 u tfti 'i/nnar* HÉR ER frétt sem væntan- lega kemur kvenfólkinu í uppnám. Konur eru óheiðarlegri en karlmenn. Við endurtökum: Þær eru efcfct eins heiðarlegar. Finnar gerðu þessa upp- götvun fyrir skemmstu, eða kannski það sé rétt- ara að orða þetta þannig, aö þeir hafi sannað glæp- inn á kvenfólkið. Sönnunargögnin fundust við skoðanakönhun. Og þeg- ar búið var að kanna um landið þvert og endilangt, upplýsti reiknivélin, að finnskir karlmenn eru ná- kvæmlega 5% prósent heiðarlegri en finnskar konur. ÞAÐ VAR partur af þess- ari rannsókn að íáta ýmsar verzlanir gefa vit- laust til baka — viljandi. Tvö hundruð fimmtíu og tveir viðskiptamenn víðs- vegar í Finnlandi voru látnir fá of mikið til baka, allt frá tveimur upp í tuttugu krónur. Pening- arnir voru taldir í lófa viðtakanda, til þess að' tryggja, að hann vissi ná- kvæmlega hve mikið hann fékk til baka. Af karlmönnunum vöktu • rösklega sextíu af hundr- aði athygli búðarmanns- ins á mistökunum; en af kvenfólkinu aðeins fimm- tíu og fimm af hundraði. Hinar sögðu ekkert, stungu ágóðanum í vas- ann og héldu sína leið. Heiðarleikarannsóknin fór fram á vegum félagsskap- ar, sem beitir sér fyrir „auknu siðgæði". Tals- maður félagsins segir raunamæddur, að einn af hverjum fjórum Fínnum sé „óheiðarlegur". Mátulegt FRÁ ÍTALlU berast fregn- ir um svikahrapp, sem féll á sínu eigin bragði, ef svo mætti orða það. Hann heitir Alfonso Maria Doandio, var fyrir skemmstú búsettur í Se- nago, en situr nú í tukt- húsinu. Þegar Asíú-inflúensan svo- kallaða herjaði á Italíu, lést Alfonso vera læknir og í þokkabót sérfræðing- ur í Asíu-inflúensu. Hann kvað hafa haft upp úr þessu tugi þúsunda. En að lokum skarst lögregl- an i leíkinn og hóf leit aO honum. Hún fór heim til hans og kom að hon- um i rúminu. Alfonso var sárþjáður. Hann var með Asiu-inflú- ensu. Blómahaf HVAR mundirðu síst eiga von á þvi að sjá garð- yrkjumann við vinnu? Mikið rétt: & sjónum! En viS lásum fyrir skemmstu um garðyrkju- mann, sem árum saman er búinn að fást við garð- yrkju á sjónum og sem er búinn að sigla yf ir milljón milur. Tyrone Power Fyrir skemmstu voru gefin saman í hjónaband vestur í Bandaríkjunum frk.- Deborah Montgomery Minardos (26 ára) og Tyrone Power (44 ára). Þetta er þriðja hjónaband Tyrones. (Fyrri konur: Anna- bella og Linda Chri- stian), annað Deboruh. Hann er brezkur, heitir Mike Hall og er 32 ára. Og hann er garðyrkjumaður á risaskipinu Queen El- izabeth. QUEEN Elizabeth má líkja við fljótandi borg: þar eru verzlanir, sundlaugar, rakarastofur, veitingasal- ir, bió — og svo auðvitað blóm. Eitt blómabeðið — þ'að er i einum reyksalnum — er tíu metra langt. Míke er búinn að sigla 330 sinnum yfir Atlantshaf. Æ, mig auman LÖGREGLAN i Youngs- town í Bandaríkjunum brosir beisklega þegar kvenfólkið er kallað „veikara kynið" í návist hennar. Svo er mál með vexti, að lögreglan í Youngstown var fyrir skemmstu gerð út til þess að handtaka konu aS nafni Queenie Williams, sem gerst hafði sek um - óspektir