Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 12
HJÁKO MUSSOLINIS „Ég græt af fögnuði þegar nafn þitt er nefnt . . . Öll þjoðin elskar þig" Írauninni var hún ekkert sérlega lagleg. Eiginkona elskhuga hennar öskraði einu sinni framan í hana: „Líttu á þig í spegltoium núna! Ef maðurinn minn fengi að sjá þig eins og þú ert núna — ómálaða og ógreidda — mundi hann ekki líta við þér framar." En Clara Petacci haf ði einn mikilvægan kost. Hún tilbað feita einræðisherrann, sem var elskhugi hennar, tilbað Benito Mussolini þótt hann væri 28 árum eldri en hún. Hún lýsti yfir oftar en einu sinni, að. hún væri reiðubúin að fórna lífi sínu fyrir manninn, sem teymdi Itali inn í heims- styrjöldina. Og það gerði hún reyndar. Hún lagði líf sitt í sölurnar til þess að reyna að bjarga Mussolini frá bana. ítalskur skæruliði, sem hataði einræðis- herrann og barðist við hlið bandamanna, lyfti vélbyssu sinni og miðaði henni á Mussolini. Clara stökk fram fyrir hann til þess að hlíf a honum. Hún var skotin til bana. Þegar þeir hengdu lík hennar upp í Milano, lýðnum til skemmtunar, tóku þeir eftir gullnisti, sem hékk í keðju um háls hennar. Þegar það var opnað, kom þessi áletrun í Ijós: „Clara, ég er þú; þú ert ég — Ben." I loki nistisins voru upphafs- stafirnir þeirra samtvinnaðir: CB. Mussolini hafði verið einræðisherra á Italíu í 21 ár, elskhugi Clöru í níu ár. Hann var fyrsta ást hennar — og sú síð- asta. En maðurinn sem Winston Churchill kallaði „ítölsku hýenuna", var Clöru eins ótrúr og konunni sinni. Eitt sinn skrifaði Clara honum: „Líttu á þetta bréf sem hinstu kveðju mína. Því að þetta er síðasta bréfið sem þú færð frá. mér . . . Mundu hve djúpu sári þú hefur sært mig . . . Nú er ég búin að gera uppreisn . . . gegn þér, sem skilur mig ekki, gegn hinum sífelldu svikum þínum. Þetta eru lokin." En hún meinti þetta ekki. Ári seinna var afbrýðisemi hennar orðin svo mikil, að Mussolini gerði uppreisn. Hann bann- aði henni aðgang að höll sinni. Lögreglan reyndi að aftra henni inn- göngu, en hún smaug fram hjá lögreglu- verðinum og ruddist inn í vinnustofu ein- ræðisherrans. Og eftir harkalegt rifrildi, neyddi hún hann til að falla frá ákvörðun sinni. Fyrsti fundur þeirra var með ólíkind- um. Þetta er í september á þjóðveginum milli Rómar og Ostia. Það er steikjandi hiti. Opinn bíll kemur akandi. 1 honum er líflæknir páfa, Francesco Petacci prófess- or, dætur hans, Clara og Miriam, og unn- usti Clöru, Ricardo Federici. eftir Max Caulfield Værukær og draumlynd Tvo tíma við spegilinn Bíll kemur á eftir þeim, dregur á þau, fer fram úr þeim. Clara grípur andann á lofti, þegar hún sér hver ekur bílnum, þrífur af sér stráhattinn og hrópar: „For- inginn! Foringinn!" Mussolini kinkar kolli og brosir. Skömmu seinna stöðvar hann bíl sinn. Bíll Petacci fjölskyldunnar hægir á sér og nemur staðar. Clara stígur út úr hon- um. Hún segir frá sér numin af fögnuði: „Draumur minn hefur ræst . . ." Hún hafði verið ástfangin af þessum manni síðan hún var tólf ára, ástfangin „Ég er þú — þú ert ég" af myndum hans og orðum hans. Hún hafði einu sinni fengið áminningu í skól- anum fyrir að fylla stílabókina sína með orðinu: „Foringinn!" Það var mynd af einræðisherranum við höfðagafl hennar. Hún bað fyrir honum á kvöldin. Og nú stóðu þau augliti tii auglitis ... Skömmu eftir þennan atburð var henni boðið í veizlu til Mussolinis. En það lið» nærri því f jögur ár áður en hún varð ást- mey hans. A þessum árum var hún í blóma æsk- unnar. Henni hefur verið lýst þannig, að „hún var miðlungshá, með fallega og netta fætur, smáar og fagrar hendur og óvenju- löng augnahár." En hún var ekki vel vaxin og hún var ákaflega ósmekkleg í klæðaburði. Hún var löt og værukær og draum- lynd. Hún nennti stundum alls ekki á fætur, lá þá í rúmi sínu, lét fara vel um sig og hlustaði á músík eða las kvæði. Stundum fór hún aðeins fram úr til þess að máta nýja kjóla eða til þess að snyrta á sér andlitið — og er sagt, að það hafi stundum tekið hana fulla tvo tíma. Það var að undirlagi Mussolinis sem hún giftist Federici unnusta sínum, sem að því loknu var gerður að kaptein í flug- hernum og seinna varð einkaflugmaður einræðisherrans. Mussolini lést vera að vernda mannorð Clöru. Hjónabandið varð stutt. Leti Clöru gerði Federici einu sinni svo reiðan, að hann rak henni kinnhest. Hún féll við höggið, sló höfðinu í gólfið og fékk heilahristing. Þar með var þessu lokið. Þau skildu árið 1941. Þegar hér var komið, var hún farin að hafa mikil áhrif á athafnir Mussolinis og eignaðist við það f jölda óvina. Þó var það svo, að þeir sem þurftu að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarvöldunum, sneru .12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.