Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 14
Clarence Day, höfund þessa þáttar, þarf ekki að kynna fyrir lesendum Vikunnar. Þetta er fjórða eða fimmta „pabbasagan" sem við birtum. ^Pabbi STAPPAR I GOLFIÐ MARGRÉT gamlá var alveg rétta elda- buskan fyrir okkur. Fjölmargar eldabuskur geta eldað íburðarmikinn mat vel. Það kunni Margrét ekki. En hún bjó til einfaldan hversdagsmat þannig að það kom vatn fram í munninn á manni. Epla- kökurnar hennar voru einhverjar þær beztu eplakökur sem ég hef nokkurn tíma smakkað. Og ofnhituðu kartöflurnar hennar voru svo gómsætar, að ég hefði getað borðað þær einar í miðdegisverð. Samt gat jafnvel Margréti stundum mistekizt. Fýrir framan pabba var kannski sett stór steik, sem leit út fyrir að vera hreinasta kóngafæða, en þegar hann skar í hana, þá kom í Ijós að hún var ekki nægi- lega vel soðin. Brúnin á pabba þyngdist af vonbrigðum. Þó jörðin hefði farið að rugga og rykkjast til á braut sinni, þá hefði hann varla orðið hneykslaðri. Hann lyfti öðrum fætinum undir borðinu og stappaði þrisvar sinnum fast ofan í tepp- ið. Tudd, tudd, tudd! Við þetta hátíðlega merki heyrðum við að Margrét lagði af stað úr eldhúsinu beint fyrir neðan okkur og kom þrammandi, þrep fyrir þrep, upp stigann og að borð- stofudyrunum. — Margrét, líttu á þessa steik! Þá var Margrét vön að ganga nær og horfa hneyksluð á svip á diskinn. „Drott- inn blessi okkur og varðveiti," tautaði hún svo við sjálfa sig. Að svo búnu þreif hún f atið og lagði af stað með það, til að bæta úr þessu eftir beztu föngum, og á meðan beið pabbi, þungur á brúnina og nartaði í svolítið grænmeti og fékk sér aftur rauðvín í glasið. Hinn mikli áhugi sem pabbi og Mar- grét höfðu bæði á matargerð, tengdi þau traustum böndum. Hvort þeirra um sig skildi hitt af eðlishvöt. Milli þeirra ríkti ósvikinn náungakærleikur. Mamma hafði aðallega áhuga á börnum — henni hafði aldrei verið kennt að elda mat. Hún gerði sig ánægða með að halda pabba með ein- hverju móti í sæmiiegu skapi; og ef það reyndist of erfitt, þá hirti hún oft ekki einu sinni um það. Það var verk pabba að skera í sundur fuglana og sneiða niður lambasteikina eða nautakjötið við borðið. Mér þótti alltaf gaman að sjá hann brýna hnífinn og taka til við kjötið. Hann hafði svo fallegar og liðlegar hendur. 1 augum hungraðs drengs virtist hann draga hnífinn af alltof mik- illi nákvæmni og gætni, en samt var því lokið á andartaki. Og venjulega var kjöt- ið matreitt af jafn mikilli list og það var skorið. Stundum var það svo fullkomið að ánægjuhrukkur breiddust út um allt andlitið á pabba, og hann kallaði Mar- gréti á vettvang með þessu venjulega reglubundna stappi sínu, og deplaði fram- an í okkur augunum um leið. Hún birtist, kvíðafull á svip og kreisti svuntuna sína milli handanna. — Hvað vantar? spurði hún. — Margrét, sagði þá pabbi í ástúðleg- um tón. Þessi kjúklingakássa er góð! Þá sneri Margrét hrukkóttu andlitinu í aðra átt og leit niður á tærnar á sér, um leið og hún bandaði hendinni með flöt- um lófanum í áttina til pabba. Þessa sömu handahreyfingu var hún vön að nota við smjaðrara, um leið og hún sagði: „Eg vil ekki hlusta á þetta." Það gat hún ekki sagt við pabba, en hún ljómaði öll VEIZTU i 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Á átta stöðum á landinu eru bæjarsími og langlínumið- stöð