á al- mannafæri. Og áður en hún var yfirliði borin, var hún búin að rota tvo lögregluþjóna, tæta skyrtuna utan af þeim þriðja og senda þann fjórða á spítalann með innvortis meiðsli. Velkomimi AFTUR á móti er lögreglan í Oklahoma City að springa úr hlátri þessa dagana. Innbrotsþjófur nokkur var nýbúinn að brjótast inn í verzlun, þegar eigandinn kom að honum. Hann — þ. e. a. s. innbrots- þjófurinn — lagði á flótta. Hann hljóp inn i fyrsta húsið sem hann sá til þess að fela sig. Og það var lögreglustöði. Móðurhjartað MABEL Snow heitir 36 ára gömul brezk kona. Hún héfur feikngaman af börnum. Og fyrir bragðið komst hún í brezku blöð- in núna nýlega. Hún er nefnilega búin að eignast fimm syni — og enginn á sama föðurinn. Hún tjáði blaðamanni frá Woman's Sunday Mirror: „Ég skammast mín sko alls ekkert fyrir þetta. Élg hef ekki enn hitt mann, sem ég hef kært mig um að giftast. Ég hef ekki verið astfangin síðan ég var unglingur, þegar kærast- inn minn sagði mér upp. En ég sá enga ástæðu til að fara á mis við börnin þrátt fyrir það. Svo að ég hef bara eignast börn eins og mér hefur þókn- ast. ffig hef aldrei farið fram á meðlög frá feðrun- um. Ég héf alltaf valið ógifta menn — þó aS ég uppgötvaði reyndar seinna um einn, að hann var giftur. Eg hef líka alla tíð unnið fyrir drengjunum mínum; ég hef aðeins einu sinni á æfinni orðið að þiggja hjálp hjá því opinbera. Ég hef ekki verið byrði á neinum." Drengir Mabels eru sex til 18 ára. Verðlaunakeppni S.Í.B.S. MYNDIN á forsíðunni er frá Hafnarfirði, þeim mikla útvegs- og athafnabæ, sem nú á hálfrar aldar afmæli. Samband ísl. berklasjúklinga á líka afmæli á þessu ári, — að visu ekki hálfrar aldar, en merkisafmæli þó — tuttugu ára afmæli. S.l.B.S. hefur unnið mikið starf á þessum tveim áratugum, starf, sem orðið hefur æ umfangs- meira með hverju ári, sem líður, starf í þágu alþjóðar. Já, það vantar mikið á, að S.l.B.S. sé orðið hálfrar áldar gamalt— en hinsvegar greiðir Vöruhappdrætti þess hálfa milljón króna þrisvar á ári þeim viðskiptavinum, sem heppnastir eru. Þar fyrir utan eru margir stórvinn- ingar, sem nægt geta til þess að gerbreyta aðstöðu okkar í lífinu. Við getum eignast íbúð, bil, bát, húsgögn, hljóð- færi — eða eitthvað annað, sem hugurinn girnist og vinn- ingsupphæðin leyfir. Og sú upphœð getur semsagt numiö allt að hálfri milljón króna. Enginn ætti að neita sér um vonina i slikum vínningi — einkum þegar hún kostar nú ekki nema 240 krónur á ári. SPURNING: Hvaða tvö þjóðkunn ljóðskáld (ami- að einkum frægt fyrir ljóðaþýðing- ar) gegndu bókavörzlu í Hafnarfirði? seðill i verðlaunakeppni S.l.B.S. Skáldin voru Nafn ______ Heimilisfang GUNNAR RÚNAR tók forsíðumyndina. LEIGJUM og útvegum hinar þægilegu SCANIA-VABIS langferðabifreiðir, 26-7-50 farþega í hóp- og skemmtiferðir. Góð þjónusta gerir ferðina ánægjulegri. LANDLEIÐIR H.F. Símar: 1-72-70 og 1-37-92 Otgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðaTmaður • Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.