Vikan


Vikan - 29.05.1958, Qupperneq 13

Vikan - 29.05.1958, Qupperneq 13
 immiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiimi immmmmmmmmmmmiim Ég þarf að eignast MÍLLJÚN sér gjarnan til hennar. Að stríðinu loknu lýsti Edda Ciano, dóttir Mussolinis, henni þannig, að hún hefði verið „illur andi sem eiginlega var allsráðandi í landinu.“ Clara kippti í taumana frá íbúð sinni, sem var í beinu símasambandi við aðset- ur Mussolinis. Einræðisherrann átti það til að hringja hana upp á hálftíma fresti, bara til þess að spyrja hana hvemig ,,la mia tigrotta“ (litla tígrisdýrið mitt) hefði það. I augum hennar var hann ekki einungis elskhugi hennar heldur mesti, bezti og hugrakkasti maður veraldar. En Mussolini gat ekki á sér setið að eltast við annað kvenfólk. Einu sinni hefndi Clara sín á honrnn með því að fá frænda sinn einn til að skrifa henni nafn- laus ástarbréf, sem hún vissi að leyni- lögregla Mussolinis mundi sjá um að kæm- ust í hendur hans. Mussolini varð æfur og reyndi mánuð- ur' saman að finna bréfritarann. Dagbók Clöru varpar ljósi á ást hennar: ,,Eg græt af fögnuði þegar nafn þitt er nefnt. Öll þjóðin elskar þig . . .“ Þegar að skuldadögunum kom fyrir Mussolini, hefði Clara Petacci getað forð- að lífi sínu hefði hún kosið. Þegar herir bandamanna streymdu norð- ur ítalíu síðsumars árið 1943, bjóst fjöl- skylda hennar til að flýja til Spánar. ,,Ég fer hvergi,“ sagði hún. „Ég ætla mér að deyja með honum.“ Mussolini bað hana ekki um að koma með, þegar hann reyndi að flýja til Sviss- lands. Jafnvel eftir að þau höfðu fallið í hendur skæruliðanna, hefði hún getað fengið grið ef hún hefði kært sig um. Þegar Mussolini var leiddur burtu, féll hún á hné fyrir framan manninn, sem gætti hennar, og grátbað hann að leyfa henni að fara líka. Og hún var bænheyrð. Síðustu mínúturnar sem þau lifðu voru átakanlegar. Víst hafði þessi gildi, kjálka- breiði maður verið harðstjóri, víst hafði hánn stjómað í skjóli ofbeldisins, víst hafði hann kallað hörmungar stríðsins yf- ir þjóð sína. En á þessari stundu voru einræðisherrann og ástmey hans bara karl og kona sem stóðu á þrepskildi dauðans. ,,Hversvegna komstu?“ spurði Musso- lini, þegar bílarnir sem fluttu þau, mætt- ust í myrkrinu við Comovatn. „Ég kaus að koma,“ svaraði hún. Þau voru flutt til þorps að nafni Dongo og sett í sitthvort herbergið. Jafnvel á þessari stundu var Clara sjálfri sér lík. Hún virtist hafa mestar áhyggjur af lykkjufalli á sokknum sínum. Síðustu nóttina sem þau lifðu eyddu þau í hrörlegum bóndabæ. Þau hvísluðust á í myrkrinu. Klukkan f jögur daginn eftir kom skæru- liðaforingi, sem gekk undir dulnefninu Valerio (hann hét réttu nafni Walter Audisio og átti eftir að verða þingmaður kommúnista) frá Milano og ruddist inn í herbergið. „Flýtið ykkur,“ sagði hann. „Ég er kominn til þess að frelsa ykkur.“ Þau voru flutt að húsaþyrpingu sem nefnist Giulino di Mezzegra. Þegar þeim var skipað að stíga út úr bílnum, vissi Mussolini að hinsta stundin var komin. Hann tók Clöru í fang sér. „Einn koss — og svo dey ég með þér,“ sagði hún. „Nei, ástin mín, nei,“ andmælti Musso- lini. Fáeinum sekúndum seinna hóf Vale- rio skothríðina. Skömmu eftir sólsetur héngu lík þeirra hlið við hlið undir bakbrún bifreiðaverk- Franihald á bls. 18. Er G las fyrir skemmstu um 29 ára gamlan mann, sem byrjaði að í verzla með þúsund krónur í vasanum í og nú virðist eiga 25 milljónir. Þessi ungi maður hafði einhverntíma i heitið því á sjálfan sig að verða búinn j að eignast fimmtíu milljónir tun fer- í tu'rt. H.inn hóf feril sinn í Ástralíu með i því að kaupa tvö útvarpstæki og leigja i þau út. Nú virðist hann stofna nýtt Í fyrirtæki á hverri viku, og komi ékki I eitthvað alveg óvænt fyrir, verður hann Í áreiðanlega búinn að eignast þessar i fimmtíu milljónir minns.t þremur árum i fyrr en hann ásetti sér. Jæja, þegar ég las þessa