opin allan sólarhringinn. Hvaða staðir eru það? Hver var foringinn í Uppreisninni á Bounty? Hvers son var Gunnar á Hlíðarenda? Hvers vegna verða menn brúnir? Hvaða land er þéttbýlast í Evrópu? Hvort kemur sólin fyrr upp á Seyðisfirði eða í Reykja- vík? • Hvaða haf skilur Alaska frá Siberíu? I óperu eftir Verdi, sem sýnd hefur verið í Þjóðleikhús- inu, lék Stefán Islandi hlutverk hertogans af Mantua. Hvaða ópera var það? Árið 79 fyrir Krist gaus ,eldf jall nokkurt, og eyðilagði meðal annars borgirnar Pompei og Herculaneum. Hvaða fjall var það? Gáta: Líkama og sálarlaus ég er, líkama og sál þó fangi, endurnærast allir á mér, ekki þó á gangi. Svör á bls. 18. og snerist á hæli til að fara. Svo þrammaði hún niður skuggalega mjóa stigann, án þess að segja aukatekið orð. Öðru hverju, þegar heimilisreikningarn- ir voru farnir að hrúgast upp, var látið fat með þremur kótelettum fyrir framan pabba, og stærra fat með köldum korn- stöngum eða grænmetiskássu fyrir fram- , an mömmu. Við þessa sýn steinþögnuð- um við strákarnir. Við urðum ekkert nema augun og höfðum hægt um okkur. Pabbi leit þá á rétt mömmu, til að at- huga hvort hann liti út fyrir að vera lystugur, því hann sagði oft að ekkert væri betra en kássurnar hennar Margrét- ar. Venjulega sýndist honum kássan vel æt, þó hann langaði ekki beinlínis í hana þessa stundina. Þá .spurði hann mömmu hvort hún vildi ekki eina kótelettu. Mamma sagði alltaf: — Nei! — Þær líta út fyrir að vera bæði góð- ar og safamiklar, sagði pabbi þá hvetj- andi, en hún endurtók bara að hún vildi ekki kótelettu, og hætti að horfa á fatið. Þá leit pabbi eins og á báðum áttum á okkur, hvern á fætur öðrum. Hann átti fjóra syni sem allir höfðu góða matar- lyst. Hann ræskti sig, eins og hann væri að búa sig undir að bjóða hverjum strák eina kótelettu, en venjulega lét hann sér nægja að segja: — Kærir nokkur annar sig um kótel- ettu? — Nei, Clare, flýtti mamma sér þá að svara heldur óþolinmóð. Þær eru handa þér. Við hin ætlum að borða kássu í kvöld. Að svo búnu brosti hún glaðlega en eins og dálítið vör um sig til okkar bræðranna, til að fullvissa sig um að við færum nú ekki að hafa neitt á móti þessu, um leið og hún flýtti sér að láta okkur byrja að borða. Við strákarnir horfðum alvöruþrungnir á pabba meðan hann borðaði kóteletturn- ar þrjár. Ekki svo að skilja að okkur þætti káss- an hennar Margrétar ekki nógu góð, það var bezta kássa í heimi, en okkur fannst kvöldverðurinn vera eitthvað alveg sér- stakt, og við fengum oft kássu um hádeg- ið. Ef einhver okkar hefði tekið tilboði pabba og látið hann sitja eftir með aðeins eina kótelettu eða kanski enga, þá býst ég við að hann hefði snúið sér til mömmu og spurt: — Hvar eru hinar kóteletturnar? Og svo hefði hann orðið sármóðgaður þegar hún svaraði að það væru ekki til fleiri. Þrátt fyrir það bauð hann okkur þær af heilum hug, þó það kostaði hann að vísu nokkurt hugarstríð. Hann vildi láta kaupa heilmikinn mat handa öllum. Hann var örlátur að eðlisfari. Honum gramdist bara ef hann þurfti að líða fyr- ir örlæti sitt. Löngu eftir að Margrét dó, var pabbi kvöld eitt að tala um hve bragðgóður allur matur hefði verið hjá henni. Ég vildi að hún gæti heyrt til þín, sagði mamma. Hún brosti angurvær við umhugs- Framhald á bls. 18. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.