Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 7

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 7
Ef til vill hefur henni ekki dottið þetta í hug fyrr en læknirinn eða ein- hver annar spurði hana um skírnarnafn systur hennar. Þá hefur henni orð- ið það ljóst að í augum allra annarra voru þær bara Blackloksysturnar, þessar rosknu, siðprúðu, ensku konur, sem gengu í ósköp svipuðum fötum og voru talsvert líkar i útliti. Eins og ég sagði einhvern tíma við Bunch, þá eru rosknar konur oft svo áþekkar. Því gat Karlotta ekki alveg eins hafa dáið en Letitia lifað ? Ef til vill hefur Karlotta framkvæmt þetta um leið og henni datt það í hug, án þess að um undirbúna ráðagerð hafi verið að ræða. Letitia var grafin undir nafni Karlottu. „Karlotta" var því dáin, en Letitia kom heim til Englands. Nú blómgaðist orka hennar og lífskraftur, sem svo lengi hafði verið bælt niður. Meðan hún var Karlotta, hafði hún alltaf staðið í skugga einhvers. Nú vaið hún ákveðin í fasi og örugg með sjálfa sig, eins og Letitia hafði alltaf verið. 1 rauninni voru þær ekki mjög ólíkar í lund þó þær væru siðferðilega ólikar. Karlotta varð auðvitað að gera ofurlitlar varúðarráðstafanir. Hún keypti hús í Englandi, þar sem enginn þekkti hana. Eina fólkið sem hún þurfti að forðast, voru nokkrar manneskjur í fæðingarbæ hennar í Cum- berland (en þar hafði hún hvort sem var lítið sést utandyra) og Bella Goedler, sem hafði þekkt Letitiu svo vel að ekki hefði verið hægt að blekkja hana. Rithönd hennar olli engum erfiðleikum, liðagigtin sá fyrir því. Þetta var allt svo ákaflega auðvelt, vegna þess hve fáir höfðu þekkt Karlottu. En ef hún hitti nú fólk, sem hafði þekkt Letitiu? spurði Bunch. Hún hlýtur að hafa þekkt fjölmarga. - Þá var allt öðru máli að gegna. Einhver kunni ef til vill að segja: „Ég hitti Letitiu Blacklock um daginn. Hún er orðin svo breytt að ég ætl- aði ekki að þekkja hana.“ En þrátt fyrir það mundi engan gruna að hún væri ekki sú sem hún þóttist vera. Fólk breytist á tíu árum. Það var alltaf hægt að kenna nærsýninni um að hún þekkti ekki aðra. Þið verðið að minn- ast þess að Karlotta þekkti lifnaðarhætti Letitiu í London í smáatriðum — kannaðist við fólkið sem hún hafði hitt og þá staði sem hún kom á. Hún gat flett upp í bréfunum frá Letitiu og kveðið niður alla tortryggni með því að minnast á eitthvert smáatvik eða spyrja eftir sameiginlegum vini. Nei, hún þurfti ekkert að óttast annað en að einhver þekkti hana. sem Karlottu. Hún settist að í Little Paddocks, kynntist nágrönnum sínum, og þegar hún fékk bréf, þar sem Letitia frænka var beðin um að taka á móti tveim- ur frændsystkinum, sem hún hafði aldrei séð, þá gerði hún það með ánægju. Það veitti henni jafnvel öryggi að talað væri um hana sem Letty frænku. Þetta gekk allt eins og í sögu. En þá varð henni á í messunni. Mistökin stöfuðu einungis af því hve góðhjörtuð hún er að upplagi. Hún fékk bréf frá gamalli, illa staddr-i skólasystur og hún flýtti sér að koma henni til hjálpar. Kannski hefui' hún gert það, af því að í rauninni hefur hún alltaf verið einmana. Vegna leyndarmálsins hélt hún sig í hæfilegri fjarlægð frá öllum öðrum. Henni hafði þótt vænt um Dóru Bunner