frásögn, i sagði ég við sjálfan mig, að tími væri i til kominn að ég græddi mína milljón. Í Ég er nefnilega farinn að nálgast fer- \ tugt. Og það vill svo einkennilega til, i að ég hét því einu sinni á sjálfan mig, Í alveg eins og ríki maðurinn sem ég var Í að enda við að segja frá, að verða millj- = ónamæringur. Ef ég man rétt, var ég þá i ellefu ára gamall. Nú var bara spurningin þessi, hvemig [ átti ég að eignast milljónina. Ég byrj- Í aði á því að selja frímerkjasafnið mitt Í fyrir fjóra shillinga. (Menn mega ekki í gleyma því, að shillingar voru meira j virði þá en nú.) En skömmu seinna fékk ég þá flugu i í höfuðið að verða heimsmeistari í skák. j Þetta hafði það í för með sér, að éT Í varð að hætta við auðsöfnun um stund, { ég gleymdi þessu satt að segja alveg Í þar til ég las söguna um hinn tæplega í þrítuga milljónamæring. j Nú er ég hinsvegar ráðinn í að snúa j mér að þessu af krafti. Spumingin er í þá bara þessi: Hvemig getur maður j orðið ríkur í einum logandi hvelli? j Ein aðferðin er að giftast til auðs. j Maður les stundum um náunga í blöð- [ unum, sem hafa krækt ser í forríkar j eiginkonur — og fallegar í þokkabót. | En forríkar heimasætur eru auðvitað j ekki eins og mý á mykjuskán, og auk j þess veit ég ekki hvað konan mín — j móðir bamanna okkar f jögurra — segði, j ef ég tæki upp á því að giftast einni j slíkri. Ég er ekki frá því, að hún tæki | það óstinnt upp — og væri henni það j kannski nokkur vorkunn. Nei, ég get ekki fundið milljónina | mína með giftingu. Þá eru það happdrættin. Eins og allir j vita, er skjóttekinn auður í happdrætt- j unum. Ef ég ynni til dæmis þó ekki j væri nema 200,000 krónur í happdrætt- | inu, þá væri það góð byrjun: þá vant- j aði mig ekki nema fjóra fimmtu af j milljóninni, og ég gæti auk þess vafa- j laust braskað eitthvað með þessar j 200,000 og grætt heilmikið af pening- j um. Ég er líka byrjaður að reyna þessa { leið. Ég er í ár búinn að eyða tæpum j 200 krónum í happdrættismiða og þeir j hafa þegar gefið mér tuttugu og sjö í krónur í aðra hönd. Hvaða ráð önnur eru þá fyrir hendi? Jú, ein leið til þess að verða ríkur er að skrifa metsölubók. Ég tala nú ekki um, ef leikrit er samið eftir bókinni og kvikmynd síðan eftir leikritinu. Þá bókstaflega rignir peningunum yfir mann, að mér er sagt. En það er seinlegt að skrifa bók og maður getur því miður aldrei verið viss um, að hún verði metsölubók. Ég er hræddur um, að þessi aðferð taki of langan tíma. Ef ég ætla að verða orð- inn milljónamæringur fyrir fertugt, verð ég að grípa til annarra ráða. Eins og þið hafið eflaust lesið um í blöðunum, er til ein verzlunaraðferð, sem stundum gefur mjög skjótan arð. Hún byggist á því að gefa út falskar ávísanir. Gallinn er bara sá, að þegar maður er búinn að gefa út tvær þrjár falskar ávísanir, verður maður helst að skipta um íbúð, og í húsnæðisvandræð- unum, sem nú hrjá okkur Breta, er það enginn barnaleikur. Fljótleg og hentug aðferð . . . Ærlegar ránsferðir með byssu í hönd eru að þessu leyti hentugri. Það tekur enginn til þess þó maður noti grímu við þessa iðju. og ég hef það fyrir satt, að menn, sem verið er að ræna, séu aldrei svo dónalegir að spyrja bófana að nafni. Að öllu samanlögðu, er það þess- vegna ekki eins erfitt og margur held- ur að eignast milljón. Ég á við: það eru til ýmsar mjög góðar aðferðir. Ef ég verð ekki milljónamæringur, eins og ég hét á mig í æsku, er það þar af leið- andi algjörlega sjálfum mér að kenna. Það hefur þá eitthvað tafið mig eða ég hef fengið meiri áhuga á einhverju öðru en peningum. Og þegar öllu er á botn- inn hvolft, eru peningarnir ekki fyrir öllu. En rneðal annarra orða og úr því við erum að tala um peninga: Vill ekki oiniivcr lánn. mér hundrað kall fram að mánaðamótum? — PATRICK GOLDRING. 11 ii i ii ii 11111111 ■■ 11111 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.