Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 16

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 16
Einn a wnóti ölluwn FORSAGA: Mu Thursday, fyrrum leyiulttgregiumaður, *r skuinn, iagstur f drykkjuskap, búlnn að gefa allt upp á baliuu. Hann kýr í hrttrlegu hóteli, hefur raðiS slg þangað sem ltiggæslu- rimnii og fær fyrlr mat og gistingu. ÞangaS kemur Georgia, kooan hans oem var, sem nú er gift lækni aS natni Homer. Hun er í miklu uppnáml. Tommy, syni hennar og Max, hefur verlð rawit, og hún þorir ekki að lelta til Iogreglunnar. Max fer á fund samstarfsmanns Homers, og fær heldur kuldalegar móttökur. Læknirinn tekur ;i móti honum með byssu í htfiid! Og daginn eftir vaknar Max á lögreglustöðinnl! Og fylgist nú með þessari nýju framhaldssögul Hán er alveg óvenjulega spennandi. SKRIFSTOFAN var lítil og þögnin fyllti hana fljótt. Gegnum glugg- ann sá Max Thursday regnið berja runnana í garöinum. Hann var hættur að taka eftir höfuðverknum og kligjubragðinu uppi í sér. Hann drap í sígarettu sinni og sagði tómlátlega: „Hvaða barnsrán eruð þið að tala um?" Jim Crane hnusaði og stóri maöurinn við skrifborðið sagði: „Láttu ekki svona, Thursday. Hversvegna heldurðu að Jim hafi verið að reyna að koma þér til meðvitundar í alla nótt?" „Ég skil það ekki." Andlitið á Orane var sviplaust, og hann sagði þolinmóður: „Lögreglu- billinn náði í þig í Mission Hills. Aðstoðarmaðurinn, sem sér um fylliraft- ana, heyrði að þú varst eitthvað að þvaðra um barnsrán, svo að hann náði i Jim, sem var á næturvakt. Jim reyndi a® koma þér til meðvitundar og lét-hraðritunarstúlku skrifa það, sem þú sagðir." „Þegar þú varst ekki að kasta upp," muldraði Crane. „— svo að það þýðir ekkert að sitja hér og segja: „Hvaða barnsrán?" eins og fávitinn sem við fundum buxnalausan í Balbogarðinum. Við erum komnir á 'spenann, Max. Reyndu nú: að hjálpa okkur." . • . . • Clapp Iagði hendurnar á grænan þerripapplrinn á skrifborðinu vongóður og Thursday sagði: „Meðan ég man, þakka ykkur fyrir að þurrka fötin mín." „Ver'tu e'kki að berja hausnum við steininn, Thursday." „Hvaða stein, Clapp." „Opnaðu augun, maður. Þar að auki höfum við frásögnina." „Öundírskrífaða og eínskisvirðí fyrír rétti." „Við töluðum við konuna þína — fyrrverandí — og hún staðfestir hvert orð." Thursday strauk einum fingri niður íbogið nef sitt. „Hún staðfesti það. Það var ekki fyrr en þið voruð búnir að segja henni að ég hefði komið til ykkar og leyst frá skjóðunni." „Já, eitthvað í þá áttina." Clapp leit hugsandi á hann. „Hvernig hefðir þú farið að?" „Alveg eins. En það kemur mér alls ekki í gott skap." Clapp reis með erfiðismunum upp frá skrifborðinu og gekk út að glugg- anum. Hann horfði á regnið í nokkrar mínútur. Síðan sagði hann. „Jæja, það hækkar- víst í vatnsgeyminum." Hann leit við og hallaði fyrirferða- miklum öxlum sínum upp að grárri rakri rúðunni. „Þú varst heppinn að fá ekki lungnabólgu. Stein gaf þér inflúenzusprautu áður en hann fór i morgun." Thursday brosti út í annað munnvíJtið. „Já, ég er heppinn að eigi svona góða vini í tukthúsinu." Crane geispaði og sagði. „Þeir hafa margir orðnir lasnir hjá okkur fylli- raftarnir. Af verri sjúkdómum en inflúenzu." Eftir stundarþögn sagði Thursday: „Tommy var tekinn í gær um ellefuleytið fyrir hádegi. Vinur hans, Riggs