Vikan


Vikan - 29.05.1958, Page 6

Vikan - 29.05.1958, Page 6
Tilhynninf/ ntn ix*»•♦) eftir Agöthu Christie 23. KAFLX. Kvöldstund d prestssetrinu. n | NGFRXj Marple sat i háa stólnum. Bunch sat í hnipri á góXfinu fyrir framan arininn og hafði handleggina um hnén. Séra Júlían Har- IL/ mon hallaði sér eftirvæntingarfullur fram og i þetta sinn var hann líkari skólastrák en alltof follorðinslegum manni eftir aldri. Craddock lögreglufulltrúi tottaði pípu sína og hafið viskýglas við hliðina á sér, svo það var augljóst að hann var ekki að sinna neinum skyldustörf- um. Kringum þau stóðu svo Júlía, Patrick, Edmund og Philippa. - Þetta er eiginlega yðar saga, ungfrú Marple, sagði Craddock. — Ó nei, drengur minn. Ég hjálpaði bara ofurlítið til hér og þar. Þér höfðuð þetta allt með höndum og hélduð um sjórntaumana. Þér vitið svo miklu meira um þetta en ég. — Jæja, segið þá frá því í félagi, sagði Bunch óþolinmóð. Eða á víxl. Látið Jane frænku byr.ja. Mér þykir svo gamar. að því hvað hún hugsar oft eftir flóknum leiðum. Hvenær datt þér fyrst i hug að ungfrú Blacklock hefði sjálf komið þessu öllu svona fyrir? — Kæra Bunch, það er erfitt að segja það nákvæmlega. Auðvitað virt- ist ungfrú Blacklock í upphafi vera hentugasta manneskjan eða rétt- ara sagt augljósasta manneskjan til að skipuleggja slíka árás. Hún var einasta manneskjan sem vitað var að hafði haft samband við Rudi Scherz og auk þess er svo miklu auðveldara að gera allar slíkar ráðstafanir á sinu eigin heimili. Tökum til dæmis miðstöðina. Hún var í gangi. Enginn árineldur annars hefði ekki verið nægilega dimmt í herberginu. Ein- asta manneskjan, sem gat ráðið því að ekki var eldur í arninum, var auð- vitað húsmóðirin. Ekki svo að skilja að mér hafi hugkvæmst þetta þá mér fannst það bara verst að það skyldi ekki geta verið svona einfalt. Ónei, ég lét gabba mig eins og allir aðrir. Ég hélt að einhver ætlaði í raun og veru að drepa Letitiu Blacklock. — Ég vildi nú gjarnan fá skýrari mynd af því sem raunverulega gerð- ist, sagði Bunch. Þekkti svissneski pilturinn hana? Já, hann hafði unnið á . . . Hún hikaði og leit á Craddock. — Á sjúkrahúsi dr. Adolfs Kochs í Bern, sagði Craddock. Koch var heimsfrægur fyrir skjaldkirtilsuppskurði sína. Kai'lotta Blacklock fór þangað til að láta skera í skjaldkirtilinn á sér og Rudi Scherz var einn af aðstoðarmönnunum á sjúkrahúsinu. Þegar hann kom til Englands sá hann á hótelinu þessa konu, sem hafði verið sjúklingur á sjúkrahúsinu, og hann ávarpaði hana hiklaust. Ég býst varla við að hann hefði gert það ef hann hefði farið að hugsa sig um, því hann hafði hoi'fið af sjúkrahúsinu af dálítið vafasömum ástæðum, en bað hafði ekki verið fyrr en nokkru eftir að Karlotta var þar, svo hún hefði ekki vitað neitt um það. — Hann hefur þá aldrei sagt henni að faðir sinn hafi verið hótelhald- ari í Montreux, eða hvað? Nei, nei. Það sagði hún aðeins til skýringar á því að hann skyldi ávarpa hana. — Þetta hlýtur að hafa verið talsvert áfall fyrir hana, sagði ungfrú Marple hugsandi. Hún hefur talið sig nokkurn veginn örugga — og svo — svo er hún svo ótrúlega óheppin að fram á sjónarsviðið kemur maður, sem þekkir hana - ekki sem aðra af Blackloek-systrunum því var F □ R S A G A : Tvær gamlar konur hafa verið myrtar, þær Dóra Bunner og ung- frú Murgatroyd. Auk þess hefur veriB skotiff á Letitiu Blackloek. Lögreglan heldur aff þetta standi alit i sambandi vlff arf, sem Letitia Biacklock á aff fá eftir Bellu Goedler og aff tilgangurinn hafi i upp- hafi affeins veriff aff myrffa hana, Ef ungfrú Blacklock deyr á undan Bellu, sem liggur fyrir dauðanum, á arfurinn aff ganga til systur- barna mannsins hennar sáluga, Pips og Emmu, en enginn veit hvar þau eru niffurkomin eða hvernig þau lfta út. Nú hefur komiff í ljós, aff stúlka sem dvalist hefur á heimilinu sem Júlla Simmons og látlst vera frænka Letitiu, er engin önnur en Emma. Og nú er enn ein gömul kona týnd. Þaff er ungfrú Marple, sem oft hefur affstoðaff lögregiuna í merðmálum. Craddock Iögreglufulltrúi hefur safnaff öllu fólkinu heim til Letitiu Blacklock og er aff yfirheyra þrjár af konunum. hún viðbúin -— heldur sem Karlottu Blacklock, sjúklinginn sem hafði verið skorinn upp við skjaldkirtilsbólgu. — Þið vilduð víst fá nákvæma skýringu á því hvernig þetta byrjaði. Jæja, ég býst við að það sé upphaf þessa máls að Karlotta Blacklock, sem þá var snotur, léttlynd og ástúðleg ung stúlka, fékk í skjaldkirtilinn. Það eyðilagði allt hennar líf, því hún var ákaflega viðkvæm stúlka, sem hafði alltaf lagt