Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 4
Tilhynnimg mwm morö eftir Agöthu Christie EF til vill hefur Karlotta Blacklock í fyrstu aðeins leikið sér að þessari hugmynd. Hún hafði verið svikin um öll æfintýri og alla tilbreytingu í lífinu. Nú hafði hún gaman af þvi að gera sér þetta i hugaiiund í öllum smáatriðum. Hvernig gæti hún farið að því að losna við Rudi Scherz? Hún lagði þetta allt niður fyrir sér. Og að lokum ákvað hún að fram- kvæma það. Hún sagði Rudi frá þeirri fyrirætlun sinni að láta að gamni sínu leika innrás á heimili sitt meðan gestir væru þar. Hún út- skýrði það fyrir honum, að hún vildi láta einhvern alókunnugan mann leika „ræningjann" og bauð honum góða borgun fyrir að taka þetta að sér. Það sýnir bezt að Scherz hefur ekki haft hugmynd um að hann hefði nein tök á henni, að hann skuli hafa samþykkt þetta umyrðalaust. 1 hans augum var hún aðeins ósköp kjánaleg, eldri kona, sem var ákaflega fús til að iáta peninga af hendi rakna. Hún fékk honum auglýsinguna í blaðið, sagði honum að koma til Little Paddocks, til að kynna sér húsaskipan alla, og sýndi honum hvar hún mundí hitta hann þetta umrædda kvöld til að hleypa honum inn í húsið. Auðvitað vissi Dóra Bunne ekkert um þetta. Dagurinn rann upp . . . Craddock þagnaði. Og ungfrú Marple tók við með sinni blíðu röddu: - Þetta hlýtur að hafa verið ömurlegur dagur fyrir hana. Enn var ekki of seint að snúa við . . . Dóra Bunner sagði okkur að Letty hefði verið hrædd þennan dag, enda hlýtur hún að hafa verið það. Hún var hrædd við það sem hún ætlaði að gera og hrædd um að eitthvað færi öðruvísi en fyrirhugað var . . . en ekki nægilega hrædd til að hætta við alit saman. Sjáið þið til. Það hafði ekki verið nema gaman að ná skammbyss- unni úr flibbaskúffu Easterbrooks ofursta, með því að laumast þangað inn, með egg eða sultukrukku til vonar og vara. Það hafði líka verið ósköp æsandi að laumast til að bera á lámirnar á aukahurðinni, svo dyrnar opnuðust hávaðalaust, og að stinga upp á því að borðið yrði fært frá henni, undir þvi yfirskyni að blómaskreyting Philippu nyti sín þá betur. Hingað til var þetta því aðeins leikur. En það sem næst mundi ger- ast var sannarlega enginn leikur. Ójá, hún hefur áreiðanlega verið dauð- hrædd . . . Dóru Bunner skjátlaðist ekki um það. Samt sem áður gekk hún í gegnum þetta, sagði Craddock. Og allt fór samkvæmt áætlun. Klukkan rúmlega sex fór hún út til að „loka inni gæsirnar", og hleypti þá Scherz inn og fékk honum grimuna, frakk- ann, hanzkana og vasaljósið. Um leið og klukkan slær hálf sjö stendur hún svo tilbúin við bogadyrnar með hendina á sígarettukassanum. Allt lítur þetta ofur eðlilega út. Patrick er aS sækja eitthvað að drekka, eins og góður ge'stgjafi. Og hún, húsmóðirin, er að ná í sígarettur. Hún hefui' með réttu getið sér þess til að allir mundu líta á klukkuna um leið og hún slæi. Það gerðu þeir líka. Dóra ein, þessi trygga vinkona hennai’, hafði ekki af henni augun. 