Vikan


Vikan - 29.05.1958, Page 4

Vikan - 29.05.1958, Page 4
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINIM ... Hafnarfjörður á afmæli 1. júní. Það er meir að segja merkis- afmæli. Hinn 1. júní 1908 fékk bær- inn kaupstaðaréttindi, og sama dag voru sjö menn kosnir í bæjar- stjórn. Hafnarfjörður á því fimm- tugsafmæli hinn 1. júní, og Vikan vill nota tækifærið til þess að verða til þess fyrst blaða að óska honum hjartanlega til hamingju. HA /VIHFJÖRO VR Saga Hafnarfjarðar verður ekki rakin í stuttri blaðagrein. Sigurður Skúlason magister hefur skrifað þá sögu fram að árinu 1933, mikla bók.; og nú er von á franxhaldinu frá Magnúsi Má Lárussyni prófessor. Á hinn bóginn má reyna að stikla á því stærsta úr sögu bæjarins eftir að hann varð ,,fullveðja“. Er sú saga Hafnfirð- ingum til mikils sóma. Þeir eru engra eftirbátar svo mikið er víst og ryðja enda oft leiðina rösklega og karlnannlega þegar þeim býðst svo við að horfa. Hafnarfjörður er ísland í hnotskurn. Hafnarfjörður er í serm útgerðarbær og iðnaðarbær og verzlunarbær, og þar hafa löngum búið bændur. Hafnfirðingar fóru heldur ekki varhluta af útlenda valdinu fyrr á árum; og öldum saman var Hafn- arfjörður ein mesta verzlunarstöð á ís- landi; þangað sóttu Þjóðverjar og Eng- lendingar og Hollendingar — allra þjóða kvikindi má nærri því segja — til þess að verzla. Iiafnarfjörður var ekki ómerki- legri bær í þessum efnum en nágranninn handan við hálsana — Reykjavík. Það má meir að segja færa sterk rök að því, að tilviljunin hafi ráðið nokkru um það, að Reykjavík varð höfuðborgin okk- ar en ekki Hafnarfjörður. Reykjavík varð semsagt fyrir því láni að öðlast kaup- staðaréttindí þegar Hafnfirðingum var neitað um þau, og er ekki út í bláinn að halda því fram, að þetta hafi ef til vill riðið baggamuninn. Víst er það, að kaup- staðarheitið og það sem því fylgdi varð Reykvíkingum mikil lyftistöng í sam- keppninni við Hafnfirðinga; nú var þetta orðinn ójafn leikur. En hvað um það, þó að það ætti ekki fyrir Hafnarfirði að líggja að verða höf- uðstaður Islendinga, þá hefur þessi vina- legi bær reynst íbúum sínum vel. Þó að þjóðaríþróttin — pólitíska vafstrið — hafi ekki farið fram hjá Hafnfirðingum frem- ur cn öðrum Islendingum, þá eiga þeir það sameiginlegt, hvar í flokki sem þeir standa, að þykja vænt um bæinn sinn og vilja hag hans sem beztan. Atlrafnalífið í Hafnarfirði ber keim af þessu. Það er fjörugt athafnalíf í Hafn- arfirði; þar er fátt um slæpingja. Þar á emstaklingsframtakið dugmikla fulltrúa, og þar hefur líka bæjarrekstur verið iðkað- ur af hvað mestu kappi. Þar standa vinnu- stöðvar eljusamra einstaklinga og svo bæjarfclagsins alls hlið við hlið — og virð- ist hvortveggja geta blessast auk þess sem hvortveggja hefur það sér til ágætis (sem mestu máli skiptir) að sjá fólkinu fyrir vinnu. Hafnarfjörðui' er myndarbær á íslenzk- um mælikvarða — og raunar þótt víðar væri leitað. Þar er ekki einungis átt við sjálf húsin borgaranna og bæjarbraginn. Víst er óvenjulegur og aðlaðandi svipur yfir Hafnarfirði þar sem húsin eins og hreiðra um sig milli hraunborganna; og Hafnarfjörður er hreinlegur bær, sem ýmsir aðrir bæir íslenzkir mættu taka sér til fyrirmyndar í þeim efnum. En hitt er engu síður athyglisvert, hve mikið hefur verið framkvæmt í ekki stærri bæ, hve mikið borgararnir eiga sameigin- lega. Til dæmis þætti það ekki sjálfsagt erlendis, að 6400 manna bær ætti ekki einungis góðan barnaskóla heldur jafn- veglegan skóla og Flensborg er. Fyrr- nefndi skólinn var stofnaður 1875, en fékk ekki sitt eigið hús fyrr en 1902. Núver- andi skólahús var hinsvegar vigt í októ- ber 1927 og hefur síðan verið stækkað. Flensborg er auðvitað landfrægur skóli. Hann stofnaði séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum árið 1882. Hann var sjálfseignar- stofnun þar til breyting var gerð á lögum um gagnfræðaskóla 1930; þá tók bærinn Þeasir auglýsa í blaðinu: Bæjarútgerð Hafn- arfjarðar, Rafmót- or, Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, Rafha, Reiðhjóla- iðjan Fákur, Hlutafélagið Hrímir, Bæjarbíó, Bátalón, Dvergur, Kaupfélag Hafn- firðinga, Nýja bílastöðin, Palla- búð, Ragnar Björnsson, Vél- smiðja Hafnar- fjarðar, Bókabúð Böðvars, Geir Jóelsson, Raft.vinnustofan Kyndill, Steinull, Stebbabúð, Báta- fél. Hafnarfjarðar, Guðmundur Guð- mundsson, Ishús Hafnarfjarðar, Reykdals-íshús og verksmiðja, Raf- tæk j avinnustof a Sigurjóns Guð- mundssonar, Raf- veitubúðin, Skelj- ungur, Landleiðir. 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.