mikið upp úr útliti sínu. XJnglingsstúlkur eru oft sérstak- lega viðkvæmar varðandi útlitið. Hefði hún átt móður eða skilningsríkan föður, þá hefði hún vafalaust ekki lagst svona i þunglyndi. En hún hafði engan tii að hughreysta sig og neyða sig til að umgangast fólk og lifa eðlilegu lífi, í stað þess að vera sífellt að hugsa um útlitið. Auk þess hefði hún vafalaust verið send á sjúkrahús undir eins, ef ekki hefði verið um þessháttar heimili að ræða. Mér skilst að dr. Blacklock hafi vei'ið ákaflega þröngsýnn og aftur- haldssamur og þrjóskur harðstjóri. Hann hafði enga trú á þessháttar upp- skurðum. Karlotta varð að trúa því, þegar hann sagði að -ekkert væri hægt að gera — annað en að halda henni við á joðmeðulum og öðru slíku. Karlotta tók orð hans sem lög, og ég hugsa að systir hennar hafi líka haft meiri trú á læknishæfileikum dr. Blacklocks en ástæða var til. Karlotta var að vissu leyti háð föður sínum. Hún var sannfærð um að hann vissi hvað bezt væri fyrir hana. En hún hélt sig meira og meira inn- andyra, eftir því sem útlit hennar versnaði, og vildi loks ekki sjá nokkra manneskju. Að eðlisfari var hún þó blíð og ástúðleg. Það er skrýtin lýsing á morðingja, sagði Edmund. — O-o, ég veit ekki, sagði ungfrú Marple. Það er oft valt að treysta á veiklyndar og ástúðlegar manneskjur. Ef þær fá einhverja ástæðu til að komast í andstöðu við lífið, þá étur það oft upp þennan litla siðferði- lega styrkleika sem þær hafa yfir að ráða. Letitia Blacklock var auðvitað allt önnur manngerð. Craddock lög- reglufulltrúi sagði mér eftir Bellu Goedler að hún hafi verið reglulega góð manneskja. Hún var ákaflega ráðvönd kona, sem átti erfitt með að skilja hvers vegna allir gátu ekki séð hvað var heiðarlegt og hvað ekki, eins og hún sagði sjálf. Letitia Blacklock hefði aldrei látið sér koma til hugar neins konar svik, sama hversu mikil freistingin hefði verið. Letitiu þótti ákaflega vænt um systur sína. Hún skrifaði henni langar frásagnir af öllu sem gerðist, til að reyna að láta hana hafa eitthvað samband við umheiminn. Hún hafði áhyggjur af því hve Karlotta var orðin bitur. Loks dó dr. Blacklock. Letitia hætti hiklaust starfi sínu hjá Randall Goedler og helgaði Karlottu allan sinn tíma. Hún fór með hana til Sviss, til að láta lækna þar athuga um uppskurð. Það hafði dregist full lengi, en samt sem áður tókst aðgerðin vel, eins og við vitum. Karlotta hafði ekki lengur neitt lýti — og það var auðvelt að fela örið eftir uppskurð- inn undir perlufesti, sem lá að hálsinum. Nú var skollið á stríð, svo erfitt var að komast aftur heim til Englands. Systurnar dvöldust því um kyrrt í Sviss og önnuðust ýms störf fyrir Rauða krossinn og þess háttar. Er þetta ekki rétt, fulltrúi? — Jú, ungfrú Marple. Öðru hverju fengu þæi' fréttir frá Englandi — þar á meðal að Bella Goedler ætti ekki langt eftir ólifað, býst ég við. Það er ekki nema mann- legt þó þær hafi rætt um framtíðina og að þær mundu þá hafa mikla pen- inga milli handanna. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að þess- háttar bollaleggingar voru Karlottu miklu meira virði en Letitiu. Nú gat Karlotta í fyrsta sinn farið allra sinna ferða innan um annað fólk, án þess að horft væri á hana með viðbjóði eða meðaumkun. Loksins stóð henni til boða að njóta lifsins — og á þessum árum sem eftir voru ætlaði hún að lifa heila mannsæfi. Hún ætlaði að ferðast, eiga hús og fallegan garð, föt og skartgripi og fara i leikhús og á hljómleika, og láta eftir öllum sínum dutlungum. Þetta var eins og æfintýri í hennar augum. En þá fékk Letitia, sem aldrei hafði orðið misdægurt, innflúensu og of- an I hana lungnabólgu. Áður en vikan var liðin, var hún dáin. Karlotta hafði ekki einungis misst systur sína, heldur varð hún nú líka að sjá á bak öllum sínum framtíðardraumum. Ég býst við að ykkur hafi skilist það að í bili hefur henni næstum gramist við systur sína. Hversvegna þurfti Letitia að fara að deyja núna, þegar þær voru nýbúnar að fá bréf að heiman um að Bella Goedler ætti ekki langt eftir ólifað. Ef til vill hefði ekki þurft að muna nema mánuði, einum einasta mánuði, til að Letitia væri búin að fá peningana og hún svo erft þá eftir hana. Þarna held ég að munurinn á systrunum hafi fyrst komið verulega fram. Karlottu fannst í rauninni ckkert rangt í því sem henni datt nú allt í einu í hug. Peningarnir höfðu verið ætlaðir Letitiu — hún hefði eignast þá áður en margir mánuðir voru liðnir ~ og henni fannst nokkuð sama hvor systr- anna var. G VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.