og minntist hennar sem tákns hinna gömlu, áhyggjulausu skólaára. Án þess að hugsa málið til hlítar fór hún sjálf á fund þessarar vinkonu sinnar. Hve Dóra Bunner hlýtur að hafa orðið undrandi! Hún hafði skrifað Letitiu og svarið við bréfinu var Karlotta systir hennar. Auðvitað var ekki um það að ræða að látast vera Letitia, þegar Dóra var annars vegar. Dóra var ein af þeim fáu, sem hafði fengið að sjá Karlottu, meðan hún var sem þunglyndust. Og þar sem hún vissi að Dóra mundi líta alveg eins á þetta mál, þá sagði hún henni allt af létta. Dóra var henni innilega sammála. Henni fannst það ekki nema rétt að komið væri í veg fyrir að hennar kæra Lotty væri svikin um ax-finn sinn, úr því Letty dó á svona óheppilegum tíma. Lotty átti sannarlega skilið elnhver laun fyrir allar þjáningarnar, sem hún hafði borið af svo miklu hugrekki og þolinmæði. Það væri ekkert nema óréttlæti ef peningarnir gengju til einhvers sem enginn hefði nokkru sinni heyrt getið um. Hún skildi það vel að enginn mætti vita neitt. Þetta var alveg eins og að útvega sér pund og pund af smjöri utan skömmtunarinnar. Maður mátti ekki nefna það við neinn, en það var ekkert óheiðarlegt við að taka við því. Dóra flutti því til Little Paddocks og ekki leið á löngu áður en Karlottu fór að skiljast að hún hafði gert sig seka um hrapalleg mistök. Það var ekki nóg með að Dóra væri alveg óþolandi á heimilí með sínar sífelldu vit- leysur, mistök og vafstur. Karlotta gat vel umborið það, því henni þótti i xauninni afar vænt um Dóru, og læknarnir höfðu þar að auki sagt henni að hún ætti ekki langt eftir ólifað. En Dóra var stöðugt ógnun við öryggi hennar. Þó Karlotta og Letitia hefðu kallað hvora aðra fullu nafni, þá var Dóra ein af þeim senx alltaf þarf að nota gælunöfn. 1 hexmar munni höfðu systurnar alla tíð verið Letty og Lotty. Þó hún reyndi að venja sig á að kalla vinkonu sína Letty, þá slapp gamla nafnið öðru hverju út úr henni. Henni hætti líka við að vera að rifja upp minningar frá liðnum dögxxm, svo Karlotta vai'ð sífellt að vera á verði og hafa stöðugt eftirlit með þessu tali hinnar gleymnu Dóru um gamla daga. Þetta var farið að fara í taug- arnar á henni. En enginn var þó líklegur til að fara að hirða um ósam- kvænxnina í frásögnum Dóru Bunner. öryggi hennar var ekki fyrir alvöru í hættu fyrr en Rudi Scherz þekkti hana og ávarpaði hana í Royal hóteliixu. Bg hugsa að Rudi Scherz hafi kannski fengið peninga hjá Kai'lottu Blacklock til að endurgreiða hnupl sitt í fyrra skiptið. Hvorki ég né Craddock lögreglufulltrúi höldum að Rudi Scherz hafi snúið sér til hennar með það fyrir augum að kúga út úr henni fé. — Hann hafði ekki hugmynd um að hann vissi neitt, sem hann gæti kúgað út úr henni fé með, sagði Craddock. Hann vissi bara að hann var geðugur ungur maðui' og reynsJa hans var sú að laglegir ungir menn Framhalds á bls. 18. BÆJARBÍÚ HAFNARFIRDI Sími 50184 ÞEIR SEM SKEMMTA SÉR I BÆJARBÍÖ SAFNA I SJÖÐ TIL ELLIÁRANNA. B.S.H. » Bifreiðastöð Hafnarfjarðar Símar: 50168 — 50468 Nýir bílar ávallt til leigu. Traustir ökumenn. Sælgæti — Ö1 — Gosdrykkir — Tóbak til sölu. Einnig benzín og olíur. B. M. Sæberg. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.