1 skýrslunni sinni sagði hún okkur einmitt hvað ungfrú Blackloek hefði verið að gera. Hún sagði að hún hefði tekið upp vasann með fjólunum. ÁCur var hún búin að tæta svo upp snúruna að rafmagnsþráðurinn var næstum ber. Hún þurfti ekki nema andartak, því sígarettukassinn, vasinn og litli slökkvarinn var allt rétt hvert hjá öðru. Hún lyfti fjólu- vasanum, hellti vatni á tættu snúruna og kveikti á lampanum. Vatn leiðir vel rafmagn. Öryggin sprungu samstundis. — Alveg eins og á prestssetrinu um daginn, sagði Bunch. Þessvegna hefur þér brugðið svona, Jane frænka, var það ekki? -— Jú, góða mín. Ég var búin að hugsa svo mikið um ljósin í þessu sambandi. Ég hafði þá áttað mig á þvi að um tvo lampa hefði verið að ræða, og að annar hefði verið látinn í hins stað —- sennilega um nóttina. -— Það er alveg rétt, sagði Craddock. Þegar Fletcher skoðaði lamp- ann morguninn eftir, var hann í fullkomnu lagi, eins og öll hin ljósa- stæðin. Þar sást hvorki rifin snúra né brunninn vír. — Ég var búin að átta mig á orðum Dóru Bunner, sem sagði að kvöldið áður hefði lampinn með hjarðmeynni verið þarna, en eins og hún, kenndi ég Patrick um þetta, sagði ungfrú Marple. Það var ákaflega eftir- tektarvert einkenni á Dóru Bunner, að ekki var hægt að treysta því sem hún sagðist hafa heyrt — hún lét hugmyndaflugið hlaupa með sig í gönur cg afbakaði allt. Það sem hún liélt var venjulega eintóm vitleysa en hún fór mjög nákvæmlega með það sem hún sá. Hún sá Letitiu taka upp vasann með fjólunum . . . - Cg liún sá glampa og heyrði snark, eins og hún sagði, bætti Crad- dock \ÚJ. - Þcgrr mín kæra Bunch hellti svo vatninu af jólarósunum ofan á lampasnúruna, þá skildist mér samstundis að ungfrú Blacklock var sú A eina sem gat hafa sprengt öryggið, því hún var sú eina sem stóð við litla borðið. —'i Ég gæti lamiö sjálfan mig, sagði Craddock. Dóra Bunner var jafnvel eitthvað að fjasa um brunablett á borðinu, þar sem einhver hefði lagt frá séi- sígarettu — en það var enginn farinn að kveikja í sígarettu. Auk þess voru fjólurnar dauðar af því ekkert vatn var í vasanum. Það voru mistök af Letitiu hálfu. Hún hefði átt að bæta vatni á blómin. En ég býst við að hún hafi haldið að enginn mundi veita því athygli, enda var Dóra Bunner fús til að trúa því að hún hefði sjálf gleymt að láta vatn á blómin í upphafi. Það var auðvitað ákaflega auðvelt fyrir ungfrú Blacklock að nota sér af Dóru, enda gerði hún það oftar en einu sinni. Ég hugsa að hún hafi blásið henni í brjóst þessari tortryggni gagnvart Patrick. — Því þurfti hún endilega að ráðast á mig? sagði Patrick æstur. — Ég held að hún hafi ekki gert það í alvöru, heldui' aðeins ætlað að koma x veg fyrir að Bunny færi að gruna hana sjálfa um að standa á bak við þetta. Jæja, okkur er öllum kunnugt um það sem næst gerðist. Um leið og ljósin slokknuðu og allir fóru að æpa upp yfir sig, laumaðist hún út um dyrnar með smurðu hjörunum og kom aftan af Rudi Scherz, sem var að leika hlutverk sitt af miklum móði og lét Ijósgeislann leika um herbergið. Ég reikna ekki með að hann hafi orðið þess var að hún stóð fyrir aftan hann með garðhanzkana á höndunum og skammbyss- una til taks. Hún beið þangað til ljósið skein á þann blett, sem hún þui'fti að miða á —- á vegginn þar sem hún átti að standa sjálf. Þá flýtti hfm sér að hleypa af tveimur skotum og um leið og Rudi sneri sér alveg' foi-viða við, rak hún í hann hlaupið