Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 17

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 17
svaráði.'-'^ViS skulum fara í smáferð, T!ilþess að ISta^a-Uk." ,., Maíc Thursday heyröi rödd sjalfs sins. Hún var hljómlaus. Hún spurði: „HverW' dauður?" og Austin Clapp sagði kuldalega: „Dr. Randolph Elder." Fimmtudagurinn, 9. febrúar, klÁ.8j55 f. h. Sóra húsið numer 1961 við Linwoodstræti virtist sorgmætt í grárri morg- unskímunni. Nokkrir smáfuglar sátuhér og þar undir þakskegginu. Vatnið skvettist eftir málmrennunum og féll til jarðar í gusum. Gluggi á efri hæð- inni hafði verið skilinn eftir opinn og blaut gardína hékk lypjulega út um hann. Regnið lamdi bert höfuð Max Thursdays án afláts þegar félagarnir þrír stigu út úr lögreglubílnum og flýttu sér yfir vota grasflötina að útidyrun- um. Þeir stóðu i fordyrinu. Lögreglumennirnir tveir tóku af sér regn- frakkana, en Thursday burstaði vatnið af bláum ermunum. „Mér þykir leitt með hattinn þinn, en hann er orðinn safngripur." „Vingjarnlegt af mér að skilja eftir fingraför á svitareiminni. Hvenær kemur ásökunin?" Rödd hans var bitur. Clapp setti stút á varirnar. „Liggur ekkert á. Við megum að minnsta kosti vera að því að líta á líkið." Þeir fóru inn á 'skrifstofu dr. Elders. Thursday fór að muna margt. Það voru fíngraför á vínflöskunni, á glasinu sem hann hafði tæmt of •ft, á stólnum, á skrifborðsröndinni. Vínflaskan og glösin sáust hvergi. Stóllinn og skrifborðið voru þakin fíngerðu gráu dufti. „Max Thursday — förin hans," muldraði hann. Crane sagði: „Þu auðveldaðir það fyrir okkur." Grannur og kinnfiskasoginn maður stóð upp Úr stól við vegginn. Hann hafði verið að blaða í stórri bók um réttarlæknisfræði. „Sæll, Thursday," sagði hann. „Eg sé, að þú hefur lifað þetta af." „Sæll, Stein. Þakka þér fyrir ástsamlega hjúkrun. Hvað sló mig í hausinn?" „Þú hefur vist fallið flatur með höfuðið á undan þér eitthvað fjörutíu fimmtíu sinnum," sagði læknirinn þurr í bragði. Thursday kom auga á silf- urlita skammbyssu Elders á skrifborðinu og þagði. „Næst þegar þið haldið veizlu skuluð þið bjóða mér," bætti Stein við. „Sem einkalækni, drykkjubróður eða vitni?" Stein leit alvarlega bak við skrifborðið og yppti öxlum hæðnislega. „Nei annars, ef þú ert farinn að taka upp á því að drepa lækna, þá skulum við sleppa því." Hann sneri sér að Clapp. „Má ég fara með manninn niður í bæ?" „Rétt strax," þrumaði stóri maðurinn. Læknirinn setti stóru bókina á sinn stað og þurrkaði rykið af höndum sínum. „Já, hérna er eit athugavert. Þessi Elder átti fleiri bækur um rétt- arlæknisfræði en læknar eru vanir að eiga. Sjáðu bara. Réttarlœknisfrœði. Lagalœknisfrœði. Eiturfrœði o'g Lasknir í réttinum. Hérna er meira að segja ein urri rakettur. Þar að auki eru márgar bækur um fæðingarlækn- ingar." „Nú," sagCi Clapp hugsi. Thursday sagði: „Elder lenti í fóstureyðingamáli í Phoenix." Stein sagði: Einmitt," og Crane sagði: „Við vitum það." Læknirinn gekk á undan þeim að skrifborðinu. „Þarna er hann." Dr. Blder lá makindalega á bakinu. Hann virtist sofa. „Ég loka alltaf á þeim augunum fyrst," sagði Stein. „Eg kann ekki við að þeir horfi á. mig." Teppið kringum líkið var blettótt. Hvítur sloppurinn var brúnn og stífur þar sem blóðið hafði storknað. Föt lceknisins höfðu verið skorin burt um mittið og blóðið þerrað mjög vandlega kringum krónulaga op. Dr. Elder hafði verið skotinn í magann á liblB færi. Clapp sagði: ,>í>að er ekki beint skemmtílegt að sjá þetta á fastandi maga." „Hvernig skeði þetta?" spurði Thursday. Hann kraup hjá líkmu án þess að snerta það. „Haglabyssa," sagði Stein. „Hann er fullur af höglum." Thursday leit upp. „Þau hafa ekki dreift sér mikið." , „ÞaO er sama," sagði Stein og yppti öxlum. Clapp Ieit á Iíkið og gretti sig, en sagði síðan hugsandi. „Þetta var lítil byssa, Max. Ef til vill 22 cal. hlaup og forhlaup númer 12. Þaö er eins •g nokkurs konar reykháfur, svo að skotin dreifast ekki mjög mikið." „Það hlýtur að vera mjög sterkt." „Já, og hávaðinn er líka geysilegur," bætti Crane við. „Einkum í kyrr- látu húsi." CJapp sagði og gretti sig enn. „Það er ekki svo gott að segja hvað há- vaðinn er mikill, þegar byssan er alveg upp við magann á manninum." Thursday blístraði. „Var það þannig?" „Við höldum það, eftir púðurblettunum að dæma." „Hvað með Georgiu? Heyrði hún ekki —" Clapp neri á sér hökuna. „Hún segist hafa hleypt þér mn, farið síðan upp og farið að sofa. Hún segist hafa vaknað skömmu fyrir miðnætti og sé'3 úr stigagatinu að slökkt var á skrifstofu Elders. Siðan fór hún aftur upp í." ,,Mtli hún hafi ekki haldið að þú hafir ekki nennt að tala við hana á eftir," 3agði Crane. „Það er skrýtið að hvellurinn hafi ekki —" Thursday sagði snögglega. „Það var óttalegt óveður í gærkvöldi, fannst ykkur ekki?" „Það er satt," sagði Clapp vingjai-nlega. „Og svefnherbergið er eins langt frá morðstaðnum eins og hægt er að komast í þessu húsi." Framhald á bls. 18. 1933—1958 STEBBABIJÐ 1933—19§8 LINNETSSTIG 2 ALLT I MATINN PANTIÐ I TÍMA Pantið í síma 50291 og 50991 Efnalaug Hafnarfjarðar h.f. GUNNARSSUNDI 2 Kemisk hreinsun og litun. — Vönduð vinna. SlMI 50389 BUBAHDLD LEIKFÖNG ÁVALLT í MIKLU ÚRVALI STEBBABÚÐ Strandgötu 39 — Sími 50919 EINANGRUN gegn hita, kulda, eldi og tiljoði. Notið STEINULL til einangrunar. Það er olífrænt efni sem ekki fúnar og þolir allt að 1000° C. hita án þess að missa ein- angrunargildi sitt, er því hentugt til ein- angrunar á íbúðarhúsum, skrifstofubygg- ingum, frystihúsum, fyrir hitaleiðslur, gufukatla, hitadunka, ofna o. fl. I'Lehtiölupplýsinga hjá: Lœkjargötu 3^, Hafnarfirði. — Sími 50975. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.