yngri, segir að þeir hafi verið að leika sér að kúlum, þegar tveir menn tóku Tommy upp í Dodge módel 1946. Þessi Riggs yngri kom með miðann, sem rifinn er úr umbúðapoka, til Georgiu, sem nú er kona dr. Homer Mace. Georgia er með miðann. Á honum stendur! Læknir — við semjum. Enga lögreglu! Georgia kom til mín Eftir WADE MILLER í gær vegna þessa með' lögregluna." Clapp kinkaði kolli. „Stendur heima, Max. Hversvegna heimsóttir þu dr. Elder í gaerkvöldi?" „Dr. Mace er á ferðalagi í einhverjum dularfullum erindagjörðum. Georgia nær ekki í hann. Hún hélt að dr. Elder vissi eitthvað um manninn hennar. Þessvegna náði hún í mig, og þessvegna fór ég i heimsókn til félaga Mace í gærkvöldi." „Að hverju komstu?" „Eiginlega engu. Og ég efast um að þið græðið nokkuð á honum." Austin Clapp skaut fram neðri vörinni og leit á gráhærðan aðstoðar- mann sinn. „Heyrirðu í honum. Jim?" „Jamm." Thursday sagði: „Þannig er þetta i pottinn búið. Þið þurfið víst eitt- hvað að hræra í pottinum." „Ég vildi að þú hefðir tsúaS við okkur í gær, Max." „Tommy er ekki krakkinn þinn. Ég hef ekki séð hann í fjögur ár, en hann er enn sonur minn. Og þegar um krakka manns er að ræða er manni sama þótt þessum föntum sé borgað — eða hvaS þaS nú er, sem þeir vilja." „HvaS þeir vilja? ÞaS hjálpar' okkur lítiS. Ungir læknar eiga aldre' neina peninga." „ÞaS hélt ég líka. Áttu aSra sígarettu, Crane?" Thursday beið meðan gráhærSi maSuiinn kveikti í sígarettunni. „Þakka þér fyrir. Hvað eiga svona læknar eins og Mace? Ekkert — ef þeir eru heiðarlegir. Annars þegja þeir." „Þögnin getur oft verið mikils virði," sagði Clapp hugsi. „En ekki sem lausnarfé. Heldurðu að maður Georgiu sé heiðarlegur?" „Að órannsökuðu máli, já. En hvar er hann?" Crane sagði: „Við skulum leita að honum." Clapp fór með tungunni yfir tennur sínar. „Hver er veiðimaðurinn ?" „Vinur minn frá höfninni," sagði Thursday rólega. „Eg hefði viljað lofa ykkur að kynnast honum, en hann fór eitthvert fyrir skömmu." „Sleppum því. Mig langar til þess að kynnast nokkrum barnsræningjum, en pabbi krakkans vill helzt ekki hjálpa mér neitt. Hvern þekkirðu, sem er me3 hvítan hatt?" Thursday brosti þreytulega. „Enn eitt úr ræSunni minni frá í gær. Ég hlýt aS hafa verið blindfullur. Eða var það eitur?" „Nei, þú varst aðeins fullur," sagði Clapp. „ViS gerðum á þér blóðprufu, þegar við sáum hver þú varst." „Það var absintlykt," bætti Crane við. Thursday stóS upp. „Jæja. Eg er búinn að kjafta frá þessu barnsráni. Vill nokkur borða meS mér morgunmat?" Clapp gekk frá glugganum, léttfættur, þrátt fyrir stærS sína. „Hvert fórstu, þegar þú fórst frá dr. Elder?" „Ég var fullur." Hann yppti öxlum. Lögreglumennirnir tveir kinnkuSu kolli hvor til annars og Clapp tók upp hatt sinn og regnfrakka, þar sem þeim hafði verið kastað í eitt hornið. „Ég ætla aS biðja þig um að muna eitt, Max. Þú varst ekki neyddur til þess að segja neitt. Það var miklu betur með þig fariS en venjulegan róna. Ég var bara að spyrja þig til þess að vera viss um að við værum meS rétt- an mann." Kuldahrollur læsti sig eftir hryggnum á hinum granna leynilögreglu- manni. Hann fann að andlit hans stirðnaði, en hann þvingaði fram bros. „Hvað á þessi forleikur að tákna?" Það var stutt þögn. 16 VIKAN"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.