og hleypti af enn einu sinni. Síðan lét hún skammbyssuna detta við hliðina á honum, fleygði hönzkunum hirðuleysislega á borðið og skaut sér inn i gegnum hinar dyrnar og þangað sem hún hafði staðið þegar ljósin slokknuðu. Þá reif hún sig í eyrað - ég veit ekki almennilega hvernig hún hefur farið að því. . . — Sjálfsagt með naglaskærum, sagði ungfrú Marple. Örlítil rispa í eyinasnepilinn nægir til að að blóðið fossi. Þetta var auðvitað ákaflega snjallt hjá henni. Blóðið sem streymdi niður yfir hvítu blússuna hennar, sannaði það að skotið hefði verið á hana og að hún hefði sloppið naumlega. — Þetta virtist ætla að ganga eins og í sögu, sagði Craddock. Full- yrðing Dóru Bunner um að Schex’z hefði miðað á ungfi’ú Blacklock konx að góðum notum. Dóra hélt í raun og veru að hún hefði séð vinkonu sína særða. Þetta hefði sennilega verið dæmt sjálfsmorð eða slys, og' þarmeð hefði málið verið afgreitt. Það er ungfi'ú Marple að þakka, að þvi var haldið óafgreiddu svona lengi. — Nei, nei! Ungfrú Marple hristi höfuðið með ákafa. Það var bara af tilviljun að ég kom nálægt þessu. Það varst þú, Craddock, sem ekki varst fyllilega ánægður. Þú vildir ekki láta afgreiða málið þannig. Já, ég var ekki ánægður með þetta, sagði Craddock. Ég vissi að eitthvað var bogiö við þetta. En ég vissi ekki hvað það var fyrr en þú bentir mér á það. Svo varð ungfrú Blacklock fyrir óhappi. Ég komst að þvi að einhver hafði verið að eiga við lokuðu hurðina. Fram að þeim tíma höfðunx við ekkert áþreifanlegt, hvað sem við kunnum að hafa haldið. En smurðu lamirnar voru sönnunai’gagn. Og það fann ég af hreinni tilviljun — með því að taka i vitlaust handfang. — Ég held nú að þér hafi vex’ið stýrt þangað, fulltrúi, sagði ungfi'ú Marple. En ég er líka svo gamaldags. Eltingaleikui’inn var því aftur i fullum gangi, sagði Craddock. En nú vorum við að Ieita að einhverjum, sem hefði ástæðu til að di’epa Letitiu Blacklock. — Og á staðnum var ein manneskja sem hafði ástæðu til að vilja drepa ungfi'ú Blacklock, sagði ungfrú Marple. Ég hugsa að hún hafi þekkt Philippu undir eins. Sonja Goedler var nefnilega ein af þeim ör- fáu, sem höfðu fengið að rjúfa einveru Karlottu. Og þegar maður fer að eldast, þá man maður miklu betur eftir svip þeirra, sem maður hitti í gamla daga en þeirra, sem maður hefur hitt fyrir einu eða tveimur árum. Philippa hlýtur að vera á mjög svipuðum aldri og móðir hennar var, þegar Karlotta sá hana, og hún er ákaflega lík móður sinni. Það skrýtnasta er, að ég held að Karlotta hafi verið harla ánægð yfir að þekkja hana. Henni fór að þykja vænt um Philippu, og ég held að það hafí hjálpaö henni til að kveða niður þetta litla samvizkubit, sem hún kann að hafa haft af þessu, þó hún hafi ekki gert sér almennilega gi-ein fyrir því. Hún taldi sjálfri sér trú um, að þegar hún hefði fengið peningana, þá mundi hún sjd fyrir Philippu. Hún skyldi fara með hana sem sína eigin dóttur. Philippa og Harry gætu bxúð hjá henni. Hún var ákaflega ánægð með þetta og fannst hún vera sérlega örlát. Þegar íögreglufulltrúinn fór að beina huganunx að Pip og Emmu og spyrja ýmissa spux-ninga þar að VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.